Morgunblaðið - 27.02.2006, Page 16

Morgunblaðið - 27.02.2006, Page 16
16 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ HEFUR dýrasta prófkjör Ís- landssögunnar farið fram. Samfylk- ingin hefur hafnað konu sem borg- arstjóra. Núverandi borgarstjóra, Stein- unni Valdísi, hent, tal- in ónothæf sem borg- arstjóri. Dagur tvö er hafinn. Þrátt fyrir, eða öllu heldur vegna þess, að Steinunn Valdís lét hækka ákveðin launin um hundruð milljónir, hélt hún öðru sætinu. Loforð Stefán Jó- hanns um ókeypis leik- skóla, sem áætlað er að kosti kjósendur einn milljarð á ári, dugði ekki nema í þriðja sætið. Dagur tvö í útboði á lóðum í Úlfarsfelli liggur nú fyrir. Eins og ég benti á í grein minni hér í Morgunblaðinu um dýrasta prófkjör Ís- landssögunnar bauð Samfylkingin lóðir til sölu fyrir hina ríku, venjulegt fólk væri sett hjá. Og að for- ystumenn VG hefðu þvegið hendur sínar af þessu máli, eins og Pontíus Pílatus gerði forðum. Á degi tvö í þessu máli hefur komið í ljós, að einn einasti ein- staklingur á hæsta boð í allar ein- býlishúsalóðirnar í Úlfarsfelli nema eina! Hann býður ekki nema um átta hundruð milljónir og finnst að þetta séu ekki miklir peningar. Á þessu sést að heimskulegar reglur Sam- fylkingarinnar og ónægt framboð lóða í Reykjavík hafa orsakað þetta. Jafnframt hefur þetta sprengt upp verð á húsum í Reykjavík og gert venjulegu fólki ókleift að byggja, sjálft. Samfylkingin hefur nú sannað að hún er flokkur hinna ríku og verktaka. Hinn venju- legi maður er settur hjá, enda engar vonir til þess, að óbreytt launa- fólk í Reykjavík geti snarað út 20 milljónum fyrir einbýlishúsalóð. Siðlausir, hug- myndasnauðir menn stjórna Reykjavík- urborg. Hún er orðin borg verktaka og ríka fólksins. Venjulegir íbúar fá að greiða þetta með hærri fasteigna- sköttum og ofurháu íbúðaverði. Það er liðin tíð, að venjulegt fólk geti fengið lóð og byggt sitt eigið hús. Reykja- vík hefur undir stjórn Samfylkingarinnar þróast frá fólkinu til verktakanna og hinu ríku. VG hangir vilja- laus í skottinu á Sam- fylkingunni og Fram- sókn er horfin. Það er eiginleg spurning, hvort ekki sé tími kom- inn til að bjóða fram lista ótengdan lands- málaflokkunum, sem eingöngu legði áherslu á hagsmuni Reykvíkinga. Ég mundi bjóða Reyk- víkingum 3.000 lóðir fyrir einbýli í fyrstu lotu á eðlilegu verði og al- gjörlega án möguleika á að hægt væri að braska með þær. hcjons@gmail.com Dagur tvö Hreggviður Jónsson Hreggviður Jónsson ’Eins og égbenti á í grein minni hér í Morgunblaðinu um dýrasta próf- kjör Íslandssög- unnar bauð Sam- fylkingin lóðir til sölu fyrir hina ríku...‘ Höfundur er fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. HÓPUR ungmenna hefur farið til Danmerkur undanfarin tvö sumur á dönskunámskeið. Námskeiðin voru skipulögð af Norrænu upplýs- ingaskrifstofunni á Akureyri í sam- starfi við Skóladeild Akureyrarbæjar og tungumálalýðháskólann (Europa- højskolen) á Kalø á Jótlandi. Sumarið 2004 lagði tuttugu og eitt ungmenni land undir fót ásamt tveim- ur kennurum og dvöldu á Kalö. Á liðnu sumri fór þangað þrjátíu og einn nem- andi með þremur kennurum. Meiri- hluti nemenda og allir kennarar voru af Norðurlandi. Í hálfan mánuð var danskan æfð af kappi í fjórum kennslustundum fyrir hádegi og í þremur frítímakennslu- stundum eftir há- degi. Í frítíma- kennslunni voru náttúruskoðun, leikir, siglingar, hjólatúrar og fleira til gagns og gamans. Ekki er hægt að segja annað en námskeiðið hafi skilað sér vel því allir komu heim með brosið eyrna á milli og nýja sýn á tungumálið dönsku. Nú stendur fyrir dyrum þriðja ferð- in, sem verður farin 6.