Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 47

Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 47
Á skilnaðarstundu kveðj- um við og þökkum kynni og samverustundir. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Elfa-Björk, Helena, Tommi, Ýrr og Sara, afa- strákar, Erla og pabbi, við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Birgisbörn og fjölskyldur. Elsku Jón minn, þú varst ofsalega skemmtilegur og það var gaman að kynnast þér á árunum þegar ég vann í Blindrafélaginu. Við töl- uðum mikið saman og áttum góðar stundir, þú varst stríðinn og mjög góður drengur. Ég trúi ekki að þú sért farinn. Ég vona að þér líði vel núna og sért búinn að fá sjónina. Því miður get ég ekki fylgt þér en ég hugsa til þín. Guð veri með þér. Ég sendi fjölskyldu þinni samúðarkveðjur. Þinn vinur, Stefán sendill. HINSTA KVEÐJA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 47 MINNINGAR hann sér manna best í bíósalnum. En lífið var því miður ekki alltaf hjá honum eins og maður hefði kos- ið að það væri. Auk þess að missa sjónina fór heyrninni smátt og smátt að hraka. Það var þá sem sólin fór aftur að skína hjá honum. Hann hitti Elfu-Björk. Hún breytti miklu í lífi hans og höfðu þau kynni mikil og jákvæð áhrif á hann. Jón beinlínis ljómaði, lífið hafði fengið nýjan tilgang og hamingjan flæddi um hann. Þau áttu því miður alltof fá ár saman en þau voru góð og það var eins og þau væru sköpuð hvort fyrir annað. Við Fanney vottum Elfu-Björk, Helenu, Tomma og Söru ásamt fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu og einlægustu samúð. Farðu vel, vinur. Nú göngum við mót hækkandi sól með minningar um góðan dreng. Friðbert Pálsson. Jón Jónasson og Gunilla komu til náms í Berlín nokkrum dögum á undan mér í ágúst 1967. Þau voru síðasta fólkið sem ég kvaddi þegar ég fór alfarinn þaðan fimm árum síðar. Samgangur og samheldni var mikil meðal Íslendinga í Berlín á þessum árum og kynntist ég Jóni allnáið. Lífið blasti við honum, hann átti góða konu, gekk vel í námi og var landsliðsmaður í körfu- bolta, hafði góða músíkgáfu, lék á harmonikku og gítar. Hann var myndarlegur á velli, keppnismaður, en alltaf sanngjarn, og hann var efni í góðan tannlækni. Ég er enn með gullkrónu á hægra endajaxli niðri, sem Jón smíðaði fyrir 35 ár- um. Fyrsta verk mitt mánudaginn 27. febrúar sl. var að póstleggja pakka til Berlínar, í pakkanum var geisla- diskur með Skugga-Sveini. Árið 1970 snerum við Íslendingarnir í Berlín verki Mattíasar Jochums- sonar á 8 mm filmu og er sú ræma nú komin á geisladisk. Ómeðvitað sendi ég Jón Jónasson á hans dán- ardegi aftur yfir hafið til Berlínar, nú til sýningar á þorrablóti Íslend- ingafélagsins í Berlín, félaginu sem Jón gegndi eitt sinn formennsku í. Jón lék útilegumanninn góða Har- ald í uppfærslu okkar á Skugga- Sveini. Haraldur varð ungur leik- soppur myrkraaflanna, en í sögulok brosir framtíðin við honum. Á sama tíma og myndin var tekin brosti hamingjan líka við Jóni Jón- assyni, en hún skipti síðar um skoðun. Í sviphendingu tók flug- vélin dýfu og framtíðaráform Jóns líka. Blessuð sé minningin um góð- an dreng, sem nú hefur kvatt. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, Elfu-Björk Gunnarsdóttur, börnun- um Helenu, Söru og Tómasi sem og öðrum vandamönnum samúð mína og hluttekningu. Björn Kristleifsson. Í Sólarljóðum segir: Auð né heilsu ræður engi maður, þótt honum gangi greitt; margan það sækir, er minnst um varir, engi ræður sættum sjálfur. (Úr Sólarljóðum.) Horfinn er af lífsins sviði Jón Jónasson tannlæknir. Við Jón vor- um nágrannar til margra ára, vinir og samferðamenn í Rótaryklúbbi Mosfellssveitar allt frá stofnun hans 1981. Jón var annar forseti Rótaryklúbbsins frá stofnun og gegndi því starfi starfsárið 1982– 1983. Hann var einn af stofnfélög- um Golfklúbbsins Kjalar í Mos- fellsbæ 1980 og sat í stjórn hans frá 1982–1985. Að leiðarlokum er honum þökkuð þessi störf. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 1975 en þá var hann og Gunilla og við hjónin að byggja íbúðarhús okkar í nágrenni hvort við annað í Mosfellsbæ, sem þá var Mosfells- sveit. Kynni tókust með börnum okkar og okkur hjónum. Börnin voru á sama reki og eins og oft vill verða urðu þau nánast heimagang- ar hvert hjá öðru, og þannig var of- inn vefur vinskapar náinna kynna og samstarfs til margra ára. Jón var myndarlegur maður, dökkur yfirlitum, sterkur og kvikur í hreyfingum, duglegur, áræðinn, greindur vel og kappsamur, hvort sem hann var að leik eða starfi að ógleymdum tónlistarhæfileikum hans. Það var eins og Jón væri alltaf að flýta sér að ljúka einhverju verki til þess að geta tekist á við það næsta. Þegar ég settist niður við skrif þessi kom upp í hugann eftirfarandi vísa, sem eignuð er Ív- ari Björnssyni kennara frá Steðja: Lít ég um öxl og langan feril skoða, leiðina þrædda milli skers og báru, um lygnan sjó, í gegnum brim og boða, barning og rek með áföllunum sáru. Þegar litið er um öxl til þess tíma er við kynntumst fyrst eru nú liðin rúm 30 ár, á þessum árum höfum við þurft að stýra fleyi okk- ar milli skers og báru, um lygnan sjó, í gegnum brim og boða lífsins. Við höfum öll orðið fyrir áföllum, við höfum gengið sár frá borði en við höfum jafnframt uppskorið okk- ar hamingjustundir í friðarhöfn lífsins. Forlögin höguðu því þannig til að hinn 3. júlí 1984 lagði Jón upp frá heimili sínu og nú var hann að flýta sér, það man ég eins og það hefði gerst í gær, veður var gott sól og blíða og léttur norðan andvari. Eins og venja var lauk hann við að slá og hirða blettinn við húsið og vafalaust hefur hann verið búinn að þvo báða bílana, síðan þurfti að drífa sig í flug, en Jón var flug- áhugamaður. Ekki þarf að fjölyrða um endalok þessarar flugferðar, við vitum öll hvernig til tókst. Hræði- legt slys , sem markaði djúp spor í líf hans, fjölskyldunnar og vina hans. Allar götur síðan hefur Jón verið blindur, og við sem þekktum hann eru sammála um að hann hafi jafnframt orðið fyrir það miklum höfuðskaða að breytinga varð vart á karakter hans. Gunnar Gunnarsson skáld kemst svo að orði í einu rita sinna: „Tveir eldar brunnu innra með honum, eldur harms og eldur hamingju.“ Ég vil heimfæra þessa tilvitnun á Jón. Enginn getur sett sig í þau spor, sem ekki hefur sjálfur stigið þau, hvernig það er að upplifa eld harmsins sem geysist um tilfinn- ingalífið með öllum þeim eyðing- armætti sem hann býr yfir. Jón mátti þola skilnað við ástvini og þurfti að byrja nýtt líf í vernduðu umhverfi, þar sem hægt var að veita honum þá þjónustu sem best var á kosið. En stutt er á milli sorgar og gleði, Jón uppskar ham- ingju að nýju með sambýliskonu sinni til margra ára Sigrúnu Stef- ánsdóttur sem nú er látin. Þau bjuggu í mörg ár í Blindraheimilinu við Hamrahlíð. Blessuð sé minning hennar, hún var væn kona. Jón kvæntist á ný, eftirlifandi eigin- konu sinni Elvu-Björk Gunnars- dóttur, hún