Morgunblaðið - 06.02.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 23
UMRÆÐAN
BORGARSTJÓRNARKOSN-
INGARNAR í vor munu snúast um
það hvers konar borg Reykjavík á að
vera. Þar verður kosið
um umhverfismál,
skipulagsmál og vel-
ferðarmál – en líka um
menningu. Það er
ágætt svo langt sem
það nær að tala um
„nýja Reykjavík“ en
það er ekki nóg að hlúa
að því nýja. Borgaryf-
irvöld þurfa líka að
gæta þess að hlúa að
gamla kjarna borg-
arinnar.
Það eru til margar
glænýjar borgir í heim-
inum. Að sjálfsögðu
getur menning þrifist
þar. En margir geta
örugglega tekið undir
að það er gjarnan elsti
hluti borgarinnar sem
dregur að sér ferða-
menn, menningu og
mannlíf – gömlu göt-
urnar í miðbæ Kaup-
mannahafnar, Gamla
stan í Stokkhólmi,
gamli bæjarhlutinn í
Jórvík, Amsterdam,
Brussel. Fyrr eða síðar
mun hið sama gilda um
gamla bæinn í Reykja-
vík. Mörgum finnst
hann þegar sá hluti bæjarins sem
mest hefur aðdráttaraflið. Þó er eng-
inn vafi á að við getum virkjað og nýtt
söguna mun betur en gert er, t.d. með
fleiri skiltum og öðrum ódýrum leið-
um til að vekja athygli á menningu og
sögu miðbæjarins.
Sem betur fer eru sjónarmið húsa-
verndunar í sókn þessi misserin. Á
þessu kjörtímabili urðu þáttaskil í
málefnum Austurbæjarbíós. Nú
stefnir í að það verði endurreist sem
menningarhús. Fyrir þremur árum
leit hins vegar út fyrir að húsið yrði
rifið. Svona geta vindar skipast hratt
í lofti þegar kemur að verndun gam-
alla húsa. Þar hafa menn skipast í
tvær fylkingar.
Þó að margir vilji eigna sér heið-
urinn af því að Austurbæjarbíó stend-
ur enn er enginn vafi á því að það var
borgarstjórnarmeirihlutinn sem tók
þá ákvörðun. Er á engan hallað þó að
þess sé getið að Steinunn Birna
Ragnarsdóttir fv. varaborgarfulltrúi
átti öðrum meiri þátt í að vekja áhuga
á málinu og var það m.a. þess vegna
sem hún sagði af sér sem varaborg-
arfulltrúi og varaformaður menning-
armálefndar Reykjavíkur haustið
2003.
Steinunn Birna stóð þó aldrei ein í
málinu. Sjónarmið hennar voru í
grundvallaratriðum þau sömu og
margra annarra í
Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði. Eftir
að hún hvarf úr borg-
arstjórn héldu for-
ystumenn flokksins
áfram að vinna að mál-
inu. Arftaki hennar
beitti sér fyrir þessari
samþykkt fulltrúa
Reykjavíkurlistans á
fundi menningarmála-
nefndar hinn 26. janúar
2004: „Austurbæjarbíó
er eitt þeirra húsa í
Reykjavík sem hafa
ótvírætt menningar-
sögulegt gildi og við telj-
um að það sé eitt af því
sem skipulags-
yfirvöldum beri að taka
tillit til við gerð skipu-
lags.“ Aðrir fulltrúar
Vinstri-grænna á ýms-
um stöðum borgarkerf-
isins beittu sér á sama
hátt og afdráttarlaus yf-
irlýsing Árna Þórs Sig-
urðssonar, forseta borg-
arstjórnar og oddvita
Vinstri-grænna í borg-
arstjórn í júlí 2004, tók
af skarið um að niðurrif
hússins yrði ekki heim-
ilað. Haustið 2004 kom meirihluti
borgarstjórnar sér formlega saman
um að falla frá niðurrifi bíósins.
Gömul hús eru menningarauður.
