Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 32

Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Fallegt og mikið endurnýjað 122 fm einbýlishús á einni hæð á góðum stað í Hvera- gerði. Garðurinn er 1.250 fm með miklum gróðri, heitum potti og timburverönd. Húsið hefur verið gert upp að utan og innan. V. 21,9 m. 5313 Dynskógar - Hveragerði SAMTÖK verslunar og þjónustu hafa nú birt á heimasíðu sinni til- kynningu þess efnis að samtökin muni kæra íslenska ríkið fyrir ESA, vegna starfsemi komuversl- unar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Enn og aftur fara samtökin með rangfærslur og rugl en ítrekað hafa þau bent á að sala ríkisins á rafmagnstækjum og snyrtivörum sé í samkeppni við einkarekna verslun í landinu. Er það löngu orðið ljóst hverra er- inda samtökin ganga en ekki ljósara hver tilgangurinn er, því ekkert er skýrara en það að verslun þessi flyst úr landi, ef komuverslun verður lögð niður. Setjum okkur í spor farþega sem er á leið frá Kastrup flugvelli. Hann vantar ýmislegt smálegt, andlitsfarða, hárblásara og setjum okkur að farþegann langi hugsanlega að gleðja lítinn frænda og kaupa handa hon- um sætindi. Hvort ætli farþeginn kaupi vöruna á Kastrup, þar sem hún er allt að 50% ódýrari en hérlendis eða komi við í Kringlunni og taki vöruna þar? Þá telja samtökin að komuverslunin sé úrelt (annað segja notendur hennar!) og að hún skaði innlenda verslun (verslun fær- ist til annarra flug- valla augljóslega, en ekki inn í landið). Samtökin hafa sent Fjármálaráðuneytinu bréf þar sem þess er krafist að vöruúrval í komuverslun verði skert án tafar. Samtökin segjast ekki hafa fengið svör frá ráðuneytinu en skilaboð hafi borist um að unnið sé að reglugerð um málið. Fjár- málaráðherrann sjálfur hefur þó svarað því í fyrirspurnartíma á Al- þingi að ekki sé í bígerð að breyta neinu, hvað komuverslunina varð- ar. Þá er rétt að benda á að komu- verslanir hafa verið settar upp á flugvöllum víðsvegar um heiminn, í Noregi, Sviss, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Tyrklandi og á Indlandi svo eitthvað sé nefnt og því alls ekki um sérstöðu að ræða hér- lendis, heldur þekkjast komuversl- anir af sama tagi og hérlendis víða um heim. Tekjur af fríhafn- arrekstri eru afar mikilvægar fyr- ir áframhaldandi uppbyggingu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gerð- ar hafa verið metnaðarfullar áætl- anir um stækkun stöðvarinnar og áframhaldandi þróun auk þess sem á komandi mánuðum og árum mun þjónustuaðilum og verslunar- aðilum í einkarekstri fjölga í Flug- stöðinni. Ef komu- verslun verður skorin niður, munu fjölmarg- ir Suðurnesjamenn missa störf sín, álögur á flugfarþega aukast og taka af Flugstöð- inni tekjustofn sem hefur gert stjórn- endum kleift að bregðast við fjölgun flugfarþega og byggja upp öfluga og metn- aðarfulla þjónustu við flugfarþega og tryggja öryggi þeirra. Samtök verslunar og þjónustu hafa beint spjótum sínum að komuverslun í Flugstöðinni í langan tíma, birt greinar í blöðum, sent ráðu- neytum bréf, birt greinar á heimasíðu sinni og nú hóta þeir kærumálum á al- þjóðavettvangi. Þetta er gert með það að markmiði að slíta spón úr aski Flug- stöðvarinnar og telja samtökin aðild- arfélaga sína græða á því. Sannleikurinn er sá að barátta þeirra beinist eingöngu að neytendum, notendum og viðskiptavinum frí- hafnarverslunarinnar, sem hafa til margra ára notið þess að versla í komuverslun þegar þeir koma til landsins í stað þess að bera með sér varning sinn um langan veg. Barátta þeirra beinist einnig að öðrum flugfarþegum og ferðaþjónustu almennt, þar sem álögur á flugfarþega aukast tölu- vert, ef af breytingum verður. Ég trúi því og treysti að menn sjái að sér, slíðri vopn sín og láti af bar- áttu sinni gegn hagsmunum flug- farþega. Samtök verslunar og þjónustu ráðast enn og aftur gegn hags- munum flugfarþega og Suðurnesja Eysteinn Jónsson fjallar um Samtök verslunarinnar og baráttu þeirra gegn fríhöfninni í Keflavík ’Samtök versl-unar og þjónustu hafa beint spjót- um sínum að komuverslun í Flugstöðinni í langan tíma, birt greinar í blöðum, sent ráðuneytum bréf, birt greinar á heimasíðu sinni og nú hóta þau kærumálum á al- þjóðavettvangi.