Morgunblaðið - 06.02.2006, Side 15

Morgunblaðið - 06.02.2006, Side 15
„Það er oft þannig að álitið er að gamalt fólk geti ekki lyft neinu,“ seg- ir Margrét. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 15 „FÓLK um sextugt sem aldrei hefur hreyft sig getur alltaf byrjað og það getur alltaf haldið áfram að bæta sig. Það er röng hugsun að halda að það taki því ekki að byrja að hreyfa sig af því að maður sé orðinn of gamall!“ segir Margrét Jóhanns- dóttir, sem hefur sérhæft sig í íþróttum aldraðra. „Reglubundin hreyfing er nauðsynleg öldruðum til að geta framkvæmt athafnir dag- legs lífs, eins og að versla í matinn, elda, þrífa og klæða sig. Með hækk- uðum aldri dregur úr vöðvastyrk og þoli og þ.a.l. verða hinar daglegu at- hafnir eldra fólki eins og erfiðis- verk.“ Félagslega hliðin er ekki síður mikilvæg og hreyfing getur spilað þar stórt hlutverk. „Ef æft er í hóp eykur það félagsvirkni þar sem fólk hittist og spjallar um daginn og veginn. Samveran getur líka hjálpað einstaklingum sem hafa einangrast,“ segir Margrét. Henni er starf sitt mjög hugleikið og hún hefur ákveðnar skoðanir á því sem viðkemur öldruðum. „Ég lít þannig á að það á að vera gaman að eldast og þó að fólk sé komið á efri ár er líf- ið ekki búið og það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig.“ Margrét bendir á að aldraðir eru sí- stækkandi hópur í þjóðfélaginu. „Það væri til hagsbóta fyrir þjóðfélagið að hvetja aldraða til að hreyfa sig. Íþróttamiðstöðvar og bæjarfélög mættu alveg reyna að laða til sín fólk sem komið er yfir 65 ára aldur með því að bjóða upp á hópleikfimi og tækja- kennslu.“ Mikill ávinningur af hreyfingunni Áhugi Margrétar á málefnum aldraðra kviknaði á öðru ári í námi hennar í Íþrótta- kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni. „Til okkar kom öldrunarlæknir sem hélt nokkra fyrirlestra,“ segir hún. „Hann sagði okkur frá rannsóknum sem hann hafði gert á hreyfingu aldraðra. Þar kom fram hversu mikill ávinningur er af hreyfingunni. Mér fannst þetta svo spennandi af því að þetta var alveg ný hlið á málefnum aldraðra. Út frá þessu kviknaði áhugi minn af því að um- ræðan um aldraða er nefnilega oft mest- megnis neikvæð.“ Lokaverkefni Margrétar í ÍKÍ var að kanna áhrif sunds á líkamsfærni aldraðra en síðan lá leiðin í framhaldsnám í Dan- mörku. „Ég hafði heyrt að í Óðinsvéum hefðu verið gerðar góðar rannsóknir á eldra fólki og ég sótti þess vegna um þar og fékk. Svo var ég svo ljónheppin að lenda sem hálf- gerður lærlingur hjá prófessor sem er þekktur vísindamaður innan öldrunarfræð- innar fyrir rannsóknir sínar á eldra fólki.“ Virk þjálfun Margrét er með meistaragráðu í íþrótta- og heilsufræði og starfar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. „Það er oft álitið að gamalt fólk geti ekki bætt líkamsfærni eða líkamsstyrk,“ segir hún. „Við erum með fólk í öldrunarendurhæfingu og þjálfunin sem fæst á HNLFÍ er mjög virk,“ bætir hún við. „Um er að ræða leikfimi og jafnvæg- isæfingar en það er líka æft í tækjasal þar sem búið er til prógramm fyrir hvern og einn og það er líka boðið upp á vatns- leikfimi.“ Gönguferðir er farið í daglega undir eftirliti og Margrét segir að flest eldra fólkið sem dvelst á HNLFÍ geti not- fært sér þær. „Þannig að þetta er mikil og virk þjálfun.“ Margvíslegar ástæður liggja að baki komu fólks í Hveragerði. „Eldra fólk kem- ur til að rífa sig upp úr sínu daglega munstri, fá umhverfisbreytingu og fé- lagsskap og til að auka líkamsstyrk.“ Hún segir að fólk sé mjög jákvætt eftir dvölina í Hveragerði og því líði mjög vel. Aldrei of seint að byrja Margrét Jóhannsdóttir er með meistaragráðu í íþrótta- og heilsufræði og hefur sérhæft sig í íþróttum fyrir aldraða. Morgunblaðið/Kristinn  HREYFING | Fyrir fólk á öllum aldri „ÉG BYRJAÐI að æfa frjálsar íþróttir þegar ég var níu ára,“ segir Valgerður Jónsdóttir, til- vonandi íþróttakennari, núverandi lög- reglumaður og ævarandi áhugamaður um frjálsar íþróttir. „Ég er alin upp í sveit, pabbi bæði æfði og þjálfaði og því lá beint við að ég færi þessa leið. Enn þann dag í dag tölum við pabbi mest saman um íþróttir. Í sveitinni er það líka þannig að maður er gjarnan á ferðinni upp um fjöll og firnindi. Ég æfði lengi framan af eingöngu frjálsar, en hef svo sem prófað ým- islegt annað líka,“ segir Valgerður. „Núna hleyp ég þrisvar til fjórum sinnum í viku, gjarnan Stífluhringinn, fer svo í Árbæjarþrek og lyfti í smástund og svo er voða gott að enda í sundlauginni.