Morgunblaðið - 06.02.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 37
mynd eftir
steven spielberg
L.I.B. Topp5.is
S.U.S. XFM 91,9
„Munich er tímabært
stórvirki sem á
erindi við alla.“
„Munich er tímabært
stórvirki sem á
erindi við alla.“
S.V. Mbl.
mynd eftir
DERAILED kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára.
DERAILED VIP kl. 5:45 - 8 - 10:20
MUNICH kl. 6 - 9:15 B.i. 16 ára.
PRIDE AND PREJUDICE kl. 8 - 10:40
OLIVER TWIST kl. 5 B.i. 12 ára.
RUMOR HAS IT kl. 8
CHRONICLES OF NARNIA kl. 5
KING KONG kl. 8 B.i. 12 ára.
Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 4
DOMINO kl. 10:20 B.i. 16 ára.
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ KRINGLUNNI
DERAILED kl. 8 - 10:10
THE CHRONICLES OF NARNIA
kl. 5
FUN WITH DICK AND JANE
kl. 6 - 8 - 10
SAMBÍÓ KEFLAVÍK
DERAILED kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára.
MUNICH kl. 6 - 8:15 - 10 B.i. 16 ára.
OLIVER TWIST kl. 5:30 B.i. 12 ára.
DERAILED kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
OLIVER TWIST kl. 5:40
MARCH OF THE PENGUINS kl. 6
MUNICH kl. 8 B.i. 16 ára
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit,
besta tónlist og besta klipping.5
Frá framleiðendum
„Bridget Jones Diary“
L.I.N. topp5.is
H.J. Mbl.
kvikmyndir.is
Ó.Ö. DV
FREISTINGAR
GETA REYNST
DÝRKEYPTAR
Spennuþruma ársins er komin með hinni
einu sönnu Jennifer Aniston og hinum
vinasæla Clive Owen (“Closer”).
M.M. J. Kvikmyndir.com
Síðustu sýningar
Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ opn-
aði Finnur Arnar Arnarson innsetn-
ingu í gallerí Banananas.
Finnur segir þessa sýningu vera í
beinu framhaldi af sýningu sem
hann var með á Akureyri á síðasta
ári. Tengist hún vangaveltum um líf-
ið og tilveruna. Á veggnum hanga
boðorðin tíu, skrifuð af lítilli stelpu,
og í portinu er grafin hola sem er
einhvers konar gröf sem gæti verið
ellefta boðorðið. En gröfin er enda-
punktur alls. Banananas er í porti
við Laugaveg 80, en gengið er inn
frá Barónsstíg.
Hugguleg og skemmtileg stemn-
ing var á opnuninni enda gestum
boðið upp á kakó.
Sýningin stendur yfir næstu tvær
vikur.
Morgunblaðið/Eggert
Finnur Arnar Arnarson við holuna sem hann gróf og á að tákna ellefta boðorðið.
Opnun | Finnur Arnar með sýningu í Banananas
Vangaveltur um lífið og tilveruna Alla leið frá Wasington DC, komu þær Clare Dickens og Michelle Bemis.
Sólveig Thorlasius og Guðrún Lárusdóttir mættar til að sjá sýningu Finns.
KIRA Kira hefur lengi verið einn af
framsæknustu tónlistarmönnum
landsins. Hún var m.a. ein aðal-
sprautan í Til-
raunaeldhúsinu,
en það var hópur
tónlistarmanna
sem splæsti sam-
an raftónlist,
djassi og óhljóð-
um svo oft urðu úr gríðarlega langir
og tormeltir (en virkilega áhuga-
verðir) ópusar – sumir sem komu út
á plötunni Nart Nibbles fyrir tæpum
fimm árum síðan.
Kira hefur þó ekki gefið út plötu
ein síns liðs fyrr en nú, en rétt fyrir
síðustu jól gaf Smekkleysa út frum-
raunina Skottu. Platan er fram-
úrstefnuleg, hér fer mest fyrir braki
og brestum í bland við bjöllukennd
hljóð og sveimkennda hljóðgervla.
Stöku vísanir í heim manna og dýra
koma fyrir í formi mjálms, hneggs
eða söngs. Þessi tónlist brýtur allar
reglur um byggingu, laglínu og
hljómagang. Hún er síður en svo fyr-
ir alla og krefst þ.a.l. nokkurrar yf-
irlegu og þolinmæði áður en dyrnar
ljúkast upp fyrir hlustandanum.
