Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 22

Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINN STAÐUR AUSTURLAND Höfn | Nú virðast fyrstu grágæsirnar vera að koma til landsins. Á vefnum fuglar.is, vefsvæði Félags fuglaáhugamanna á Hornafirði, segir að á þriðjudagsmorgun hafi 16–18 fuglar sést koma í oddaflugi úr suðaustri yfir Höfn og fréttir frá því á mánudag greindu frá því að 45–50 gæsir hefðu sést fljúga út Eyjafjörð í oddaflugi. Síðust þrjú ár hafa fyrstu gæsirnar komið í fyrstu viku mars og er þetta því eðlilegur tími fyrir fyrstu fuglana. Fyrstu grágæs- irnar að koma HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Rölt með ruslatunnu | Sumarið 2003 ferðaðist þýskur ferðalangur, Dirk West- phal, um landið. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann ferðaðist fótgangandi með farangurinn sinn í ruslatunnu. Tunnuna fékk hann á Seyð- isfirði og var hún rækilega merkt Seyð- isfjarðarhöfn og með skjaldarmerki Seyð- isfjarðar. Dirk er nú staddur á Seyðisfirði ásamt kærustu sinni, Juliu Fritsche, og í fyrradag rifjaði hann upp kynni sín af ruslatunnunni og kynnti hana fyrir nýrri tunnu sem hann hefur meðal annars gengið með um Marokkó, Króatíu, Spán og Þýska- land. Frá þessu segir á Seyðisfjarð- arvefnum. Egilsstaðir | Samtök sykursjúkra halda fræðslufund fyrir sykursjúka og aðstand- endur þeirra laugardaginn 11. mars. kl. 14, í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Austur- lands (HSA) við Lagarás. Gengið er inn hjá sjúkraþjálfun. Allir sem hafa áhuga á að koma eru vel- komnir, jafnt þeir sem eru sykursjúkir og heilbrigðir. Á fundinum verður m.a. fjallað um félagið sjálft, blóðsykurstjórnun og sykursýki, mataræði og boðið verður upp á ókeypis blóðsykurmælingar. Samtök sykursjúkra á Egilsstöðum Djúpivogur | „Flugstöðin á Egils- stöðum er sprungin og ég hef falið flugmálastjóra að kanna hvernig koma má framkvæmdum við stækkun hennar sem fyrst af stað,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á aðalfundi Ferðamálasamtaka Austurlands, sem haldinn var á Djúpavogi í fyrradag. Sagði samgönguráð- herra að í ljósi þess að millilanda- flugumferð um Egilsstaðaflugvöll hefði aukist mjög, kallaði það á betri aðstöðu fyrir farþega, eink- um þá sem kæmu erlendis frá. Að- staða til vegabréfaeftirlits og toll- skoðunar þætti jafnframt ekki fullnægjandi. Framkvæmdir vegna stækkunar flugstöðvar myndu hefjast á þessu ári en ekki ferðamannanna voru erlendir. Gistinætur töldust 560 þúsund og má sjá á rannsókninni að Íslend- ingar velja fremur gistingu í Múlasýslum en útlendingar kjósa að gista á sunnanverðu Austur- landi. Þá kom fram hjá Rögnvaldi að erfitt virðist að lengja ferða- mannatímann umfram hina hefð- bundnu þrjá sumarmánuði. Fundur Ferðamálasamtaka Austurlands var vel sóttur og líta ferðaþjónustuaðilar á svæðinu björtum augum til framtíðar. hefur hlotið sérstök verðlaun fyrir góða hönnun. Rögnvaldur Guð- mundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf kynnti nýja og viðamikla ferðamannakönnun sem gerð var fyrir Ferðamálasamtökin á síðasta sumri. 6.000 erlendir ferðamenn og 1.200 Íslendingar voru þar spurðir ýmissa gagnlegra spurn- inga og kom m.a. fram að um 190 þúsund ferðamenn sóttu lands- hlutann heim í fyrra og vörðu um 4 milljónum króna á svæðinu frá Bakkafirði að Skaftafelli. 