Morgunblaðið - 06.02.2006, Page 20

Morgunblaðið - 06.02.2006, Page 20
N ýtt frumvarp Guðna Ágústs- sonar landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði hefur undanfarið verið til umfjöll- unar í þingflokkum stjórn- arflokkanna. Að sögn Hjálmars Árnasonar, formanns þingflokks framsóknarmanna, hefur framlagning málsins verið heimiluð í þingflokknum en með alls kyns fyrirvörum, ekki síst hvað varðar netalagnir. „Athuga- semdirnar ganga í ýmsar áttir,“ segir Hjálmar. „Það er jákvætt fyrir stangveiðina að hvað varðar netaveiði í sjó verður bannað að veiða nær ósi en tvo kílómetra, í stað 500 metra nú. Sumir eru ósáttir við það. Svo eru enn þá inni ákvæðin um netalagnir í straumvatni. Þar eru ýmsir með fyrirvara.“ Að undanförnu hefur krafan um að neta- lagnir í straumvatni verði bannaðar orðið sí- fellt háværari. Eftir að hagsmunaaðilar sömdu um upptöku neta í Hvítá í Borgar- firði fyrir nokkrum árum, hefur netaveiði einkum verið stunduð í sunnlenskum jökul- ám; Þjórsá og Ölfusá-Hvítá, en mest hefur verið deilt um veiðarnar á síðarnefnda vatnasvæðinu. Um Ölfusá-Hvítá ganga lax- ar á leið í bergvatnsárnar Sogið og Stóru- Laxá, og enn fremur Brúará og Tungufljót, þar sem unnið er að uppbyggingu í laxa- rækt. Einhver hluti laxastofnsins hrygnir einnig í jökulvatninu, að talið er. Áætlað er að netin taki tvö- til þrefalt magn þess lax sem veiðist á stöng á svæðinu, en netaveið- arnar gefa margfalt minna af sér, til veiði- manna og samfélagsins. Samkvæmt skýrslu Atvinnuþróunar Suðurlands, um efnahags- legan ávinning af annars vegar stangveiði og hins vegar netaveiði á svæðinu, kemur fram að tífalda megi arðsemi af laxveiði á svæðinu með upptöku netanna. Í viðtali við Bændablaðið útilokaði Guðni Ágústsson lög sem bönnuðu netaveiði. „Ég held að komi aldrei til að Alþingi banni al- farið netalagnir í straumvatni. Slíkt myndi snerta ákvæði stjórnarskárinnar, svo sem eignarréttarákvæði hennar og í einhverjum tilvikum atvinnuréttarákvæðið líka. Laga- setning um bann gæti bakað ríkinu miklar bótakröfur frá fjölda aðila,“ sagði Guðni. Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur barist fyrir því að netin verði tekin upp og telur hann að ný lög eigi að innleiða veiðifærastýringu; þ.e. að banna eigi netin en bændur geti veitt á stöng í staðinn, en bætur þurfi þó að koma til. Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins mun vera talsverður stuðningur við þær hug- myndir. „Ég hef heimildir fyrir því að það sé fyr- irætlun landbúnaðarráðherra að breyta ekki með nokkrum hætti þeim kafla laganna sem snýr að veiðiaðferðum,“ segir Gunnar. „Mér þykir það mjög miður því ég er á þeirri skoðun að það eigi að banna netaveið- ar í íslensku straumvatni og tryggja með því vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar. Um leið þarf að greiða bændum sem verða fyrir tekjutapi viðhlítandi bætur.“ Hagnsmunamál fyrir byggðir og atvinnulíf Gunnar segir að samkvæmt opinberum upplýsingum séu tekjur bænda á Hvítár- Ölfussvæðinu fjórar til sex milljónir, bænd- ur við Þjórsá hafa sömuleiðis einhverjar milljónir af netaveiði og þá séu tekjur neta- bænda í Borgarfirði um 15 milljónir, sam- kvæmt samningum við veiðirétthafa. „Þeg- ar allt kemur til alls eru árlegar tekjur af netaveiði á bilinu 20 til 30 milljónir króna. Ávinningurinn af algjörri upptöku neta er margföld þessi upphæð. Þótt ríkið þurfi að greiða bætur fyrir tekjutap bænda, þá er ríkið að tryggja frekari vöxt og fram- kvæmdir í ferðaþjónustu, sem um leið mun til langs tíma tryggja ríkinu miklu meiri tekjur en í dag, af þessum stóra iðnaði sem talinn er velta um 7,8 til 9,1 milljarði á ári.“ Gunnar telur líklegt að stjórnarand- staðan sé sammála sér í þessu máli. „Þetta mál er í þágu umhverfisverndar og tryggir frekari vöxt og viðgang okkar ómetanlega laxastofns. Og ekki er síður mikilvægt að um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir byggðir og atvinnulíf á vatnasvæði Ölfusár- Hvítár. Því til staðfestingar get ég nefnt þá uppbyggingu og kraft sem hefur hlotist af ræktun Rangánna. Ég tel að veltan á þessu svæði geti orðið nokkur hundruð milljónir á ári, í beinum tekjum af stangveiði, en ekki nokkrir tugir eins og í dag.