Morgunblaðið - 27.02.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.02.2006, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Drífið ykkur norður! „Leikhópurinn skilar þessu verki af slíkri fagmennsku og list að unun er á að horfa... Maríubjallan er eitt magnað verk - eiginlega verkið sem maður hefur beðið eftir frá því að Kæra Jelena var sviðsett í Þjóðleikhúsinu um árið... Allt gengur upp!...“ S.S. Fréttablaðið „algjör snilld... þau gera þetta öll rosalega vel... þvílíkur kraftur... ég gef þessari sýningu fjórar stjörnur plús - þetta er það besta hingað til. Ofsalega flott sýning.“ +H.V.H. Kastljós, RÚV „...afar sannfærandi...frábærlega sönn... Umgjörðin er hreint afbragð... Allur samleikur og sviðsferð er síðan eins og best verður á kosið, nærvera leikhópsins alger frá fyrsta andartaki þar til ljósin dofna... útkoman er sýning sem Akureyringar eiga ekki bara að vera stoltir af heldur ættu umfram allt að drífa sig að sjá.“ Þ.T. Mbl „Leikrit sem skiptir máli. Leikrit sem ekki aðeins kroppar dulítið utaní nútímavandann heldur skefur með skítugum nöglum inn í sárin...mjög sannfærandi... Það er alveg óhætt að mæla með þessari sýningu. Drífið ykkur norður!“ E.B. DV „Það er ekki oft sem maður gengur út af leiksýningu og íhugar tilgang lífsins en hér hefur það tekist... leikurinn hrífandi“ I.S. Kistan. Aðeins sýnt í febrúar og mars. Tryggið ykkur miða í tíma! Miðasala allan sólarhringinn á netinu. Miðasalan er opin frá 13-17 virka daga. Ég sé ekki að þessiþrjú verkefni getigengið upp á næstu tíu árum,“ segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra um þau þrjú stór- iðjuverkefni sem nú eru til skoðunar hér á landi. Hún nefnir einkum tvær hindr- anir í þessu sambandi; orkuöflun og efnahagsmál. Hún bendir á, varðandi orkuöflun, að orkumála- stjóri, Þorkell Helgason, hafi sagt að erfitt gæti orð- ið að útvega orku fyrir bæði stækkun álvers Alcans í Straumsvík og nýtt álver í Helgu- vík. „Og eins og efnahagsástandið er í dag, þá sýnist mér að þessi þrjú verkefni muni ekki ganga; þenslan er mikil og krónan er of sterk. En auðvitað getur það breyst,“ segir ráðherra. Tvö álver eru starfrækt hér á landi: álver Alcans í Straumsvík og álver Norðuráls á Grundar- tanga. Auk þeirra er verið að byggja álver Fjarðaáls í Reyðar- firði. Þar að auki eru þrjú fyrir- tæki, þ.e. Alcan, Century Alumini- um, eigandi Norðuráls, og Alcoa, eigandi Fjarðaáls, í könnunarvið- ræðum við orkufyrirtæki, stjórn- völd og í sumum tilfellum sveitar- félög um þrjú möguleg verkefni, eins og ráðherra rakti í umræðum á Alþingi í lok janúar sl. Alcan er að skoða stækkun álversins í Straumsvík, Century Aluminium að skoða byggingu nýs álvers í Helguvík á Reykjanesi og Alcoa er að skoða byggingu nýs álvers á Norðurlandi. Valgerður segir að ekki megi túlka fyrrgreind ummæli sín á þann hátt að hún sé að breyta af- stöðu sinni til stóriðjufram- kvæmda. „Ég er ekki að gera það,“ segir hún og ítrekar að ekki megi blanda þessum orðum saman við ummæli sín um stóriðjufram- kvæmdir og skuldbindingar Ís- lands gagnvart Kyoto-bókuninni á árunum 2008 til 2012. „Þar sagði ég að þessar ýtrustu hugmyndir um uppbyggingu myndu rúmast innan Kyoto-bókunarinnar, sem er í gildi á tímabilinu 2008 til 2012. En það þýðir ekki að þær geti gengið upp af öðrum ástæðum.“ Ráðherra segir aðspurð að þetta þýði heldur ekki að búið sé að slá eitthvert af þessum þremur verkefnum út af borðinu. Hún bætir því reyndar við að aðkoma stjórnvalda að þessu málum hafi breyst mikið á undanförnum ár- um. Áður hafi allar viðræður um stóriðju farið fram í gegnum Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar (MIL) – sem hafi verið lögð niður í byrjun árs 2004 vegna samkeppn- isástæðna – en nú fari slíkar við- ræður að mestu fram úti á mark- aðnum. „Því er ekki fyrst og fremst verið að fjalla um þessi mál hér í iðnaðarráðuneytinu, heldur á markaðnum,“ segir hún. Hún nefnir sem dæmi að forsvarsmenn Alcans, sem eru að skoða stækkun álversins í Straumsvík, hafi byrjað á því að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um mögulega orkuöflun. Í kjölfarið hafi Alcan og OR undirritað viljayfirlýsingu um að OR útvegaði 40% af orkuþörf- inni. Eftir það ræddu forsvars- menn Alcans við Landsvirkjun um mögulega orkuöflun og í kjölfarið var ákveðið að hefja viðræður. „Ég er þó ekki að segja að stjórnvöld hafi ekkert um fram- kvæmdir sem þessar að segja. Við berum ábyrgð á efnahagsmálum og stjórnvöld hafa alltaf sagt að ef það verði farið í frekari fram- kvæmdir þá verði að forgangsraða svo þau hafi ekki of mikil óæskileg áhrif á hagkerfið. Stjórnvöld kasta ekki frá sér þeirri ábyrgð þegar um svo stór verkefni er að ræða.“ Ráðherra kveðst þó vilja halda því til haga að stjórnvöld hafi kom- ið mjög mikið að uppbyggingu ál- versins í Reyðarfirði og mögu- legum stóriðjuframkvæmdum á Norðurlandi, ekki síst vegna byggðasjónarmiða. Stjórnvöld hafi m.a. tekið þátt í kostnaði vegna undirbúnings framkvæmda. „Samkvæmt reglum Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) eru byggðastyrkir heimilaðir á lands- byggðinni, þ.e. á þeim hluta lands- ins, sem ESA skilgreinir sem landsbyggð.“ Hún segir að suð- vesturhornið falli samkvæmt því ekki undir landsbyggðina. „Að því leyti er [stjórnvöldum] fullkom- lega heimilt að koma að málefnum sem varða landsbyggðina með fjárframlögum, en eitthvað af því fé verður endurgreitt ef af fram- kvæmdum verður, eins og fyrir norðan.“ Það skýrist hinn 1. mars nk. hvort Alcoa og stjórnvöld ætli halda áfram undirbúningi mögu- legra stóriðjuframkvæmda á Norðurlandi og þá á hvaða stað. Þá er ráðgert að viðræður Alcan og Landsvirkjunar um raforku- verð vegna hugsanlegrar stækk- unar álversins í Staumsvík ljúki fyrir lok þessa árs. Ráðherra segir að sú stækkun hafi lengi verið í bí- gerð. „Maður hefur því frekar reiknað með því að um stækkun yrði að ræða, þótt málið sé ekki komið í höfn.“ Hún tekur þó að- spurð fram að hún sé ekki þar með að útiloka Helguvík; allir mögu- leikar séu enn inni í umræðunni. Fréttaskýring | Taka þarf tillit til stöðu efna- hagsmála við frekari uppbyggingu álvera Þrjú stóriðju- verkefni? Orkuöflun og ástand efnahagslífsins setja strik í reikninginn, að mati ráðherra Mikill áhugi er á að byggja álver á Íslandi. Ekki þó búið að slá nein verkefni út af borðinu  Verið er að kanna möguleika á þremur nýjum stóriðjuverkefn- um hér á landi; í Straumsvík, í Helguvík og á Norðurlandi. Ver- ið er að kanna möguleika á stækkun álvers Alcans í Straumsvík í allt að 460 þúsund tonn. Century Aluminium horfir til álvers í Helguvík með allt að 250 þúsund tonna framleiðslu- getu á ári og Alcoa horfir til ál- vers á Norðurlandi af sömu stærðargráðu, þ.e. með allt að 250 þúsund tonna framleiðslu- getu. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is GRUNNSKÓLINN á Blönduósi hélt árshátíð sína um helgina. Nú sem fyrr stóðu krakkarnir sig með stakri prýði og buðu gestum upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Leikritið „Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt,“ eftir Davíð Þór Jónsson var fyrsta dagskráratriðið og síðan rak hver viðburðurinn annan. Söngvarakeppnin Blönduvision hefur í gegnum tíð- ina markað djúp spor í árshátíðarhefð grunnskólans og var engin breyting þar á. Sjö söngvarar komu fram og fluttu lög sín við góðar viðtökur árshátíðargesta og undirleik hljómsveitar þar sem Skarphéðinn H. Einars- son tónlistarskólastjóri var við stjórnvölinn. Er skemmst frá því að segja að Grímur Rúnar Lárusson, nemandi í 8. bekk, bar sigur úr býtum með Sálarlagið Englar. Það var sem sagt englasöngur sem varð ofan á í Blönduvision þetta árið. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Grímur Rúnar sigraði í Blönduvision

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.