Það má skipta plötunni í þrjá
hluta, gróflega. Fyrstu fjögur til
fimm lögin eru afskaplega einmana-
leg og köld. Lagatitlar einsog „Boat“
og „Kittens in his pockets“ gefa
hlustandanum tilfinningu fyrir þeirri
miklu víðáttu sem felst í lögunum, en
jafnframt þeim óþægindum eða inni-
lokunartilfinningu sem gerir vart við
sig þegar heimurinn virðist ætla að
gleypa mann. Vélrænan ræður nær
alfarið ríkjum í þessum fyrsta hluta
ef frá er skilinn örlítill söngur og
mjálm í laginu um kettlingana. Í
„Romantic Accident“ tekst Kiru
hvað best upp; lagið hefur örugga
byggingu og hljóðheimurinn er
áhugaverður, tekst á fullkominn hátt
að gera grein fyrir ofangreindri
þverstæðu innilokunar og víðáttu.
Breytingin í átt að öðrum hluta
plötunnar hefst með laginu „Syngdu
svarthol“. Brakið og brestirnir eru
þar á undanhaldi og seigfljótandi
hljóðgervlar koma í staðinn. Í besta
lagi plötunnar – „Epitaph“ – hefur
flæðið síðan náð yfirhöndinni. Lagið
er afskaplega þægilegt áheyrnar (en
það telst til tíðinda á þessari annars
þungu plötu), Kristín snýr upp á gít-
arhljóma og teygir úr þeim svo úr
verður mannlegri hljómur en heyrst
hefur hingað til. Í stað óttans kemur
gleði, og ánægjan nær hámarki með
laginu „Dýri“, en það er samið í til-
efni af fæðingu Ísaks Dýra „Mug-
isonsonar“. „Dýri“ sker sig sterk-
lega úr á plötunni; lagið er
hefðbundið popplag í grunninn en
Kira Kira býr það þannig að allskyns
aukahljóð slæðast með. Helst má
kvarta yfir því hversu lagið er stutt.
Það umkvörtunarefni á raunar við
um fleiri laganna á plötunni. Oftar
en ekki fær maður á tilfinninguna að
hér séu á ferðinni hálfkláruð lög,
hugmyndir sem ekki tókst að vinna
nægilega úr – Skotta sé ofar öðru
glósubók listamannsins. Það er
synd, því Kira er augljóslega uppfull
af skemmtilegum hugmyndum sem
skemmtilegt hefði verið að heyra í
lögum með sterkari undirbyggingu.
Með laginu „Málfur Skinnytoe
Junior“ fer platan að fikra sig á ný í
áttina að innilokunarkenndinni og
einsemdinni. Þorgeir Guðmundsson
les tvær setningar á ensku í miðju
lagsins svo úr verður eitt besta
augnablik plötunnar, afbragðs dæmi
um hugmyndaauðgi Kristínar
Bjarkar. Í næstu lögum eyðir þung-
ur og skítugur bassi allri tilfinningu
fyrir rými svo eftir standa óþæg-
indin óhindruð. Hér er víðáttan út í
veður og vind. Þessi tilfinning nær
hápunkti í lokalögunum tveimur,
„Take your best shot“ og „Crowd go-
es wild“ en þau tilheyra raunar bæði
tíunda lagi geisladisksins. (Er fólk
ekki búið að átta sig á því að „falin
lög“ hættu að vera flott fyrir tíu ár-
um?)
Um Skottu er ekki hægt að fjalla
án þess að minnast á gullfallegar
teikningar Kristínar Eiríksdóttur
sem prýða umslag disksins. Á fram-
hliðinni er mynd af rauðklæddri
stúlku umkringdri allskyns furðu-
legum tóngjöfum – myndin líkist
þeirri mynd sem maður gerir sér af
Kiru í hljóðverinu. Eins á Smekk-
leysa mikið lof skilið fyrir það hug-
rekki sem hún sýnir með því að gefa
út plötu af þessu tagi, plötu sem
höfðar eflaust ekki til margra, en er
engu að síður mikilvægur hluti af
þeirri tónlistargrósku sem á sér stað
hér á landi. Höfum í huga að sér-
staða íslenskrar tónlistar felst ekki
síst í því hvernig tónlistarmenn
sækja jöfnum höndum í brunn til-
raunamennskunnar og hins sem að-
gengilegra er, svo úr verður þetta
bragðgóða hanastél sem við þekkj-
um svo vel. Án hvort annars væri ill-
mögulegt að útbúa þessa snjöllu
blöndu, og því er plata Kiru Kiru
sem ferskur vindblær, óhindraður
innblástur sem á eflaust eftir að hafa
mikil áhrif á aðra tónlistarmenn.
Óhindraður innblástur
Atli Bollason
TÓNLIST
Geisladiskur
Öll lög eru eftir Kiru Kiru (Kristínu Björk
Kristjánsdóttur) en hún naut aðstoðar
Ljóna í laginu „Dýri". Platan er masteruð
af Mister Hey, Helmut Elrer í Berlín. 10
lög, 36’03’’.
Kira Kira - Skotta
„Platan er framúrstefnuleg, hér fer mest fyrir braki og brestum í bland við
bjöllukennd hljóð og sveimkennda hljóðgervla.“