Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 34
Skýrsluhöfundar verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch telj
lendis er sögð áhyggjuefni og ýmis merki um aukna spennu
Þ
að er í raun ekki sérstaklega
erfitt að kortleggja þær vís-
bendingar sem hafa má til
marks um að hættur geti
mögulega steðjað að í fjár-
málakerfum. Miklu vandasamara er að
mynda sér ígrundaða skoðun á því hvort
þessar vísbendingar þýði að áhætta lán-
veitenda eða eigenda skuldabréfa sé í raun
að aukast. Þetta er sagt í ljósi þess að slíkt
er langt í frá sjálfgefið. Engu að síður er
ástæða til að tíunda nokkrar helstu vís-
bendingar aukinnar spennu í fjár-
málakerfum til að varpa ljósi á hvers
vegna, og við fyrstu sýn, íslenskt fjár-
málakerfi gæti orðið undir auknum þrýst-
ingi.
Mikilvægar vísbendingar þegar um
spennu í fjármálakerfi eru:
Skuldsetning og útlánaaukning
til heimila
Skuldsetning og útlánaaukning
til fyrirtækja
Eignaverðbólga
Vöxtur erlendra skuldbindinga
fjármálastofnana
Að okkar mati gefa ofangreindar vís-
bendingar til kynna að rauð ljós blikki fyr-
ir Ísland.
Hækkandi skuldir
einstaklinga og heimila
Þegar þróun undanfarinna ára er skoðuð
má sjá mikla aukningu í skuldum heimila
og einkum undanfarin þrjú ár. Bankar eru
stærstu lánveitendur á þessu sviði, sem
þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að
þeir hafa haslað sér völl í húsnæðislánum.
Hvernig sem horft er á, hefur vöxtur ís-
lenskra eigna bankakerfisins verið undra-
verður. Enginn þarf að velkjast í vafa um
að útlánum hafa vaxið gífurlega á und-
anförnum árum. Skv. gögnum lánshæf-
ismatsfyrirtækisins Fitch námu skuldir
heimila og einstaklinga 218% af vergri
landsframleiðslu í árslok 2005, og höfðu
tvöfaldast á þremur árum. Slík hlutföll
vekja spurningar um hvort mögulegt hafi
verið að verja fénu með skynsamlegum og
arðsömum hætti eða auknar lántökur hafi
verið notaðar til eignakaupa með með-
fylgjandi hækkun á eignaverði.
Eignaverðbólga
Hlutabréfaverð hefur hækkað gífurlega
undanfarin ár. Ákvörðun Fitch fyrir hálf-
um mánuði um að breyta horfum um láns-
hæfiseinkunn íslenska ríkisins í neikvæðar
horfur hafði ekki mikil áhrif á hlutabréfa-
verð og markaðurinn náði sér mjög fljótt
aftur á strik. Eignaverðbólgu gætir einnig
á fasteignamarkaði en á undanförnum ár-
um hefur verið mikill uppgangur á honum
sem á sér varla hliðstæðu. Skv. tölum frá
Fasteignamati ríkisins hækkaði fast-
eignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 149%
frá upphafi árs 1997 til febrúar 2005. Þessi
mikli uppgangur kemur okkur ekki á
óvart. Bankarnir hafa allir komið af mikl-
um krafti inn á húsnæðislánamarkaðinn og
framboð lánsfjár á hagstæðum kjörum
verið yfrið. Þetta hefur kynt undir upp-
ganginum á fasteignamarkaðinum.
Þrátt fyrir mjög háar þjóðartekjur á
mann á alþjóðlegan mælikvarða eru ís-
lensk heimili verulega skuldsett. Að mati
Seðlabankans námu skuldir heimilanna
breytingum á t
legum fjármála
um má nú auglj
árum hafa erlen
hratt og ræður
tökur bankann
Útskýringar
Þótt rauð ljós b
ur atriði sem m
og halda til hag
því hvort íslens
ógöngur.
Vöxt skulda
því samhengi a
háar og að stað
isins er sterk. S
192% af ráðstöfunartekjum árið 2004 og
þessi staða hefur varla batnað síðan.
Heimilin virðast hafa nýtt sér lægri vexti
og aukna möguleika til töku lengri lána til
að auka enn á skuldsetningu sína.