Þau eru ekki mörg hér í Reykjavík en
þeim mun meiri ástæða er til að
standa vörð um þau. Þess vegna skul-
um við fara okkur hægt í að rífa hús
við t.d. Laugaveginn. Reynslan hefur
ekki sýnt að ný hús hafi meiri að-
dráttarafl en gömul þó að stór séu. Að
sjálfsögðu verður að hlúa að verslun í
miðbænum. En það þarf eitthvað
fastara í hendi en
óljósa tilfinningu um að bygging
stórhýsa dragi að sér kúnnana. Mið-
bær Reykjavíkur verður aldrei nein
Smáralind – sem betur fer. Hann á
ekki heldur að vera það. Hann er góð-
ur eins og hann er og það á að ekki að
breyta honum nema til betri vegar og
þá þannig að virðing sé borin fyrir
umhverfi, menningu og sögu.
Látum gömlu
húsin njóta sín
Svandís Svavarsdóttir fjallar
um borgarstjórnarkosningar
og skipulagsmál
Svandís Svavarsdóttir
’Þó að margirvilji eigna sér
heiðurinn af því
að Austurbæj-
arbíó stendur
enn er enginn
vafi á því að það
var borgar-
stjórnarmeiri-
hlutinn sem tók
þá ákvörðun.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Vinstrihreyfingarinnar – græns -
framboðs.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
hefur lýst því yfir að hann vilji
einkavæða Lands-
virkjun. Þetta hefur
formaður flokksins
margítrekað. Lands-
virkjun er orkuöfl-
unarfyrirtæki í eigu
ríkis, borgar og Ak-
ureyrar, og gegnir
mikilvægu undir-
stöðuhlutverki fyrir
samfélagið í heild, og
hefur yfirburðastöðu
á markaði. Vill Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki
líka selja Orkuveitu
Reykjavíkur? Ef einhver rök mæla
með því að selja Landsvirkjun,
mæla ekki nákvæmlega sömu rök
með því að selja Orkuveituna?
Jafnvel enn frekari rök, t.d. í nafni
samkeppni?
Hingað til hafa sjálfstæðismenn
neitað því að þeir vilji selja Orku-
veituna, þótt Björn Bjarnason virð-
ist hafa gefið því undir
fótinn. Á meðan Ólafur
F. Magnússon var inn-
anbúðar í borgar-
stjórnarflokki sjálf-
stæðismanna segist
hann oft hafa orðið
vitni að umræðum um
að selja Orkuveituna.
Þessu hefur Ólafur lýst
í ræðum í borgar-
stjórn. Því gengur það
alls ekki fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að segja
um eitt opinbert orku-
fyrirtæki að það sé til sölu, en um
annað að svo sé ekki, því nákvæm-
lega sömu rök hljóta að eiga við
um þau bæði. Ef Sjálfstæðisflokk-
urinn vill einkavæða Landsvirkjun,
hvers vegna vill hann þá ekki
einkavæða Orkuveituna? Svar:
Hann vill það!
Af hverju ekki selja Orkuveituna?
Eftir Stefán Jón Hafstein
Stefán Jón Hafstein
’Landsvirkjun erorkuöflunarfyrirtæki
í eigu ríkis, borgar og
Akureyrar, og gegnir
mikilvægu undirstöðu-
hlutverki fyrir samfélagið
í heild, og hefur yfir-
burðastöðu á markaði.‘
Höfundur er oddviti Samfylkingar-
innar í Reykjavík og sækist eftir 1.
sæt í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
ÞAÐ ER mjög þægilegt að búa á
Akureyri, samfélagið er notalegt og
bæjarbragurinn er góður. Þetta er
góður staður enda er það notalegt
þegar maður fer út í búð, í bíó eða
jafnvel í leikhús að
þekkja flest andlitin
og þekkja þá sem
maður hittir á förnum
vegi. Hér er enda allt
sem við metum mikils:
góðar og greiðar sam-
göngur, fjölbreytt
menningarstarfsemi,
framúrskarandi skól-
ar, faglegt íþrótta- og
tómstundastarf og
snyrtilegt samfélag.
