Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 12
VEIÐI á línu fyrir utan Vestfirði
hefur dottið niður í vikunni eftir
gott fiskirí undanfarna tvo mánuði.
Skipstjórar segja að töluvert af
loðnu sé á miðunum, en þegar svo
háttar hefur þorskurinn nægt æti
og bítur því síður á króka línunnar.
Friðbjörn Elíasson, skipstjóri á
Sigga Þorsteins, sem gerður er út
með beitningarvél á línu frá Flat-
eyri, segir að botninn hafi alveg
dottið úr fiskiríinu í byrjun vik-
unnar. „Þorskurinn hverfur um leið
og lykt fer að finnast af loðnunni.
Maður sér eitthvað af fiski með
loðnu í maganum fyrstu dagana, en
eftir það lítur hann ekki við lín-
unni.“
Siggi Þorsteins er nú við veiðar á
Eldeyjarbanka og segir Friðbjörn
að það eina í stöðunni hafi verið að
flýja loðnuna suður eftir. „En við
fögnum að sjálfsögðu komu loðn-
unnar þrátt fyrir tímabundinn afla-
brest. Þorskurinn gefur sig líklega
aftur eftir tvær til þrjár vikur og er
þá í betri holdum eftir veisluna,“
segir Friðbjörn.
Dagróðrabátar með línu hafa fáir
farið á sjó sökum brælu í vikunni.
Þeir, sem Morgunblaðið náði tali af,
sögðu að fiskiríð hefði minnkað, far-
ið úr 200 kg á bala niður í 100 kg,
en þeir töldu að minna væri af
loðnu nær landi en dýpra þar sem
beitningarvélabátarnir leggja.
Óvíst hvort um
vesturgöngu sé að ræða
Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræð-
ingur hjá Hafrannsóknarstofnun,
segir óvíst hvort um vesturgöngu
sé að ræða og að ekki sé hægt að
útiloka að um leifar suðurgöngunn-
ar sé nú komin norður fyrir Vest-
firði.
„Við höfum einhverjar fregnir af
loðnutorfum, en eins og sakir
standa þá liggja engar mælingar
fyrir og engin loðnuskip hafa verið
á miðunum, þannig ómöglegt er að
meta hvort um eitthvað magn sé að
ræða.
Nótaskipið Björg Jónsdóttir er
væntanlegt á miðin í dag og þá
fáum við vonandi frekari upplýs-
ingar um magnið og hvaðan loðnan
er komin,“ sagði Þorsteinn.
Loðna á Vest-
fjarðamiðum
Gefur sig ekki Veiðar á línu hafa snarminnkað út af Vestfjörðum.
Veiði á línu snarminnkað í kjölfarið
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
12 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á svörtum
vængjum
inn í ljósið
á morgun
ÚR VERINU
ÞESSI hressi árgangur úr Gaggó
Aust hefur hist mánaðarlega í há-
deginu undanfarin ár. Hópurinn
skipuleggur nú landsafmælis-
fagnað í Súlnasal Hótel Sögu hinn
13. maí nk. sem ætlaður er öllum
landsmönnum sem fagna 70 ára af-
mæli sínu á árinu.
Að sögn Jóns Kristins Óskarsson
eru samkvæmt þjóðskrá um 1.800
Íslendingar fæddir árið 1936 og því
megi búast við stórfenglegri veislu
ef vel takist til með þátttöku og all-
ir mæta með maka. Segir hann fólk
þegar byrjað að tilkynna þátttöku
sína og þannig viti hann af ein-
staklingum er búa í Bandaríkjunum
og Danmörku sem ætli að skreppa
heim til að taka þátt í hátíðahöld-
unum.
Aðspurður segir Jón rokkið
verða í aðalhlutverki á fagnaðinum,
enda um að ræða rokk og ról-
kynslóðina sem ólst upp við Elvis-
sveifluna. Segir hann stefnt að mat-
arveislu, skemmtiatriðum og dansi,
auk þess sem Ragnar Bjarnason
muni skemmta á sinn einstæða hátt.
Áhugasömum er bent á að hafa sem
fyrst samband annaðhvort við Jón í
síma 895 6158 eða við Thelmu
Grímsdóttur í síma 897 1487 til þess
að tilkynna þátttöku sína.
Undirbúa landsafmælisfagnað
Morgunblaðið/RAX
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt Landspítala – háskóla-
sjúkrahús til að greiða hjúkrunar-
fræðingi, konu sem starfaði á
Landakotsspítala og Borgarspítal-
anum frá árinu 1988 til ársins 1997,
eða þar til hún fór í veikindaleyfi,
um 6,8 milljónir króna í bætur
vegna veikinda sem hlutust af
störfum á speglunardeildum spít-
alanna. Konan veiktist árið 1997 og
segir í dómi héraðsdóms að sannað
sé að veikindi hennar megi rekja til
notkunar efnisins glútaraldehýð,
sem notað er til hreinsunar áhalda.
Var spítalanum jafnframt gert að
greiða stefnanda þrjár milljónir
króna í málskostnað.
