Morgunblaðið - 10.03.2006, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 57
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Einholt 6 | Tónlistaruppákoma verður 11.
mars kl. 21–22 í nýju Listgalleríi að Einholti
6. Íslensk armæða verður dubbuð upp á
amerískan mæðumáta, „Mississippi style“.
Hlöðver B. Jökulsson, Tómas A. Ragn-
arsson og Rúnar Þ. Þórisson munu sjá um
tónlistarflutning.
Salurinn | Danski sellósnillingurinn Erling
Blöndal Bengtsson fagnar því að 60 ár eru
frá því að hann hélt sína fyrstu tónleika.
Hann mun flytja fyrstu og síðustu einleiks-
svítu Bachs ásamt verkum eftir Atla Heimi,
tileinkuðu Erling, og danska tónskáldið
Benzon. Tónleikarnir verða 11. mars kl. 16.
Miðaverð 2.000/1.600 kr.
Myndlist
Artótek Grófarhúsi | Steinunn Helgadóttir
myndlistarmaður sýnir ljósmyndir og DVD í
Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sjá nánar á
artotek.is.
Bananananas | K-298 HH-49. K-299
HH-50. Einnota plastmál með skrýtinni
brúnni skán. K-300 HH-51.
Einholt 6 | „Munúðarfull“ myndlistar- og
hönnunarsýning þeirra hjóna Bigga Breið-
dal og Ásu Heiðar Rúnarsdóttur myndlist-
arkonu. Opið kl. 16–18.45.
Gallerí Fold | Sveinbjörg Hallgrímsdóttir
sýnir handþrykktar tréristur í Baksalnum.
Til 12. mars.
Gallerí Humar eða frægð! | Sýning á veg-
um Leikminjasafns Íslands um götuleikhóp-
inn Svart og sykurlaust. Ljósmyndir, leik-
munir, kvikmyndasýningar. Opið kl. 12–17
laugardaga, 12–19 föstudaga og 12–18 aðra
virka daga. Lokað sunnudaga.
Gallerí Lind | Svava K. Egilson sýnir blönd-
uð verk, málverk-textíl og vatnsliti.
Gallerí Sævars Karls | Hafsteinn Michael
sýnir olíumálverk og teikningar til 23.
mars. Opið virka daga kl. 10–18 og laug-
ardaga kl. 10–16.
Grafarvogskirkja | Sýning Svövu Sigríðar í
Átthagahorni bókasafns Grafarvogs. Til 25.
mars.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum
Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí.
Handverk og Hönnun | Sýningin „Auður
Austurlands“ er opin alla virka daga á skrif-
stofutíma hjá Handverki og hönnun.
Hrafnista í Hafnarfirði | Sjö málarar frá
Félagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í Menn-
ingarsal til 21. mars.
i8 | Tumi Magnússon sýnir til 29. apríl.
Kaffi Milanó | Sigurbjörg Gyða Tracey er
með myndlistarsýningu. Verkin eru olía á
striga. Flestar myndirnar eru af hestum.
Karólína Restaurant | Óli G. með sýn-
inguna Týnda fiðrildið til loka apríl.
Kling og Bang gallerí | Huginn Þór Arason
og Jóhann Atli Hinriksson sýna Glory Hole
og Sara Björnsdóttir sýnir Hellinn á bak við
ennið. Opið er fim.–sun. kl. 14–18. Aðgangur
er ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning.
Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal -
Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar-
inbjarnar - Máttur litarins og spegill tímans.
Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og Safnbúð
opin á opnunartíma.
Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður
fjalla um nokkur verk á sýningum Gunn-
laugs Blöndals og Snorra Arinbjarnar, kl.
12.10-12.40. Ókeypis aðgangur. Kaffistofan
býður upp á létta rétti í hádeginu.
Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick –
Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfar-
ar. Safnið er opið alla daga nema mánu-
daga. Nánari upplýsingar á www.listasafn.-
akureyri.is.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir 20 „minningastólpa“ unna á um-
ferðaskilti víðsvegar í Reykjavík til 28.
ágúst.
Safn | Verk Roni Horn á þremur hæðum.
Skúlatún 4 | Aðstandendur Skúla sýna
ýmiss konar teikningar ásamt fjölda gesta-
listamanna og taka sjálfir á móti gestum og
leiðbeina þeim um sýninguna. Opið kl. 15–
18 á fimmtudag, föstudag, laugardag og
sunnudag.
Studio 6 | Margeir „dire“ Sigurðarson sýn-
ir „semi-sjálfsportrait“ í Studio 6 á Ak-
ureyri og inniheldur sýningin innsetningu
af þrívíddarverkum og ljósmyndir. Sýningin
opnar 10. mars kl. 17–20 og stendur út
mars.
Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís-
lenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu
kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari
hluta 19. aldar.
