Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 14
BRESKAR stórmarkaðskeðj-
ur standa frammi fyrir allsherj-
ar rannsókn þarlendra sam-
keppnisyfirvalda, en þar þykir
sumum stóru verslanakeðjurn-
ar of áhrifamiklar á breskum
matvörumarkaði.
Gagnrýnendur stóru keðj-
anna hafa sakað þær um að
flæma smærri samkeppnisaðila
af markaði.
Stofnun réttlátrar verslunar
(Office of Fair Trading, OFT)
hefur lýst því yfir að ákveðin
einkenni breska matvælamark-
aðarins gæfu tilefni til aðgerða
og benti á nokkur atriði sem
hugsanlega hefðu samkeppnis-
hamlandi áhrif. Skipulagsregl-
ur sem takmarka fjölda versl-
ana á mörgum svæðum gera
nýjum verslunum erfitt fyrir að
opna, en á sama tíma hefðu
stóru keðjurnar úr miklu land-
flæmi að moða. Þetta, ásamt
öðru, styrkti stöðu stóru keðj-
anna á kostnað heilbrigðrar
samkeppni.
Verslana-
keðjur í
Bretlandi
undir
smásjá
14 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
- .
/0
,
,
12 3
456
,
,
757
896
,
,
896 :;'
-
,
,
<736 4#= >#
,
,
%&
'
() )
5?$& *# @ ;'!
5'
? ;'!
5$# *# @ ;'!
A& *# @ ;'!
4+B ;'!
1C *# @ ;'!
1+ *# @ ;'!
;'!
: @D+ A ;'!
:+ ;'!
C ;'!
9
;'!
9#? 1;# ;'!
$ EA F 1F'! ;'!
G ;'!
*
+ 5&# *# @ ;'!
1 ;'!
A * ;'!
@ ;'!
<?
? *# @ ;'!
-H;
;'!
0I1 5$$? 0
$#
2J+++$ ;'!
( $ ;'!
, -
"%%
1
3J' ;'!
F$ 'K+ &'!
"
. / <73L
$
&!&
E
E
E
E
E
E
E
E
A
J$+ 'F
'J &!&
E E
E
E
E E
E
E E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E M ,N
M E ,N
M ,N
M E,N
M E,N
M ,N
E
M E,N
E
E
M E ,N
E
M ,N
M E,N
M ,N
M ,N
E
M ,N
E
E
E
E
E
E
E
E
M E,N
&@$
+
2# # +
: @
!! !
! ! !
!
!
!! !
!
! !
!
E
!
!
! ! E
! E
!
! ! E
E
E
!
(@$ DB! !
52! O 5$; + $ 1
&@$
E
E
E
E
E
E
ÖLLUM starfsmönnum Íslands-
banka, jafnt hér á landi sem erlend-
is, alls um 1.200 að tölu, hefur verið
boðið til samkomu í Háskólabíói
síðdegis á morgun. Samkvæmt upp-
lýsingum blaðsins verða breytingar
boðaðar á ímynd og skipulagi bank-
ans en talsmaður bankans harðneit-
aði þeim orðrómi að fundurinn
tengdist breyttu eignarhaldi. Aðrar
upplýsingar fengust ekki frá bank-
anum.
Vegfarendur veittu því athygli í
gær að merki bankans hafði verið
fjarlægt utan af höfuðstöðvum Ís-
landsbanka við Kirkjusand og af
mörgum útibúum. Af því má ráða
að hið minnsta eigi að skipta um
merki.
Starfsmenn
Íslands-
banka boð-
aðir á fund
Merki bankans fjarlægð
utan af byggingum
● VÖRUINNFLUTNINGUR nam 22
milljörðum króna í febrúar, sem er
um 3,5 milljörðum minna en inn-
flutningur síðasta mánaðar. Kemur
þetta fram í vefriti fjármálaráðu-
neytisins, en niðurstöðurnar eru
byggðar á bráðabirgðatölum á inn-
heimtu virðisaukaskatts.
Reynast bráðabirgðatölurnar
réttar hefur staðvirtur vöruinnflutn-
ingur aukist um 23% síðustu tólf
mánuði en um 32% ef horft er til
12 mánaða breytingar ársfjórð-
ungsmeðaltals. Meginskýringin á
minni innflutningi frá fyrri mánuði
er sagður minni innflutningur á
eldsneyti en slíkur innflutningur
sveiflast jafnan mikið milli mán-
aða.