stóð eins og klettur við hlið hans í blíðu jafnt sem stríðu allt þar til yfir lauk. Við Guðrún og börnin okkar í Ásholti 3 í Mosfellsbæ vottum henni ásamt börnum Jóns, þeim Helenu, Tómasi og Söru, svo og að- standendum öllum okkar dýpstu samúð. Far í friði kæri vinur, vonandi hefurðu fengið umbun allra þinna þrauta. Hilmar Sigurðsson. Það eru tuttugu ár síðan ég kynntist Jóni Jónassyni, þá kom ég fyrst á heimili hans í Hamrahlíð 17. Hann var þá í sambúð með vinkonu minni, Sigrúnu Stefánsdóttur, sem nú er látin. Jón var vel af guði gerður, glæsi- legur maður á velli og gáfaður. Hann nam tannlækningar í Berlín. Hann sagði mér frá því, þegar hann var ungur drengur á Kambs- veginum, hvað honum þótti gaman að horfa á flugvélarnar svífa yfir. Þá var hann ákveðinn í að verða flugmaður. Hann lét drauminn ræt- ast eftir að hann var búinn að byggja sér og fjölskyldu sinni glæsivillu í Mosfellssveit og koma sér upp tannlæknastofu með öllum þeim fullkomnasta búnaði sem völ var á. Hann lærði flug og eignaðist flugvél sem hann flaug sér til skemmtunar. Þegar hann var í námi hér heima stundaði hann íþróttir og var landsliðsmaður í körfubolta. Jón missti sjónina í hörmulegu flugslysi sem varð við Selfoss þegar hann flaug einkaflugvél sinni. Lengi eftir slysið var honum ekki hugað líf. En hann var maður harð- gerður sem tókst á við afleiðing- arnar af mikilli karlmennsku. Í slysinu missti hann sjón og heyrn skertist. Það er ekki hægt að ímynda sér allar þær þjáningar sem hann gekk í gegnum og breyt- ingar á lífsvenjum hans. Yfir það ná engin orð. Jón var skemmtilegur maður sem hafði frá mörgu að segja. Hann gat talað um alla hluti og fylgdist vel með landsmálunum. Án efa hefur ást hans á tónlistinni hjálpað honum á erfiðum stundum en hann spilaði listavel bæði á harmóniku og píanó. Hann elskaði börnin sín heitt og var stoltur af þeim. Hann sagði mér frá þeirri djúpu sorg sem hann og kona hans urðu fyrir þegar þau misstu fyrsta barnið sitt, litla stúlku, þegar þau voru við nám í Berlín. Þó að sorgin hafi verið iðin við að minna Jón á sig kom sólin upp. Hann varð þeirrar hamingju að- njótandi að hitta Elfu-Björk Gunn- arsdóttur, konuna sem kom með ljósið og ylinn inn í líf hans. Þau bjuggu sér glæsilegt heimili í Suð- urhlíð þar sem vinir beggja voru alltaf velkomnir. Elfa-Björk er vel menntuð og glæsileg kona. Þegar þau fóru eitthvað saman var hún óþreytandi að lýsa öllu sem fyrir augu bar og svo vel að allt varð ljóslifandi fyrir augum hans. Oft dáðist Jón að þessum sérstöku hæfileikum konu sinnar. Áfram var haldið við að byggja upp fyrir framtíðina og þau reistu sér sum- arbústað á einum fegursta stað við Hellisheiðina nálægt Lækjarbotn- um. Elfa-Björk var óþreytandi við að gera alla hluti sem besta fyrir manninn sinn. Ég gleymi aldrei gleðinni í rödd Jóns þegar hann hringdi til mín og sagði að nú væri hann orðinn afi. Það var Tómas sonur hans og Ýrr sem höfðu eign- ast sinn frumburð, Sindra. Ekki var hamingjan minni þegar Bjarki fæddist. Jón fylgdist vel með af- komendum sínum og var hamingju- samur yfir því hvað þeim gekk vel að fóta sig á hinum þrönga vegi lífsins. Hann vildi líka frétta af mínum börnum og barnabörnum og gladdist alltaf við góðar fréttir. Jón var mikill dýravinur og oft spurði hann um kettina mína. Þau Elfa-Björk fengu sér lítinn hund sem þau skírðu Perlu. Perla var í miklu uppáhaldi og fékk heiðurinn af því að heita eftir Perlu sem var í Vopnafirði