‘ Eysteinn Jónsson Höfundur er stjórnarmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. SAMTÖKIN World Society of Endometriosis hvetur einstaklinga um allan heim til að rita greinar í tímarit og dagblöð og nota til þess a.m.k. eina viku á ári. Tilgangurinn er að vekja athygli á Endo- metriosis og útbreiðslu sjúkdómsins. Endometriosis hefur dramatísk áhrif á líf margra kvenna í dag. Það getur haft áhrif á frjósemi þeirra og ger- ir mörgum konum ókleift að verða barns- hafandi. Það eitt að halda sér gangandi yfir daginn eða jafnvel frá einni klukkustund til annarrar getur tekið á. Dagurinn breytist í hringrás verkja þar sem allt snýst um að halda andlitinu út á við. Það er mjög erfitt fyrir þá sem ekki hafa upplifað sjúkdóminn eða kynnst honum að skilja ástandið. Endometriosis er einn þeirra sjúk- dóma sem ekki bera útvortis ein- kenni. Hið náttúrulega og eiginlega hlut- verk líkamans er að halda sér heil- brigðum. Heilbrigði hvers og eins er hins vegar háð þeirri næringu sem líkaminn fær daglega. Endometrios- is hefur áhrif á sérhvern hluta lík- amans og ekki bara æxlunarfæri kvenna. Sárir tíðaverkir eru einn af sameiginlegum áhrifaþáttum sjúk- dómsins ásamt óreglulegum blæð- ingum. Þeir sem hafa sjúkdóminn finna gjarnan fyrir gífurlegri þreytu sem stjórnar lífi þeirra og myndar óendanlega hringrás. Melting- arfærin hætta að starfa eðlilega, bólguástand skapast ásamt hægða- tregðu og/eða niðurgangi með mikl- um kviðverkjum og blöðruvanda- málum, jafnframt skapast ójafnvægi á hormónastarfseminni. Síþreyta veldur and- legri uppgjöf sem leiðir til þess að sumar konur láta til leiðast og leg þeirra er fjarlægt. Því miður hafa seinni tíma rannsóknir sýnt fram á að þetta er oft ekki lausn vandans. Margar konur sem nýta sér þetta úrræði upplifa æði oft að sjúkdóm- urinn tekur sig upp aft- ur. Ennfremur benda nýlegar rann- sóknir frá Bandaríkjunum til að við að fjarlægja leg eyðileggist fram- leiðsla prostasýklins, sem er horm- ón sem myndar vernd gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Jafnframt getur sjúkdómurinn leitt til krabbameins. Rétt mataræði Rannsóknir sýna einnig að sam- hengi er á milli fæðuóþols og Endo- metriosis. Ónæmiskerfi líkamans lætur oft undan þessu óheilbrigða ástandi. Sjúklingurinn upplifir sýk- ingar af öllu tagi, síendurtekna háls- bólgu og sýkingu í augum og eyrum svo eitthvað sé nefnt. Mataræði verður mjög mikilvægur þáttur og reynslan hefur sýnt að rétt mat- aræði (með að sleppa ákveðnum fæðutegundum) getur skipt sköpum. Leiðin að réttu lausninni getur hins- vegar verið löng. Það tekur að með- altali átta ár í Evrópu að greina sjúkdóminn, í Noregi hefur það sýnt sig taka fimm til sjö ár. Talið er að 20% kvenna í Noregi beri sjúkdóm- inn. Á Íslandi er það talið vera milli tvö og fjögur prósent. Heimsþing Á níunda heimsþingi World Endometriosis Society sem haldið var í Maastricht í Hollandi í sept- ember í fyrra kom fram að kostn- aðurinn við Endometriosis á Evr- ópska efnahagssvæðinu einu er áætlaður um 30 billjónir evra á ári í veikindadögum. Til viðbótar kemur kostnaður við meðferð; lyfjagjöf, skurðaðgerðir og annað. Sjúkdóm- urinn hefur áhrif á um 14 milljónir kvenna í Evrópu. Orsakavaldur Endometriosis er enn óþekktur og það er ekki til nein ein lækning við sjúkdómnum. Hins vegar er í dag víða verið að rannsaka sjúkdóminn og hin ýmsu samtök áhugamanna og sjúklinga eru vongóð/bjartsýn á lausn vandans. Ekki bara konur Á síðustu árum hafa karlmenn einnig verið greindir með sjúkdóm- inn. Í mörgum tilvikum hafa það verið einstaklingar sem þurft hafa að fara í gegnum meðferð vegna blöðruhálskrabbameins. Hefur þetta talist tengjast lyfjameðferð- inni. Þar fyrir utan eru uppi hug- myndir um að Endometriosis sé einnig velmegunarsjúkdómur. Sjúkdómurinn hefur á Íslandi verið nefndur legslímhúðarvilla eða legslímvilluflakk. Til eru ýmsar heimasíður með upplýsingum um Endometriosis, t.d. www.endometriosis.co.uk og www.endometriosis.com. Alþjóðleg kynningarvika á sjúkdómnum Endometriosis Ása María Björnsdóttir-Togola fjallar um sjúkdóminn Endometriosis í tilefni af varnaðarviku ’Þeir sem hafa sjúkdóm-inn finna gjarnan fyrir gífurlegri þreytu sem stjórnar lífi þeirra og myndar óendanlega hringrás.