Morgunblaðið - 10.03.2006, Síða 65

Morgunblaðið - 10.03.2006, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 65 H vað segirðu gott? Ég segi allt ljómandi, var að koma úr gymminu og var með persónulega bætingu í „concentration curls“ á Preacher-bekk. Þannig ég er eld- hress! Hvenær varstu síðast Wig Wamaður? Wig Wam má sápuþvo á mér afturendann. Kanntu þjóðsönginn? Nei, og ég fullyrði það að það kann ekki einn ein- asti maður á landinu þennan blessaða þjóðsöng. Af- hverju mumla allir með söngnum á landsleikjum en síðan öskra allir þegar kemur að „Ísland þúsund ár, ÍSLAND ÞÚÚÚÚSUND ÁÁÁÁÁÁR!“ Það er bara vegna þess að þetta er alltof flókinn þjóð- söngur. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ég fór til Miami og skellti mér á skemmtistaðinn hennar Paris Hilton. Stelpan er kannski ekki að fara að finna upp kaldan samruna en hún kann að búa til helvíti góða skemmtistaði. Uppáhaldsmaturinn? Humarfyllt kjúklingabringa með rauðlauksböku „tatin“ og „foie gras“-froðu sem hún móðir mín býr til. Það toppar það ekkert. Bragðbesti skyndibitinn? Serrano er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Burr- ito með kjúkling, gulum baunum, miðlungssterkri sósu og káli. Það er hollt og ekkert eðlilega gott. Besti barinn? Ólíver er málið í dag. En síðan er Þorpið á Patró líka alveg hörkugóður bar. Hvaða bók lastu síðast? Eftir að ég var búinn að lesa Biblíu fallega fólksins, þá miklu snilld, þá ákvað ég að glugga aðeins í ís- lensku útgáfuna af Líkami fyrir lífið. Það voru mis- tök því ég skildi ekki eina setningu í þessari bless- uðu bók, það er engu líkara en að gæinn sem þýddi hana væri þroskaheftur. En síðan sá ég mynd af manninum sem þýddi hana, ekki nóg með það að hann heitir Hávar þá er hann vaxinn eins og Woody Allen. Hefur hann einhvern tímann lyft lóð- um á ævinni? Veit Bill Phillips af þessu? Hvaða leikrit sástu síðast? Ég sá síðast Sjálfstætt fólk og það var þegar ég var í MK og þurfti að fara á það. Það voru fjórir tímar sem ég fæ ALDREI aftur. En kvikmynd? A Night At The Roxbury. Ég horfi á hana að með- altali þrisvar sinnum í viku og hún verður bara betri og betri. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Plötu? Það er 2006, ég er með Mp3. Síðasta lag sem ég hlustaði á var „Easy Lover“ með Phil Collins. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Þetta er erfiðasta spurning sem ég hef fengið, ég treysti mér ekki til að svara henni. Ef ég segi Kiss FM þá lemur Ívar Guðmunds mig. Ef ég segi X-FM þá lemur Gunni Samloka mig. Ef ég segi X-ið þá lemur Hafsteinn Austmann mig og ef ég segi FM 957 þá lemja Freysi og Búi mig. Það er ekki hægt að svara þessari spurningu. Besti sjónvarpsþátturinn? 24, Prison Break og Kallarnir. Þetta eru svona bestu þættirnir í dag, myndi ég segja. Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveru- leikaþætti í sjónvarpi? Það myndi fara soldið eftir því hvað það væri. Ef við værum að tala um Survivor eða Fear Factor þá væri ég á heimavelli og myndi rúlla þessu upp. G-strengur eða venjulegar nærbuxur? Ég er nú yfirleitt í venjulegum nærbuxum. Ég tapaði einu sinni veðmáli og þá þurfti ég að ganga í g-streng heilan dag. Það var ekkert sérstaklega þægilegt og hef ég haft það í lágmarki síðan. Helstu kostir þínir? Ég er myndarlegur, skemmtilegur, rómantískur, hreinskilinn, massaður og heiðarlegur. Einnig er ég fáránlega góður rithöfundur og hæfileikaríkur leikari. En gallar? Á það til að vera of rómantískur og kannski full hreinskilinn stundum. Síðan er ég með mikla full- komnunaráráttu. Besta líkamsræktin? Köld lóð í klukkutíma og 45 mínútna skokk á eft- ir. Það er formúlan. Hvaða ilmvatn notarðu? Maður á nú ófá ilmvötnin en David Beckham In- stinct er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Ertu með bloggsíðu? Er ég með bloggsíðu! Það vita nú allir landsmenn að ég er með vinsælustu bloggsíðu landsins sem heitir kallarnir.is. Þess má geta að kallarnir.is eru frumkvöðlar í hópbloggi. Pantar þú þér vörur á netinu? Ég prófaði það einu sinni. Gerði heiðarlega til- raun og ákvað að panta Puma-skó. Það fannst mér rosalega góð kaup þangað til að ég fékk þá. Þá kom í ljós að þetta var Pyma-skór en ekki Puma-skór. Kannski ekki alveg jafn góðar vörur en ég er samt mikill Pyma-aðdáandi í dag. Flugvöllinn burt? Ég gæti reynt að vera meira skítsama, en ég held mér tækist það ekki. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda okkar? Ertu með rakaðan pung eða hefurðu rakað pung?Morgunblaðið/Ásdís Massaður og heiðarlegur Íslenskur aðall | Gillzenegger Gillz tapaði einu sinni veðmáli og þurfti að ganga í g-streng í heilan dag. Aðalsmaður vikunnar er einn þekktasti blogg- ari landsins og sendi nýverið frá sér bókina Biblía fallega fólksins. Til viðbótar er hann annar tveggja umsjónarmanna sjónvarpsþátt- arins Kallarnir. Vinsælasta myndin á Íslandi í dag ... og heimsins frægasta rannsóknarlögregla gerir allt til þess að klúðra málinu… Bleiki demanturinn er horfinn... ALLT TENGIST Á EINHVERN HÁTT FREISTINGAR GETA REYNST DÝRKEYPTAR eee H.J. Mbl. eee V.J.V.Topp5.is eee S.K. DV SEXÍ, STÓRHÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI eee V.J.V. Topp5.is eee S.V. MBL ***** L.I.B. Topp5.is **** Ó.Ö. DV **** kvikmyndir.is SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI AEON FLUX kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára. AEON FLUX VIP kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 SYRIANA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára. BLÓÐBÖND kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 CASANOVA kl. 5:50 - 8 - 10:20 NORTH COUNTRY kl. 6:30 B.i. 12 ára. MUNICH kl. 9 B.i. 16 ára. BAMBI 2 M/- Ísl tal kl. 4 Litli Kjúllin M/- Ísl tal kl. 4 OLIVER TWIST kl. 4 B.i. 12 ára. Frá höfundi „Traffc“ Framúrskarandi samsæris- tryllir þar sem George Clooney sýnir magnaðan leik. eee V.J.V. topp5.is eeee A.G. Blaðið eeee S.V. mbl G.E. NFS eee Ó.H.T. RÁS 2 KEVIN KLINE STEVE MARTIN JEAN RENO BEYONCÉ KNOWLES A.G. / Blaðið eeeee Dóri Dna / Dv eeee Ö.J. Kvikmyndir.com eeee V.J.V. Topp5.is eeee S.v. / Mbl Fyrir besta aukahlutverk karla George Clooney. na) THE NEW WORLD kl. 5 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára. THE PINK PANTHER kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 UNDERWORLD 2 kl. 10:45 B.i. 16 ára. DERAILED kl. 8 B.i. 16 ára. BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 4 - 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.