Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jóhanna Stef-anía Einarsdótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 16. ágúst 1940.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 3. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Einar
Björnsson, skrif-
stofumaður, f. 21.5.
1908, d. 8.6. 1990, og
Olga Ellen Lúðvígs-
dóttir, húsmóðir, f.
17.12. 1914, d. 9.4.
2000. Bræður Jó-
hönnu eru Björn L., f. 3.8. 1941, d.
22.6. 1992, og Þorsteinn Bjarni, f.
1.9. 1949.
Hinn 26. ágúst 1961 giftist Jó-
hanna Jóni Hanssyni Wíum, f. 3.3.
1938, d. 3.7. 1997. Þau slitu sam-
vistir 1992. Börn þeirra eru: 1)
Einar Jónsson, f. 7.12. 1962, maki
Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, dæt-
ur þeirra eru Þórunn María, f.
21.11. 1990, og Valgerður Anna, f.
14.12. 1992. 2) Anna Ingigerður, f.
16.11. 1964, maki Hallgrímur
Stefánsson, sonur þeirra er Stefán
Fannar, f. 7.10. 2005.
Jóhanna lauk prófi frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík 1957. Vet-
urinn 1958–1959 var hún í lýðhá-
skóla í Dölunum í
Svíþjóð.
Jóhanna starfaði
við ýmis skrifstofu-
störf á árunum
1959–1970. Starfaði
hún lengst af í bréf-
ritunardeild Út-
vegsbanka Íslands.
Árið 1972 hóf hún
störf sem ritari á
Rannsóknastofu í
lyfjafræði og starf-
aði þar þangað til
henni bauðst starf
við kennslu upp úr
1980.
Jóhanna starfaði við kennslu í
Ármúlaskóla, í Þykkvabæ, Borg-
arholtsskóla og víðar, hún kenndi
m.a. fötluðum börnum og í deild
fyrir einhverf börn. Jóhanna var í
námi samhliða starfi í kennslu-
réttindum við Kennaraháskóla Ís-
lands á árunum 1989–1991 og öðl-
aðist þá réttindi sem
framhaldsskólakennari. Síðustu
árin hefur hún starfað með fötl-
uðum og við umönnun á sambýl-
um. Síðasta æviár sitt starfaði hún
á sambýlinu Esjugrund 5.
Útför Jóhönnu verður gerð frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11.
Elsku amma mín, mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum.
Þegar ég kom í heiminn fyrir fimm
mánuðum, þá varst þú svo full eft-
irvæntingar og samgladdist svo
innilega með mömmu og pabba og
öðrum í fjölskyldunni. Meira að
segja tókstu þér ömmufæðingaror-
lof eins og þú kallaðir það í tvær
vikur til að hjálpa mömmu og pabba
í nýju hlutverkunum.
Þegar þú veiktist í janúar og
þurftir að vera á spítala þá kom ég
til þín, elsku amma mín, á hverjum
degi, það var einmitt í einni heim-
sókninni sem þú fannst fyrstu tönn-
ina mína, það gladdi þig svo mikið.
Það var líka gaman þegar þú
dvaldir heima hjá mér og mömmu
og pabba í nokkra daga á milli spít-
alavistarinnar.
Hér eru bænirnar sem þú fórst
svo oft með fyrir mig.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
(Valdimar Briem.)
Guð geymi þig, elsku amma mín,
og takk fyrir allar yndislegu stund-
irnar sem við áttum saman.
Þinn
Stefán Fannar (Lilli).
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Við trúum því vart að nú sé
Nanný okkar farin frá okkur.
Nanný sem alltaf átti næga hlýju og
elsku fyrir okkur öll. Hún mundi
alltaf eftir öllum afmælum og sendi
gjafir handa öllum. Enginn skyldi
verða útundan. Aldrei kom hún í
heimsókn án þess að koma færandi
hendi. Þegar við vorum börn kom
hún alltaf með snúða og vínarbrauð
þegar hún kom í heimsókn. Þegar
við fórum að búa kom hún með ým-
iss konar hluti sem vantaði í búið og
ekki er hægt annað en að brosa því
að hún hefur áreiðanlega gefið okk-
ur fjórða hvern hlut sem við eigum í
dag. Hún sat löngum stundum yfir
Kristjáni og Söndru og tók þau í
einkakennslu, ef einhver þurfti
pössun var hún mætt og ef einhver
var veikur var hún komin til að
hjálpa til. Jafnvel eftir að hún veikt-
ist var hún enn að vernda okkur og
hugsa um að fólkinu í kringum hana
liði vel. Fjölskyldan skipti Nanný
miklu máli og segja má að Nanný
hafi tengt ættleggina saman.