“ Valgerði finnst hreyfingin sem lífsstíll alveg nauðsynleg. „Tilfinningin er svo góð þegar maður er búinn að hreyfa sig. Mað- ur verður allur miklu hressari. Það er svo mik- ill munur þegar maður hefur ekkert hreyft sig í eina eða tvær vikur og fer svo tvisvar, þrisvar með stuttu millibili; maður verður eins og allt önnur manneskja, ferskari.“ Íslenskur sveitamatur Þó að ástundun íþrótta og sérstakt mat- aræði fari mjög oft saman er enginn stóri sann- leikur í sambandi við mat hjá Valgerði. „Þar sem ég er nú alin upp í sveit vil ég bara íslensk- an sveitamat. Mér finnst pasta vont en kjöt- súpa er í algjöru uppáhaldi. Á hinn bóginn líð- ur mér ekki vel þegar ég er búin að borða hamborgara og franskar og geri þess vegna lít- ið af því.“ Hún neitar sér heldur ekki um sæl- gæti en tekur fram að allt sé best í hófi. Valgerður starfar sem lögreglumaður í Reykjavík. „Þegar ég var 12 ára ákvað ég að verða lögreglumaður. Ekki spyrja mig hvers vegna. Ég hef búið mér til tékklista yfir hluti sem ég ætla að gera í lífinu og lögreglustarfið er á þeim lista. Ég byrjaði í Húsavíkurlögregl- unni en hef verið lögreglumaður í Reykjavík síðan í fyrrahaust.“ Lögreglustarfið getur ver- ið krefjandi og „það kallar á að maður sé í þokkalegu líkamlegu ástandi, maður veit aldr- ei hvenær maður þarf að taka á sprett á eftir einhverjum eða lyfta einhverju þungu. Það er svo margt sem kemur til“, segir hún. Það var nánast skyndiákvörðun hjá Valgerði á sínum tíma að venda sínu kvæði í kross og fara í Íþróttakennaraháskóla Íslands á Laug- arvatni. „Vinkona mín hringdi í mig einn dag- inn og spurði mig hvort við ættum ekki að skella okkur í ÍKÍ og ég hringdi í hana daginn eftir og sagði jú, að ég væri til í það.“ Um þess- ar mundir er Valgerður í æfingakennslu í Fjöl- braut í Ármúla og það er hluti af náminu í ÍKÍ. Daðrar við stangarstökkið Valgerður keppir núna fyrir HSÞ sem komst upp í fyrstu deild síðasta sumar. „Þegar HSÞ var komið upp í fyrstu deild var kallað í alla sem hafa keppt fyrir hönd félagsins í gegn- um tíðina. Ég keppti í stangarstökki síðasta sumar, hef reyndar ekki gert það áður, en tók það að mér til að prófa hvort ég gæti fikrað mig eitthvað þarna upp. Ungmennafélagsandinn er við lýði og ég geri þetta bara til að vera með, er eiginlega bara að daðra við stangarstökkið en ekki með neina stóra drauma,“ segir Val- gerður og er svo rokin í næsta verkefni. Daðrar við stangarstökk Valgerði Jónsdóttur, frjálsíþróttakonu, lögreglumanni og nema í ÍKÍ, líður best ef hún get- ur stundað góða hreyf- ingu og borðað kjarngóð- an íslenskan sveitamat. Morgunblaðið/ÞÖK febrúar Daglegtlíf „ÞEGAR ég hugsa mig um þá tengjast allir þeir hlutir sem eru mér kærir því fólki sem mér er eða var kært,“ segir Sigríður Pétursdóttir dagskrárgerðarmaður. „Þetta eru hlutir sem strákurinn minn hefur búið til og gefið eða hlutir sem ömmur mínar hafa arfleitt mig að og svo er það trúlofunarhringurinn, sem maðurinn minn gaf mér á jóladag fyrir tveimur árum. Hann lét bræða hann úr gullkeðju, sem hann var búinn að ganga með um hálsinn í 20 ár frá því hann fór í útskriftarferð til Taílands. Þá keypti hann sér gullkeðju og þegar hann ákvað að biðja mín lét hann bræða hana niður og fékk Torfa gullsmið til að smíða úr henni hring eftir hans höfði. Ég var alveg grunlaus. Ég stóð úfin í eldhúsinu um morguninn, útkámuð í súkkulaði og rjóma, þegar hann rétti mér litla öskju með loki sem líktist einna helst nælu. Ég hélt í fyrstu að þetta væri enn ein jólagjöfin og ætlaði aldrei að kveikja á perunni. Hann þurfti virkilega að hafa fyrir því að koma mér í skilning um um hvað væri að ræða. Svo ákvað hann að henda sér á „skelj- arnar“ og bera upp bónorðið. Þá áttaði ég mig loks á að í öskjunni var trúlofunarhringur. Mér finnst sérstakt að ganga með hann á fingrinum af því að hann er búinn til úr keðju sem hann var búinn að ganga svo lengi með um hálsinn. Við giftum okkur svo í júlí í fyrrasumar.“ Hálsfestin varð trúlofunarhringur  HLUTUR MEÐ SÖGU Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.