60% væri hægt að segja til um hvenær þeim lyki. Flugumferð um Egilsstaðaflug- völl hefur tvöfaldast frá árinu 2002, m.v. í fyrra og á milli 150 og 200 flugvélar lenda þar í hverjum mánuði. 20 ára ferðamálastarf Ferðamálasamtök Austurlands hafa nú starfað í tuttugu ár sam- fleytt og kom fram í máli for- manns þeirra, Stefáns Stefánsson- ar, að liðið ár hefði verið sérstaklega starfssamt hjá sam- tökunum og þau unnið að mörgum metnaðarfullum verkefnum. Kynntur var nýr ferðaþjónustu- vefur fyrir Austurland, www.east.- is, ásamt margmiðlunardiski, sem Flugstöðin á Egilsstöðum verður stækkuð Morgunblaðið/Andrés Skúlason Upplýst um stækkun flugstöðvar Ferðamálasamtök Austurlands greindu frá stöðu ferðamála í fjórðungnum á aðalfundi sínum í vikunni. á Reyðarfirði, í húsakynnum Félagslundar. Það hús hefur einnig farið í stranga upp- herslu og búið að setja þar inn hallandi gólf og bíóbekki frá gamla Laugarársbíói í Reykjavík. Húsið verður einnig nýtt fyrir leiksýningar og fundahöld. Bræður og systur ehf. var upphaflega stofnað árið 1999 og er eftir nokkur eig- endaskipti nú í eigu Egils Guðna Jónssonar. Auk Valhallar og Félagslundar leigir félagið Hótel Tanga á Vopnafirði, keypti á dögunum KK matvæli á Reyðarfirði og er nýbúið að gera samning um rekstur á matsölu Hótels Reyðarfjarðar. Eskifjörður | „Menn ganga nú inn í gerbreytt hús,“ segir Baldvin Samúelsson, fram- kvæmdastjóri Bræðra og systra ehf., sem opnuðu Valhöll á Eskifirði nýlega eftir gagn- gerar endurbætur. Baldvin segir húsið orðið hið glæsilegasta og kostnað vegna endurbóta hlaupa á tæpum tíu milljónum. Húsið verði rekið í sama dúr og áður, utan að pítsastaður hættir, en í stað hans komi faglærðir kokkar og þjónar í vinnu á góðu helgarveitingahúsi, þar sem menn geti komið í þriggja rétta kvöldverð og haft það huggulegt. Bræður og systur standa í fleiri stórvirkj- um, en nú hillir undir opnun kvikmyndahúss Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Í endurbættri Valhöll F.v. Baldvin Sam- úelsson frkvstj., Egill Jónsson forstjóri og Þorleifur J. Guðjónsson yfirmatreiðslumaður. Félagsheimilin í uppherslu Seltjarnarnes | Seltjarnarnes- bær hefur endurnýjað samn- ing við öryggisgæslufyrirtæk- ið Securitas um framhald hverfagæsluverkefnis sem hófst í október á síðasta ári. Verkefnið hefur að sögn Jón- mundar Guðmarssonar, bæj- arstjóra Seltjarnarness, mælst mjög vel fyrir í bæjarfélaginu og þykir ljóst að ávinningur íbúa af því sé umtalsverður. Meginmarkmið verkefnis- ins, sem hófst í október á síð- asta ári, er að sporna gegn innbrotum og skemmdarverk- um í bænum. „Segja má að það hafi tekist, þar sem engin innbrot hafa verið skráð í bæj- arfélaginu frá upphafi hverf- agæslunnar samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu,“ segir Jónmundur. „Í fjölmennri við- horfskönnun sem gerð var meðal Seltirninga um hverf- agæsluna í janúar, reyndist yf- irgnæfandi meirihluti að- spurðra, eða 96%, fylgjandi því að framhald verði á hverf- agæslu.