Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ILLA hefur gengið hjá borg- arbúum að fá borgarpólitíkusa til að tala skýrt varðandi brotthvarf flug- vallarins, eins og það er nú mik- ilvægt í þessu stóra máli. Ég er eini borgarpólitíkusinn og eini þátttak- andinn í prófkjöri Samfylkingar- innar nú í febrúar sem talar alveg skýrt hvað þetta varðar. Ég vil að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni ekki seinna en árið 2010. Mjög hefur verið gagnrýnd færsla Hringbrautar og er ég einn þeirra sem það hafa gert, enda hef ég setið í stjórn Samtaka um betri byggð frá stofnun þeirra 1999. Auðvitað átti að setja hina færðu Hringbraut í stokk og meðan það er ekki gert ónýtast við hana 11 ha. byggingarlands. Það er þjóðhagslegur skaði upp á millj- arða kr.! Flugvöllurinn burt 2010 Eitt helsta baráttumál mitt er að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni og eigi síðar en árið 2010. Þar rísi í staðinn þétt og blönduð miðborg- arbyggð. Samkvæmt könnun, sem gerð var af tveimur sænskum verk- fræðingum í Háskóla Íslands árið 2001, er það að minnsta kosti 200 milljarða kr. virði, reiknað til núvirð- is fyrir þjóðarbúið að byggja í Vatnsmýrinni fyrir u.þ.b. 25 þús. íbúa og 17 þús. störf. Þessir 200 milljarðar kr. skiptast þannig að 90 milljarðar kr. eru verðmæti bygging- arlóðanna, 20 millj- arðar kr. vegna tvínýt- ingar útivistarsvæðanna í nágrenninu (ekki þarf að búa til ný útivist- arsvæði) og 90 millj- arðar kr. vegna þess að fasteignir og lóðir í borginni vestan Kringlumýr- arbrautar munu hækka að meðaltali um 15%. Þar sem ríkið á u.þ.b. þriðjung lóðanna undir flugvellinum (ca 30 milljarða kr. virði) er auðvelt fyrir það að fjármagna nýjan flugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins (t.d. á Miðdalsheiði) en eiga samt u.þ.b. 20 milljarða kr. í afgang. Það er ekki einungis þörf á því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, hann þarf að fara þaðan fljótt. Það er dýrt fyrir þjóðarbúið að láta svona verðmætt byggingarland liggja ónotað. Góður mælikvarði á kostnað þjóðarbúsins af þessu ráðs- lagi fæst með því að reikna vexti af bundnu fé. Ef reiknað er með 6% ársvöxtum af 200 milljörðum kr. fást 12 milljarðar kr. á ári eða 1.000.000.000 kr. á mánuði! Að losna við flugvöll- inn og byggja í staðinn blómlega byggð mun verða fyrsta skrefið til róttækrar þéttingar byggðar í borginni og efla mjög miðborgina, sem mikil þörf er á, því hún er og verður eina miðborg landsins. Að losna við flugvöll- inn er mesta hags- munamál Reykvíkinga, m.a. vegna þess að það minnkar akstursþörfina með tilheyrandi peningasparnaði, tímasparnaði, fækkun umferðar- slysa og minnkaðri mengun. Brott- för flugvallarins mun efla höfuð- borgina, sem mun verða til þess að ungir og vel menntaðir yfirgefa landi síður. Það er því fyrir miklu að berj- ast! Helstu stefnumál 1. Flugvöllinn burt 2010. 2. Árangursríku starfi við fækkun umferðarslysa haldið áfram. Borgin hefur staðið sig miklu betur en ríkið í þessum málum síðan R-listinn tók við en slysum hefur fækkað um rúm- lega 50% á tæpum áratug. Umferð- arslysum fækki um 25% á næstu 5 árum og yrði borgin þá komin í hóp bestu borga í heiminum á þessu sviði. Ég er mjög stoltur af því að hafa komið ágætum kafla inn í stefnuskrá R-listans árið 1994 þar sem lofað var að fækka umferð- arslysum með skipulögðum hætti um 20%. Það tókst og gott betur. Því vil ég nú, enn á ný, taka póli- tískt frumkvæði í málinu og vil eins og áður segir fækka umferðar- slysum til viðbótar um 25% á ár- unum 2007–2012. Fjárframlag borg- arinnar til þessara mála síðan 1994 hefur verið mjög myndarlegt og arð- urinn geysigóður, bæði hagrænt og ekki síður í fækkun mannlegra harmleika. Málið er því bæði hart mál og ekki síður mjúkt mál. 3. Byggðasamlag um stofnbraut- arkerfið verði stofnað á höfuðborg- arsvæðinu í því skyni að bæta veru- lega ástand þess. Ríkið gefi þennan málaflokk frá sér en útvegi a.m.k. 100% meira fé til hans á svæðinu en verið hefur. 