Morgunblaðið - 24.03.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÍU manns starfa hjá Fæðingaror-
lofssjóði í Reykjavík og ætlar enginn
þeirra að flytjast búferlum er starf-
semi sjóðsins verður flutt í Húna-
vatnssýslur, að sögn Hallveigar
Thordarson, deildarstjóra fæðingar-
orlofsdeildar hjá Tryggingastofnun
ríkisins. „Auðvitað eru starfsmenn
ósáttir þegar störfin eru tekin frá
þeim,“ segir hún innt eftir því hvern-
ig þessi flutningur leggist í starfs-
menn.
Starfsmönnum var tilkynnt í upp-
hafi þessa árs að starfsemin yrði flutt
til Húnavatnssýslna í byrjun næsta
árs. Ákvörðunin var tekin af þáver-
andi félagsmálaráðherra, Árna
Magnússyni. Fæðingarorlofssjóður
hefur hingað til verið í vörslu Trygg-
ingastofnunar ríkisins (TR) og hefur
starfsemin verið í húsakynnum TR í
Reykjavík. Vinnumálastofnun tekur
hins vegar við vörslu sjóðsins þegar
starfsemin verður flutt og er undir-
búningur breytinganna á hendi þeirr-
ar stofnunar en í góðri samvinnu við
TR, að því er fram kom í máli Jóns
Kristjánssonar félagsmálaráðherra á
Alþingi í fyrradag. „Fyrir liggur að
Tryggingastofnun mun sinna verk-
efninu á grundvelli gildandi þjón-
ustusamnings út árið 2006,“ upplýsti
ráðherra ennfremur á Alþingi. Miðað
er við að starfsemi sjóðsins verði
komin til Húnavatnssýslna í byrjun
janúar 2007. Nákvæm staðsetning
hefur ekki enn verið ákveðin.
Hallveig segir að af níu starfs-
mönnum sjóðsins séu fimm háskóla-
menntaðir. Starfsemi sjóðsins sé
nokkuð sérhæfð. Hún segir að allt
verði gert til að reyna að koma starfs-
mönnunum í önnur störf hjá TR.
Tveir hafi reyndar þegar fengið aðra
vinnu og láti þeir af störfum hjá
sjóðnum hinn 1. maí nk. Það þýði að
ráða verði tvo í þeirra stað tímabund-
ið út árið. Búast megi við að fleiri láti
af störfum hjá sjóðnum þegar líða
taki á sumarið og að ráða verði aðra
tímabundið í þeirra stað þar til starf-
semin verður flutt.
Hallveig segir að þessar breyting-
ar auki á álag starfsmanna sjóðsins.
Hún bendir einnig á, í því sambandi,
að þjálfa þurfi nýja starfsmenn sem
taka eigi við starfseminni.
Um tólf þúsund launamiðar
sendir út á ári
Fæðingarorlofssjóður annast
greiðslur til foreldra sem eiga rétt til
greiðslu í fæðingarorlofi. Lög um for-
eldra -og fæðingarorlof, og þar með
starfsemi sjóðsins, tóku gildi 1. jan-
úar 2001. Sjóðurinn heyrir undir fé-
lagsmálaráðherra.
Hallveig segir að um fjögur til
fimm þúsund börn fæðist á ári hverju
og að umsóknir til sjóðsins séu í sam-
ræmi við það. „Við sendum út í kring-
um tólf þúsund launamiða á ári
hverju.“ Hún segir að ekki sé hægt að
sækja um greiðslur úr sjóðnum með
rafrænum hætti. Flestir skili inn um-
sóknum til þjónustumiðstöðvar TR í
Reykjavík, umboða TR hjá sýslu-
mönnum víða um land eða með pósti.
Félagsmálaráðherra sagði á Al-
þingi í fyrradag að stefnt væri að því
að átta svæðisvinnumiðlanir í öllum
landsfjórðungum, þ.á m. vinnumiðlun
höfuðborgarsvæðisins, veittu eftir
breytingarnar ráðgjöf og þjónustu
vegna fæðingarorlofsgreiðslna. Út-
reikningar myndu þó fara fram á ein-
um stað. „Þjónustan verður bætt frá
því sem nú er, að minnsta kosti að
þessu leyti,“ sagði ráðherra. „Það
getur vel komið til greina að í Reykja-
vík verði t.d. sérfræðingateymi auk
þess sem fjölmargir starfsmenn
munu veita þjónusturáðgjöf í hverj-
um landshluta fyrir sig. Reynslan
hefur sýnt að mjög margir foreldrar
leita í dag til Tryggingastofnunar rík-
isins vegna foreldra- og fæðingaror-
lofsgreiðslna með því að senda tölvu-
póst eða hringja. Ef svo er breytir
engu hvar á landinu fólk er statt. Raf-
ræn stjórnsýsla eykst ár frá ári og er
það vel. Það er mjög æskilegt fyrir al-
menning að geta leitað eftir þjónustu
hins opinbera án þess að þurfa að
taka sér frí frá vinnu eða skóla til að
heimsækja tilteknar stofnanir og
eyða í það bæði tíma og peningum.“
Enn liggja ekki fyrir endanlegar
ákvarðanir um fjölda starfsmanna
sjóðsins fyrir norðan. Kostnaður
vegna breytinganna liggur heldur
ekki fyrir, að sögn Hönnu Sigríðar
Gunnsteinsdóttur, skrifstofustjóra
félagsmálaráðuneytisins.
