Morgunblaðið - 06.02.2006, Page 32
32 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 skólasveinninn,
8 laghent, 9 fjöldi, 10 tek,
11 ganga þyngslalega, 13
sleifin, 15 högni, 18
lægja, 21 legil, 22 námu,
23 áana, 24 rangla.
Lóðrétt | 2 brýna, 3 örlög,
4 myrkur, 5 snaga, 6 rek-
ald, 7 heiðurinn, 12 stel-
putrippi, 14 reyfi, 15
jörð, 16 skynfæra, 17 ör-
lagagyðja, 18 syllu, 19
klampans, 20 einkenni.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 háátt, 4 hafna, 7 dubba, 8 úlfúð, 9 fet, 11 sótt,
13 ásar, 14 útlát, 15 horn, 17 trog, 20 err, 22 fúsum, 23
örlát, 24 remma, 25 dunur.
Lóðrétt: 1 hadds, 2 árbít, 3 traf, 4 hrút, 5 fífls, 6 auður,
10 eflir, 12 tún, 13 átt, 15 háfur, 16 rósum, 18 rolan, 19
gítar, 20 emja, 21 rödd.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrútnum líður eins og hann sé staddur
á gatnamótum lífsins, hafi ýtt á takk-
ann á gönguljósunum og bíði eftir að
þau stöðvi umferðarflauminn. Hvort
þau gera það kemur senn á daginn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að
þú sért þar sem þig langar til að vera.
Lífið styður við þrá þína eftir jákvæð-
um umskiptum. Nýttu þér það og byrj-
aðu á því að meðtaka alla góðu eig-
inleikana sem þú býrð yfir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Örlög tvíburans virðast koma honum á
óvart. Hann birtist á réttum stað á
réttum tíma án þess að hafa séð það
fyrir eða gert áætlanir. Málið er að
treysta því að þér sé ætlað eitthvað
stórkostlegt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er kominn tími til að krabbinn
svipti hulunni af áætlunum sínum í
vinnu og á framabraut. Vertu hreinn
og beinn en ekki of yfirþyrmandi.
Hunang veiðir fleiri flugur en annað.
Þannig áttu að miðla snilld þinni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vinátta ljónsins og annarra er í
brennidepli. Að vera góður vinur hefur
mikið með tímasetningu að gera. Þú
talar þegar það virðist rétt og leyfir
vinum þínum að gera mistök ef svo ber
undir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Himintunglin stinga upp á langri
gönguferð eða bíóferð með vini. Íhygli
er nauðsynleg á meðan meyjan tekur
þeim stórkostlega þroska sem nú er
yfirvofandi. Þinn tími er kominn. Ekki
missa af tækifærinu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Oft er haft á orði að maður geti aldrei
farið til baka. Það þýðir að þó að mað-
ur geti farið til baka er allt breytt og
þess vegna getur maður ekki snúið við.
Í dag kemstu eins nálægt því og hægt
er án þess að svo sé í raun og veru.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Gáski er eiginleiki sem sporðdrekinn
býr yfir þegar vel viðrar. Taktu hann
með þér þegar ekki stendur eins vel á
og sjáðu hvað hann umbreytir þér og
þeim sem eru í kringum þig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ef leggja á spilin á borðið er hreinlega
til fólk sem aldrei á eftir að ná nánu
sambandi við bogmanninn. Þannig er
það bara. Ef einhver ætlar að vera vin-
ur þinn þegar annríkið er sem mest,
þarf hann svo sannarlega að vera ein-
stakur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Tíminn hefur ekkert gildi í hjartanu.
Kannski vill steingeitin rifja upp gaml-
an draum sem hún hélt að aldrei
myndi rætast. Nýjar leiðir eru að opn-
ast og það er undir þér komið að fara
þær.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatsnberinn þarf að létta byrðarnar ef
hann ætlar að komast á leiðarenda.
Losaðu þig hreinlega bara við það sem
íþyngir þér. Berðu kennsl á það, ýttu
því út, hristu það af þér, slepptu því.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nú er rétti tíminn til þess að byrja að
leita leiða til þess að koma einhvers
konar andlegri slökun að í þinni dag-
legu rútínu. Byrjaðu á einhverju auð-
veldu, eins og til dæmis að láta þig
dreyma. Skemmtu þér vel.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Tungl í tvíbura er ókrýnd-
ur konungur hrekkjalóm-
anna. Ef þín innri rödd
virðist allt í einu vera að leika flöskustút
við þig, máttu vera viss um að svo er um
fleiri. Þetta tungl miðlar orku sinni með
galsa, sem reyndar passar mjög vel við
hinn óvenjulega vatnsbera. Sérviska er
hið nýja norm.
Tónlist
Salurinn| Myrkir músíkdagar. Caput leikur
íslensk verk, kl. 20.Laugarborg| Myrkir
músíkdagar. Ingólfur Vilhjálmsson bassa-
klarinettuleikari og Tobias Guttman slag-
verksleikari leika íslensk og hollensk verk,
kl. 20.30.
Myndlist
101 gallery | Ásmundur Ásmundsson. Til
25. feb.
Artótek Grófarhúsi | Valgerður Hauks-
dóttir myndlistarmaður til 19. febrúar. Sjá:
www.artotek.is
Bananananas | Finnur Arnar Arnarson til
18. febrúar.
Energia | Erla M. Alexandersdóttir sýnir
akrýl og olíumálverk. Út febrúar.
Gallerí BOX | Arna Valsdóttir sýnir „Kvika“
. Sýningin opnuð 21. janúar kl. 16 og stend-
ur til 11. febrúar. Opið fimmtud og laugard
kl. 14–17.