4. Sundabrautin verði lögð í ytri leið (leið 1) 5. Íþróttastarf verði eflt á allan hátt, ekki síst í þágu barna og al- mennings. Í því skyni verði æfinga- og iðkendagjöld barna í íþrótta- félögum niðurgreidd. Stefnt skal að því að þetta gildi einnig um önnur gjöld vegna tómstundaiðkunar barna. 6. Bætta öldrunarþjónustu fyrir þá sem kjósa að búa heima, t.d. með samþættingu heimahjúkrunar og fé- lagslegrar heimaþjónustu. Einnig þarf að byggja fleiri hjúkrunarrými fyrir aldraða. 7. Betra strætisvagnakerfi. Gönguleiðir verði styttar með þétt- riðnara kerfi. Jafnframt verði þær gerðar öruggari þar sem farið er yfir miklar umferðargötur. Lýðræðið er mikilvægt og kosn- ingar eru stór hluti þess. Kjósendur eiga að kjósa þá til trúnaðarstarfa sem bjóða upp á að berjast fyrir þeirra stærstu hagsmunamálum og öðrum áhugamálum, tala alveg skýrt, bjóða ekki upp á neina loðm- ullu. Ég tel mig hafa talað alveg skýrt og er reiðubúinn til starfa! Ég einn segi alveg skýrt: Flugvöllinn burt árið 2010 Eftir Gunnar H. Gunnarsson ’Að losna við flugvöllinnog byggja í staðinn blómlega byggð mun verða fyrsta skrefið til róttækrar þéttingar byggðar í borginni...‘ Gunnar H. Gunnarsson Höfundur er umferðaröryggisverk- fræðingur hjá borginni og stjórnar- maður í Samtökum um betri byggð og stefnir á 4.–5. sæti í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík ÓLAFUR F. Magnússon, borg- arfulltrúi F-lista, veitist með ómak- legum hætti að Höfuðborgarsam- tökunum, og Samtökum um betri byggð, í grein í Morgunblaðinu 10. janúar sl. þar sem hann vænir samtökin um að hafa uppi „ein- hliða áróður“ um borgarskipulagið. Samtökin hafa um árabil leitt mál- efnalega umræðu um borgarskipulagið, lagt fram fjölmargar fag- legar tillögur og greinargerðir um borgarskipulag og framkvæmdir og unn- ið brautryðjendastarf á sviði borgarhagfræði höfuðborgarsvæðisins. Samtökin gæta varfærni í vinnu sinni, tillögur eru rökstuddar og boðið er upp á valkosti. Tilurð alls talnaefnis er gagnsæ og í hverju tilfelli er mögulegt að breyta einni eða fleiri forsendum og fá þannig nýja útkomu, séu fyrir því skyn- samleg rök. Enn hefur það ekki gerst að til- lögur og talnaefni samtakanna hafi verið véfengt eða hrakið á sann- gjarnan og faglegan hátt, með vís- indalegum aðferðum og við- urkenndu umræðusiðferði. Samtökin hafa hins vegar mátt þola það að vandaðri og faglegri vinnu þeirra að víðtækum almanna- hagsmunum væri sópað út af borð- inu af hreinum geðþótta, sjálfmið- uðum einkahagsmunum, djúpri vanþekkingu og illum vilja, m.a. af hálfu embættismanna, flugáhuga- manna og kjörinna fulltrúa í borg- arstjórn Reykjavíkur. Borgarfulltrúinn á að vita að borgin er rammi um allt líf íbú- anna, að skipulag hennar lýtur að víðtækustu hagsmunum samfélags- ins, að það ræður mestu um heil- brigði, menntun, samfélag, lýðræði, efnahag og menningu, að Ísland er borgríki með rösk 60% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu og önnur 20% innan klukkustundar aksturs- fjarlægðar, að borgin er mikilvæg- asta hagkerfi lýðveldisins, að með skilvirku borgarskipulagi án flug- vallar í Vatnsmýri má stöðva stjórnlausa útþenslu byggðar og skapa þannig ábata á flestum svið- um. M.a. verður akstur amk. 40% minni en ella og umferðarslysum fækkar þá að sama skapi. Miðað við meðalfjölda slysa í Reykjavík 2002–2004 gæti látnum þá fækkað úr u.