Kæra Nanný frænka, við þökkum
þér fyrir allan hlýhug þinn og ástúð,
þökkum fyrir þann tíma sem við
fengum með þér sem var ómetan-
legur. Við vitum að góður Guð hefur
búið um þig í faðmi sínum og mun
varðveita þig um ókomin ár. Minn-
ingarnar um þig munum við varð-
veita alla ævi.
Með ástar- og saknaðarkveðju,
Sigurður Einar og fjölskylda,
Baldvina Ýr og fjölskylda,
Dagmar Dögg og fjölskylda,
Olga Ellen og Sunneva Líf,
Björgvin Þór og fjölskylda,
Kristján Mar.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta
vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Ók. höf.)
Við andlát vina og ættingja leita
ýmsar áleitnar spurningar á huga
manns ásamt söknuði og óteljandi
minningum.
Jóhanna Stefanía Einarsdóttir
eða Nanný eins og hún var ávallt
kölluð hefur verið hluti af lífi mínu
svo lengi sem ég man. Hún var gift
Jóni móðurbróður mínum og hún
var mikil vinkona móður minnar
sem lést fyrir tíu árum. Á þeim erf-
iðu tímum reyndist Nanný mér afar
vel. Þá kom svo vel í ljós hvað hún
gat verið hlý og nærgætin en jafn-
framt stappað í mann stálinu.
Síðar áttum við eftir að verða
samstarfskonur og enn betri vin-
konur.
Nanný var vönduð manneskja
með góða nærveru. Hún hafði ein-
lægan áhuga á samferðafólki sínu
og lét sig varða líðan þess og vel-
ferð. Hún var gjafmild með ein-
dæmum og hafði yndi af því að
gleðja aðra. Hún hafði þann hæfi-
leika að gera jafnvel fábrotinn
morgunverð að veisluborði, bara
með kerti og servíettum, eða hvern-
ig hún raðaði á borðið. En mest var
það hún sjálf sem með nærveru
sinni gerði stundina að veislustund.
Nanný var glaðlynd og kunni þá list
að hlæja og gleðjast með öðrum.
Hún var einstaklega umtalsgóð og
reyndi ávallt að leggja fólki gott til.
Hún var fróð, vel lesin og hafði
upplifað margt á lífsleiðinni. Hún
kunni vel að segja frá þannig að það
var ævinlega gaman að ræða við
hana um lífið og tilveruna.
Síðustu árin eftir að Nanný hætti
kennslu starfaði hún við umönnun
fatlaðra í búsetu.
Þar komu kostir hennar vel í ljós
hvort sem varðaði samskipti við
íbúa eða samstarfsfólkið, þar var
virðing og væntumþykja í fyrirrúmi.
Það var alltaf gott að koma í vinn-
una og taka við af Nanný. Ró yfir
húsinu, kaffi á könnunni og vissa um
notalegt spjall, smáveganesti fyrir
daginn.
Nanný var mikil fjölskyldumann-
eskja og bar hag sinna nánustu fyrir
brjósti. Hún var stolt af fólkinu sínu
og fylgdist vel með þeim öllum. Hún
var ávallt í góðu og nánu sambandi
við börnin sín þau Önnu og Einar og
uppskar eins og hún sáði í snörpum
og erfiðum veikindum undanfarnar
vikur. Þar vöktu þau systkinin yfir
mömmu sinni dag og nótt þar til yfir
lauk.
Elsku Anna og Einar og fjöl-
skyldur. Við Arna sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Hugur
okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Ég vil með þessum orðum þakka
elsku Nanný minni fyrir samveruna
og alla hennar elsku og væntum-
þykju í minn garð og fjölskyldu
minnar í gegnum árin.
Guð blessi minningu Jóhönnu
Einarsdóttur.
Anna Hlín Bjarnadóttir.