Í fréttabréfinu segir að athygli
veki að bílainnflutningur tekur
kipp upp á við á ný. Mánaðarlegur
innflutningur fólksbíla hefur verið
mikill en stöðugur síðustu mánuði
en eykst nokkuð í febrúarmánuði. Í
ljósi gengislækkana síðustu vikna
megi þó gera ráð fyrir að eitthvað
fari að slá á mikinn bílainnflutning
á næstunni.
Flutt inn fyrir
22 milljarða í febrúar
FYRIRTÆKINU Stjörnu-Odda,
sem þróar og framleiðir mælitæki
sem hægt er að setja á fiska, var í gær
veitt Nýsköpunarverðlaun Rannís og
Útflutningsráðs. Verðlaunin hafa ver-
ið veitt árlega frá árinu 1994, en við
mat á því hvaða fyrirtæki eigi verð-
launin skilin er horft til þess hvort um
sé að ræða nýtt sprotafyrirtæki,
hvort það sé byggt á nýskapandi
tækni og hugmynd og hvort það sé
kröfuhart á þekkingu. Þá er lagt mat
á virðisauka afurða.
Stjörnu-Oddi var stofnað árið 1985,
en á árinu 2004 velti fyrirtækið 104
milljónum króna, þar sem um 90%
teknanna komu erlendis frá. Starfs-
menn eru í dag tólf talsins og er ráð-
gert að fjölga þeim í 15 á árinu. Vörur
félagsins hafa verið fluttar til 45
landa, en félagið hefur notið stuðn-
ings Rannís við rannsóknir og Út-
flutningsráðs við markaðsverkefni.
Stjörnu-Oddi fær
nýsköpunarverðlaun
Morgunblaðið/Ásdís
Nýsköpun Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra afhenti hjónunum
Sigmari Guðbjörnssyni og Jóhönnu Ástvaldsdóttur, eigendum Stjörnu-
Odda, nýsköpunarverðlaunin í gær.
● ÖSSUR hefur greint frá áætlunum
um endurskipulagningu á hluta af
starfsemi félagsins í Norður-
Ameríku. Endurskipulagningin er
þáttur í samþættingaráætlun félags-
ins í kjölfar kaupanna á stuðnings-
tækjafyrirtækjunum Royce Medical
og Innovation Sports í Bandaríkj-
unum.
Í kjölfar endurskipulagningarinnar
verður starfsmönnum Össurar í
Norður-Ameríku fækkað um um það
bil 80. Lögð er áhersla á að veita frá-
farandi starfsmönnum stuðning við
umbreytingarnar, meðal annars í
formi faglegrar ráðgjafar um starfs-
skipti.
Gert er ráð fyrir að samþætting og
endurskipulagning skili rekstr-
arhagræði frá árinu 2007.
Össur fækkar fólki í
Bandaríkjunum
● HLUTABRÉF breska lággjalda-
flugfélagsins easyJet lækkuðu í
verði í dag. Nam lækkunin 9,75
pensum og var gengið 370 pens
við lok viðskipta. Í Vegvísi Lands-
bankans er vísað til fréttar frá
Finsbury í dag um að bréfin hafi
lækkað eftir að Merrill Lynch ráð-
lagði fjárfestum að hafa varann á í
viðskiptum með bréfin vegna þess
að félagið væri óbeint í tengslum
við bankakerfið á Íslandi, sem að
sögn Merrill Lynch er viðkvæmt
um þessar mundir.
FL Group á um 16,5% hlut í
easyJet en Landsbankinn og Kaup-
þing eiga meirihluta bréfa í FL
Group.
Gengi easyJet
lækkar
HAGNAÐUR HB Granda hf. á síðasta ári nam 547
milljónum króna, en var 994 milljónir árið áður.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 1.633
milljónir króna eða 15,1% af rekstrartekjum, en var
1.548 milljónir króna árið áður.
Rekstrartekjur fyrirtækisins árið 2005 námu um
10,9 milljörðum króna, samanborið við 9,3 milljarða
árið áður. Í tilkynningu segir að þessi vöxtur um
16,5% skýrist einkum af tilkomu nýrra skipa í flotann.