“ Eðlilegt að netin fari upp Margréti Frímannsdóttur, þingmanni Sunnlendinga og formanni þingflokks Sam- fylkingarinnar, finnst eðlilegt að netin fari upp. „Mér finnst löngu tímabært að ganga frá þessum málum á þann hátt sem sé ásættanlegur fyrir þá sem hafa stundað þessar netaveiðar, jafnvel um áratuga skeið. Það er þáttur í því að byggja upp þessar lax- veiðiár.“ Hún segir að ekki sé hægt að setja lög án þess að til komi bætur eða samningar við bændur sem fara með þennan rétt. Mar- grét segir að ákveðnar flo sem skoða s komast að þ að ganga í þ E v Gunnar Ö tölum sínum sé gerður m inu í gegn ób 1970 er heim til fimmtuda breiddar ári grein þessar að nýta eigi og hagkvæm varpi hefur m sem er ágæt lengur þessi ur. Svo hefu veiði vaxið g laganna hafi tekið miklum orðnar algjö Hjálmar Á um að bann töku. „Þá þyrft við þessa ne Rætt hefur verið um nýtt frumvarp um la Ýmsir með f um netaveið Veiðimenn með lax við Stóru-Laxá. Margir telja laxveiði á Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is  Þingmenn greinir á um hvort upptaka laxaneta er veiðistýr- ing eða eignarnám Þeir sem veiða í net á vatnasvæði Ölf-usár-Hvítár eru í Veiðifélagi Árnes-inga sem formaðurinn, Guðmundur Þorvaldsson á Bíldsfelli, segir samnefnara fyrir veiðiréttareigendur. „Samþykktir Veiðifélags Árnesinga hljóma þannig að mönnum er heimilt að veiða á stöng, krók- net eða lagnet. Svo ákveður hver og einn hvernig hann ráð- stafar eða nýtir sinn veiðirétt; hvort hann nýtir hann til neta- veiða, stangveiða eða leigir hann út,“ segir Guðmundur. Hann segir fé- lagsmenn hafa séð sér hag í því að hver ráðstafi réttinum fyrir sínu landi og ef rætt sé um upptöku neta, þá verði það þannig að hver og einn leigi sinn rétt. Hann segir netabændur innan félagsins hafa skipað nefnd sem ræði tilboð það sem Stanga- veiðifélag R „Þeir eru það er alveg að bindast e leigja þetta veiði. Menn sínum málu Guðmund hugmyndin arnar, skelf sem menn e um að veiða hafa kannsk veiðina öðru inu. Ef það v þeirra til ve og menn sem þeir hluta a Óttast að n lax verði e Guðmundur veiðibann. „ farin og me lax verði ein þannig að n Guðmundur Þorvaldsson, form Guðmundur Þorvaldsson Málið er í höndu 20 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VARÐVEISLA FORNLEIFA Mikið verk er óunnið í íslenskrifornleifafræði. Sólborg Una Pálsdóttir, verkefnisstjóri skráningar- mála hjá Fornleifavernd ríkisins, segir í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær að aðeins um 15% fornleifa á Íslandi séu skráð. Talið er að um 150 til 200 þúsund fornleifar sé að finna á Íslandi. 25 til 30 þúsund hafi verið skráðar. Sólborg Una bendir á að í Danmörku hafi fornleifafræðingar farið nokkrar umferðir í skráningu sinna fornleifa, en Íslendingar ekki lokið þeirri fyrstu. Í þessum efnum er ólíku saman að jafna og ekki óeðlilegt að Danir séu lengra komnir en Íslendingar, ekki síst vegna þess hversu þétt byggðin er í Dan- mörku. Framkvæmdir beinlínis kalla á það að fornleifum sé haldið til haga þegar það á við. Hin hliðin á því máli er sú hætta, sem fornleifum getur verið búin vegna framkvæmda. Oft getur það vitaskuld verið vegna þess að einfald- lega hafi ekki verið vitað að á viðkom- andi stað hafi verið fornleifar að finna, en oft má geta sér þess til með hliðsjón af sagnfræðilegum heimildum. Það er verra þegar fornleifar skemmast vegna skorts á upplýsingum. Sólborg Una segir að koma þurfi á landupplýsinga- kerfi, líkt og gert hafi verið í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, til að halda utan um upplýsingar. Slík gagnakerfi hafi verið búin til um ýmislegt annað. Til dæmis er grundvallaratriði að verk- taki fái upplýsingar um vatn, skólp, síma og rafmagn áður en byrjað er að grafa fyrir nýjum byggingum. Hið sama þyrfti að eiga við um fornminjar. Einnig bendir Sólborg Una á að sveitarfélögum beri að tilgreina forn- minjar þegar lagt sé fram aðal- og deiliskipulag. Því fylgi hins vegar oft og tíðum mikill kostnaður, sem minni sveitarfélög standi ekki undir ein og óstudd. Því hafi komið fyrir að þessu ákvæði hafi ekki verið fylgt. Yrðu þessi útgjöld lögð á ríkið í stað sveitarfélaga, sem í raun ætti að koma í sama stað niður þar sem féð