Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍRAN ER ÁSKORUN
Condoleezza Rice, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, kallaði Ír-
an í gær „seðlabanka hryðjuverka“
en hún sakar þarlend stjórnvöld um
að styðja við bak hryðjuverkamönn-
um í Írak, Palestínu og Líbanon.
Sagði hún Bandaríkjamenn ekki
standa frammi fyrir neinni stærri
áskorun en þeirri, að bregðast við
þeim vanda sem að steðjar vegna
áforma Írana að koma sér upp
kjarnorkuvopnum.
Gríðarleg ásókn í bújarðir
Fjársterkir aðilar sækja í auknum
mæli í bújarðir á Íslandi, sér-
staklega hlunnindajarðir, og ef fer
sem horfir munu kaupin hafa þau
áhrif að hefðbundinn búskapur
leggst frekar af en ella. Auk þess
verða sveitarfélög og ríki af tekjum
þar sem nýir jarðeigendur búa
margir hverjir aðeins hluta úr ári á
jörðum sínum.
Utanríkisráðherra í Noregi
Geir H. Haarde, utanríkis-
ráðherra, hóf opinbera heimsókn
sína til Noregs með áheyrn hjá Har-
aldi Noregskonungi í gær. Að henni
lokinni hélt hann til funda með utan-
ríkisráðherra og varnarmálaráð-
herra Noregs. Geir sagði fundina
hafa einkennst af milli vinsemd í
garð Íslands.
Samningar undirritaðir
Samningar milli Portus-hópsins
og Austurhafnar-TR ehf. um bygg-
ingu tónlistarhúss og ráðstefnu-
miðstöðvar voru undirritaðir við há-
tíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum
í gær. Portus-hópurinn átti vænleg-
asta tilboðið í hönnun, byggingu og
rekstur tónlistarhússins, miðstöðv-
arinnar og hótels við Reykjavíkur-
höfn.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 34
Fréttaskýring 8 Viðhorf 36
Úr verinu 12 Minningar 38/51
Viðskipti 14/15 Myndasögur 54
Erlent 16/18 Dagbók 54/57
Minn staður 20 Víkverji 54
Suðurnes 21 Velvakandi 55
Höfuðborgin 22 Staður og stund 57
Austurland 22 Leikhús 58
Akureyri 23 Bíó 62/65
Daglegt líf 24/25 Ljósvakamiðlar 66
Menning25/27, 58/65 Veður 67
Umræðan 28/36 Staksteinar 67
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
www.expressferdir.is
Express Fer›ir, Grímsbæ,
Efstalandi 26, sími 5 900 100
Nánar á www.expressferdir.is
Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express
VERÐDÆMI
53.900 kr.
INNIFALI‹:
ALICANTE
SUMARHÚS Á SPÁNI
MAÍ – SEPTEMBER
Frá maí til september bjóðum
við sumarhúsaferðir til Spánar.
Afþreying fyrir alla fjölskylduna
og þægileg aðstaða.
Gestir dvelja í sumarhúsum og
hver hefur sinn háttinn á.
Hafðu það gott með vinum og
fjölskyldu á verði sem yljar.
Flug og flugvallaskattar,
sumarhús í 14 daga, þrif í leigulok.
Miðað við að fjórir séu saman í
sumarhúsi. Fyrir börn yngri en 13 ára í
fylgd með fullorðnum kostar ferðin
45.900 kr.
VILHJÁLMUR Árna-
son hæstaréttarlög-
maður er látinn 88 ára
að aldri. Vilhjálmur
fæddist 15. september
1917 á Skálanesi í Seyð-
isfjarðarhreppi. For-
eldrar hans voru Árni
Vilhjálmsson, bóndi og
útgerðarmaður á Há-
nefsstöðum, og Guðrún
Þorvarðardóttir.
Vilhjálmur stundaði
nám í siglingafræði og
varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1942.
Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla
Íslands árið 1946. Vilhjálmur stund-
aði sjómennsku á yngri árum og var
formaður á vélbátnum Magnúsi NS
210 á árunum 1937–1943, en hann var
í eigu föður hans.
Vilhjálmur var við lögfræðistörf
hjá Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga 1946 til 1948, hann var for-
stöðumaður félags- og fræðsludeildar
SÍS í nokkur ár og skólastjóri Bréfa-
skóla SÍS 1948 til 1960. Þá var hann
kennari við Samvinnuskólann 1950–
1954. Vilhjálmur stofnaði lögfræði-
skrifstofu í Reykjavík árið 1960 ásamt
Tómasi bróður sínum og ráku þeir
hana saman til 1972. Vilhjálmur rak
stofuna einn á árunum 1972–1978 en
eftir það með öðrum. Vil-
hjálmur gegndi fjölmörg-
um trúnaðarstörfum um
ævina. Hann var m.a. for-
maður Orators, félags
laganema, 1944–1945 og
ritari Félags Sameinuðu
þjóðanna á Íslandi 1947–
1952. Hann sat í stjórn
Iðnaðarbanka Íslands
1953–1954, var í stjórn Ís-
lenskra aðalverktaka hf.
frá 1954 til 1984 og var
formaður stjórnar í mörg
ár. Vilhjálmur var for-
maður stjórnar Kirkjusands hf. 1973–
1979, einnig átti hann sæti í stjórn
vistheimilis vangefinna á Skálatúni
um árabil. Hann var í stjórn fataverk-
smiðjunnar Sportvers hf. og Herra-
hússins 1972–1984. Hann var formað-
ur stjórnar byggingarfélagsins
Breiðabliks hf. 1979–1988 og var í
stjórn verksmiðjunnar Vífilfells hf.,
Björns Ólafssonar og Þórðar Sveins-
sonar hf.