Níu manns starfa hjá Fæðingarorlofssjóði í Reykjavík
Enginn níu starfsmanna
sjóðsins flytur með norður
Morgunblaðið/Ásdís
Fjögur til fimm þúsund börn fæðast á ári hverju og umsóknir til Fæðingar-
orlofssjóðs eru í samræmi við það. „Við sendum út í kringum tólf þúsund
launamiða á ári hverju,“ segir Hallveig Thordarson deildarstjóri.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR Íslands staðfesti
í gær dóm Héraðsdóms Reykjavík-
ur yfir Scott McKenna Ramsay og
dæmdi hann til 18 mánaða fangels-
isvistar, en þar af eru 15 mánuðir
skilorðsbundnir í þrjú ár, fyrir að
hafa orðið manni að bana á
skemmtistað í Keflavík í nóvember
2004.
Hann var einnig dæmdur til að
greiða foreldrum mannsins samtals
2,3 milljónir króna í skaða- og
miskabætur. Hæstiréttur staðfesti
dóm héraðsdóms að öllu leyti, utan
þess að í dómi Hæstaréttar kemur
fram að einn dagur sem Ramsay
sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins
komi til frádráttar fangelsisdómin-
um.
Ramsay er breskur ríkisborgari
en búsettur hér á landi. Játaði hann
að hafa slegið Flemming Tolstrup,
danskan hermann, einu hnefahöggi
með þeim afleiðingum að hann lést.
Hann sagðist hafa orðið reiður þeg-
ar hinn látni gerðist nærgöngull við
kærustu hans og því slegið hann.
Segir í dómi Hæstaréttar að ekki
verði hjá því litið hversu alvarlegar
afleiðingar hafi hlotist af broti
Ramsay og að ekki verði talið að
framkoma hins látna hafi gefið
nokkurt tilefni til árásarinnar.
Alvarlegri afleiðingar
en við var að búast
Á hinn bóginn segir Hæstiréttur
að ekki verði séð að Ramsay hafi
beitt sérlega hættulegri aðferð við
atlöguna, sem gerð hafi verið í
skammvinni geðshræringu, og ljóst
sé að afleiðingarnar af hnefahögg-
inu hafi orðið mun alvarlegri en við
mátti búast. Réttarmeinafræðingur
hafi þannig borið að við hverjar
2.500 krufningar vegna áverka sem
hljótast af líkamsárásum megi bú-
ast við einu tilviki sem þessu. Segir
ennfremur í dóminum að gögn beri
það með sér að brotið hafi verið
Ramsay þungbært og að hann hafi
gert það sem í hans valdi hafi stað-
ið til að bæta fyrir það.
Dóm Hæstaréttar kváðu upp
hæstaréttardómararnir Árni Kol-
beinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir
og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Verjandi Ramsay var Ásgeir Jóns-
son hdl., en sækjandi í málinu var
Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari.
Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir Scott Ramsay
18 mánaða fangelsi
fyrir að verða
manni að bana
Yfirlýsing frá
verslunarstjórum
Krónunnar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá 12 versl-
unarstjórum Krónunnar:
„Vegna lesendabréfs fyrrver-
andi starfsmanns Krónunnar og
fjölmiðlaumfjöllunar í kjölfarið,
viljum við verslunarstjórar Krón-
unnar taka fram að við kapp-
kostum að fara eftir kjarasamn-
ingum. Við virðum lögbundin
réttindi starfsmanna okkar varð-
andi matar- og kaffitíma og leggj-
um áherslu á góðan starfsanda.
Ánægt og metnaðarfullt starfsfólk
er forsenda þess að verslanirnar
geti veitt viðskiptavinunum sem
besta þjónustu.
Alls eru 250 starfsmenn í 11
verslunum Krónunnar, þar af eru
190 í hlutastarfi. Það er metn-
aðarmál okkar verslunarstjóranna
að starfsfólk okkar sé vel upplýst
og ánægt í starfi, en það er lyk-
ilatriði í því að Krónan sé og verði
raunhæfur valkostur á lág-
vörumarkaði.
