Morgunblaðið - 24.03.2006, Qupperneq 28
Daglegtlíf
mars
„ÞAÐ sem greinir kynin fyrst og fremst að,
fyrir utan líkamlega eiginleika, er mótun
samfélagsins. Við fæðumst inn í þetta sam-
félag og þar eru viðteknar reglur og gildi
sem við lögum okkur að. Mótun samfélags-
ins hefst strax frá fyrsta degi. Hún kemur
fram í öllu viðmóti fólks við börn og í öllum
fyrirmyndum barnanna,“ segir Sólveig Karv-
elsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands.
Nýlega birtist kafli eftir Sólveigu um áhrif
samfélagsmótunar á hegðun kynjanna í bók-
inni Kynjamyndir í skólastarfi en hún er
skrifuð af átta konum, háskólakennurum,
fjórum frá Háskóla Íslands og fjórum frá
Kennaraháskóla Íslands. „Samfélagsmótunin
ræður miklu um það að konur haga sér á
annan hátt en karlar, því það hefur verið
ætlast til þess frá því þær voru börn. Það er
talið að samfélagsmótunin sé miklu sterkari
áhrifaþáttur hvað varðar hegðun en áður var
haldið. Það er gjarnan gert ráð fyrir því að
vissir eiginleikar tilheyri öllum konum, bara
af því þær eru konur. Það er merkilegt
vegna þess að við vitum að konur hafa mis-
jafna eiginleika eins og sérhver ein-
staklingur.“
Eins og manngangur í skák
Sólveig segir samfélagsmótunina líka hafa
áhrif á karla. „Strákar mega ekki vera við-
kvæmir, þeir mega helst ekki gráta og full-
orðnum karlmönnum finnst erfitt að sýna til-
finningar. Hins vegar er annar vandi, sem
konur glíma við fremur er karlar, og það er
þessi útlitskrafa sem er mjög vægðarlaus
gagnvart konum og kemur harðast niður á
unglingsstúlkum. Maður veltir fyrir sér
hvernig þetta endar. Mér finnst sumar kon-
ur hafa gengið langt, sérstaklega ungar
stúlkur, í því að mæta þessari kröfu. Þessi
ofuráhersla á útlitið er heftandi og tekur
tíma og hugsun sem væri hægt að verja í
svo miklu mikilvægari þætti. Konur hafa
slitið af sér ýmsa fjötra í gegnum tíðina en
setja sig í nýja fjötra þar sem eru óvægnar
kröfur um útlitið. Ég er ekki að tala um að
við megum ekki halda okkur til en við verð-
um að losna undan öfgunum. Þessi út-
litskrafa er að aukast hjá strákum líka en
hún er ekki eins vægðarlaus og hjá stúlk-
unum.“
Sólveig líkir hegðun kynjanna við mann-
ganginn í skák þar sem við skiptumst í tvo
hópa og förum eftir föstum leikreglum. „Við
förum mjög stíft eftir leikreglum, varðandi
útlit, klæðnað, framkomu og starfsval og yf-
irleitt varðandi það sem telst vera við hæfi
fyrir karl eða konu. Það er krafan að við
víkjum ekki af leið og virðum „manngang-
inn“. Ef karlmenn fara til dæmis að færa sig
í átt til einhvers sem telst kvenlegt þá er
hnýtt í þá.“ Sólveig segir kynjaskiptingu
jafnvel byrja strax á meðgöngu. „Það virðast
vera bundnar ákveðnar væntingar við hvort
kynið, ef það er strákur þá
verða ósjálfrátt aðrar vænt-
ingar til hans en til stelp-
unnar. Það er talað um hvað
hann sé pattaralegur og
skæli kröftuglega, hún er
sæt prinsessa, það er strax í
orðræðunni sem kynin eru
skilgreind. Ungar stelpur geta leikið sér eins
og strákar, þó það sé ekki endilega vel séð,
en það er frekar hægt að umbera það en ef
strákar eru mikið í dúkkuleik. Við virðumst
hafa mikla þörf fyrir þessa aðgreiningu og
þekkjum ekki annað. Við erum svo forrituð
að við sjáum ekki þessa ólíku kynjamótun.“
Eiga að vera til fyrirmyndar
Sólveig segir þó þróun í gangi sem ætti að
draga smám saman úr kynjamuninum. „Kon-
ur eru að styrkjast og það er í vaxandi mæli
farið að líta á þær sem hæfar til að takast á
við ýmis verkefni sem þær töldust ekki hæf-
ar til áður. En það hallar enn á konur á
mörgum sviðum og þetta gamla viðhorf að
konur séu síður hæfar en karlar, er enn til
staðar, jafnvel þó þær séu komnar með
mikla menntun. Ég hef trú á því að þetta
breytist en það á eftir að taka langan tíma.