Vilhjálmur var mikill útivistarmað-
ur og stundaði laxveiðar og golf.
Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er
Sigríður Ingimarsdóttir, húsmóðir og
fyrrverandi ritstjóri Húsfreyjunnar.
Eignuðust þau sjö börn og eru fimm
þeirra á lífi. Barnabörnin eru 10 og
barnabarnabörnin tvö.
Andlát
VILHJÁLMUR
ÁRNASON
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að
veita þýsku byggingarvöruversluninni Bauhaus
fyrirheit um úthlutun lóðar í svokölluðum Höllum
við rætur Úlfarsfells austan Vesturlandsvegar.
Fram kemur að borgarráð hafi ákveðið að veita
fyrirheitið eftir ítarlega yfirferð yfir athugasemd-
ir frá Smáragarði/BYKO og Mosfellsbæ. „Á fundi
ráðsins í dag var lögð fram ítarleg greinargerð
stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkur-
borgar, en niðurstaða hennar er sú að framkomn-
ar athugasemdir eigi ekki við rök að styðjast og að
ekki verði séð að neitt sé því til fyrirstöðu að
Reykjavíkurborg úthluti Bauhaus AG umræddri
lóð,“ segir ennfremur.
Á lóðinni hyggst fyrirtækið reisa um 20 þúsund
fermetra verslunarhúsnæði á 5,5–6 hektara lóð.
Erindið hafði áður fengið jákvæða umfjöllun í
skipulagsráði Reykjavíkur og verður áfram unnið
að deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrir-
heitið, en byggingarrétti verður úthlutað þegar
deiliskipulagið liggur fyrir. Jafnframt er skrif-
stofustjóra byggingarsviðs borgarinnar falið að
ganga til viðræðna um söluverð byggingarréttar-
ins.
Komið á beinu brautina
Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs,
sagði að næstu skref í þessum efnum væri form-
legur samningur um sölu á lóðinni og skipulags-
ferlið. Hann sæi ekki nein vandamál í þessum efn-
um. „Ég held að ég geti alveg fullyrt að þetta er
komið á beinu brautina,“ sagði hann. Dagur bætti
við aðspurður að það hefði verið farið ítarlega yfir
athugasemdir Mosfellsbæjar og Smáragarðs/
BYKO og þær hefðu ekki verið þess eðlis að þær
hefðu breytt afstöðu borgarinnar í þessum efnum
né dregið fram rök fyrir því að veita Bauhaus ekki
þetta fyrirheit.
„Samkeppnissjónarmiðin eru eitt af því sem lit-
ið er til og vógu mjög þungt í þessu máli,“ sagði
Dagur ennfremur spurður um samkeppnina á
sviði byggingarvara. „Það er auðvitað alþekkt að
einn af þeim þröskuldum við að komast inn á nýja
markaði fyrir fyrirtæki til að örva samkeppni er
starfsstaða í formi lóða, sérstaklega þegar um
rýmisfrekar verslanir er að ræða. Við vonumst til
að þetta greiði fyrir samkeppni á sviði bygging-
arvöruverslunar á öllu höfuðborgarsvæðinu.“
Bauhaus fær fyrirheit
um lóð í Úlfarsfellslandi
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
HÓPUR ungmenna kom sér fyrir
inni í anddyri höfuðstöðva Lands-
virkjunar við Háaleitisbraut í
Reykjavík í gærdag þar sem mót-
mælt var áformum um virkj-
unarframkvæmdir og stóriðju. Að
sögn Þorsteins Hilmarssonar, upp-
lýsingafulltrúa Landsvirkjunar,
voru mótmælin á friðsömum nótum
og ungmennin, sem flest ef ekki öll
voru á grunnskólaaldri, þóttu hin
prúðustu.
Lögregla mætti á svæðið en fór
skömmu síðar og segir Þorsteinn
að mótmælin hafi verið látin af-
skiptalaus. Ungmennin hrópuðu
slagorð og léku á hin ýmsu hljóð-
færi til að framkalla sem mestan
hávaða í rúma klukkustund en yf-
irgáfu þá svæðið.
Með í för voru einstaklingar með
kvikmyndavélar sem Þorsteinn tel-
ur að hafi ekki verið á vegum sjón-
varpsstöðvanna en hafi frekar ver-
ið að taka upp mótmælin til
annarra nota.
Talið er að mótmælin í gær teng-
ist þeim er áttu sér stað hinn 1.
mars síðastliðinn þegar lögregla
vísaði háværum mótmælendum
með valdi út af skrifstofu Alcoa við
Suðurlandsbraut. Sá hópur nefnir
sig Ungliðar gegn stóriðju og tók
hann sér mótmælastöðu vegna
ákvörðunar Alcoa um að hefja ít-
arlega könnun á hagkvæmni þess
að reisa nýtt álver á Bakka við
Húsavík.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Friðsamleg
mótmæli
við Lands-
virkjun
STARFSMANNI Hressingarskál-
ans í Austurstræti brá heldur betur í
brún þegar hann leit út í garð um
kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þar
stóð smyrill í mestu makindum og
gæddi sér á fuglshræi. Fuglinn lét
það ekki trufla kvöldmatinn þótt
áhugasamir gestir staðarins fylgd-
ust með og tóku myndir á gsm-síma
sína. Hvarf fuglinn þá sjónum þegar
að rökkva tók og eru afdrif hans
ókunn.
Smyrlar eru áræðnir ránfuglar og
samanstendur fæða þeirra nánast
eingöngu af smáfuglum, aðallega
spörfuglum og vaðfuglum. Þykja að-
farir hans að bráðinni oftast mikið
sjónarspil en smyrillinn þykir fimur.
Smyrill í kvöldmat á Hressó