Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 36. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Velduþaðbesta
Daðrar við
stangarstökk
Hreyfing fyrir fólk á öllum
aldri í Daglegu lífi | 15
Fasteignir | Hús á Spáni raunhæfur draumur Heimilið er heilagt
Skelfilegt að brjóta upp flísar Íþróttir | Ísland mætir Svíþjóð
Barcelona sýnir Snorra Steini áhuga Chelsea skrefi nær titlinum
Fasteignir og Íþróttir í dag
UPP komst um eitt allra stærsta fíkniefnamál
sem komið hefur upp í Leifsstöð, þegar tæp fjög-
ur kg af amfetamíni voru tekin af ungu pari við
komuna frá París á föstudag. Fíkniefnin voru
vandlega falin í tösku þeirra og komu pakkningar
utan um efnin í ljós við gegnumlýsingu hjá Toll-
gæslunni á Keflavíkurflugvelli sem vann að mál-
inu í samstarfi við lögregluna á Keflavíkurflug-
velli. Fyrstu rannsóknir á hreinleika
amfetamínsins benda til að um mjög sterkt efni
sé að ræða og hleypur markaðsvirðið á bilinu 40–
60 milljónir króna. Hald var lagt á efnin og var
fólkið úrskurðað í tveggja vikna gæsluvarðhald í
Héraðsdómi Reykjaness á laugardag að kröfu
sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli.
Hin handteknu eru bæði Íslendingar og er
konan rétt rúmlega tvítug en maðurinn nokkrum
árum eldri. Lögreglan í Reykjavík hefur tekið við
rannsókn málsins.
Þetta er annað stóra fíkniefnamálið á stuttum
tíma sem kemur upp í Leifsstöð en skemmst er
að minnast handtöku þriggja 18 ára íslenskra
pilta sem teknir voru með hálft kg af kókaíni í
Leifsstöð. Ungur aldur sakborninganna í þessum
tveim málum vekur ugg að sögn Jóhanns R.
Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflug-
velli, ekki síst þar sem um mjög stór mál er að
ræða.
Magn amfetamínsins sem tekið var á föstudag
á sér vart hliðstæðu en fyrir réttu ári var Þjóð-
verji stöðvaður í Leifsstöð með svipað magn af
amfetamíni og hafði annað eins magn þá aldrei
sést hjá einum flugfarþega. Til að setja magnið í
samhengi við magntölur undanfarin misseri má
nefna að 15 kg voru tekin af amfetamíni sam-
anlagt á landsvísu árið 2004.
Tekin með fjögur kg af
amfetamíni í Leifsstöð
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
RÚMLEGA 50 þúsund æðarfuglar voru taldir í
árlegri vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofn-
unar Íslands og er æðurin algengari en aðrar
fuglategundir hér á landi yfir vetrartímann.
Hvítmávurinn var næstalgengastur og voru tald-
ir rúmlega 10 þúsund en alls fannst 81 tegund
fugla að þessu sinni og rúmlega 132 þúsund ein-
staklingar. Hér elta gráðugir mávar önd með
brauðbita á Reykjavíkurtjörn.
Morgunblaðið/Golli
Æðurin er algengust
LÍTIÐ lát er á múgæsingum og
mótmælum gegn Dönum og fleiri
Evrópuþjóðum vegna skopmynd-
anna af Múhameð. Um helgina var
kveikt í sendiráðum Dana og Norð-
manna í Damaskus í Sýrlandi og í
ræðismannsskrifstofum Dana í Bei-
rút í Líbanon. Stjórnvöld í Egypta-
landi hafa krafist þess, að danska
stjórnin mildi hug múslíma með því
að koma böndum á fjölmiðlana.
Per Stig Møller, utanríkisráð-
herra Danmerkur, hefur skrifað
Einingarsamtökum íslamskra ríkja
bréf þar sem hann leggur til, að
fundur verði haldinn í Sádi-Arabíu
um málið og leiðir til sátta. Hefur
því að sögn verið vel tekið og und-
irbúningur hafinn.