Kær vinkona er fallin frá, alltof
fljótt. Einungis sex vikum fyrir and-
látið greindist Nanný með illkynja
mein. Vonir stóðu til að lyfjameð-
ferð myndi auka lífslíkur hennar en
sú von brást. Nanný hrakaði hratt
og ljóst var að hverju stefndi. Með
ólíkindum var að sjá hversu vel
Nanný tókst að halda sínu sérkenni
allt til enda, þ.e. jákvæðninni sem
ávallt fylgdi henni. Hún var með
eindæmum jákvæð og bjartsýn
kona að eðlisfari. Hún hló mikið og
innilega og það fylgdi henni hress-
andi andblær sem auðvelt var að
hrífast með. Ég kynntist Nanný fyr-
ir rúmlega 23 árum. Við Anna dóttir
hennar kynntumst í Versló, urðum
nánar og góðar vinkonur og erum
enn. Það var sannkölluð gæfa að
kynnast Önnu, því ekki einungis
eignaðist ég trausta og góða vin-
konu heldur tengdist ég fjölskyldu
hennar líka. Það var frábært að
kynnast Nanný, Jóni, Einar og
Önnu. Mér stóðu allar dyr opnar hjá
þessari elskulegu fjölskyldu og aldr-
ei hefur borið skugga á þessa dýr-
mætu vináttu. Þær voru ófáar
stundirnar í Bólstaðarhlíðinni sem
JÓHANNA
STEFANÍA
EINARSDÓTTIR
✝ Klemenz Hall-dórsson fæddist
á Dýrastöðum 12.
apríl 1953. Hann
lést á heimili sínu
föstudaginn 3. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Halldór Klemenz-
son, f. 9.10. 1910, d.
21.12. 1999, bóndi á
Dýrastöðum, og
kona hans Áslaug
Þorsteinsdóttir, f.
12.2. 1919, d. 28.11.
1995. Bræður Klem-
enzar, sammæðra, eru Þorsteinn,
f. 22.9. 1938, og Sigurjón Gunnar,
f. 10.4. 1940, Guðbergssynir. Al-
systkini eru Kristín, f. 6.5. 1948, d.
2.9. 1998, Haukur, f. 26.9. 1950,
Guðrún, f. 5.11. 1955, d. 20.5.
1956, og Guðrún, f. 19.7. 1958.
Árið 1979 kvæntist Klemenz
Ragnheiði Stein-
unni Hjörleifsdóttur
frá Heggsstöðum, f.
7.6. 1957. Foreldrar
hennar eru Magnús
Hjörleifur Guð-
mundsson, f. 20.3.
1925, d. 7.8. 2004, og
Guðrún Jómunds-
dóttir, f. 14.3. 1933.
Þau eignuðust tvo
syni. Þeir eru: Hlyn-
ur, f. 19.12. 1983,
unnusta hans er
Anja Mager, f. 3.8.
1983, og Heimir, f.
7.7. 1991.
Klemenz varð búfræðingur frá
Hvanneyri árið 1974 og 1976 tók
hann við búskap á Dýrastöðum,
sem hann stundaði til æviloka.
Útför Klemenzar verður gerð
frá Borgarneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Traustum og tryggum frænda er
af alhug þökkuð samfylgdin í gegnum
lífið. Hann hvíli í friði.
Áslaug Lind og fjölskylda.
Jæja, Klemenz, þá er komið að
kveðjustund. Hún kemur svo miklu
fyrr heldur en ég átti von á. Maður
stendur hjá orðlaus yfir því hvernig
lífið getur stundum verið óskiljanlegt
og ósanngjarnt. Hvernig stendur á
þessu að þú, maður í blóma lífsins,
skulir vera kallaður burt? Það er fátt
um svör.
Það eru ekki margar dagar síðan
að við töluðumst við í síma. Þá rædd-
um við um veikindi þín, en það hvarfl-
aði ekki að mér hversu veikur þú
varst, ég gerði mér ekki grein fyrir
því. Við Sigrún komum í heimsókn að
Dýrastöðum í síðasta mánuði. Þá var
margt spjallað yfir kaffibolla og rifj-
aðar upp gamlar stundir. Við kvödd-
umst og það var síðasta handtak okk-
ar, ótrúlegt.
Kynni okkar hófust mjög fljótlega
eftir að ég kom sem kennari að
Varmalandi. Þú varst þá við nám að
heiman. Þegar þú komst heim að
Dýrastöðum til að aðstoða foreldra
þína við búskapinn lágu leiðir okkar
saman í stjórn Ungmennafélags Staf-
holtstungna. Þar voru þér falin gjald-
kerastörf sem þú sinntir af kost-
gæfni. Við náðum vel saman og þar
tókst vinátta sem treystist með ár-
unum. Margar minningar rifjast nú
upp tengdar þér, allar ljúfar og góð-
ar.
Ég minnist stjórnarfundanna.
Þegar kom að liðnum „önnur mál“
hófust gjarnan skemmtilegar um-
ræður um allt mögulegt og var stund-
um orðið áliðið þegar fundi var slitið
og stuttur svefn hjá þér þær nætur.
