Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 27
MENNING
Omega 3-6-9
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Fjölómettaðar
fitusýrur
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
SÉRKENNI listrýmis hefur óneitanlega áhrif
á listaverk sem þar eru til sýnis og margt í
listinni hefur þar af leiðandi þróast í átt til
rýmisins þar sem listamenn vinna verk sín út
frá þeim sérkennum sem hvert rými hefur.
T.d. átti þýski myndlistarmaðurinn Joseph
Beuys það til, þegar hann var beðinn um að
vinna verk fyrir tiltekin rými eða staði, að
hugsa verkið út frá þörfum staðarins eða rým-
isins. Þetta er ekkert óalgeng hugsun hjá
listamönnum í dag hvort sem niðurstaðan
kunni að vega upp á móti sérkennum rýmisins
eða fylgja þeim eftir.
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir er ung
listakona sem virðist hugsa með þeim hætt-
inum. Hún sýnir nú rýmisinnsetningu sem
hún nefnir „Innar“ í Galleríi Dverg sem er
niðurgrafið kjallararými með lágri lofthæð
svo að meðalhár maður þarf að ganga hokinn í
baki. Það liggur því ljóst fyrir að sérkenni
rýmisins hafi undireins áhrif á sýningargesti
sem heimsækja galleríið. Til að byrja með
hefur Hanna smíðað lítið huggulegt rými inni
í galleríinu sem vegur upp á móti hráleika
„dvergsins“ og virkar eins og anddyri. Opnar
dyr vísa manni svo inn í rangala meðfram
anddyrinu um eilítið hráslagalegt umhverfi
sem leiðir mann innar í rýmið eða þangað til
maður stansar við aðrar opnar dyr sem þó eru
lokaðar fyrir umgang. Maður getur bara kíkt
gegn um göng og þar fyrir innan stendur
manneskja hálf út úr veggtjaldi og horfir frá
manni eða á hvað sem kann að vera hinum
megin við tjaldið. Í fyrstu er óvíst hvort þetta
sé gína eða raunveruleg manneskja, en and-
ardráttur og smá hreyfingar á fingrum sann-
færa mann að hér er um líf að ræða.
Hugmyndin um að eitthvað sé „innar“ get-
ur þýtt allmargt. Fyrir mitt leyti upplifði ég
rýmið mjög líkamlega. Þannig upplifir maður
reyndar rými almennt, en í innsetningu
Hönnu fannst mér ég ferðast dýpra inn í lík-
ama eða vitund þess og mín sjálfs um leið, líkt
og John Malkovich gerði í ógleymanlegri
kvikmynd Spike Jonze, Being John Malko-
vich.
Er sýningin virkilega vel af hendi leyst.
Rýmisgreindin til fyrirmyndar og listakon-
unni tekst að stækka „dverginn“ upp í óút-
skýranlega stærð. Þykir mér það aðdáun-
arvert hve mikið Hanna hefur lagt á sig fyrir
slíka neðanjarðarsýningu sem örfáir sjá og
mæli ég hiklaust með henni.
Óútskýranleg stærð
MYNDLIST
Gallerí Dvergur
Opið kl. 18–20 á laugardögum og sunnudögum.
Sýningu lýkur 12. mars.
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir
Innar í Galleríi Dverg.
Jón B.K. Ransu
TVEIR íslenskir listamenn, Anna
G. Torfadóttir og Sveinbjörg Hall-
grímsdóttir, taka nú þátt í sýning-
unni „Grafíski genabankinn –
Grafíkverkstæði Fjóns ásamt
gestum“, sem
stendur yfir í
listasafni Jo-
hannes Larsens
í Kerteminde á
Fjóni.
Grafíkverk-
stæði Fjóns
hafði frum-
kvæðið að sýn-
ingunni sem
var skipulögð í samvinnu við lista-
safn Johannes Larsens og Lista-
miðstöðina Silkeborg Bad, þar
sem sýningin var fyrst opnuð 19.
nóvember 2005. Alls sýna þarna
grafíkverk sín 122 listamenn, sem
allir eru félagar á Grafíkverkstæð-
inu, en það heldur upp á 30 ára af-
mæli sitt á þessu ári. Anna og
Sveinbjörg hafa starfað í Graf-
íkverkstæði Fjóns og eru þar fé-
lagsmenn.
Aðstandendur sýningarinnar
buðu einnig fjórum víðfrægum er-
lendum listamönnum verulegt sýn-
ingarrými á henni. Þetta eru am-
eríski popplistamaðurinn Jim
Dine, Þjóðverjinn Georg Baselitz,
Finninn Tuula Lehtinen og Jap-
aninn Kyoko Sakamoto.
Sýningunni var valið nafnið
Grafíski genabankinn, því hún
sýnir á margvíslegan hátt frjósem-
ina á grafíska akrinum í fortíð og
samtíð.
Sýningunni lýkur 2. apríl.
Grafíski
genabank-
inn á Fjóni