Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 64
64 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
S
túlknahljómsveitin Coco-
Rosie er væntanleg hing-
að til lands, en sveitin
heldur tónleika á
skemmtistaðnum NASA
við Austurvöll miðvikudaginn 17.
maí næstkomandi. Það eru syst-
urnar Bianca og Sierra Casady sem
mynda kjarnann í CocoRosie, en
þær fá fjölda tónlistarmanna til liðs
við sig á tónleikum.
Systurnar, sem báðar eru fæddar
í Bandaríkjunum, ólust ekki upp
saman, en árið 2003 var Bianca á
ferðalagi í París og ákvað að heim-
sækja systur sína sem þá bjó í borg-
inni. Þær höfðu ekki sést í tíu ár en
þrátt fyrir það náðu þær strax mjög
vel saman og hófu samstarf, en báð-
ar höfðu þær fengist við tónlist frá
blautu barnsbeini. Snemma árs 2004
kom fyrsta plata sveitarinnar út, La
Masion de Mon Reve, og vakti hún
töluverða athygli. Í kjölfarið fóru
þær í tónleikaferðalag og á því
ferðalagi fæddist önnur plata Coco-
Rosie, Noah’s Ark, sem hlotið hefur
góðar viðtökur bæði gagnrýnenda
og almennings.
Dansa ballett með Antony
Tónleikar CocoRosie hafa vakið
mikla athygli, en á þeim syngur
Sierra og spilar á píanó, hörpu, gítar
og flautu og Bianca syngur og sér
um ásláttinn, sem felst meðal annars
í því að hrista hluti, sveifla gull-
keðjubelti og spila á gamlan eldhús-
vask. Að sögn Biöncu mun svipað
verða uppi á teningnum á tónleik-
unum hér á landi, en ómögulegt sé
hins vegar að spá fyrir um hverjir
muni stíga á stokk ásamt þeim systr-
um. „Við vitum ekki fyrr en á síðustu
stundu hverjir koma fram á tónleik-
unum með okkur. Við skiptum tón-
listarmönnum út eftir því í hvernig
skapi bæði við og þeir sjálfir eru
hverju sinni,“ segir Bianca, en á
meðal þekktra tónlistarmanna sem
komið hafa fram með CocoRosie er
Antony úr hljómsveitinni Antony
and the Johnsons, sem söng meðal
annars með þeim systrum í einu lagi
á Noah’s Ark. Bianca segir hann
hafa haft mikil áhrif á þær systur.
„Hann hefur veitt okkur innblástur
á marga mismunandi vegu. Okkur
finnst til dæmis mjög gaman að
ærslast með honum, og að dansa
ballett með honum í sjónum,“ segir
hún.
Frá París til New York
Bianca og Sierra bjuggu lengi vel
saman í íbúð í París en þær búa nú í
sitt hvoru lagi í New York. „Já, við
bjuggum lengi saman en það er liðin
tíð. Ég held að það fyrirkomulag hafi
komið sér vel þegar við vorum að
byrja í tónlistinni. Sköpunargleðin
var í hámarki á þessum tíma og við
fundum okkur vel saman. Við erum
hins vegar mjög öfgakenndar,
stundum langar okkur að vera mikið
saman, en stundum viljum við vera í
einrúmi. Þetta er stundum erfitt, en
öll sambönd eru erfið á köflum,“ seg-
ir Bianca, sem kann vel við sig í New
York.
„Hérna finnst mér ég eiga heima,
þótt Sierra kunni kannski betur við
sig í París. Við höfum kynnst fullt af
fólki hérna og eigum góða vini, sem
sumir eru miklir listamenn,“ segir
hún. Í tónlistarsköpun sinni blanda
systurnar saman ólíkum menningar-
heimum og tónlistarstefnum, þær
syngja um Jesú Krist og hafnabolta,
nota dýrahljóð og leikföng, og skapa
þannig fremur framsækna og ögr-
andi tónlist.
Þekkir lítið til Íslands
Aðspurð segir Bianca einfalda
skýringu á tilkomu nafnsins Coco-
Rosie. „Móðir okkar kallaði okkur
Coco og Rosie þegar við vorum litl-
ar.“ Hún segir að engin sérstök
verkaskipting sé í hljómsveitinni.
„Við erum alltaf að gera mismunandi
hluti. Við skiptum líka mjög oft um
hlutverk þegar við erum að semja
hvert lag,“ segir Bianca, sem er ekki
eingöngu í tónlistinni. „Ég er líka
myndlistarmaður og rithöfundur.
Ég er til dæmis að fara að opna sýn-
ingu í New York þar sem ég mun
sýna teikningar. Ég mun þó aldrei
hætta að sinna tónlistinni,“ segir
Bianca, sem aldrei hefur komið til
Íslands, en hún hlakkar mikið til
ferðarinnar.
„Ég veit því miður mjög lítið um
landið, en ég hef þó kynnst nokkrum
sterkum og fallegum íslenskum kon-
um,“ segir hún og bætir því við að
hún þekki lítið til íslenskrar tónlist-
ar. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin
þá hef ég ekki hlustað mikið á ís-
lenska tónlist,“ segir Bianca að lok-
um.
Tónlist | CocoRosie á leið til landsins
Framsækin
og ögrandi
systrasveit
Móðir systranna kallaði þær Coco og Rosie og þannig kom nafn hljómsveit-
arinnar til.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
Miðasala á tónleika CocoRosie er
hafin. Miðasalan er á Miði.is og fer
fram í verslunum Skífunnar í
Reykjavík, í verslunum BT á Ak-
ureyri og á Selfossi og á event.is.
Miðaverð er 3.400 kr. auk 250 kr.
miðagjalds.
Hefndin er á leiðinni
Sýnd með íslensku tali.
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
Magnaður framtíðartryllir
með skutlunni Charlize Theron.
AEON FLUX kl. 6 - 8 - 10
BLÓÐBÖND kl. 6 - 8
pride & prejudice kl. 10
eee
V.J.V. topp5.is
eeee
S.V. mbl
eeee
A.G. Blaðið
G.E. NFS
eee
Ó.H.T. RÁS 2
Frá höfundi „Traffc“
Fyrir besta aukahlutverk karla
George Clooney.
eeee
„Skemmtilegasti
furðufugl ársins!"
- Roger Ebert
„Anthony Hopkins sýnir
besta leikinn á ferlinum!"
- Pete Hammond, Maxim
„Stórkostleg!"
- David Germain, AP
Anthony Hopkins sýnir stór-
leik í sínu eftirminnilegasta
hlutverki til þessa í skemmtile-
gustu mynd ársins.
eeee
Ö.J. Kvikmyndir.com
eeeee
Dóri Dna / Dv
eeee
S.v. / Mbl
BESTA MYND ÁRSINS
Bambi II kl. 6
Walk the line kl. 8 - 10:30
Blóðbönd kl. 8 - 10
The Chronicles of Narnia kl. 5 (400 kr tilboð á myndin
The New World kl. 5.30 - 8.15 og 11 b.i. 12 ára
The Worlds Fastest Indian kl. 5.30 - 8 og 10.30
Syriana kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 16 ára
Blóðbönd kl. 6 - 8 og 10
Crash kl. 8 og 10.15 b.i. 16 ára
Pride & Prejudice kl. 5,30