Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 49 MENNING Tónlist Áskirkja | Pólskir músíkdagar kl. 20. Lukasz Kuropaczewski gítarleikari. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir J.S. Bach og A. Transmann. Tónlistarskóli Borgarfjarðar | Tónleikar á 250 ára afmælisdegi Wolfgang Amadeus Mozarts í sal skólans að Borgarbraut 23, Borgarnesi, kl. 20.30. Nemendur og kennarar skólans og flytja lög eftir Moz- art. Kaffi og Mozartkúlur. Allir velkomnir. Myndlist 101 gallery | Ásmundur Ásmundsson. Til 25. feb. Artótek Grófarhúsi | Valgerður Hauks- dóttir myndlistarmaður til 19. febrúar. Sjá: www.artotek.is Aurum | Katrín Elvarsdóttir sýnir ljós- myndir sem eru hluti af seríunni Heimþrá til 3.feb. BANANANANAS | Spessi, Portray. Til 28. jan. Café Karólína | Aðalsteinn Svanur sýnir bleksprautuprentaðar ljósmyndir á segl- dúk til 3. febr. www.simnet.is/adalsteinn.- svanur Gallerí + Akureyri | Ingileif og Áslaug Thorlacius til 22. jan. Opið um helgar kl. 14–17. Gallerí BOX | Arna Valsdóttir sýnir „Kvika“. Sýningin opnar 21. janúar kl. 16 og stendur til 11. febrúar. Opið fimmtud. og laugard. kl. 14–17. Gallerí I8 | Ólafur Gíslason Gallerí Sævars Karls | Myndlistarmaður- inn Helgi Már Kristinsson með einkasýn- ingu. Gallerí Úlfur | Sigurdís Harpa Arnars- dóttir með sýningu út janúar. Gallery Turpentine | Hallgrímur Helga- son. Til 31. jan. Hafnarborg | Kári Sveinsson frá Færeyj- um og Pétur Bjarnason, myndhöggvari. Til 30. jan. Hallgrímskirkja | Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 7. febrúar. i8 | Sýningin Fiskidrama samanstendur af myndbandi, skúlptúr og teikningum. i8 er opið miðvikudaga–föstudaga frá kl. 11– 17 og laugardaga frá kl. 13–17. Iða | Sölusýning á málverkum Þóru Guð- rúnar Benediktsdóttur til loka janúar. Kaffi Mílanó | Erla Magna Alexanders- dóttir sýnir olíu og akrýlmyndir í Kaffi Mílano. Sýningin stendur út febrúar. Karólína Restaurant | Óli G. með sýning- una Týnda fiðrildið til loka apríl. Listasafn ASÍ | Myndlist vs. hönnun. Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Tinna Gunnarsdóttir. Til 5. feb. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn- ing. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Krist- ín Þorkelsdóttir (hönnun, vatnslitir). Guð- rún Vigfúsdóttir (vefnaður). Til 12. feb. Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning Guðrúnar Einarsdóttur á nýjum verkum unnum með olíu á striga ásamt skúlptúr- um unnum úr frauðplasti og litarefni á tré. Til 5. mars. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró til 23. apríl. Gabríela Friðriksdóttir, Fen- eyjaverkið. Kristín Eyfells. Til 26. feb. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið. Jóna Þorvaldsdóttir. Til 22. feb. Norræna húsið | Þrjár finnskar listakonur. Nýlistasafnið | Kees Visser, Þór Vigfús- son og Ívar Valgarðsson. Til 28. jan. Safn | Listamennirnir Einar Falur Ingólfs- son, Anouk de Clercq og Greg Barrett sýna verk sín til 5. febrúar. Opið mið–fös kl. 14–18, lau/sun kl. 14–17. www.safn.is Saltfisksetur Íslands | Margrét Bára með málverkasýningu í Listsýningarsal til 27. jan. Opið alla daga frá 11–18. Skúlatún 4 | Fyrsta sýning ársins. Ólíkir listamenn úr ýmsum áttum sem reka vinnustofur og sýningaraðstöðu á þriðju hæð. Til 12. feb. Þjóðmenningarhúsið | Á veitingastofunni Matur og menning í Þjóðmenningarhús- inu eru sýnd málverk eftir Hjört Hjartar- son. Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljósmyndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljósmyndir Péturs Thomsen í Mynda- sal. Til 20. febrúar. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning Borgarskjalasafns „Býarmenningin Tórs- havn 1856–2005“ er í Grófarsal, Tryggvagötu 15 en hún fjallar um þróun og uppbyggingu byggðar í Þórshöfn í Færeyjum. Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins í Duushúsum. Sagt er frá tímabilinu 1969 til 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tískan og tíðarandinn. Opið daglega kl. 13–18.30 til 1. apríl. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Myndirnar á sýningunni Móðir Jörð gefa óhefð- bundna og nýstárlega sýn á íslenskt landslag þar sem markmiðið er að fanga ákveðna stemmningu fremur en ákveðna staði. Skotið er nýr sýningarkostur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er mynd- um er varpað á vegg úr myndvarpa. Minjasafn Austurlands | Endurnýjun á sýningum stendur yfir. Ný grunnsýning opnuð 1. maí nk. Upplýsingar í síma 471 1412. Þjóðmenningarhúsið | Sýnishorn af ár- angri fornleifarannsókna sem njóta stuðnings Kristnihátíðarsjóðs eru til sýnis í anddyri Þjóðmenningarhússins. Sýningin Mozart-óperan á Íslandi opnuð. Við opnunina fjallar Halldór Hauksson um óperur Mozarts og Sveinn Einarsson spjallar um íslenskar uppfærslur á óper- um tónskáldsins. Auður Gunnarsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson flytja brot úr óperum Mozarts. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið upp á fjöl- breytta fræðslu og þjónustu fyrir safn- gesti. Þar eru nýstárlegar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. sem spil- ar og syngur í kvöld. Kringlukráin | Hljómsveitin Hafrór leikur 27. janúar. Players | Popphljómsveitin Ízafold leikur í kvöld. Mannfagnaður Broadway | Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið í Broadway á Hótel Íslandi í kvöld. Veislustjóri: Ólafur Helgi Kjartans- son. Bjarni Ara og Helgi Björns skemmta. Ræðumaður: Elín Alma Arthúrsdóttir, Saga Class leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Goðaland | Þorrablót Búnaðarfélags Fljótshlíðar haldið að Goðalandi 28. janúar nk. Miðapantanir í síma 487 8470 eða 487 8400. Húsið verður opnað kl. 20.30, borðhald hefst kl. 21. Fyrirlestrar og fundir Grand Hótel Reykjavík | Þroskaþjálfa- félags Íslands heldur málþing á Grand hótel, kl. 9–16. Fjallað verður um málefni fatlaðs fólks í markaðssamfélagi út frá sjálfræði, valfrelsi, arðsemi, og þeim tækifærum og höftum sem felast í að vera fatlaður. Málþingið er öllum opið. Nánari upplýsingar á www.throska.is Háskóli Íslands | Harris Michael Schaer eðlisfræðinemi heldur fyrirlestur um meistaraverkefni sitt á sviði notkunar jarðhita til að knýja þjöppun vetnis með notkun svokallaðra málmhýdríða. Fyrir- lesturinn er í dag kl. 16, í Tæknigarði við Dunhaga og fer fram á ensku. Nordica Hótel | Til þess að efla skóla- málaumræðuna ætla Samtök sjálfstæðra skóla að efna til ráðstefnu á Nordica 28. janúar kl. 13–17, undir yfirskriftinni: Fjöl- breyttir skólar? fleiri möguleikar. upplýs- ingar og skráning á www.sssk.is Viðskiptaháskólinn á Bifröst | Rann- sóknamiðstöð Viðskiptaháskólans á Bif- röst og Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi standa að ráðstefnu um framtíð Vesturlands á Bifröst kl. 11. Ráðstefnan, sem er öllum opin og ókeypis. Þjóðminjasafn Íslands | Tuttugasta Rask-ráðstefnan verður haldin 28. janúar kl. 9.30–16.30. Íslenskir málfræðingar flytja fyrirlestra, auk danskra og hol- lenskra gestafyrirlesara. Fyrirlestrarnir verða fluttir á íslensku og ensku. Dag- skráin er birt á heimasíðu Íslenska mál- fræðifélagsins (http://www.imf.hi.is). Fréttir og tilkynningar Kvennakór Kópavogs | Kvennakór Kópa- vogs er að hefja sitt 5. starfsár og eru fleiri konur velkomnar í kórinn. Æfingar eru á mánudögum kl. 20–22, í Digranes- skóla. Nánari uppl. veita: Natalía kórstjóri, s. 555 1346 og 699 4613, Hildur, s. 554 3619 og Elínborg, s. 554 6617 og 846 3774. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Ú r bréfi Soffíu Haibl, mágkonu Mozarts, yngri systur Kon- stönzu, til G.N. von Nis- sens leyndarráðs, síðari manns Konstönzu, dag- settu 7. apríl 1825. … Ég herti upp hugann og gekk að rúmi hans en hann ávarpaði mig þegar í stað með þessum orðum: „Æ, það var gott að þér komuð, kæra Soffía; í kvöld verðið þér að vera hjá mér og horfa á mig deyja.“ Ég reyndi að harka af mér og hug- hreysta hann, en hann anzaði því aðeins: „Ég finn þegar keim dauðans á tungunni,“ [...] „Já, kæri Mozart, ég þarf aðeins að skreppa til móður okkar og láta hana vita af því að þér óskið eftir að ég verði hjá yður í kvöld; annars kynni hún að óttast um yður.“[…] Þegar ég kom þangað aftur sat Süssmayer við rúmstokkinn hjá Mozart. Á sænginni lá handritið að Sálumessunni, og skýrði Mozart fyrir honum hvernig hann hefði hugsað sér að gengið yrði frá því að honum látnum. … Læknisins, Dr. Clos- set, var lengi leitað og fannst loks í leikhúsinu; en hann vildi ekki koma fyrr en sýningunni væri lokið. Þá kom hann og fyrirskipaði kalda bakstra á sóttheitt höfuð Mozarts, en honum varð svo mikið um að hann hneig í ómeg- in og komst ekki til með- vitundar áður en hann skildi við. Hið síðasta er hann gerði í þessu lífi var að blása út kinnarnar, eins og hann vildi reyna að líkja eftir lúðrunum í Sálumessunni. Ég heyri það enn fyrir mínu innra eyra … Íslensk þýðing: Árni Kristjánsson. Þinn einlægur Amadé Wolfgang Amadeus Mozart 27. janúar 1756 – 5. desember 1791 MOZART MOLAR ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS –
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.