á bænum þar sem Jón var í sveit þegar hann var strákur. Þegar allt lék í lyndi gerðust hlutirnir snöggt. Allt í einu var Jón kominn á sjúkrahús með ólæknandi sjúkdóm sem dró hann til dauða á nokkrum vikum. Enn er þetta óraunverulegt í mínum huga, lík- lega mest af því að mér finnst það óréttlátt. Í veikindum Jóns sýndi Elfa-Björk mikla ást og fórnfýsi. Hún vék ekki frá rúmi mannsins síns þar til yfir lauk. Erla systir hans og Birgir maður hennar stóðu þétt við hlið þeirra Jóns og Elfu- Bjarkar í þessari miklu þolraun. Í gegnum tíðina eftir að Jón missti sjónina hafa Erla og Birgir verið boðin og búin að aðstoða hann. Jón talaði líka oft um það hvað hann ætti góða systur og mág. Það eru mikil forréttindi að hafa verið svo heppin að fá að kynnast Jóni Jónassyni. Hann var tryggur vinur og góðhjartaður. Maður eins og hann auðgar líf allra sem eru í kringum hann. Ég votta eiginkonu hans, börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um, Erlu, Birgi og fjölskyldu þeirra mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Á kveðjustundinni þakka ég fyrir ómetanlegar samverustundir yfir árin og bið um ljós og frið fyrir Jón Jónasson þar sem hann dvelur núna. Freyja Jónsdóttir. Mennirnir áforma en Guð ræður, segir máltækið. Svo sannarlega má segja það um vin minn Jón Jón- asson, sem við verðum nú að sjá á bak. Jón er fæddur á aðfangadag, dag sem engin börn væntanlega óska sér, en þessi dagur var æv- inlega gerður Jóni mjög eftirminni- legur af foreldrum hans, Aðalheiði og Jónasi, sem oftar en ekki á bernskuárum Jóns héldu upp á af- mælið að morgni aðfangadags, og komu þá krakkarnir á Kambsveg- inn fyrir hádegi og nutu veitinga. Þetta var hluti af jólaundirbúningi Öllu. Við Jón þekktumst frá barnæsku en vinskapurinn hófst að marki í landsprófi, en þá sátum við saman í bekk. Þetta var eins konar þríeyki, því Sigurkarl Sigurbjörnsson varð einnig mjög náinn vinur okkar og við tókum upp á ýmsu sameigin- legu félagarnir sem yljar manni um hjartarætur í minningunni. Ég get eiginlega ekki talað um Jón öðru vísi en að minnast á Kalla í leiðinni. En þessi vetur, og þeir næstu, voru fyrst og fremst skemmtilegir. Kalli fórst voveiflega í húsgrunni uppi í Mosfellsbæ ásamt föður sínum. Fljótlega urðu heimili okkar opin okkur á hvaða tíma sem var, hvort sem var heima hjá mér í Álfheim- um, hjá Jóni á Kambsveginum eða hjá Kalla á Langholtsveginum. Þannig mættu þeir Jón og Kalli iðulega í fjölskylduboð heima, og á jólunum var spilað púkk, sem Jón var einstaklega laginn við og út- sjónarsamur. Iðulega fórum við saman t.d. í heimsóknir til skóla- systra, m.a. heim til Gunillu, sem síðar varð eiginkona hans. Eitt sinn komum við þar á gamlárskvöld og var tekið á móti okkur eins og höfðingjum og boðið upp á sænska smárétti sem voru þannig á bragðið að maður þurfti að venjast þeim. Jón fór fögrum orðum um gestrisni hjónanna og réttina, og hefur örugglega lagt vel inn með því til seinni ára. Við félagarnir unnum einnig saman í byggingarvinnu að sum- arlagi vestur við Kaplaskjólsveg hjá pabba Kalla sem var bygg- ingameistari. Það var skemmtilegt sumar, eins og reyndar fleiri sem við áttum saman í blíðu og stríðu. Þar sýndi Jón vissa skipulagshæfi- leika við naglhreinsun á móta- timbri, sem of langt mál væri að út- skýra hér, en umhugsunarvert af hverju fleiri tóku ekki upp síðar. Við félagarnir ferðuðumst einnig saman. Langminnisstæðast er ferðalag sem við fórum í um