kemur úr vösum skattborgara hvor leiðin sem farin er. Hins vegar yrði freistingunni til að stytta sér leið ýtt til hliðar. Fornleifafræðin hefur verið í vexti á Íslandi á undanförnum árum. Danski fornleifafræðingurinn Flemming Rieck, sem stundað hefur rannsóknir á Íslandi, sagði í viðtali við Morgunblaðið á liðnu ári að það einkenndi fornleifa- rannsóknir á Íslandi um þessar mundir hversu fjölbreyttar þær væru, hvað fornleifafræðingar sýndu ákveðið for- dæmi og hversu víða væri verið að rannsaka. Ýta ber undir þessa grósku. Ekki verður allt gert í einu, en það þarf að huga að heildarmyndinni um leið og ráðist er í einstök verkefni og markviss skráning fornleifa gæti tryggt varð- veislu minja um sögu Íslandsbyggðar sem ella færu forgörðum. BARÁTTAN UM MIÐJUNA Í Morgunblaðinu í gær birtist fréttþar sem fram kom, að tæp 16% afþeim reykvísku kjósendum, sem kusu Reykjavíkurlistann í síðustu borgarstjórnarkosningum, ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosningun- um í vor. Þessi tala er staðfesting á því, sem Morgunblaðið hefur haldið fram und- anfarna mánuði, þ.e. að Samfylkingin hefur af einhverjum ástæðum, sem erf- itt er að átta sig á hverjar eru, gefið frá sér baráttuna við Sjálfstæðisflokkinn um fylgi kjósenda á miðjunni. Í þess stað virðist Samfylkingin hafa tekið upp harða baráttu við Vinstri græna um það fylgi, sem líklegt er að fari á milli þeirra flokka tveggja. Þessi baráttuaðferð Samfylkingar- innar er auðvitað óskiljanleg vegna þess, að það er ekkert vit í henni en hún er augljóslega skýringin á því, að flokk- urinn hefur jafnt og þétt verið að missa fylgi í skoðanakönnunum undanfarna mánuði. Það er flókið mál fyrir stjórnmála- flokka að staðsetja sig í stjórnmálum og tekur langan tíma. Þannig er alveg ljóst, að kjósendur hafa meðtekið þennan boðskap forystusveitar Sam- fylkingarinnar svo rækilega, að það er nánast óhugsandi að flokkurinn geti breytt þeirri stöðu fyrir borgarstjórn- arkosningar. Jafnvel þótt Dagur B. Eggertsson færi með sigur af hólmi í prófkjöri Samfylkingarinnar er ljóst að hann er svo nátengdur Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, formanni flokksins, í hugum kjósenda að það verður von- laust verk fyrir hann að breyta þeirri ímynd á skömmum tíma, sem orðið hef- ur til í hugum kjósenda síðasta hálfa árið. Sú ímynd er í því fólgin, að kjör Ingi- bjargar Sólrúnar á landsfundi Sam- fylkingar vorið 2005 hafi í raun haft í för með sér að Samfylkingin færðist til vinstri í íslenzkum stjórnmálum eins og stöðug áköll forystusveitarinnar til stuðningsmanna Vinstri grænna um að snúa „heim“ voru til marks um. Þetta brotthvarf Samfylkingarinnar af miðjunni, sem nú er staðfest í mark- tækri skoðanakönnun, auðveldar Sjálf- stæðisflokknum mjög að ná til kjós- enda á miðjunni. Jafnvel þótt Framsóknarflokkurinn skilgreini sig nú sem miðjuflokk, er ljóst að hann á mikið verk óunnið við að sannfæra kjósendur um að svo sé. Framsóknar- flokkurinn er enn í huga fólks lands- byggðarflokkur og landbúnaðarflokk- ur. Þótt svo virtist um skeið, sem Halldóri Ásgrímssyni hefði tekizt að færa flokkinn til í litrófi stjórnmálanna hefur dregið úr því, kannski fyrst og fremst vegna þess, að forsætisráð- herrann sjálfur hefur látið lítið til sín heyra og allavega ekki lagt sömu áherzlu og áður á að undirstrika þá stöðu flokksins síns og skilgreina hana dýpra en áður. Eftir stendur að Frjálslyndi flokk- urinn getur orðið Sjálfstæðisflokknum skeinuhættur í baráttunni um fylgi þessara kjósenda en sú barátta getur aldrei orðið jafn hörð og ef Samfylk- ingin hefði brunað inn á miðjuna í stað þess að stefna í allt aðra átt, þ.e. til vinstri. Vafalaust mun forystusveit Samfylk- ingarinnar gera næsta landsfundi flokksins grein fyrir rökunum að baki þessari herstjórnarlist en fyrir þá sem utan við standa er hún illskiljanleg. Ein skýringin gæti verið sú, að það sé markmið Samfylkingarinnar að vinna að sameiningu flokksins og Vinstri grænna til þess að mynda sann- færandi breiðfylkingu á vinstri kant- inum en slíkur flokkur mundi óhjá- kvæmilega færast enn lengra til vinstri og ljóst að kjósendafylgið liggur ekki þar um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.