–20. júní í beinu flugi frá Akureyri. Námskeið þetta er styrkt af Nordplus-Sprog-styrkjaáætl- un norrænu ráðherranefndarinnar og af ýmsum fyrirtækjum á Akureyri en kostar samt sitt. Það er ástæða til að benda fólki á að fermingar eru fram- undan og kjörin fermingargjöf til framtíðar er styrkur til fermingar- barnsins til að gera því kleift að taka þátt í þroskaför sem þessari. Að fjár- festa í tungumáli er ekki áhættu- fjárfesting heldur innlögn á framtíð- arreikning. Það hefur umræða liðinna vikna um menntunarmál staðfest svo ekki verður um villst. MARÍA JÓNSDÓTTIR, forstöðumaður Norrænu upplýs- ingaskrifstofunnar, Akureyri. mariajons@akureyri.is. Danska í Danmörku fyrir grunnskólanema Frá Maríu Jónsdóttur: María Jóna Jónsdóttir TENGLAR .............................................. www.akmennt.is/nu BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FYRIR sex árum hélt Verslunarráð Íslands viðskiptaþing undir yfirskrift- inni „Íslenskt atvinnulíf – Ísland meðal 10 bestu“. Þar var lögð áhersla á það metnaðarfulla markmið, að Ísland skipaði sér í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði þegar litið væri til þátta eins og starfsumhverfis atvinnulífsins, reglubyrði, samkeppnishæfni og frammistöðu bæði stjórnsýslunnar og fyr- irtækjanna sjálfra. Trú- lega hefur ýmsum þótt Verslunarráð setja markið hátt með þess- um áherslum sínum, en reynslan hefur hins veg- ar sýnt að markmiðin voru raunhæf. Fjöl- margar alþjóðlegar samanburðarkannanir hafa að undanförnu staðfest að íslenskt efna- hagslíf er frjálsara, sterkara og samkeppn- ishæfara en nokkru sinni fyrr. Þessa jákvæðu þróun er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um getu hagkerf- isins til að takast á við vaxtarverki og þenslueinkenni, sem vissulega fylgja hinum hraða vexti efnahagslífsins um þessar mundir. Lífskjör með þeim bestu í heimi Í síðustu viku var greint frá því í fjölmiðlum að Ísland væri komið í 6. sæti á lista OECD yfir ríkustu lönd heims. Þar er borin saman verg lands- framleiðsla á mann með tilliti til kaup- máttar. Fyrir ofan Ísland á listanum eru Lúxemborg, Noregur, Bandaríkin, Írland og Sviss en miðað við vísitölu OECD var kaupmáttur hér á landi 23% hærri en meðaltalið í aðildar- ríkjum stofnunarinnar. Auðvitað eru stærðir eins og kaupmáttur sem hlut- fall af landsframleiðslu ekki einhlítur mælikvarði á lífskjör en staða Íslands er ekki verri ef litið er til annarra þátta. Þannig hefur Ísland í þrjú ár verið í öðru sæti á eftir Noregi sam- kvæmt könnun Sameinuðu þjóðanna á lífskjörum þjóða. Fyrir utan þjóðhags- legar stærðir er þar tekið tillit til fjöl- margra annarra þátta eins og lífs- lengdar og læsis. Með vinsamlegustu löndum fyrir fjárfesta Í síðustu viku sýndi úttekt við- skiptatímaritsins Forbes að Ísland væri þriðja vinsamlegasta landið fyrir erlenda fjárfesta. Danmörk og Finn- land koma betur út hvað þetta varðar en Bandaríkin, Bretland og Singapúr fylgja fast á eftir. Meðal atriða sem dregin eru fram í úttekt- inni er að Íslendingar byggi á markaðs- hagkerfi þótt velferð- arkerfið sé líka um- fangsmikið. Vakin er athygli á því að atvinnu- leysi sé hér lítið og tekjudreifing í þjóðfélag- inu jöfn í alþjóðlegum samanburði. Þá er horft til mikils vaxtar í hag- kerfinu á undanförnum árum og líklegrar hag- vaxtarþróunar á næstu