Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 57

Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 57 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA MUNICH kl. 5 - 8.30 - 10.15 B.i. 16 ára. OLIVER TWIST kl. 3:30 - 6 B.i. 12 ára. CHRONICLES OF NARNIA kl. 3:30 - 8.30 DOMINO kl. 11 B.i. 16 ára. KING KONG kl. 6 B.i. 12 ára. SAMBÍÓ KRINGLUNNI MUNICH kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára. MUNICH VIP kl. 6 - 10 PRIDE AND PREJUDICEkl. 5 - 8 - 10:40 OLIVER TWIST kl. 5 - 8 B.i. 12 ára. JARHEAD kl.10:40 B.i. 16 ára. RUMOR HAS IT kl. 6 - 8 CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 KING KONG kl. 10 B.i. 12 ára. Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 4.20 Allur heimurinn fylgdist með árið 1972 þegar 11 ísraelskir íþróttamennvoru myrtir á ólympíuleikunum í munchen þetta er sagan af því sem gerðist næst frá verðlaunaleikstjóranum sem færði okkur „saving private ryan" og „schindlers list" **** „Munich sennilega besta mynd Spielberg síðan Schindler’s List. Einvala leikaralið í frábærum (70’s) njósnatrylli.” S. U. S. / XFM 91,9 „Listaverk eins og Spielberg einum er lagið.” A.B. BLAÐIÐ. ***** ... „Þrátt fyrir áhætturnar sem fólust í gerð myndarinnar hefur Spielberg skilað frá sér sinni bestu mynd síðan „Saving Private Ryan.” Munich er auðveldlega hægt að kalla meistaraverk því hún er mögnuð og áhrifarík í senn og sýnir framúrskarandi kvik- myndagerð uppá sitt besta.” L. I. B. / Topp5.is **** „Enn og aftur langbesta mynd Spielberg í langan tíma og mikilvæg mynd að mörgu leiti því hún skoðar báðar hliðar málsins án þess að taka afstöðu, aðra en þá að þetta er vonlaus barátta.” Ó . Ö. / DV Hvað segirðu gott? Allt mjög gott, þakka þér fyrir. Hefurðu haldið áramótaheitin þín? (Spurning frá síðasta aðalsmanni, Karli Tryggvasyni). Á maður að gera það? Kanntu þjóðsönginn? Að sjálfsögðu. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ég skrapp til London í byrjun des- ember með kærastanum mínum. Það var yndislegt. Ég fæ alltaf nett fráhvarfseinkenni ef ég kem ekki þangað með reglulegu millibili. Uppáhalds maturinn? Carpaccio, sushi, humar, fois gras … mmm Bragðbesti skyndibitinn? Það fer svolítið eftir aðstæðum. Þessa dagana er það hollustan á Næstu grösum, en sveittur beik- onborgari á American Style er fínn þegar maður er pínu ryðgaður. Besti barinn? Mér finnst voða gott að setjast inn á 101 eftir vinnu. Þar er notalegt and- rúmsloft og ekki mikill hávaði. Hvaða bók lastu síðast? Er með svona fjórar á náttborðinu sem ég á eftir að klára. Það hlýtur að takast með vorinu, ef það fer eitt- hvað að róast! Ég les mikið af bókum sem tengjast vinnunni, en síðast þegar ég las mér til skemmtunar varð The Hitchikers Guide to the Galaxy fyrir valinu. Ég veltist um af hlátri. Tær snilld. Hvaða leikrit sástu síðast? Ég fór á Glæpur gegn diskóinu í Borgarleikhúsinu. Skemmti mér konunglega. En kvikmynd? Ég fór á King Kong í bíó, en horfði á 28 Days í sjónvarpinu um helgina. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Vorum að endurnýja græjurnar, sem voru orðnar vel lúnar, svo það er verið að renna í gegnum allt safn- ið. Hreint frábært að hlusta á Ok Computer í almennilegum tækjum! En svo maður nefni eitthvað nýtt þá er ég dálítið að hlusta á Flís þessa dagana, platan heitir Vottur og við fengum hana í jólagjöf. Frábær plata. Uppáhalds útvarpsstöðin? Ætli það sé ekki bara gamla góða Rás 2 … og Gufan … Besti sjónvarpsþátturinn? Góðir breskir sakamálaþættir. Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveruleikaþætti í sjónvarpi? Nei. G-strengur eða venjulegar nær- buxur? Það fer eftir því hver á að vera í þeim. Mér finnst g-arinn fínn, en ég myndi reka upp stór augu ef makinn færi að nota svoleiðis! Helstu kostir þínir? Það er nú það …ég er bjartsýn og jákvæð. En gallar? Get verið dálítið þrjósk. Besta líkamsræktin? Sund og göngutúrar, ekki spurning. Hvaða ilmvatn notarðu? CK One. Ertu með bloggsíðu? Nei. Ég opna meira að segja tölvu- póstinn minn bara einu sinni í viku …skandall! Pantar þú þér vörur á netinu? Nei. Ekki mikill tölvunörd … Flugvöllinn burt? Já, ég væri alveg til í það. En mér líst ekkert á að fara að búa til land- fyllingar hér og þar til að koma hon- um fyrir. Landið er alveg nógu stórt. Þetta er bara spurning um að finna rétta staðinn. Að hverju viltu spyrja næsta að- alsmann? Hverjum spáirðu sigri á HM í fót- bolta í sumar? Íslenskur aðall | Þórunn Lárusdóttir Ekki mikill tölvunörd Aðalskona vikunnar hefur vakið verðskuldaða at- hygli fyrir frammistöðu sína í sakamálaþættinum Allir litir hafsins eru kaldir. Þá er hún einnig önn- um kafin við leik í verkunum Eldhús eftir máli og barnaleikritinu Klaufar og kóngsdætur. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Bjartsýn og jákvæð en dálítið þrjósk. Leikarinn Josh Holloway þykir„mesti foli“ allra sjónvarps- þátta, skv. niðurstöðu könnunar bandaríska tímaritsins In Touch Weekly. Holloway leikur hinn ódæla Sawyer í Lífsháska (Lost). Leikkonan Evangeline Lilly, sem leikur Kate í sömu þáttum, segist skilja vel að Holloway sé orðinn kyn- tákn. Hann opni dyr fyrir konur, beri poka fyrir þær og veiti þeim ör- yggistilfinningu. Holloway bar sig- urorð í folavalinu af mótleikara sín- um í Lífsháska, Matthew Fox, sem leikur lækninn Jack. Fólk folk@mbl.is Orðrómur er á kreiki um aðJennifer Aniston ætli að skrifa bók um hjónaband sitt og Brads Pitt – og ekki draga neitt undan. Aniston mun hafa haldið dagbók á meðan hún var gift Pitt og nú vill hún segja allan sann- leikann um líf sitt með Brad. Samkvæmt fréttum breska blaðsins Daily Mirror telur An- iston einnig að með því að skrifa bók geti hún betur náð sér niðri á Brad fyrir að hafa tekið saman við Angelinu Jolie. Fyrir skömmu sagði Aniston frá því að hún sjái alls ekki eftir því að hafa skilið við Pitt. Hún sagði að 2005 hafi verið „frábært ár“ – þrátt fyrir skilnaðinn – og hún væri hæst- ánægð með það hvernig allt hefði farið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.