Konan gaf skýrslu fyrir dómi þar
sem hún segist aldrei hafa fengið
fyrirmæli um notkun glútaralde-
hýðs eða leiðbeiningar. Hún hafi
ekki vitað neitt um efnið, en síðar
áttað sig á því að það væri ertandi
þegar hún sem og aðrir starfsmenn
hafi fengi munnþurrk og höfuð-
verki. Þá benti hún á að ekki hafi
verið sérstök loftræsting á spegl-
unardeildinni á Landakoti og að-
eins hægt að opna glugga í góðu
veðri.
Fleiri hjúkrunarfræðingar gáfu
skýrslu fyrir dómi og sögðu allir að
þeir hefðu aldrei fengið leiðbein-
ingar um meðhöndlun efnisins.
Báru tveir þeirra við að hafa veikst
við störf á speglunardeild, s.s. feng-
ið höfuðverki, andþyngsli ásamt
þyngslum yfir höfði og andliti.
Kröfur um aðgæslu
Í greinargerð spítalans segir að
ekkert bendi til annars en að að-
stæður á Landakoti hafi verið í
samræmi við viðurkennd viðmið og
venjur. Fullyrt er að loftræsting
hafi verið fullnægjandi og sjáist
það best á því að magn glútaralde-
hýðs hafi aldrei mælst yfir hættu-
mörkum. Þá taldi stefndi rangt og
ósannað að meðhöndlun efna á
deildinni hafi ekki verið nægilega
varfærnisleg. Vinnureglum hafi
verið fylgt í hvívetna og meðhöndl-
unin hafi verið með því besta sem
þekkist og í samræmi við viður-
kenndar venjur.
Bar öðrum fremur að
vernda starfsfólk sitt
Jafnframt taldi stefndi að konan
hafi vanrækt að leita sér lækn-
isaðstoðar þegar tók að bera á ein-
kennum hjá henni og því verði að
gera ríkar kröfur til hennar um að-
gæslu.
Í niðurstöðu dómsins segir að
enginn vafi sé á því að glútaralde-
hýð geti valdið astma, snertiexemi
og slímhúðarbólgum í nefi auk þess
sem efnið valdi ertingu og almenn-
um óþægindum þar sem andrúms-
loft er mengað af efninu. Áður en
konan hóf störf á speglunardeild
árið 1988 hafi verið vakin athygli á
því í erlendum læknisfræðitímarit-
um að efnið gæti valdið astma og
því bar að umgangast efnið með
mikilli varúð og beita öllum til-
tækum ráðum til að komast hjá því
að vinnuumhverfi mengaðist af
völdum þess. Átti spítalanum að
vera þetta sérstaklega ljóst og bar
öðrum fremur að vernda starfsfólk
sitt gegn áhrifum efnisins.
Þá segir að ekki hafi komið fram
nein önnur skýring á veikindunum
og verði að leggja til grundvallar
að orsök þeirra sé notkun um-
rædds efnis á vinnustöðum kon-
unnar.
Dóminn kvað upp héraðsdómar-
inn Jón Finnbjörnsson ásamt með-
dómendunum Jakobi Kristinssyni
dósent og Sigurði Thorlacius dós-
ent.
Landspítali – háskólasjúkrahús dæmt í Hæstarétti til að
greiða hjúkrunarfræðingi 6,8 milljónir króna í bætur
Veiktist af störfum sín-
um á speglunardeild
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
átta mánaða fangelsisdóm Héraðs-
dóms Reykjaness yfir karlmanni á
þrítugsaldri fyrir vopnað rán í apríl
2005. Hæstarétti þótti hins vegar
ekki koma til álita að skilorðsbinda
refsinguna, en sex mánuðir voru
skilorðsbundnir í dómi héraðsdóms.
Ákærði játaði að hafa framið rán í
verslun í Kópavogi í félagi við annan
mann og ógnað starfsstúlku með
skrúfjárni, skipað henni að opna
sjóðsvél og úr henni tekið 35 þúsund
krónur. Hurfu mennirnir að því
loknu á braut á bifreið.
Brot ákærða er talið til þess fallið
að vekja verulegan ótta hjá starfs-
stúlkunni en í skýrslu frá henni kem-
ur fram að skrúfjárninu hafi verið ot-
að að maga hennar og ákærði hótað
að stinga ef sjóðsvélin yrði ekki opn-
uð. Hafi hann endurtekið þetta
þrisvar sinnum og hlaut stúlkan roða
á maga í gegnum bol og peysu. Hún
hafi jafnframt notið sálfræðiaðstoðar
þar sem hún var þjökuð af svefn-
truflunum eftir atburðinn.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg
Benediktsdóttir og Ólafur Börkur
Þorvaldsson. Sigríður J. Friðjóns-
dóttir saksóknari hjá ríkissaksókn-
ara flutti málið en verjandi ákærða
var Hilmar Ingimundarson hrl.
Átta mánaða fang-
elsi fyrir vopnað rán
Um vasabiljard, kvíða og
ljóð Gyrðis Elíassonar