Rætur rúntsins er heiti á sýningu með ljós-
myndum hollenska ljósmyndarans Rob
Hornstra sem stendur í Myndasal. Mynd-
irnar eru afrakstur af ferðum Robs um Ís-
land á sl. ári.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning
Guðfinnu Ragnarsdóttur um ættfræði.
Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins frá
tímabilinu 1969–1979 í máli og myndum.
Opið daglega kl. 13–18.30 til 1. apríl.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik Örn
sýnir ljósmyndir.
Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn
með uppstoppuðum veiðidýrum ásamt
skotvopnum og veiðitengdum munum. Op-
ið alla daga kl. 11–18. Sjá nánar á hunting.is.
Þjóðminjasafn Íslands | Boðið er upp á
fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru
sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið
alla daga nema mánudaga kl. 11–17.
Skemmtanir
Cafe Catalina | Vignir Sigurþórsson úr
Borgarnesi spilar og syngur.
Classic Rock | Idol sýnt á stórum skjám á
Classic Rock.
Klúbburinn við Gullinbrú | Trúbadorararnir
Halli og Kalli skemmta, frítt inn. 11. mars er
dansleikur með hljómsveitinni Smack.
Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og
hljómsveit leika föstudags- og laugardags-
kvöld frá kl. 23.
Vélsmiðjan Akureyri | Danshljómsveit
Friðjóns skemmtir föstudags- og laug-
ardagskvöld. Útgáfukynning á nýjum safn-
diski, 44 íslensk dans- og dægurlög með
danshljómsveit Friðjóns, verður kl. 22 á
laugardagskvöld.
Fyrirlestrar og fundir
AFS | Aðalfundur AFS verður haldin 11.
mars kl. 13 í húsnæði Félags bókagerð-
armanna á Hverfisgötu 21. Málþing sem
ber yfirskriftina „Forskot til framtíðar“
hefst kl. 14.30 Meðal gesta verður forseti
alþjóðasamtaka AFS, Tachi Casal.
Kaffi Sólon | Aðalfundur Form Ísland-
samtaka hönnuða verður haldinn 3 apríl nk.
kl. 17, á annarri hæð á veitingastaðnum
Kaffi Sólon Bankastæti. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundastörf.
Friðrik V | Á næsta hádegisverðarfundi
FKA mun Jón Ásgeir Hreinsson frá hönn-
unarfyrirtækinu Studiobility fjalla um
óhefðbundnar og hefðbundnar markaðs-
aðferðir. Fundurinn er öllum opinn. Skrán-
ing á fka@fka.is og í s. 570 7267.
Garðabæjardeild Rauða krossins | Aðal-
fundur Garðabæjardeildar Rauða krossins
verður haldinn 13. mars kl. 20–22 í hús-
næði deildarinnar. Almenn aðalfundarstörf
og tvö fræðsluerindi verða flutt.
Norræna húsið | Í tilefni af 20 ára afmæli
Stofnunar Sigurðar Nordals síðar á þessu
ári efnir stofnunin til málþings um menn-
ingu á Íslandi og íslensk fræði í nútíð og
framtíð í samvinnu við Ritið, tímarit Hug-
vísindastofnunar Háskóla Íslands. Mál-
þingið er í dag kl. 14–17. Frummælendur:
Ása Richardsdóttir, framkvæmdastjóri Ís-
lenska dansflokksins, Björn Ægir Norð-
fjörð, aðjúnkt í kvikmyndafræði við HÍ,
Gauti Kristmannsson, lektor í þýðingafræði
við HÍ, Haraldur Bernharðsson, málfræð-
ingur og stundakennari við HÍ, Haukur Ingv-
arsson, bókmenntafræðingur og skáld, og
Hilma Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og rit-
stjóri Kistunnar. Fundarstjóri er Úlfar
Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sig-
urðar Nordals.
Oddi - Félagsvísindahús HÍ | Bandaríski
sagnfræðingurinn Susan Stryker flytur fyr-
irlestur kl. 12–13 í fyrirlestraröð Samtak-
anna ’78, Kynhneigð, menning, saga.
Fréttir og tilkynningar
Ferðafélagið Útivist | Jeppaferð á Eyja-
fjallajökul – Mýrdalsjökul 11.–12. mars, brott-
för frá Hvolsvelli kl. 10.
Samtök sykursjúkra | Samtök sykursjúkra
halda fræðslufund fyrir sykursjúka og að-
standendur þeirra 11. mars kl. 14 í fundarsal
Heilbrigðistofnunar Austurlands (HSA),
Laugarási 17, Egilsstöðum. Gengið inn hjá
sjúkraþjálfun. Allir velkomnir.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Daggarvellir - Sérhæð Hafnarf.
Laus strax. Glæsileg fullbúin 129 fm efri hæð í nýju fjórbýli.