páskana og var áfangastaður Öræfasveitin, staður sem enginn okkar hafði áður augum litið. Með í för voru einnig vinkonur okkar, Gunilla, Dóra og Jóhanna, en fyrst og fremst var þetta vinskapur allra í hópnum og græskulaust gaman. Við komust reyndar aldrei lengra en að Kirkjubæjarklaustri, því Núpsvötn voru í foráttuvexti og engum þar fært yfir, ekki einu sinni fjallagarpnum Guðmundi Jón- assyni sem var með í för. En það var ekkert látið trufla ferðagleðina, heldur farið niður á sanda og dvalið á Klaustri. Á þeim tíma var fólk ne- stað að heiman til slíkra ferðalaga, enginn matur keyptur. Með í far- angrinum okkar var forláta köku- box sem hafði að geyma smákökur frá mömmu sem nefndust „Guddu- kökur.“ Þessar kökur fannst Jóni öðrum kökum betri og hafði án þess að ég vissi farið til mömmu og beðið hana um að setja þær í minn nestispoka. Og auðvitað gerði mamma það! Við fórum einnig saman í Þórs- merkurferð, sem var okkur visst sjokk, vegna þess að við sakleys- ingjarnir höfðum aldrei upplifað annan eins gleðskap og þessa versl- unarmannahelgi. En ferðin var stórkostleg. Við félagarnir stunduðum líka körfubolta saman með ÍR, en þar var Jón langfremstur meðal jafn- ingja, og komst m.a. í íslenska landsliðið. Hann fór m.a. til Banda- ríkjanna með landsliðinu sem í ferðinni kom fram í skemmtiþætti Eds Sullivans, sem var langþekkt- asti skemmtiþáttur vestan hafs á þeim tíma. Jón vissi snemma hvert hugurinn stefndi. Ég held hins vegar að hann hefði viljað verða flugmaður, en gleraugnanotkun hindraði það. Mér er minnisstætt samtal, sem hann átti um jólaleytið þegar hann var í 5. bekk í MR, við Jóhann móð- urbróður minn sem var prófessor í tannlækningum. Þá mátti vera ljóst hvert hugurinn stefndi. Hann gifti sig og fór til Þýskalands í tann- læknanám ásamt Gunillu.Þá togn- aði nokkuð á strengnum milli okk- ar, en hann slitnaði aldrei. Þar eignaðist hann börnin Helenu, Söru og Tómas og þau misstu einnig barn sem var þeim þungbær raun. Þegar heim kom hófu þau hjónin þegar starf við tannlækningar, skyndilega var klippt á þann feril eftir 12 ár þegar Jón var hætt kom- inn í flugslysi á Selfossi. Sjóninni varð ekki bjargað, og lengi vel var Jón mjög ósáttur við hlutskipti sitt í lífinu. Hver hefði ekki orðið það? En þá reyndi stundum á þolinmæði fjölskyldunnar og vina. Jón fór seinna að hafa meira samband við mömmu, aðallega símleiðis, og ég veit að það var þeim báðum mikils virði. Þá voru oft rifjaðir upp gaml- ir tímar. Einnig áttum við oft skemmtileg símtöl, ekki síst meðan ég bjó norður í landi. Minnisstætt er þegar við Jón fór- um út að borða fisk á Þremur Frökkum fyrir nokkrum árum. Sennilega hafa þjónarnir verið farnir að gefa okkur auga, svo lengi sátum við, en svo margt var rifjað upp, og mikið hlegið. Þessi veit- ingahúsferð er algjörlega ógleym- anleg í minningunni. Fyrir nokkrum árum giftist Jón henni Elfu-Björk Gunnarsdóttur. Það var honum mikil gleðistund og þau miklir og nánir félagar allt til hinstu stundar. Ég sagði í upphafi að mennirnir áforma, en Guð ræður. Það á svo sannarlega við um vin minn Jón Jónasson, sem gat svo margt, vildi svo margt, en lífið leyfði honum ekki nema takmarkað. Það er erfitt að horfa á eftir bestu vinum sínum. En minningin er björt. Elfa-Björk, Helena, Sara, Tómas, Erla Kristín og aðrir ættingjar. Guð varðveiti ykkur. Blessuð sé minning Jóns Jónassonar. Geir A. Guðsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.