þ.b. 2 í 1 á ári, stórslösuðum úr u.þ.b. 30 í 18 og minna slösuðum úr u.þ.b. 400 í 240. Umfangsmiklir sjúkra- flutningar og neyð- arþjónusta á höf- uðborgarsvæðinu væru líka markvissari og öruggari. Árlegur sparnaður af lægri aksturskostn- aði og minni tímasóun á höfuðborgarsvæðinu næmi um 90 millj- örðum kr. eða 250.000.000 kr. á dag. Uppsafnaður sparn- aður af akstri næstu 20 ár gæti jafngilt um 1.800 millj- örðum kr. og árlegur ábati gæti verið á við þrjú til fimm álver Al- coa á Reyðarfirði en án áhættu, stofnkostnaðar og umhverfisspjalla. Ábati af bættri borgarmenningu, betra borgarumhverfi, skilvirkari rekstri heimila, fyrirtækja og sveit- arfélaga, öflugra lýðræði og betri menntun og heilsufari íbúa í vel skipulagðri borg er auk þess gríð- arlegur. Tímasparnaður flugfarþega af innanlandsflugi í Vatnsmýri fremur en í Keflavík nemur um 150 mannárum á ári en tímasparnaður borgarbúa í umferðinni, ef 42.000 íbúar og störf eru í Vatnsmýri fremur en í Úlfarsfelli, er um 26.000 mannár á ári og verðmæti Vatnsmýrarsvæðisins þá 200 millj- arðar kr. Þar af eru um 90 milljarðar kr. fyrir lóðir. Ríkið á um þriðjung þessa lands og gæti þá sett 10 milljarða í nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, allt það fjármagn, sem þarf til að stór- bæta öryggis- og sjúkraflug með tilheyrandi bráðaviðbúnaði á lands- byggðinni og sent landsbyggð- arbúum afganginn í pósti. Það tiltæki borgarfulltrúans að gera út á „örugg“ atkvæði flugvall- arsinna, þvert gegn meginhags- munum borgarsamfélagsins, er með ólíkindum og að óbreyttu er hann sjálfkrafa alversti kostur kjósenda í Reykjavík í komandi kosningum. Borgarfulltrúanum og „frjáls- lyndum“ félögum hans væri nær að leggja hönd á plóg við að finna framtíðarlausn á flugrekstri á eða við höfuðborgarsvæðið. Flug- starfsemi í Vatnsmýri á sér að sjálfsögðu enga framtíð enda er fórnarkostnaðurinn um einn millj- arður kr. á mánuði ef reiknað er með 6% vöxtum af bundnu fé. Samtök um betri byggð hafa ítrekað óskað upplýsinga frá heil- brigðisráðherra um sjúkraflugið vegna órökstuddra og ábyrgð- arlausra fullyrðinga, sem einkenna umræðuna og valda miklu tjóni. En lítið virðist vitað annað en að sjúkraflug kostar innan við 200 milljónir króna á ári og gæti hæg- lega verið mun betra. Markmiðið er að leysa bráða- vanda í heimabyggðum og að fljúga ekki með sjúkling þegar hver mín- úta getur haft áhrif á batahorfur. Setja þarf upp heildstæða áætlun um bestu hugsanlega lausn á ör- yggis- og sjúkraflutningum á Ís- landi, m.a. um þyrlur, flugvélar og bráðaviðbúnað í öllum landshlutum. Fjármagnið, sem til þarf, liggur nú bundið undir flugbrautum í Vatns- mýri. Hreinn flutningstími sjúklings um Akureyrar- og Reykjavík- urflugvöll að Landspítala – há- skólasjúkrahúsi er nú um 85 mín- útur (30+45+10=85) en yrði um 92 mínútur um Miðdalsheiði (30+42+20=92) og um 110 mín- útur um Keflavík (30+50+30=110). Heildarflutnings- tíminn nú getur hæglega orðið um 110–120 mínútur því hvorki er reiknað með umskipunartíma sjúk- lings og töfum á flugvöllum né „ásættanlegum viðbragðstíma“ sjúkraflugvélar, sem er um 45 mín- útur. Auðvelt virðist að stórbæta sjúkraflugið, t.d. með fleiri og betri flugvélum og með því að flugáhafn- ir séu í viðbragðsstöðu. Ljóst er að það eru fyrstu en ekki síðustu mín- úturnar, sem jafnan skipta sköpum fyrir batahorfur sjúklings. Heilsufar í höfuðborg Örn Sigurðsson svarar grein Ólafs Magnússonar um Höfuðborgarsamtökin ’Samtökin hafa umárabil