Það sem mér finnst kannski verst er að
margar yngri konur virðast ekki átta sig á
þessari mismunun og staðhæfa að fullt jafn-
rétti sé komið á.“ Sólveig segir hugsanlegt
að konur hiki við að taka að sér stjórn-
unarstöður því krafan til þeirra sé svo mikil.
„Þær þurfa að líta óaðfinnanlega út, vera
helst færari en karl í sömu stöðu, gegna
starfinu athugasemdalaust og vera samt fyr-
irmyndarhúsmæður, eiginkonur og mæður.
Það er engin tilviljun að heilsufari kvenna
hrakar, það getur enginn þolað til lengdar
það álag sem er á mörgum útivinnandi kon-
um og konum í stjórnunarstöðum nema til
komi góður stuðningur varðandi heimili og
börn. Ég vona að með aukinni menntun
kvenna láti þær meira til sín taka og fái
tækifæri til þess, að þær hætti að vera svona
hljóðar og hikandi og finni sinn innri styrk,“
segir Sólveig að lokum.
KYNIN | Fara eftir föstum leikreglum
Vægðarlaus
útlitskrafa
fjötrar konur
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Það er engin tilviljun að heilsufari kvenna
hrakar, það getur enginn þolað til lengdar það
álag sem er á mörgum útivinnandi konum og
konum í stjórnunarstöðum nema til komi góð-
ur stuðningur varðandi heimili og börn.
Morgunblaðið/Jim Smart
Mótun samfélagsins hefst frá fyrsta degi. Að klæða stelpu í bleikt og strák í blátt er dæmi um það.
Morgunblaðið/ÞÖK
Sólveig Karvelsdóttir
Bókina Kynjamyndir í skólastarfi er hægt að
panta hjá Rannsóknarstofnun Kennarahá-
skóla Íslands í síma 563 3827.
„ÉG MAN ekki eftir að hafa tekið
gríðarlegu ástfóstri við neinn
ákveðinn einn hlut,“ segir Guðrún
Gunnarsdóttir, söngkona og dag-
skrárgerðarmaður. „En það er ein
mynd sem mér þykir undur vænt
um og það er mynd eftir Elías Hall-
dórsson sem er pabbi Gyrðis Elías-
sonar. Lítil mynd sem maðurinn
minn gaf mér á 35 ára afmælinu
mínu og orti mjög fallegt ljóð til
mín sem ber sama nafn og myndin,
Undir grænum himni. Ég á nú bara
þessa einu mynd eftir Elías en
myndi langa til að eignast fleiri.
Það er kannski eini hluturinn sem
mér þykir virkilega vænt um.“
Silfur, vesti, svunta og skotthúfa
Fyrir utan kaffivélina og ýmsa
aðra hluti, sem henni finnst vænt
um svona dags daglega nefnir Guð-
rún hluti úr upphlut, sem hún eign-
aðist eftir frænku sína.
„Þetta eru mjög gamlir gripir,“
segir hún. „Ég á silfrið, vesti,
svuntu og skotthúfu, sem ég erfði
eftir frænku mína og nöfnu en ég
er skírð í höfuðið á henni og Ólafi
manni hennar og heiti Guðrún Ólöf
fullu nafni. Þau bjuggu að Keldu í
Ísafjarðardjúpi þangað sem ég fór
nánast á hverju sumri, sem barn í
Djúpið með foreldrum mínum og
systkinum. Þetta var yndislegt og
alltaf sól. Frænka mín bjó þarna ein
en Ólafur lést sama ár og ég fædd-
ist þannig að ég sá hann aldrei en
ég man vel eftir henni. Það var ynd-
islegt að komast vestur í sveitina og
ég veit ekkert fegurra en Vestfirði
að sumri til í stillu og sól. Ég fer
sjálf með börnin mín þangað á
hverju sumri, það er engu líkt.“
HLUTUR MEÐ SÖGU | Guðrún Gunnarsdóttir og myndin góða
Myndinni fylgdi fallegt ljóð
Morgunblaðið/ÞÖK
Guðrún Gunnarsdóttir með myndina góðu eftir Elías Halldórsson, sem
hún fékk í afmælisgjöf frá manni sínum ásamt ljóði.
Morgunblaðið/ÞÖK
Skotthúfa, vesti, belti og svunta.
krgu@mbl.is