Gallerí Úlfur | Sýning Ásgeirs Lárussonar
út febrúar.
Grafíksafn Íslands | Ingiberg Magnússon –
Ljós og tími II sólstöður/ sólhvörf. Opið
fim.–sun. kl. 14–18 til 12. febrúar.
Kaapelin Galleria | Umhleypingar, Sari M.
Cedergren sýnir í Helsinki.
Kaffi Mílanó | Erla Magna Alexand-
ersdóttir sýnir olíu- og akrýlmyndir út febr-
úar.
Karólína Restaurant | Óli G. með sýn-
inguna Týnda fiðrildið til loka apríl.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning.
Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum
Svavars Guðnasonar, Carl-Henning Ped-
ersen, Sigurjóns Ólafssonar og Else Alfelt.
Til 25. febr.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II –
Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13
ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kristín
Þorkelsdóttir (hönnun, vatnslitir). Guðrún
Vigfúsdóttir (vefnaður). Til 12. feb.
Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning
Guðrúnar Einarsdóttur á nýjum verkum
unnum með olíu á striga ásamt skúlptúrum
unnum úr frauðplasti og litarefni á tré. Til
5. mars.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið, yfirlitssýning.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Gabrí-
ela Friðriksdóttir, Feneyjaverkið. Kristín Ey-
fells. Til 26. feb.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið.
Jóna Þorvaldsdóttir. Til 22. feb.
Skúlatún 4 | Fyrsta sýning ársins. Ólíkir
listamenn úr ýmsum áttum sem reka
vinnustofur og sýningaraðstöðu á þriðju
hæð. Til 12. feb.
Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís-
lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós-
myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós-
myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20.
febrúar.
Söfn
Aurum | Þorgeir Frímann Óðinsson fjöl-
listamaður sýnir verk úr myndaröðinni Vig-
dís (málverk af Vigdísi Finnbogadóttur,
fyrrum forseta) til 17. febrúar.
Bæjarbókasafn Ölfuss | Sýning á teikn-
ingum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal,
sem hann gerði er hann var í verbúð í Þor-
lákshöfn á árunum 1913-1915. Myndirnar
eru ómetanleg heimild um mannlífið í ver-
stöðinni Þorlákshöfn á þessum árum.
Duushús | Sýning Poppminjasafnsins í
Duushúsum Sagt er frá tímabilinu 1969 til
1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tískan
og tíðarandinn. Opið daglega kl. 13–18.30
til 1. apríl.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Myndirnar á
sýningunni Móðir Jörð gefa óhefðbundna
og nýstárlega sýn á íslenskt landslag þar
sem markmiðið er að fanga ákveðna
stemningu fremur en ákveðna staði. Skotið
er nýr sýningarkostur hjá Ljósmyndasafni
Reykjavíkur og er myndum er varpað á
vegg úr myndvarpa.
Minjasafn Austurlands | Endurnýjun á
sýningum stendur yfir. Ný grunnsýning
opnar 1. maí nk.
Þjóðmenningarhúsið | Fræðist um fjöl-
breytt efni á sýningunum Handritin, Þjóð-
minjasafnið – svona var það, Fyrirheitna
landið og Mozart-óperan á Íslandi. Njótið
myndlistar og ljúfra veitinga í veitingastof-
unni. Leiðsögn í boði fyrir hópa.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni
Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu
og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár-
legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar
og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka
og miðla þekkingu á menningararfi Íslend-
inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga
nema mánudaga kl. 11–17.
Skemmtanir
Broadway | Sýningar á Nínu og Geira verða
18. og 25 febrúar – 4., 17. og 25. mars.
Nánari upplýsingar á http://www.broad-
way.is
Fyrirlestrar og fundir
Eirberg | Málstofa Rannsóknastofnunar í
hjúkrunarfræði við HÍ og LSH verður 6.
feb. kl 12.10, stofu stofu 201, 2. hæð. Jón-
ína Einarsdóttir, lektor við mannfræðiskor
HÍ, heldur fyrirlestur er nefnist: Barnalán
og ólífvænlegar fæðingar, þar sem kynntar
verða kenningar um viðbrögð mæðra við
ólífvænlegum fæðingum.
ITC-Harpa | ITC Harpa kynningarfundur
verður 7. febr. kl 20, á þriðju hæð í Borg-
artúni 22. Gestir velkomnir. Tölvupóstfang
ITC Hörpu er itcharpa@hotmail.com
heimasíða http://www.simnet.is/itc
Kraftur | Kraftur, stuðningsfélag ungs
fólks sem greinist með krabbamein og að-
standendur heldur félagsfund í húsi
Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4.
hæð, 7. febr. kl. 20. Jóhann Ingi Gunn-
arsson sálfræðingur flytur fyrirlestur og
bókin: Með lífið að láni, verður til sölu á kr.
2000.
Landakot | Fræðslufundur á vegum RHLÖ
verður haldinn 9. feb. kl. 15, í kennslusaln-
um á 6. hæð á Landakoti. Júlíana Sigurveig
Guðjónsdóttir hjúkrunarfr., fjallar um
reynslu dætra af flutningi foreldra, sem
þjálst af heilabilun, á hjúkrunarheimili. Sent
verður út með fjarfundabúnaði.
Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju |
Kvenfélagið Fjallkonurnar fundar 7. feb. kl.
20, í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju.
Fréttir og tilkynningar
Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti mat-
vælum, fatnaði og leikföngum á mið-
vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla
sama dag kl. 15–17 í Eskihlíð 2–4 v/
Miklatorg.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is