Það var mjög gefandi og gaman að
vinna með þér að félagsmálum. Þú
lagðir alltaf gott til. Sjálfur varst þú
tilbúinn að leggja hönd á plóg, þó að
þú byggir langt uppi í Norðurárdal
og ættir misjafnlega gott með að fara
að heiman. Þú gerðir fyrst kröfur til
þín áður en gerðar voru kröfur til
annarra. Á þig var hægt að treysta.
Stundum gafst tími á þessum árum
til að skreppa í helgartúra okkur til
upplyftingar. Ég minnist þess að eitt
sumarið hringdi ég að Dýrastöðum
og lagði til að við færum í smáferða-
lag. Þú tókst vel í það og vorum við
helst komnir að þeirri niðurstöðu að
fara á Vestfirði. Þá var gamli sveita-
síminn og Sigga í Skarði kom þá inn í
samtalið, okkur til leiðsagnar og
sagðist hafa heyrt að það væri svo
gott veður fyrir norðan. Við tókum
hennar ráðgjöf og drifum okkur þess
í stað norður. Hennar orð og norð-
lenska sumarblíðan brást ekki þá.
Þetta voru árin sem við vorum fríir
og frjálsir og lífið áhyggjulítið.
Síðan liðu árin. Þið Ragnheiður
fellduð hugi saman og tókuð við búi
foreldra þinna á Dýrastöðum. Það
var þitt lán að eignast Ragnheiði. Það
var gaman að fylgjast með ykkur,
hversu samhent og dugleg þið voru
við að byggja upp jörðina. Þar varð á
mikil breyting. Nýtt íbúðarhús var
reist og nýtt fjós var byggt auk þess
sem farið var í jarðarbætur. Þið
stækkuðuð bústofninn og voruð með
kýr, kindur og hesta, en hið síðast
talda var reyndar ekki þín deild.
Saman rákuð þið fyrirmyndarbú sem
eftir var tekið, enda lögðuð þið mikla
vinnu fram og alúð við störfin. Snyrti-
mennskan og velferð skepnanna var
ykkar aðalsmerki. Það hefur ekki
verið slæmt hlutskipti að vera kýr í
fjósi á Dýrastöðum.
Það sannaðist á ykkur að sam-
viskusemin kostaði að ýmsu varð að
fórna. Þið gátuð alltof sjaldan tekið
ykkur frí frá störfum því að búskap-
urinn hafði forgang. Orlofsferðirnar
urðu því fáar og stuttar miðað við
kröfur í þeim efnum nú til dags. En
þið settuð það ekki fyrir ykkur, það
varð bara að hafa það.
Þú varst alvörugefinn maður. Þú
hafðir þínar skoðanir sem þú varst
óhræddur að tala fyrir og á þær var
hlustað. Það skapaði þér traust.
Sveitungar þínir fólu þér mörg
vandasöm verkefni, því vitað var að
gott var að hafa þig með í áhöfn.
Eitt af þínum einkennum var
hjálpsemi og velvilji. Þú varst alltaf
tilbúinn að létta undir með þeim sem
þurftu á hjálp að halda og hafðir oftar
en ekki þar frumkvæði að. Það eru
margir sem eiga þér gott að gjalda.
Ragnheiður, Hlynur og Heimir.
Ég veit að þið eruð sterk og samhent
fjölskylda. Megi algóður Guð veita
ykkur styrk til að takast á við sorgina
og þrek til að halda ótrauð áfram því
starfi sem fram fer á Dýrastöðum.
Far þú í friði, kæri vinur. Við Sig-
rún þökkum þér fyrir samfylgdina.
Gunnlaugur Árnason,
Stykkishólmi.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðm.)
Snjóinn er tekið að leysa, sólin
sendir hlýja geisla sína á leifarnar af
sköflunum sem tóku sér bólfestu í
fjöllunum hér norður á Ströndum í
vetur. Allt vitnar um að vorið sé í
nánd en Klemenz vinur minn mun
ekki líta vorið með okkur. Hann hefur
haldið í aðra og lengri ferð sem bíður
okkar allra. Í annað skipti á nokkrum
vikum kveður skólabróðir og jafn-
aldri.
KLEMENZ
HALLDÓRSSON
Elsku Nanný. Þú hefur kvatt
þetta líf allt of fljótt. Ég
þakka fyrir samfylgdina í
gegnum 53 ár, fyrst sem
skólasystir og síðan vinkona.
Sendi börnum þínum og fjöl-
skyldu mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þín vinkona
Guðrún Aðalsteins-
dóttir (Dúna).
HINSTA KVEÐJA