Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 21 MINN STAÐUR PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Calsium eap Kalk sem nýtist Reykjanesbær | Sverrir Sverrisson ehf. og Elías Georgsson hafa keypt Miðland ehf. af Húsagerðinni hf. í Keflavík. Liðlega 50 hektarar lands á svonefndu Neðra-Nikkelsvæði í Njarðvík er eina eign þessa félags. Þar verður byggt Hlíðahverfi, íþróttasvæði Reykjanesbæjar og fleira. Neðra-Nikkelsvæðið er gamalt ol- íubirgðasvæði sem varnarliðið er fyrir löngu hætt að nota. Því var skilað til íslenskra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, að lokinni hreinsun. Landið er miðsvæðis í Reykja- nesbæ, á milli byggðarinnar í Kefla- vík og Ytri-Njarðvík. Húsagerðin eignaðist landið eftir útboð ríkisins á því. Búið er að skipuleggja hluta landsins fyrir íbúðahverfi sem nefnt hefur verið Hlíðahverfi. Elías Georgsson, annar eigandi landsins, segir að þar verði blönduð byggð í sérbýli og fjölbýli. Hann segir stefnt að því að selja lóðirnar með vorinu. Fram kemur hjá honum að mikill áhugi er fyrir þessum stað og telur hann að þær muni ganga út á stuttum tíma. „Við keyptum þetta land til að skila því til Suðurnesjamanna á ný. Við mun- um því reyna að úthluta sem flest- um lóðum til einstaklinga,“ segir Elías. Verðmætt land Hluti landsins fer undir Borga- braut og veghelgunarsvæði en hún er ný stofnbraut til Reykjanesbæjar frá Reykjanesbraut og Reykjanes- bær hefur tekið hluta landsins undir framtíðaríþróttasvæði Reykjanes- bæjar. Þá er eftir spilda sem unnt er að úthluta sem íbúðahverfi og loks land meðfram Reykjanesbraut sem ekki hefur verið ráðstafað. Hluti þess telst til helgunarsvæðis Keflavíkurflugvallar vegna hljóð- vistar. Elías segir líklegt að unnt verði að taka það í notkun í framtíð- inni, meðal annars fyrir þjónustu- starfsemi, og vinnur hann að því. Telur hann að þetta land og stað- setning þess gefi mikla möguleika í framtíðinni og geti orðið gífurlega verðmætt. Kaupverð landsins er ekki gefið upp. Gefur mikla mögu- leika í framtíðinni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Byggt Vonast er til að úthlutun lóða hefjist í Hlíðahverfi með vorinu. SUÐURNES Reykjanesbær | Nærri því 40% þeirra sem að undanförnu hafa fengið einbýlishúsalóðir í Reykjanesbæ eru búsettir utan bæjarins og hyggjast flytja þangað. Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar. Af þeim 223 einbýlishúsalóð- um sem úthlutað hefur verið að undanförnu gengu 88 til fólks sem nú er búsett utan bæjar- ins. Flestir þeirra koma úr Reykjavík. Annars koma lóðar- hafar víða að, m.a. frá Dan- mörku, Lúxemborg, Garðabæ, Kópavogi, Garði, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Sandgerði, Vest- mannaeyjum, Vogum, Álfta- nesi, Bakkafirði, Blönduósi, Ár- borg, Akureyri, Dalvík og Neskaupstað. 40% lóðar- hafa eru að- komumenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.