Anna Marín Ragnarsdóttir
Ástþór Jónsson
Bjarni Sigurðsson
Egill Pálsson
Lárus Arnar Guðmundsson
Margeir Steingrímsson
Rakel Jónasdóttir
Sandra Gunnarsdóttir
Sara Rós Þórðardóttir
Steingrímur Valgarðsson
Sigurður Bragason
Úlfur Eggertsson“
Karlmenn í
meirihluta
KARLMENN eru í meirihluta í flest-
um nefndum á vegum ráðuneytanna
og undirstofnana þess, að því er
fram kemur í svari forsætisráð-
herra, Halldórs Ásgrímssonar, við
fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar.
Þegar einstök ráðuneyti eru skoð-
uð kemur í ljós að munurinn á milli
kynjanna er hlutfallslega mestur í
nefndum á vegum landbúnaðarráðu-
neytisins, karlmönnum í vil. Hlutfall
karla er þar samtals 88%, að því er
fram kemur í svarinu. Félagsmála-
ráðuneytið er hins vegar eina ráðu-
neytið þar sem konur eru samtals
hlutfallslega fleiri í nefndum, en þar
er hlutfallið 55% konum í vil.
Hlutfall karla í nefndum á vegum
samgönguráðuneytisins er samtals
81%, hlutfall karla í nefndum á veg-
um sjávarútvegsráðuneytisins er
samtals 80% og hlutfall karla í
nefndum á vegum iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytisins er samtals 77%.
Hlutfall karla í nefndum á vegum
fjármálaráðuneytisins er samtals
69%, hlutfall karla í nefndum á veg-
um forsætisráðuneytisins er samtals
68%, hlutfall karla í nefndum á veg-
um heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins er samtals 60%
og hlutfall karla í nefndum á vegum
umhverfisráðuneytisins er samtals
60%.
Hlutfall karla í nefndum á vegum
menntamálaráðuneytisins er sam-
tals 55% og hlutfall karla í nefndum
á vegum dóms- og kirkjumálaráðu-
neytisins er samtals 54%. Ekki voru
upplýsingar um nefndir utanríkis-
ráðuneytisins í svarinu.
Mannréttinda-
skrifstofa fær
hæsta styrkinn
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur út-
hlutað átta milljónum króna í styrki
til verkefna á sviði mannréttinda-
mála. Hæsta styrkinn hlaut Mann-
réttindaskrifstofa Íslands, alls 4,6
milljónir króna, og næsthæsti styrk-
ur rann til Mannréttindastofnunar
Háskóla Íslands, 1,5 milljónir króna.
Þá fékk Félag heyrnarlausra 300
þúsund króna styrk og sömuleiðis
Heimili og skóli til fræðslu og gerð-
ar bæklings á ýmsum tungumálum
fyrir nýja Íslendinga.
Félag guðfræðinema fékk 400
þúsund krónur, Island-Panorama
500 þúsund krónur til fræðslu- og
ráðgjafarverkefnis gegn útlend-
ingafælni og útlendingahatri, Ung-
mennafélag Íslands 300 þúsund
krónur til forvarna gegn kynferð-
islegu ofbeldi á börnum og Mann-
réttindanefnd ELSA 100 þúsund
krónur til opinna funda, fræðilegrar
umræðu og samstarfs við fé-
lagasamtök á vettvangi mann-
réttinda.
ÓTRÚLEGA vel hefur gengið að
fylla lestir skips sem sigla á til Nam-
ibíu fullhlöðnu af varningi fyrir kon-
ur og börn. Segir María Kristjáns-
dóttir, sem stendur fyrir söfnuninni
ásamt dóttur sinni, að líklega sé skip-
ið að að verða fullt.
Eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær er búið að kaupa skipið
Hring til Namibíu, þar sem synir og
fyrrverandi eiginmaður Maríu reka
útgerð, og var ákveðið að nota tæki-
færið og senda varning til kvenna og
barna í landinu. Viðbrögðin létu ekki
á sér standa. „Þetta gengur ótrúlega,
það eru bæði fyrirtæki og ein-
staklingar sem gefa og mikið leik-
skólar, en ég er sjálf leikskólakenn-
ari,“ segir María. „Manni líður eins
og Hróa hetti, ég á bara ekki orð.“
Hún segir að mikið hafi safnast af
leikföngum og barnahúsgögnum auk
þess fólk og fyrirtæki hafi gefið tals-
verðan fjölda af saumavélum.
María segir að varningurinn verði
fyrst um sinn vistaður á tollsvæði fyr-
irtækis sona sinna og fyrrverandi
eiginmanns í Namibíu og ekki sé
reiknað með vandamálum samfara
því að flytja hann inn í landið.
Hægt er að ná í Maríu í síma
664 5845.
„Líður eins og Hróa hetti“