árum, vakin athygli á því að atvinnulífið sé að verða fjölbreytt- ara og að með vexti nýrra atvinnu- greina hafi fleiri stoðum verið skotið undir efnahagslífið. Vaxandi viðskiptafrelsi Samkvæmt niðurstöðum sem bandaríska rannsóknarstofnunin The Heritage Foundation og stórblaðið Wall Street Journal birtu í janúar var Ísland í 5. sæti á lista yfir þau lönd þar sem mest viðskiptafrelsi ríkir. Þar er m.a. horft til þátta eins og hvaða við- skiptastefnu ríki fylgja, skuldastöðu ríkisins, ríkisafskipta, peninga- málastefnu, flæðis fjármagns og er- lendra fjárfestinga. Er þetta nokkuð betri niðurstaða en ráða má af svokall- aðri frelsisvísitölu, sem Fraser- stofnunin í Kanada gefur út, en sam- kvæmt skýrslu stofnunarinnar frá síð- asta ári var Ísland í 13. sæti ríkja heims þegar efnahagslegt frelsi er metið. Skýrslan fyrir 2005 er reyndar byggð á upplýsingum frá 2003 og má vænta þess að þegar næsta vísitala verður gefin út í haust hafi staðan batnað, ekki síst vegna skattalækkana og niðurgreiðslu erlendra skulda. Samkeppnishæfni í fremstu röð Tvær skýrslur um samkeppn- ishæfni ríkja, sem út komu á síðasta ári, gefa líka til kynna sterka stöðu landsins í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt niðurstöðum viðskiptahá- skólans IMD í Sviss fyrir árið 2005 lenti Ísland í 4. sæti af 60 ríkjum, sem metin voru, og hækkaði um eitt sæti frá árinu áður. Í rannsókninni var lagt mat á þætti eins og skilvirkni hins op- inbera annars vegar og viðskiptalífsins hins vegar, innviði hagkerfisins, þróun hagstærða og starfsumhverfi fyrir- tækja. Samkvæmt niðurstöðum Al- þjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum, sem greint var frá í september, lenti Ísland í 7. sæti þegar lagt var mat á styrkleika og veikleika hagkerfa 117 landa. Færðist landið upp um þrjú sæti frá árinu 2004. Þegar Ísland var fyrst tekið með í þennan samanburð árið 1995 lenti það í 25. sæti en fór lægst í 38. sæti árið 1997. Í þessari samantekt er annars vegar lagt mat á forsendur framtíðar- hagvaxtar í landinu og hins vegar á grundvöll verðmætasköpunar í at- vinnulífinu. Allar eru þessar niðurstöður áhuga- verðar, enda um að ræða samanburð- arkannanir sem mark er tekið á í um- ræðum um stöðu og horfur í alþjóðlegu efnahagslífi. Það verður vart um það deilt að niðurstöðurnar sýna afar jákvæða þróun hér á landi. Svo geta menn spurt hvort þessi ár- angur sé tilviljun, hrein heppni eða af- leiðing árangursríkrar stjórnarstefnu í einn og hálfan áratug. Árangur eða hrein heppni? Birgir Ármannsson fjallar um samkeppnishæfni Íslands ’Fjölmargar alþjóðlegarsamanburðarkannanir hafa að undanförnu stað- fest að íslenskt efnahags- líf er frjálsara, sterkara og samkeppnishæfara en nokkru sinni fyrr.‘ Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. LEIÐARAHÖFUNDUR Morg- unblaðsins fagnar sl. laugardag frumvarpi viðskiptaráðherra til laga um breytingu á lögum um Fjármálaeftirlitið. Höfundurinn skipar sér þar með á bekk með þeim Jóhönnu Sigurðardóttur og Helga Hjörvar, þing- mönnum Samfylking- arinnar, sem kölluðu eftir auknum vald- heimildum til handa Fjármálaeftirlitinu á alþingi þegar þing kom loks saman í jan- úar eftir langt og gott jólafrí þingmanna. Í leiðaranum segir að þegar á heildina sé litið séu þær breyt- ingar, sem lagðar eru til í frumvarpinu allar til bóta og augljóslega brýnt að hrinda þeim í framkvæmd til að Fjármálaeftirlitið geti rækt hlutverk sitt sem skyldi og þannig tryggt heilbrigða