Erlendar skuldir
Mikill vöxtur erlendra skulda gæti einnig
bent til útlánaþenslu sem ekki getur verið
viðvarandi, þar sem slíkur vöxtur gefur
vísbendingu um að lánsfjáreftirspurn sé
umfram aukningu innlána. Slík þróun get-
ur mögulega leitt til spennu í fjármálakerf-
inu og bendir til að aðilar þurfi að reiða sig
í ríkum mæli á lántökur, eins og reyndin er
með íslenska banka. Þetta gerir bankana
viðkvæmari en ella fyrir skyndilegum
Undraverður
eigna í banka
Í skýrslu Merrill Lynch
koma ekki hvað síst fram
áhyggjur um að í íslensku
banka- og fjármálakerfi
séu til staðar þættir sem
geti skapað kerfisbundna
áhættu ef hlutir skyldu
snúast til verri vegar. Hér
er birt lausleg þýðing úr
síðari hluta skýrslunnar
um þessi efni.
34 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á BARMI BORGARA-
STYRJALDAR
Sendiherra Bandaríkjanna íÍrak, Zalmay Khalilzad, segirað þar sé nú hætta á allsherjar
borgarastríði, sem gæti haft alvar-
legar afleiðingar fyrir heimsbyggð-
ina. Sendiherrann vísar í gríska goða-
fræði og segir að Bandaríkjamenn
hafi opnað öskju Pandóru í Írak og nú
verði að reyna að smíða brýr á milli
samfélaga sjíta og súnníta. Allsherj-
arstríð í Írak gæti orðið til þess að
arabar í grannlöndunum snerust á
sveif með súnnítum og Írakar styddu
trúbræður sína, sjíta. Khalilzad átti
sinn þátt í að undirbúa stefnu stjórn-
ar George W. Bush Bandaríkjafor-
seta gagnvart Írak og sæta orð hans
því tíðindum. Hann gengur mun
lengra en Donald Rumsfeld varnar-
málaráðherra, sem sakar fjölmiðla
um að hafa gert of mikið úr ofbeldinu,
sem nú ríður yfir Írak.
Að morgni 22. febrúar sprengdu
hryðjuverkamenn Askariya-mosk-
una í Samarra í loft upp. Moskan er
helgur staður sjíta og þangað
streyma pílagrímar. Í kjölfar þessa
ódæðisverks fylgdu hryllilegar blóðs-
úthellingar; sjálfsmorðsárásir og af-
tökur. Hundruð manna hafa fallið í
valinn.
Yfirvöld í Írak hengdu þrettán
uppreisnarmenn í gær og 16 létu lífið
í sprengjutilræðum. Í fyrradag var
skýrt frá því að lík 24 karlmanna
hefðu fundist í Bagdad. Var hermt að
þeir hefðu ýmist verið skotnir til
bana eða kyrktir.
Orðrómar eru á kreiki í Írak um að
sjítar hafi stofnað dauðasveitir til að
myrða súnníta. Upp hefur komist um
leynilegt fangelsi, sem íraska innan-
ríkisráðuneytið rak. Þar ráða nú sjít-
ar ríkjum. Í fangelsinu voru tugir
súnníta, sem grunaðir voru um að
vera uppreisnarmenn, pyntaðir.
Súnnítar svara fyrir sig með grimmi-
legum hætti og saka sjíta um að vera
hallir undir hernámslið Bandaríkja-
manna.
Árásin á moskuna var vitaskuld
ekki upphafið að þessum vítahring
hefndaraðgerða. Í tíð Saddams Huss-
eins fór minnihluti súnníta með völd-
in og sjítar voru hinn ofsótti meiri-
hluti. En Saddam réðist einnig gegn
súnnítum, sem honum voru andvígir,
þegar honum þótti sér ögrað. Eftir
innrás Bandaríkjamanna og fall
Saddams hefur bilið á milli sjíta og
súnníta hins vegar breikkað um leið
og völdin hafa í auknum mæli færst
yfir til hinna fyrrnefndu.
Borgarastríð í Írak er síður en svo
óumflýjanlegt, en það hefur verið
uggvænlegt að fylgjast með því
hvernig upplausnin hefur aukist jafnt
og þétt í Írak án þess að hernámsliðið
hafi fengið rönd við reist. Donald
Rumsfeld sagði í yfirheyrslum á
Bandaríkjaþingi í gær að Banda-
ríkjamenn myndu treysta á íraskar
öryggissveitir kæmi til þess að kæfa
þyrfti niður borgarastyrjöld. Þegar
Bandaríkjamenn réðust inn í Írak var
vísvitandi ákveðið að þeir myndu ekki
taka völdin í landinu og gæta öryggis
í stað þeirra afla, sem steypt var af
stóli. Það var talið óþarfi og reyndist
hraparlegt vanmat á stöðunni af
hálfu Rumsfelds. Er ástæða til að
ætla að mat hans nú byggist á meira
raunsæi? Það yrði skelfilegt ef afleið-
ing þess að Saddam Hussein var
steypt af stóli yrði borgarastyrjöld í
Írak.
