Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 9 FRÉTTIR HRAFNHILDUR Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna ’78, hefur fyrir hönd félagsins lagt fram kæru til lögreglu á hendur Gunn- ari Þorsteinssyni, forstöðumanni Krossins, fyrir ummæli í grein hans „Bréf úr Kópavogi“ sem birt- ist í Morgunblaðinu sunnudaginn 26. febrúar sl. Kæran er borin fram á grundvelli 233a gr. í al- mennum hegningarlögum þar sem m.a. er kveðið á um fjársektir og fangelsi fyrir að ráðast með háði, rógi, smánun eða ógnun opinber- lega á mann eða hóp manna vegna kynhneigðar þeirra. Í kærunni minnir formaður félagsins á þá skýlausu skyldu ríkisvaldsins að vernda minnihlutahópa lögum samkvæmt gegn rógi, níði og smánun hvar sem slíkt er borið fram á opinberum vettvangi. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins, www.samtokin78.is. Rógur og níð í sjö liðum Tilefni kærunnar er fyrst og fremst þær skoðanir hins kærða á fjölskyldum samkynhneigðra sem hann telur upp í sjö liðum í grein sinni. Segir formaður félagins í kærunni að þar grípi hinn kærði fordóma úr lausu lofti og tjái sem óvefengjanlegan sannleika. Einnig segir hún í kærunni: „Ekki þarf að fara mörgum orð- um um það hvílíkan sársauka og þjáningu það veldur heilum þjóð- félagshópi, samkynhneigðum og börnum þeirra, sem skipta hundr- uðum hér á landi, að mega þola slíkar staðhæfingar opinberlega, nema hlutur þeirra verði réttur með málsókn ákæruvaldsins og refsingu.“ Samtökin ’78 kæra Gunnar í Krossinum „ÞAÐ er bæði eðlilegt og sjálfsagt að íslensk stjórnvöld hugi að svona viðbragðsáætlun á sambærilegan hátt og er að ryðja sér til rúms í löndum í kring- um okkur,“ segir Guðjón Rún- arsson, fram- kvæmdastjóri Sambands banka og verðbréfafyr- irtækja, um sam- komulag ráðu- neyta, Seðla- banka og Fjármálaeftirlits um samráð og viðbúnað við hugsan- legum áföllum í fjármálakerfinu. Guðjón tekur fram að honum hafi ekki gefist færi á að skoða í ein- stökum atriðum þær tillögur sem starfshópur hefur sett fram um við- búnaðinn. Samtökin eigi eftir að skoða einstaka þætti og útfærsluna betur áður hægt sé að segja til um hvort bent verði á einhver atriði sem betur megi fara. Eðlilegt að huga að viðbragðsáætlun Guðjón Rúnarsson MILDI þykir að ekki skuli hafa farið verr þegar Þórir Tryggva- son skíðamaður varð undir snjó- flóði í frönsku ölpunum í Aust- urríki á miðvikudaginn. Að sögn Þóris var hann í fimm manna hópi sem hafði farið á skíðunum út fyr- ir merkta leið. „Við vorum að fara á svæði sem ekki hafði verið skíðað á þegar leiðsögumaðurinn og ég fórum yfir snjófleka. Fyrr en varði var flekinn farinn af stað,“ sagði Þórir sem telur að flóðið hafi verið um 40 metrar á breidd og á milli eins og tveggja metra djúpt. Þórir segist hafa farið á kaf í flóðið en fljótlega náð að komast upp úr því. Honum hafi ekki orðið meint af og því haldið leið sinni áfram, en fylgdarfólk hans slapp allt við flóðið. Spurður hvort at- vikið hefði dregið úr skíðaáhuga hans sagði Þórir svo ekki vera, þetta væri í annað skiptið sem hann væri á skíðum á þessum stað og sagðist hiklaust vilja fara aftur þrátt fyrir þessa reynslu. Íslenskur skíða- maður lenti í snjó- flóði í Ölpunum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ný sending Léttar úlpur og stuttfrakkar Sportlegir jakkar, pils og kvartbuxur Hörbuxur Hörjakkar Hörblússur Laugavegi 84 • sími 551 0756 Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 NÝIR LITIR AÐEINS ÞESSA EINU HELGI! Perlan - Sími: 562 0200 - Fax: 562 0207 - perlan@perlan.is 9.-12. mars Sjávarréttahlaðborð PERLUNNAR Sjávarréttahlaðborð Perlunnar er einstakt tækifæri til að upplifa nýjungar í matargerð ólíklegustu skelfisk og fisktegunda. Margverðlaunaðir matreiðslu- meistarar Perlunnar útbúa yfir 30 tegundir heitra og kaldra fiskrétta. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi. Verð aðeins: 4.790 kr. Fyrir mat kynnir Globus gæðavín frá Ítalíu. Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Sigurstjarnan Opið virka kl. 11-18 virka dag, kl. 11-15 laugardaga, einnig sunnudaginn 12. mars kl. 13-16 Ekta pelsar og úlpur - Stór númer 50-60% afsláttur Allir lampar 50% - Gjafavörur 30-50% - Rúmteppi 40% - Perlujakkar og sjöl 70% - Kjólar 50% Risaútsalan er hafin Dagana 6.-11. mars heldur Skóvinnustofa Sigurbjörns upp á það að liðin eru 50 ár frá stofnun fyrirtækisins Af því tilefni er þessa daga veittur 50% afsláttur af sólningum og hælaviðgerðum og 20% afsláttur af öllum öðrum viðgerðum. Einnig er gefinn 20% afsláttur af allri söluvöru. Skóvinnustofa Sigurbjörns Austurveri, Háaleitisbraut 68. 50 ára Ath. Við bjóðum upp á 352 tegundir af skóreimum, 123 liti af skóáburði, 18 tegundum af leppum og viðhaldsvörur í miklu úrvali. H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 FULL BÚÐ AF FALLEGUM VÖRUM Mörkinni 6, sími 588 5518. • Stuttkápur • Leðurjakkar • Vattjakkar • Rúskinnsjakkar • Heilsársúlpur • Hattar og húfur Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Ný sending af flottum gallabuxum Frábær buxnasnið Laugavegur 63 • S: 551 4422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.