starfshætti á fjár- málamarkaði. Eftir að hafa lesið frumvarpið, sem lofað er svo mjög af leið- arahöfundinum, er ég á því að hann hafi ekki lesið ein- stakar greinar þess heldur látið sér nægja að skoða og endursegja í leið- aranum athugasemdir þær, sem fylgja frumvarpinu frá höfundi eða höfundum þess, sem trúlega eru starfsmenn Fjármálaeftirlitsins. Í það minnsta er ljóst að leiðarhöf- undurinn hefur ekki skoðað efni þessa lagafrumvarps gagnrýnum augum og því síður í samhengi við baráttu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns Morgunblaðsins, við bankaeftirlitið, forvera Fjármálaeft- irlitsins, í kjölfar greina hennar í Morgunblaðinu í mars 1995 um endalok Sambands ís- lenskra samvinnu- félaga. Um þá baráttu má lesa í dómi Hæsta- réttar í máli Rannsókn- arlögreglu ríkisins gegn Agnesi Braga- dóttur frá 10. janúar 1996. Eitt af því, sem lagt er til í þessu óláns frumvarpi, er að laga- ákvæði um þagn- arskyldu takmarka ekki skyldu viðkomandi aðila til þess að veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar og aðgang að gögnum. Með öðrum orðum er lagt til, að gagnvart Fjármálaeft- irlitinu gildi ekki lög- boðin trúnaðarskylda t.d. lögmanna gagnvart skjólstæðingum þeirra. Vill Morgunblaðið það? Ef svar Morgunblaðs- ins við þeirri spurningu er já, eins og leiðarinn gefur í það minnsta í skyn, felur það líka í sér að blaðamönnum Morg- unblaðsins og annarra fjölmiðla kann að vera lítið hald í þeirri vörn Agnesar Bragadóttur frá 1996, að rann- sóknar- og eftirlitsyfirvöld sam- félagsins verði að virða rétt blaða- manna til trúnaðar gagnvart heimildarmönnum. Vill Morg- unblaðið það? Morgunblaðið og Fjármálaeftirlitið Sigurður G. Guðjónsson fjallar um leiðara Morgunblaðsins Sigurður G. Guðjónsson ’...er ég á því aðhann hafi ekki lesið einstakar greinar þess heldur látið sér nægja að skoða og endursegja í leiðaranum at- hugasemdir þær, sem fylgja frum- varpinu...‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. SIRKUSINN rúllar áfram. Um miðjan fjórða áratug síðustu aldar fóru sænsk samgönguyfirvöld að undirbúa brúargerð yfir Ånger- mann-ána, í lok ágúst 1939 var upp- sláttur tilbúinn, hófst steypuvinna morguninn 1. september. Um miðjan morgun hrundi allur uppslátturinn og tugir manna létu lífið. Þennan sama morgun réðust nasistar inn í Pólland og þessir atburðir við Ångermann-á týndust í öðrum fréttum. Þetta vita allir alvörufréttamenn. Það er hægt að kæfa eina frétt með annarri. Sl. sunnudagskvöld sýndi sjónvarps- stöðin NFS, sem er í eigu Baugs, fréttaþátt um kynferðislega misnotk- un barna, þulur var Þór Jónsson. Morguninn eftir áttu svo að hefjast réttarhöld í svokölluðu Baugsmáli. Í þessum þætti var léleg leikkona látin lokka eldri mann að grásleppu- skúrum við Ægisíðu. Úr launsátri voru maðurinn og stúlkan mynduð og samtal þeirra tekið upp á band. Ekki fer á milli mála að maðurinn er veikur fyrir ungum stúlkum en hver er það ekki? Ekki voru færðar neinar sönn- ur á að stúlkan væri þrettán ára eins og sagt var. Við athugun á þessum þætti bendir ýmislegt til að hann sé meira og minna falsaður, líf fyrrver- andi vinnufélaga míns lagt í rúst, fjöl- skyldan með. Ef NFS vill hreinsa einhver mein úr þjóðarlíkamanum ættu þeir til dæmis að skoða svokölluð skúffufyr- irtæki og kennitöluflakkara. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8, 105 Reykjavík. Sirkus Frá Gesti Gunnarssyni tæknifræðingi:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.