Að mínu mati verða
fleiri atvinnutækifæri
og fjölbreyttara at-
vinnulíf helstu
áherslumál unga fólksins hér á Ak-
ureyri í bæjarstjórnarkosningunum
í vor. Enda býr hér vel menntað
fólk og fólk kemur víðsvegar að af
landinu til að nema í mennta-
skólunum og háskólanum. Það hef-
ur valið sér hér búsetu og vill geta
gengið að góðum störfum og búa
við góð tækifæri. Það er að mínu
mati ekki hlutverk hinna kjörnu
fulltrúa almennings á sveitarstjórn-
arstiginu að þenja út starfsemi
sveitarfélaganna eða að sjá til þess
að þar sé fjölbreytt atvinnulíf með
beinum hætti, en þeir verða að
tryggja góð skilyrði á staðnum.
Þeir þurfa að hlúa að umgjörð
sveitarfélagsins svo að það blómstri
sem best og verði öflugt og gott,
notaleg umgjörð fyrir gott atvinnu-
líf.
Akureyri þarf ávallt að vera í
fremstu röð – vera besti kosturinn
til að búa á til að fá
góð störf, lifa við bestu
tækifærin sem bjóðast
og njóta þess besta
sem til er. Það er for-
gangsmál að auka at-
vinnutækifæri og gera
Akureyri að staðnum
sem vissulega er gott
að heimsækja en enn
betra er að búa á. Frá
árinu 1998, seinustu
tvö kjörtímabil, hefur
Sjálfstæðisflokkurinn
verið í meirihluta í
bæjarstjórn Akureyr-
arbæjar síðustu árin
og verið í forystu bæjarmálanna.
Kjörnir fulltrúar flokksins hafa á
þessum tíma unnið með miklum
krafti að því að bæta umgjörð sveit-
arfélagsins tryggja að það sé blóm-
legt og kraftmikið.
Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
þann 11. febrúar gefa 20 ein-
staklingar kost á sér – ég er þeirra
á meðal. Ég hef verið flokksbund-
inn í rúman áratug, tekið þátt í
ungliðastarfi flokksins mjög lengi,
verið í stjórn SUS frá 2003 og for-
maður Varðar, félags ungra, frá
árinu 2004. Ég hef mikinn áhuga á
stjórnmálum, hef skrifað mikinn
fjölda pistla um stjórnmál til fjölda
ára á vef mínum, www.stebbifr.com,
og kynnt skoðanir mínar á mál-
efnum samtímans af þeim krafti
sem einkennir netskrifin. Það er
mjög skemmtilegt að skrifa á net-
inu enda er það lifandi og góður
vettvangur.
Ég sækist eftir þriðja sætinu á
lista flokksins og vona að sú reynsla
sem ég hef öðlast í stjórnmálum og
í félagsstörfum nýtist bæjarfélaginu
á næsta kjörtímabili. Framtíðarsýn
mín er að Akureyringar verði ávallt
stoltir af sveitarfélaginu sínu. „Hér
vil ég búa við öll lífsins gæði“ er
gott slagorð sem gildir um okkur
hér. Það er mikilvægt að áfram
verði haldið á þeirri farsælu braut
sem við sjálfstæðismenn á Akureyri
höfum mótað og Akureyri verði í
forystusveit sveitarfélaga á kom-
andi árum sem og á síðustu átta ár-
um undir okkar forystu.
Öflugt og vaxandi sveitarfélag
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson ’Það er mjög skemmti-legt að skrifa á netinu
enda er það lifandi og
góður vettvangur.‘
Stefán Friðrik
Stefánsson
Höfundur er formaður Varðar, f.u.s. á
Akureyri, og gefur kost á sér í þriðja
sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
á Akureyri (heimasíða: www.steb-
bifr.com).
Prófkjör Akureyri