VIÐHALD ÞJÓÐLEIKHÚSSINS
Það er íslenzku þjóðinni tilskammar hvað það gerist oft að
merkilegum byggingum er ekki
nægilega vel við haldið. Það á við um
Þjóðleikhúsið bæði fyrr og nú. Að
vísu er ekki sama hvernig húsum er
haldið við. Breytingarnar á áhorf-
endasal Þjóðleikhússins fyrir all-
mörgum árum voru alvarleg mistök,
sem því miður verða ekki aftur tekin.
Við sýnum verkum húsameistara
fyrri tíma ekki nægilega virðingu.
En að auki verður almennt viðhald
að fara fram með reglulegum hætti á
húsum í almannaeigu og á því hefur
verið mikill misbrestur. Nú þarf að
leggja rúmlega einn og hálfan millj-
arð í viðhald á Þjóðleikhúsinu og það
verður að gerast.
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik-
hússtjóri hefur komið því rækilega
til skila á opinberum vettvangi
hversu brýn þörf er á sómasamlegu
viðhaldi á Þjóðleikhúsinu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sagði um þetta
mál á Alþingi í fyrradag:
„Það var farið í endurbætur á
Þjóðminjasafninu, nú er það búið.
Það var farið í endurbætur á Þjóð-
menningarhúsinu, nú er það búið.
Það er alveg ljóst í mínum huga að
Þjóðleikhúsið á að vera næst í röð-
inni og það þarf að gera það vel og
sómasamlega.“
Þetta er rétt hjá menntamálaráð-
herra. Nú þarf að gera myndarlegt
átak í viðhaldi á Þjóðleikhúsinu.
Þetta hús var tákn nýrra tíma fyrir
rúmlega hálfri öld. Það var eitt af
fyrstu táknunum um sjálfstæði þjóð-
arinnar og hið unga lýðveldi. Það er
ekki hægt að lýsa með orðum því
andrúmi, sem ríkti í höfuðborginni
og raunar um land allt, þegar Þjóð-
leikhúsið var opnað. Í þessu húsi
endurspeglaðist von og trú fátækrar
þjóðar um betri framtíð. Þeir sem
gengu um Þjóðleikhúsið í fyrsta sinn
við opnun þess gleyma þeirri stund
aldrei. Ísland var að verða til sem
jafningi stærri þjóða.
Við getum ekki verið þekkt fyrir
að láta hús sem geymir slíka sögu
drabbast niður. Með því erum við að
sýna sögu okkar og afrekum fyrri
kynslóða Íslendinga fullkomið virð-
ingarleysi.
Þess vegna hljótum við að ganga
út frá því að Alþingi Íslendinga sinni
skyldum sínum og veiti fé til viðhalds
Þjóðleikhússins á þann veg að því
viðhaldi verði hægt að ljúka á nokkr-
um árum.
TVÖ tiltölulega nýleg fordæmi eru
fyrir stuðningi við banka. Annars
vegar endurfjármagnaði ríkissjóður
Útvegsbanka Íslands eftir að hann
hafði lánað stóran hluta eigin fjár til
skipafélags. Kostnaður vegna endur-
fjármögnunarinnar var ekki veruleg-
ur eða um 1% af þjóðarframleiðslu.
Hins vegar rataði Landsbanki Íslands
í nokkur vandræði í upphafi tíunda
áratugarins og tapaði verulegu fé
vegna lána til nokkurra fyrirtækja.
Stuðningur ríkissjóðs vegna aðgerða
sem gripið var til í þessu sambandi
nam 0,5% af þjóðarframleiðslu. Vand-
ræði Landsbankans á þessum tíma
endurspegluðu almenna erfiðleika í
bankakerfinu á þeim tíma þar sem
vanskil lána voru mjög mikil.
Aðrar aðstæður nú
Við mat á íslenskum bönkum er ljóst
að fordæmi eru um stuðning og er
það jákvæður þáttur. Ólíku er þó
saman að ja
irhöfuð þörf
aðrar en þe
ast stuðning
Eignir ba
uðust á tíma
meðan þjóða
aðist. Hugsa
fjárhagslega
mörgum þát
hversu miki
ratað varða
stöðu. Matsf
við verstu a
málakerfið l
15–30% af in
Íslenska ríkið
Merrill L
muni hla
þróuðus
þeirri um