Eign sem mikið er lagt í. Náttúrusteinn og parket á gólfum,
glæsilegar innréttingar frá Innex og vönduð tæki. Eign í al-
gjörum sérflokki. Verð 29,9 millj.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Í TENGSLUM við niðurfellingu
aðgangseyris að sýningum í Lista-
safni Íslands verður komið til móts
við safngesti með aukinni þjónustu
og fræðslu. Þjónustan er miðuð við
almenna gesti auk sérsniðinnar
dagskrár fyrir hópa. Fyrirlestrar
og erindi um afmarkað málefni, al-
menn leiðsögn á sunnudögum kl.
14 og í hádeginu alla þriðjudaga
eru fastir liðir í fræðsludagskránni
auk sérstakra viðburða. Dag-
skrárliðurinn Þankar um myndlist
– spurt og spjallað er settur á dag-
skrá í hádeginu á föstudögum til að
gefa safngestum tækifæri til að
skoða afmarkaða þætti sýninganna
eða taka virkan þátt í þeirri um-
ræðu sem tengist sýningum safns-
ins.
Í dag, föstudag, kl. 12.10–12.40
mun Helgi Þorgils Friðjónsson
myndlistarmaður fjalla um nokkur
verk á sýningum Snorra Ar-
inbjarnar og Gunnlaugs Blöndals.
Á morgun kl. 11–12 flytur Harpa
Þórsdóttir listfræðingur fyrirlestur
um list Gunnlaugs Blöndals.
Ókeypis aðgangur –
aukin fræðsla
Helgi Þorgils Friðjónsson talar um
verk Snorra Arinbjarnar og Gunn-
laugs Blöndals í dag.
SIGRÚN Harðardóttir sýnir um
þessar mundir í Hafnarborg í Hafn-
arfirði vídeóverk og tvö málverk.
Vídeóverkið er gagnvirkt og gef-
ur áhorfandanum tækifæri til þess
að vera virkur þátttakandi í sköpun
þess. Listaverkið er við fyrstu sýn
tveir hverir á risatjaldi en er áhorf-
andinn labbar nær breytast þessar
tvær myndir, fyrst í fjórar og að
lokum sex. Þá er áhorfandinn um-
lukinn voldugri náttúru sem gefur
frá sér hljóð sem hann stjórnar. Á
miðju gólfi sýningarsalarins eru níu
snertifletir sem virkja breyting-
arnar á risatjaldinu. Áhorfandinn er
tónlistarstjóri í sinfóníu náttúrunn-
ar.
Sigrún segir að fólk hafi tekið
mjög vel í þetta en að greina hafi
mátt feimni fólks við að stíga á
teppið þar sem snertifletirnir eru.
„Fólk hélt bara að þetta væri part-
ur af verkinu og fylgdi kurteis-
isreglum sem hafa loðað við listsýn-
ingar frá upphafi. Þessi sýning er
liður í því að brjóta niður þessa
múra.“ Börnin kunnu vel við að
hoppa á teppinu og sjá náttúruna
breytast, að sögn Sigrúnar. Hún
segir sýninguna virðast höfða til
barna enda stafar áhugi hennar
sjálfrar á hverum af minningum úr
barnæsku. „Meðan það tíðkast er-
lendis að fara með börnin í dýra-
garðinn um helgar fóru íslensk
börn á hverasvæði. Ég er alin upp
við það að fara að heimsækja
hverina.“ Listamanninum er aug-
ljóslega mikilvægt að brýna fyrir
fólki mikilvægi hvera í tilveru okk-
ar. „Ég uppgötvaði það ekki fyrr en
ég hafði búið erlendis hversu ein-
stakt þetta var.“
Sýningin stendur til 27. mars, kl.
11–17, alla daga nema þriðjudaga.
Myndlist | Sigrún Harðardóttir hefur alla tíð verið hugfangin af hverum
Tónlistarstjóri í
sinfóníu náttúrunnar
Morgunblaðið/Ómar
Sigrún gengur um á hverasvæðinu í Hafnarborg.
Í KVÖLD halda nemendur
Listaháskólans gjörningahátíð á
4. hæð Nýlistasafnsins (gengið
inn frá Grettisgötu). Gjörn-
ingaveðrið skellur á klukkan 20
með viðburðaríkri dagskrá þar
sem gestir fá að njóta ýmissa
karaktera úr hugarfylgsnum
myndlistarnema.
Lofað er óvenjulegri skemmtun
og fjöri sem mun standa langt
fram á kvöld með miklu diskó-
drullumalli og sjúkum gúrkum í
majonesfílingi sem hafa ýmislegt
til málanna að leggja.
Hitað verður upp fyrir fjörið
með gerningi við Gróttuvita
klukkan 18 og þaðan er gestum
boðið að taka þátt í píslargöngu
nútímans upp að Nýlistasafni.
Brestur á með
gjörningaveðri
Einn listnemanna, Una Björk Sigurðardóttir, við gjörning í Kringlunni.