Þá hafi árangur af loðnuvertíð verið betri en árið áður
og auknar tekjur fengist við vinnslu uppsjávarfisks til
manneldis. Loks hafi afurðaverð í erlendri mynt
hækkað. Þessir þættir hafi gert betur en að vega upp
neikvæð áhrif af slæmri úthafskarfavertíð, lélegri grá-
lúðuveiði og síðast en ekki síst háu gengi íslensku
krónunnar.
Heildarafli um 300 þús. tonn
Heildareignir félagsins námu um 29,3 milljörðum
króna í lok árs 2005. Í árslok nam eigið fé 10,3 millj-
örðum króna og eiginfjárhlutfall var 35,2%, en það var
einnig 35,2% í lok árs 2004. Heildarskuldir félagsins
voru í árslok 18.971 mkr.
Skipastóll HB Granda hf. samanstendur af 5 frysti-
togurum, 4 ísfisktogurum, 5 uppsjávarskipum og einu
uppsjávarfrystiskipi. Á árinu 2005 var heildarafli skipa
félagsins 295 þúsund tonn, þar af botnfiskur 51 þúsund
tonn og uppsjávarfiskur 244 þúsund tonn.
HB Grandi skilar 547
milljóna hagnaði
VILJI ER hjá stjórnendum
Tryggingamiðstöðvarinnar til að
halda áfram fjárfestingum erlendis
og nýta þá þekkingu sem býr hjá
þeim félögum sem fjárfest er í til
að styrkja enn frekar kjarnastarf-
semi Tryggingamiðstöðvarinnar.
Var þetta meðal þess sem fram
kom í máli Óskars Magnússonar,
forstjóra TM, á aðalfundi félagsins
í gær.
Sagði Óskar að á síðasta ári
hefði markvisst verið unnið að því
að dreifa fjárfestingum félagsins
og þannig dreifa áhættunni sem
slíkum fjárfestingum fylgir. Þann-
ig á TM 23% hlut í sænska trygg-
inga- og fjármálafyrirtækinu Invik
og í síðasta mánuði voru keypt
9,77% í norska tryggingafélaginu
Nemi.
Óskar vék að þeim halla sem
varð á vátryggingarekstri fyrir-
tækisins á síðasta ári, en 481 millj-
ónar króna tap varð á honum.
Sagði hann það öllum ljóst að það
væri með öllu óviðunandi að þessi
grunnstarfsemi væri rekin með
tapi. „Meginmarkmið á yfirstand-
andi ári er að snúa þessari þróun
við og ná hagnaði af vátrygginga-
starfseminni. Það er nauðsynlegt
að sú starfsemi skili viðunandi arð-
semi svo hagur félagsins þurfi ekki
að byggjast á sveiflukenndum fjár-
málamarkaði,“ sagði Óskar.
Morgunblaðið/Kristinn
Trygginga-
miðstöðin
stefnir út
NOKKUÐ var fjallað um málefni
íslensku krónunnar og skýrslu
Merrill Lynch um íslenska fjár-
málakerfið í erlendum miðlum í
gær. Í grein danska blaðsins Bør-
sen var skýrslunni líkt við fjár-
hagslegan jarðskjálfta og hafði
blaðið það eftir viðmælendum á ís-
lenskum fjármálamarkaði að
skýrslan væri þar kölluð „Svarta
skýrslan“.
Í grein norska blaðsins Dagens
Næringsliv sagði að miklar fjár-
festingar bankanna í útlöndum
hefðu valdið áhyggjum hjá fjár-
festum um það hvort bankarnir
myndu geta staðið undir fjárhags-
legum skuldbindingum sínum, sem
margar væru til skamms tíma.
Í grein á bandaríska fréttavefn-
um Bloomberg um hreyfingar á
gjaldeyrismarkaði var tekið fram
að íslenska krónan og simbabveski
dollarinn væru þeir gjaldmiðlar
sem mest hefðu fallið í verði gagn-
vart bandaríkjadal á árinu.
Íslenska krónan lækkar mest
● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í
Kauphöll Íslands í gær. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 0,41% og var
6.271 stig við lok markaðar. Við-
skipti með hlutabréf námu 13,6 millj-
örðum króna, þar af 5,8 milljörðum
með bréf Actavis. Bréf FL Group
hækkuðu um 2,82%, bréf Granda
hækkuðu um 2,3% og bréf Össurar
um 0,9%. Bréf Flögu lækkuðu um
6,23%, bréf Alfesca um 2,81% og
bréf Landsbankans um 2,17%.
Hlutabréf lækka