Morgunblaðið - 27.02.2006, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Almennur félagsfundur
í Læknafélagi Reykjavíkur verður haldinn þriðju-
daginn 28. febrúar í Hlíðasmára 8, Kópavogi
og hefst kl. 20:00.
Efni fundarins:
1) Nýjar stefnur í uppbyggingu göngudeild-
arþjónustu LSH; Er nauðsyn að taka tillit til
lækna utan LSH?
2) Tillögur að fulltrúum til setu á aðalfundi LÍ.
3) Tillögur til lagabreytinga.
4) Önnur mál.
Stjórnin.
Uppboð
Nauðungarsala á lausafé
Að kröfu Hafnarsamlags Suðurnesja fer fram
nauðungarsala mánudaginn 6. mars 2006
kl. 15:00 við höfnina í Njarðvík á Kristbjörgu
VE-70 (ekki lengur á aðalskipaskrá).
Eigandi: Helgi Friðgeirsson kt. 110744 2349.
Greiðsla skal innt af hendi við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Keflavík.
Félagslíf
MÍMIR 6006022719 I
HEKLA 6006022719 VI
GIMLI 6006022719 III
Í kvöld kl. 20 samkoma. Um-
sjón Miriam Óskarsdóttir.
Mánudag 27. febrúar kl. 15.00.
Heimilasamband. Allar konur
velkomnar.
I.O.O.F. 19 1862278 9.III *
I.O.O.F. 10 1862278 II*
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Þessir bekkir heimsóttu Morgunblaðið í tengslum við
verkefnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í skólum er sam-
starfsverkefni á vegum Menntasviðs Reykjavíkur sem
Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Að lokinni verk-
efnaviku þar sem nemendur vinna með dagblöð á marg-
víslegan hátt í skólanum koma þeir í kynnisheimsókn á
Morgunblaðið og fylgjast með því hvernig nútíma dag-
blað er búið til. Nánari upplýsingar umverkefnið gefur
Auður í netfangi audur@dagblod.is - Kærar þakkir fyrir
komuna, krakkar! Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Sverrir
Melaskóli, 7. A.
Morgunblaðið/ÞÖK
Setbergsskóli, 7. SE.
Morgunblaðið/ÞÖK
Setbergsskóli, 7. HG.
Morgunblaðið/Ásdís
Setbergsskóli. 7. RV.
Spurt var sér-
staklega um virkj-
un á Norðurlandi
VEGNA fréttar um Gallup-könnun
um álver á Norðurlandi, sem unnin
var fyrir hönd iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytis og birtist í blaðinu
í gær er rétt að taka fram að í svari
við spurningu um stuðning við virkj-
anir var ekki átt við virkanir al-
mennt.
Í könnuninni var spurt um viðhorf
til virkjunar á heimaslóðum fyrir ál-
ver annars staðar á Norðurlandi.
Spurningin snérist því um hvort
menn væru fylgjandi virkjun ef ork-
an yrði nýtt til álvers sem ekki væri
staðsett í heimabyggð. Engin leið er
því að túlka svör við þessari spurn-
ingu sem viðhorf fólks til virkjunar
almennt á Norðurlandi.
Styðja álver í
Skagafirði
STJÓRN Skagafjarðarhraðlest-
arinnar skorar á Alcoa að kanna til
hlítar hagkvæmni þess að setja upp
álver á Brimnesi í Skagafirði.
„Skagafjörður hefur alla þá kosti
sem til þarf til að setja upp álver,
fjölbreytt og gott mannlíf, hátt
menntastig, unnið er að stofnun há-
tækniseturs á Sauðárkróki í sam-
vinnu við Háskóla Íslands. Há-
tæknisetrið á að vera leiðandi á
Íslandi í uppbyggingu á þekk-
ingar-, rannsókna-, og þróunarstöð
í hátæknieðlisfræði, fínsmíði og
rafeindartækni. Steinullarverk-
smiðja er á Sauðárkróki.
Í Skagafirði er góður flugvöllur
og hefur aðflug sem er með því
allra besta sem gerist á landinu og
má geta þess að það stóð val á milli
Skagafjarðar og Egilsstaða hins-
vegar þegar var verið að velja stað
fyrir varaflugvöll, hér er aðaltoll-
höfn, og lítið mál að afgreiða flug-
vélar hér. Skagafjörður hefur yfir
að ráða rólegu og yfirveguðu um-
hverfi hvort sem um er að ræða
vinnuafl eða náttúruöfl þar sem lítil
hætta er á uppþotum þessara afla.
Að okkar áliti eiga ekki að vera
nein vandamál í sambandi við orku-
öflun ef það yrði ákvörðun Alcoa að
setja upp álver í Skagafirði, ein-
ungis vilji íslenskra stjórnvalda að
standa á bakvið þá ákvörðun.
Stjórn Skagafjarðarhraðlest-
arinnar er tilbúin að vinna með
ykkur og leiða þá umræðu sem til
þarf til undirbúnings á uppsetningu
álvers í Skagafirði og viljum við
bjóða ykkur hjá Alcoa velkomin í
Skagafjörð.“
FRÉTTIR
DREGIÐ hefur verið í konudagaleik Kringlunnar. Nöfn Steinunnar Lilju
Gísladóttur, Hafdísar Sigurðardóttur og Hjördísar Bjarkar Ólafsdóttur
voru dregin út en þær höfðu skráð sig á póstlista á vefsíðu Kringlunnar á
konudögum og hlutu í vinning dekurferðir fyrir tvo með Flugfélagi Íslands
í Jarðböðin í Mývatnssveit með gistingu á Sel-Hótel Mývatni. Að auki fengu
allir þeir sem skráðu sig á póstlistann ókeypis áskrift að Tískutímariti
Kringlunnar sem gefið er út tvisvar á ári, segir í fréttatilkynningu.
Á myndinni má sjá þær Hafdísi Sigurðardóttur og Hjördísi Björk Ólafs-
dóttur taka á móti vinningum sínum frá Hermanni Guðmundssyni, mark-
aðsstjóra Kringlunnar. Sonur Hafdísar, Elvar Smári, tók við vinningnum
með mömmu sinni.
Unnu dekur Mývatnssveit
Lýst eftir vitnum
LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir
eftir vitnum að árekstri er varð
föstudaginn 24. febrúar á Höfða-
bakka/Gullinbrú/Stórhöfða kl.
07:58. Þarna var Kia-jeppabifreið
grá að lit ekið norður Höfðabakka
og beygt áleiðis vestur Stórhöfða,
og Terrano-jeppabifreið dökkblá
að lit og lentu ökutækin saman á
gatnamótunum. Ágreiningur er um
afstöðu umferðarljósanna í umrætt
sinn. Upplýsingar berist umferð-
ardeild lögreglunnar í Rvík. S.
4441130,