‘ Ása María Björnsdóttir-Togola Höfundur var greind með Endometriosis fyrir 20 árum. ÞAÐ er ákveðin íþrótt að skrif- ast á við Ellen Ingvadóttur. Hún hefur í fjórum Morgunblaðs- greinum fjallað um gjaldskrá Spal- ar af því tilefni að hún keypti pall- bíl og þarf nú eðlilega að borga hærra veggjald í Hvalfjarð- argöngum, líkt og hún yrði að gera víðast hvar annars staðar þar sem slík gjöld eru innheimt á annað borð. Þegar hún svo er tekin á orðinu og fær skýringar og svör með því að vísa til pallbílsins umrædda – sjálfs tilefnis skrif- anna eins og fram kemur skýrt í upphafi greinaflokksins – er það kallað „persónugerving“ undirritaðs á málinu! Í ljósi áhrifa sem Hvalfjarð- argöng hafa haft á byggðaþróun og aukningu umferðar til og frá Vesturlandi kveinka aðstandendur Spalar sér hreint ekki við op- inberri umræðu um göngin og rekstur þeirra, þar á meðal um gjaldskrá fyrir þjónustuna. Þess má geta að umferð er nú um 4.700 bílar á sólarhring að jafnaði og aukin umferð hefur beinlínis leitt til mikillar lækkunar veggjaldsins. Meginmarkmiðið er að venjulegir fjölskyldubílar aki um göngin á lægsta gjaldi en stærri bílar greiði meira. Frá upphafi hefur verið gengið út frá því að hafa gjald- skrána einfalda. Ekki er innheimt sérstaklega fyrir óskráðar kerrur og fyrir húsbíla af algengustu stærð er greitt samkvæmt I. gjald- skrárflokki en skilyrt er að bílarnir séu þá skráðir sem slíkir. Sama á við um fólks- flutningabíla að vissu marki en reglubundn- ar áætlunarferðir, svo sem akstur strætós og sérleyfisbifreiða, eru undanþegnar gjaldi. Rökin fyrir þeirri undantekningu eru þau að Spölur vill leggja sitt af mörkum til almennings- samgangna á svæðinu. Slíkar undantekningar eru vissu- lega ætíð álitamál en breyta ekki því að annar almennur akstur verður að falla í ákveðna stærð- arflokka. Aldrei verður það svo að mörk og viðmiðunarreglur skapi ekki álitaefni hjá þeim sem yfir þeim mörkum eru. Varðandi kerrurnar skal það ítrekað að gjaldskyldumörk eru 750 kg. Er innheimt gjald fyrir kerrur yfir 750 kg? Svar: Já, það er gert. Víkur svo sögu að pallbílnum margumrædda, upphaflegu tilefni allra þessara skrifa.Veröld hans breytist ekkert hvað sem öðru líð- ur. Hann á ekki heima í gjaldflokki venjulegra fjölskyldubíla, þrátt fyrir meintar vinsældir á Íslandi, heldur í flokki með öðrum vörubíl- um. Og pallbíll breytist ekki í hús- bíl við að fá hýsi á pallinn, þá verður hann einfaldlega pallbíl með farm. Húsbíll er ökutæki í flokki 01.209 skv. reglugerð 822/ 2004, enda kemur það fram í skráningarskírteini bílsins. Ellen segir að Spölur veiti þjón- ustu og ákveði gjaldskrá sína „án nokkurrar samkeppni“. Það er býsna merkileg fullyrðing og stenst ekki. Göngin hafa að sjálf- sögðu keppt frá upphafi við veginn fyrir Hvalfjörð. Gjaldskrá þeirra var uppbyggð og ákveðin með hlið- sjón af reynslu erlendis frá og í ljósi reiknaðs kostnaðar og tíma við að aka fyrir fjörð annars vegar og undir fjörð hins vegar. Veggja- ldið reyndist vera samkeppnisfært strax á árinu 1998 og er það enn frekar nú eftir að hafa lækkað um tugi prósenta. Vegfarendur greiða göngunum atkvæði með því að aka um þau frekar en fyrir fjörð. Ef veggjöldin væru óeðlilega há, hvað þá „okur“, færu mun fleiri fyrir fjörð en raun ber vitni um. Þannig virkar nú hin frjálsa samkeppni. Gjaldskrá, göng og samkeppni Gísli Gíslason svarar greinum Ellenar Ingvadóttur ’Meginmarkmiðið er aðvenjulegir fjölskyldubílar aki um göngin á lægsta gjaldi en stærri bílar greiði meira.‘ Gísli Gíslason Höfundur er stjórnarformaður Spalar. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.