Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 23 MINNSTAÐUR unglingageðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri og Heilsugæslustöðin á Akureyri, Skóla- og Fjölskyldudeild bæjarins taka þátt í rekstri og ráðgjöf vegna Skjaldar. Þær Soffía og Erla segja að um nýjung sé að ræða hvað varðar úrræði fyrir börn og ungmenni með geðraskanir, en aðdrag- andi þess að til stofnunar sérdeildarinnar kom má rekja til sívaxandi vanda langveikra barna og ung- linga með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, úr- ræði fyrir þann hóp í skólakerfinu hafi verið af skornum skammti. Áhersla er lögð á að vinna þverfaglega og þvert á stofnanir með því að sam- SKJÖLDUR, sem er sérdeild við Hlíðarskóla, var formlega tekin í notkun í gær. Um er að ræða nýtt úrræði sem ætlað er börnum og unglingum með geðraskanir og nú á fyrsta misserinu eru tveir nemendur við deildina. „Við leggjum mikið upp úr því að hafa heimilislegt andrúmsloft hérna,“ segja þær Soffía Pálmadóttir og Erla Hilmisdóttir, kennarar í Skildi. Skólinn er til húsa í Miðvík, á hlaðinu í Skjald- arvík í Hörgárbyggð, skammt norðan Akureyrar. Um áramót var lokið við viðamiklar endurbætur á húsinu, „sem var nánast í niðurníðslu,“ segir Soffía, en Fasteignir Akureyrar stóðu fyrir fram- kvæmdum á húsinu sem alls er um 180 fermetrar að stærð, á einni hæð. Þar eru m.a. fjórar skóla- stofur, aðstaða fyrir starfsfólk, gott eldhús og rúmgóð og björt stofa auk ganga og salerna og for- stofu. Heildarkostnaður við endurbætur var um 10 milljónir króna. Viðgerðum utanhúss var frestað til vors, nema hvað þak var lagfært og settur á það þakdúkur. Hlíðarskóli, sem er skammt ofan Skjaldarvíkur, starfrækir þessa nýju deild, Skjöld. Í Hlíðarskóla eru 15 drengir við nám, sem flestir eiga við hegð- unarerfiðleika að etja. Akureyrarbær, Barna- og þætta nauðsynlega þjónustu óháð því hver veitir hana. Markmiðið er að skapa sérhæft og hnitmið- að meðferðar- og kennsluúrræði þannig að nem- endum líði vel, þeir þroskist og nái árangri í námi. Fáir nemendur verða við nám í einu, mest fimm talsins. Þátttaka foreldra er mikilvæg í öllu starfi Skjaldar með barnið, enda þekkja þeir það best. Hver nemandi hefur sinn eigin umsjónarkennara sem kennir honum mest og heldur utan um hann og hans mál, en dvöl nemenda er háð þörfum og getu hvers og eins og því getur skólavistin orðið mislöng. Áhersla lögð á umhverfið í öllu skólastarfinu Úti í garði við Skjöld eru kanínur, þrjár alls í þar til gerðu kanínuhúsi, en þær Soffía og Erla segja að áhersla verði lögð á umhverfið í öllu skólastarfi. „Við sjáum fyrir okkur að hægt verði að nota sjóinn og fjöruna hér rétt framan við húsið mikið og eins hefur það gefið nemendum mikið að hugsa um kanínurnar. Vonandi getum við bætt við fleiri dýrum síðar,“ segja þær og horfa þá meðal annars til hestamennsku í því sambandi. Þá má nefna að almenn útivist, siglingar, náttúruskoðun og skógrækt verða fyrirferðarmikill hluti skóla- starfsins; kenna á nemendum að veita umhverfi sínu meiri athygli og læra af því. Skjöldur, sérdeild við Hlíðarskóla, tekin í notkun í Skjaldarvík Nýtt úrræði fyrir börn með alvarlegar geðraskanir Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kennsla og kanínubúsksapur Soffía Pálma- dóttir og Erla Hilmisdóttir, kennarar í Skildi. AKUREYRI Hádegistónleikar | Björn Steinar Sólbergsson organisti heldur hádeg- istónleika í Akureyrarkirkju á morg- un, laugardaginn 11. mars, kl. 12.00. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Johann Sebastian Bach og Jeh- an Alain. Tónleikar | Söngfélagið Sálubót heldur tónleika í Glerárkirkju á laugardag, 11. mars, kl. 16. Yf- irskrift þeirra er KEARA JAAN, en á tónleikunum verður eingöngu flutt tónlist eftir stjórnanda Sálubótar, Jaan Alavere. Fram koma auk Sálubótar Jan og Marika Alavere, Valmar Valjaots, Tarvo Nömm, Kaldo Kiis, Arnþór Þorsteinsson, börn úr 6. til 8. bekk Stórutjarnaskóla og fleiri. Sálubót starfar í Þingeyjarsýslu, meðlimir eru ríflega 40 talsins og búa flestir í Þingeyjarsveit og Fnjóskadal en nokkrir á Húsavík og Akureyri. Söngfélagið hefur starfað af krafti í bráðum 13 ár og lagt sitt af mörkum til blómlegs menningarlífs jafnt í sveitum sem þéttbýli norð- anlands.    Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. NÝTT Stakir jakkar, bolir, buxur og kápur fylgir hverri OROBLU vöru Kaupauki Kynningar á n‡ju vorvörunum frá OROBLU Föstudag, 10. mars kl. 13-17 á Selfossi. Föstudag, 10. mars kl. 14-18 í Keflavík. Laugardag, 11. mars kl. 12-16 í Kringlunni. Kynningar í Lyf og heilsu SLIPPURINN Akureyri ehf. hefur fest kaup á 50% hlutafjár í DNG ehf. á Akureyri. Seljandi er Vaki ehf. í Reykjavík og eru kaupin gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun sem ráð- gert er að ljúki fyrir lok mars- mánaðar. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að starfsemi DNG muni flytjast á athafnasvæði Slipps- ins. Starfsmenn DNG eru átta. „Það er alveg ljóst að mikil hagræðing er af því að reka þessi fyrirtæki með frekara samstarfi og þessi kaup auka möguleika DNG og Slippsins til verkefnaöflunar á breiðari vettvangi sem og víðtækari þjónustu, meðal annars til smærri báta,“ sagði Anton Benjamínsson, framkvæmd- stjóri Slippsins Akureyri ehf. í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrirtækið Mustad í Noregi á einnig 50% hlut í DNG en norska fyrirtækið er hvað þekktast fyrir búnað til línu- veiða. Anton bendir á að línu- veiðar fari vaxandi við Ísland og því sé spennandi að tengjast norska fyrirtækinu. Uppistaðan í framleiðslu DNG var lengi vel handfæra- vindurnar frægu en á síðustu árum hefur vægi annarrar vöru aukist í veltu fyrirtækisins Slippurinn kaupir helming í DNG HEILDARNIÐURSTAÐA árs- reikninga Akureyrarbæjar fyrir ár- ið 2005 er mun betri en fjárhags- áætlun gerði ráð fyrir. Í frétt frá bænum segir að fjárhagurinn sé traustur, rekstrarniðurstaða sam- stæðunnar jákvæð um ríflega 360 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 144,2 milljóna króna hagn- aði. Veltufé frá rekstri nemur tæp- um 1,7 milljörðum og eignir sveitar- félagsins eru bókfærðar á rúma 22 milljarða króna. Ársreikningar fyrir árið 2005 voru lagðir fram í bæjarráði í gær. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hann til umfjöllunar í bæj- arstjórn Akureyrar 21. mars og 4. apríl nk. Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitar- félaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatt- tekjum en í B-hluta eru fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar ein- ingar. „Rekstur Akureyrarbæjar gekk afar vel á árinu og er heildarnið- urstaða ársins betri en fjárhags- áætlun ársins gerði ráð fyrir og fjárhagurinn traustur. Rekstrarnið- urstaða samstæðunnar var jákvæð um ríflega 360 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 144,2 milljóna króna hagnaði á árinu. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 1.675 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 1.669,6 millj. kr. Fjárfestingar- hreyfingar námu samtals 2.179,5 millj. kr. Fjármögnunarhreyfingar námu samtals 523,1 millj. kr. Af- borgun langtímalána nam 587,1 millj. kr. en ný langtímalán námu 1.393,3 millj. kr. Hækkun á hand- bæru fé á árinu nam 13,2 millj. kr. og nam handbært fé sveitarfé- lagsins í árslok 1.502 millj. kr.“ seg- ir í frétt frá bænum. Heildarlaunagreiðslur án launa- tengdra gjalda hjá samstæðunni voru tæpir 4,4 milljarðar króna, stöðugildi voru að meðaltali 1.456 og þeim fjölgaði um 36 frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld sveit- arfélagsins í hlutfalli við rekstrar- tekjur þess voru 53,8%. Annar rekstrarkostnaður var 31% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveit- arfélagsins voru 290 þús. kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 608 þús. kr. á hvern íbúa. Árið 2004 voru skatttekjurnar 260 þús. kr. á hvern íbúa og heildartekjurnar 550 þús kr. Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins bókfærð- ar á 22.053,5 milljónir kr., þar af eru veltufjármunir 2.743,1 millj. kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyr- isskuldbindingum nema samkvæmt efnahagsreikningi 14.214,4 millj. kr., þar af eru skammtímaskuldir 2.553,4 millj. kr. Veltufjárhlutfallið er 1,07 í árslok, en var 1,29 árið áð- ur. Bókfært eigið fé nemur 7.839,2 millj. kr í árlok 36,0% af heildar- fjármagni, sama hlutfall og árið áð- ur. Niðurstaða ársreikninga Akureyrarbæjar um 220 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun Tekjuafgangur bæj- arins 360 milljónir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.