leitt málefnalega umræðu um borgar- skipulagið …‘ Örn Sigurðsson Höfundur er arkitekt. HINN 18. febrúar nk. verður prófkjör framsóknarmanna hjá Framsóknarflokknum á Akureyri. Slíkt prófkjör hefur ekki verið hald- ið lengi en með því gefst öllum jafn kostur á að taka virkan þátt í stjórn- málum, og hafa áhrif á samfélagið. Sjálfur hef ég lengi fylgst með stjórn- málum og undanfarin ár hef ég tekið þátt í umræðum og ýmsum ákvörðunum á sviði sveitarstjórnarmála á Norðurlandi í starfi mínu sem sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps. Það starf hefur fært mér sönnur á hve miklu það skiptir hvernig haldið er á málum á sveitarstjórn- arstiginu, ekki síst á landsbyggðinni. Sveit- arfélög eiga víða í vök að verjast og er Ak- ureyrarbær þar engin undantekning. Margt má betur fara og sem dæmi má nefna er mis- skipting tekjustofna á milli ríkis og sveitarfé- laga á þann veg að sí- fellt hallar á sveit- arfélögin. Mikilvægi þess að landsbyggðin haldi velli er eitt af því sem ég tel að þurfi að leggja áherslu á og vil ég hafa það að leið- arljósi að Norðurland, með Akureyri sem höf- uðstað eflist og haldi ótvírætt þeirri stöðu á landsbyggðinni sem hún hefur haft allt til þessa. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir Akureyri, heldur Norðurland allt Hingað til hefur suðvesturhorn landsins dregið til sín fólk af lands- byggðinni en nú virðist vera að teygjast á þeim óslitna straumi fólks sem þangað hefur leitað. Ým- islegt er í farvatninu sem hægt er að nýta til eflingu landsbyggð- arinnar. Stöðug ásókn er í jarðir og núverandi og fyrirhugaðar fram- kvæmdir á sviði stóriðju beinast á einn eða annan máta út fyrir höf- uðborgarsvæðið. Nógir eru um að vilja fá slíka uppbyggingu og víst er um það að hvers konar uppbygging kemur ekki af sjálfu sér. Forystu- menn verða sífellt að minna á sig, ekki einungis með andmælum og vörn heldur stöðugri sókn. Í þeim efnum gildir ekki síður en á sviði íþróttanna að stappa stálinu í liðs- heildina, benda á sóknarfæri og hvetja til sigurs í hverju máli. Stöðva verður brottflutning ungs fólks frá Ak- ureyri og skapa því og öðrum tækifæri til jafns við þá er syðra búa m.a. með því að gefa því kost á sem fjölbreyttustu námi og vinnu við sitt hæfi að skólagöngu lokinni. Fleiri atriði er skylt að nefna sem ég mun koma á framfæri síðar. Akureyri og í raun allt Norðausturland var og er eitt helsta vígi Framsóknar- flokksins og undir hans stefnu var upp- gangur og veldi Ak- ureyrar hvað mest. Mér er engin laun- ung á því að ég vil að framsóknarmenn setji sér það mark- mið að ná hreinni forystu aftur í kosn- ingum til bæjar- stjórnar í vor. Til þess þarf að end- urheimta fyrri kjós- endur flokksins og ekki síður að ná til þess mikla fjölda ungs fólks sem vill og ætlar sér að taka þátt í framtíðarsókn Akureyr- ar. Ég tel mig geta orðið fulltrúi þessara afla. Þess vegna vil ég leiða lista framsóknarmanna í komandi kosningum og býð mig fram í for- ystusæti þeirra með von um stuðn- ing allra framsækinna Akureyringa í komandi prófkjöri og kosningum í vor. Prófkjör Framsókn- arflokksins á Akureyri Eftir Elvar Árna Lund ’Þess vegna vil égleiða lista fram- sóknarmanna í komandi kosn- ingum og býð mig fram í forystusæti þeirra með von um stuðning allra framsækinna Ak- ureyringa í kom- andi prófkjöri og kosningum í vor.‘ Elvar Árni Lund Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og starfar sem sveitarstjóri Öxar- fjarðarhrepps og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins á Akureyri 18. febrúar nk. Prófkjör á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.