“ Hverfagæsla er hugsuð sem stuðningur bæjarfélagsins við störf lögreglunnar en hún felst í því að bílar frá öryggisgæslu- fyrirtækinu aka um hverfi bæjarins eftir ákveðnu skipu- lagi og líta eftir eignum bæj- arbúa. Bílarnir eru sérmerktir hverfagæslu og því fer ekki á milli mála hvert erindi þeirra er. Hverfa- gæsla áfram á NesinuSeltjarnarnes | Nemendur Brynju Dagmarar Matthíasdóttur, stærð- fræðikennara við Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi, stóðu sig svo sannarlega eins og hetjur í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda sem fram fór á dögunum. Árni Freyr Gunnarsson bar sigur úr býtum, Tryggvi Ragn- arsson varð í 4. sæti og Vilborg Guð- jónsdóttir í 8. sæti af rúmlega hundr- að 10. bekkingum frá átta þátttökuskólum. Öll eru þau nem- endur í sama bekk, 10. ÞHM, og njóta leiðsagnar Brynju Dagmarar í stærðfræðinni. Þá varð systir Vil- borgar, Aðalheiður Guðjónsdóttir, í 4. sæti í keppninni fyrir 8. bekk. Stærðfræðikeppni grunnskóla- nemenda hefur verið haldin und- anfarin fjögur ár í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir átta grunnskóla í mið- og vesturbæ Reykjavíkur. Verkefni keppninnar eru samin af stærðfræðikennurum Flensborg- arskólans í Hafnarfirði. Valhúsaskóli átti 108 keppendur af þeim 288 sem þátt tóku að þessu sinni, en mikill áhugi var fyrir keppninni meðal nem- enda skólans. Áhugi og ástundun mikilvæg Árni Freyr er 14 ára og ári á und- an í skóla, en stærðfræðin hefur allt- af legið vel fyrir honum. „Mér hefur alltaf gengið mjög vel í stærðfræði,“ segir Árni, en hann hefur líka gaman af myndmennt og ensku. En hver er lykillinn að því að standa sig svona vel í stærðfræðinni? Árni segir vissulega nauðsynlegt að fylgjast vel með í tímum og æfa sig á dæmunum heima. „Þá er mjög mik- ilvægt að sýna áhuga á efninu og ekki gefa sér fyrirfram að stærðfræðin sé leiðinleg eða erfið,“ segir Árni, sem einnig spilar á píanó og æfir sig um einn og hálfan til tvo tíma á dag þeg- ar hann getur. „Við erum líka með frábæran kennara hér, en hún heitir Brynja Dagmar. Hún kenndi öllum krökkunum sem stóðu sig svona vel. Hún er mjög ströng og ákveðin í því að nemendur standi sig vel, svo mað- ur kann það sem hún er að kenna mjög vel. Ég held að henni takist líka ágætlega að vekja áhuga hjá nem- endum.“ Brynja Dagmar er þó ekki eini stærðfræðikennarinn í lífi Árna, því foreldrar hans byrjuðu að kenna honum dálitla stærðfræði þegar hann var aðeins fjögurra ára. Spurður hvert förinni sé heitið eft- ir að tíunda bekk lýkur segir Árni MH eða MR líklegast munu verða fyrir valinu, en hann á eftir að gera það upp við sig. Kveðst hann þá myndu vilja fara á náttúrufræði- braut. Hann hefur mikið velt fyrir sér framtíðinni en er enn algerlega óákveðinn um hvað blasir við sem ævistarf. Hann hefur líka skoðanir á skerðingu náms til stúdentsprófs. „Mér finnst það persónulega ekkert sniðugt að stytta námið til stúdents- prófs,“ segir Árni. „Það eru minni tækifæri til að læra, fólk lærir minna. Svo eru þetta skemmtilegustu ár ævi manns og ekkert gaman að stytta þau.“ Að þessum orðum slepptum kvaddi blaðamaður Árna, enda þurfti hann að fara að drífa sig heim með nýafhent viðurkenningarskjal sitt og gera sig kláran fyrir árshátíð skól- ans, sem fram fór í gærkvöldi, en þar hugðist hann skemmta sér vel. Klárir unglingar úr Valhúsaskóla stóðu sig vel í stærðfræðikeppni grunnskóla Kennarinn góður og strangur Stærðfræðikempur Tryggvi, Árni, Vilborg og Aðalheiður stóðu sig með stakri prýði í stærðfræðikeppni grunnskólanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.