Íbúar í mörgum íslömskum ríkj-
um hafa verið hvattir til að kaupa
ekki danska vöru og nokkur ríki
hafa hætt öllum viðskiptum við
Danmörk. Varð Íraksstjórn síðust
til þess í gær er hún sagði upp
samningum við Danmörk og af-
þakkaði allan stuðning. Danir eru
nú með 530 manna herlið í Írak. Í
sumum íslömskum löndum eru þess
þó farin að sjást merki, að öldurnar
sé að lægja og sem dæmi má nefna,
að danskar landbúnaðarvörur eru
nú aftur komnar í verslanir í Sam-
einuðu arabísku furstadæmunum.
Utanríkisráðherra Egyptalands,
Ahmed Aboul Gheit, sagði í samtali
við Kofi Annan, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, að til að sefa
reiði múslíma yrði danska stjórnin
að setja dönskum fjölmiðlum stól-
inn fyrir dyrnar í sumum málum.
Var það haft eftir talsmanni ráðu-
neytisins í gær.
Prestur myrtur
Kaþólskur prestur, ítalskur að
þjóðerni, var skotinn til bana í
borginni Trabzon í Tyrklandi í gær.
Var ungur maður að verki og er
hans nú leitað að sögn tyrkneskra
stjórnvalda. Ekki var ljóst í gær
hvort skopmyndirnar af Múhameð
voru ástæða ódæðisins en bana-
maður prestsins hrópaði „Allah er
mikill“ um leið og hann skaut af
byssunni.
Danir vilja fund með
íslömskum ríkjum
Egyptar vilja
að danska stjórnin
komi böndum
á fjölmiðla
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
Danir forða sér burt | 14
„MÚSLÍMARNIR verða að skilja,
að við lifum í öðrum heimi en þeir
og það verða þeir að virða,“ sagði
sr. Sigurður Pálsson, sóknar-
prestur í Hallgrímskirkju, í pred-
ikun við guðsþjónustu í gær en þá
gerði hann meðal annars uppnámið
meðal múslíma vegna teikninga af
Múhameð að umtalsefni.
Sigurður sagði, að tjáningar-
frelsið væri einn af hornsteinum
vestrænnar menningar og því yrði
ekki fórnað að kröfu múslíma. Ekk-
ert frelsi væri þó án ábyrgðar.
„Að taka þá ábyrgð alvarlega er
óbrjáluð dómgreind,“ sagði sr. Sig-
urður og nefndi, að í fjölmenning-
arsamfélagi ætti að sýna skoðunum
annarra umburðarlyndi en ekki
undirlægjuhátt.
Ekki undirlægjuhátt
Tjáningarfrelsi og ábyrgð | 21
Gaza-borg. AFP. | Komið hefur í ljós,
að rúmlega 44 milljörðum ísl. kr. hef-
ur verið stolið úr sjóðum palestínsku
heimastjórnarinnar.
Ahmed al-Meghani, dómsmála-
ráðherra, skýrði frá þessu í gær og
sagði, að á næstu dögum yrði fjöldi
manna ákærður. Hafa 25 nú þegar
verið handteknir en að minnsta kosti
10 er leitað. Sagði Meghani, að þetta
hefði verið orðið ljóst 20. desember
en ákveðið hefði verið að bíða með
skýrsluna fram yfir kosningar. Ham-
as-hreyfingin, sem sigraði í kosning-
unum, vann ekki síst vegna ásakana
um víðtæka spillingu.
Stálu 44
milljörðum
Íbúðaverð
hækkaði mest
í Garðabæ
ÍBÚÐAVERÐ í Garðabæ hækkaði
mest á höfuðborgarsvæðinu frá árs-
byrjun 2004 til ársloka 2005 og eins
frá fyrri helmingi nýliðins árs til
seinni helmings ársins.
Þetta kemur fram í nýjum tölum
Fasteignamats ríkisins um þróun
íbúðaverðs í fjölbýli á höfuðborg-
arsvæðinu.
Íbúðaverðið í Garðabæ hækkaði
um 52% frá ársbyrjun 2004 til árs-
loka 2005 og um rúm 22% árið
2005.
Kópavogur sunnan Lækjar kem-
ur næst á eftir þegar litið er til
breytinganna á milli fyrri og seinni
hluta árs 2005. | Fasteignablaðið
Morgunblaðið/Þorkell
♦♦♦