Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 33 MENNING A›alfundur Avion Group hf. ver›ur haldinn í fijó›minjasafni Íslands, laugardaginn 1. apríl 2006 og hefst klukkan 13.00. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Sk‡rsla stjórnar um sí›astli›i› starfsár. 2. Ársreikningur fyrir li›i› starfsár ásamt sk‡rslu endursko›anda lag›ur fram til sta›festingar. 3. Ákvör›un um me›fer› hagna›ar sí›astli›ins starfsárs. 4. Ákvör›un stjórnarlauna og flóknun til endursko›enda. 5. Breytingar á samflykktum. 6. Stjórnarkjör. 7. Kosning endursko›enda. 8. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum. 9. Önnur mál löglega fram borin. Atkvæ›ase›lar og önnur fundargögn ver›a afhent á fundarsta› frá kl. 10 á fundardegi. Frambo›sfrestur til stjórnar rennur út mánudaginn 27. mars nk., kl. 13.00. Frambo›um skal skila skriflega til stjórnar Avion Group hf., Hlí›asmára 3, Kópavogi. Avion Group hf., Hlí›asmára 3, Kópavogi. A›alfundur Avion Group w w w . a v i o n g r o u p . i s – íslensk sókn um allan heim Söngleikurinn um litlu hryll-ingsbúðina er einn afþessum stóru, sígildusöngleikjum sem er sýnd- ur út um allan heim með reglulegu millibili. Upprunalega er verkið sprottið af kvikmynd frá sjöunda áratugnum sem á rætur að rekja til B-mynda kúltúrs. Sem söng- leikur byrjaði verkið nærri Broad- way árið 1982 og nær þar fljótlega að vaxa og ná þeim vinsældum sem það nýtur við enn þann dag- inn í dag. Til Íslands kom verkið fyrst árið 1984 þegar Hitt leik- húsið setti það upp í Íslensku óperunni og síðan var verkið sett upp í Borgarleikhúsinu árið 1998. Nú er verkið komið á fjalir Leik- félags Akureyrar sem mun frum- sýna þeirra uppfærslu í kvöld. Græðgisvæðing Verkið segir frá Baldri sem vinnur í blómabúðinni hans Mark- úsar. Dag einn uppgötvar hann undarlega plöntu sem hann nefnir Auði II í höfuðið á sinni heittelsk- uðu. Í ljós kemur að plantan þrífst á mannablóði og því meira sem hún vex þeim mun meira blóð þarf hún að fá sem skiljanlega hefur al- varlegar afleiðingar í för með sér. „Það er mjög skemmtilegur hrjúf- leiki og íronía í þessum söngleik,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri LA og jafnframt leik- stjóri sýningarinnar. „Það er broddur í verkinu og jafnframt mikill húmor. Í því er deilt á græðgisvæðinguna sem á ágætlega við á Íslandi í dag. Verkið er um peningahyggju, að eignast og eign- ast meira og að allt sé falt fyrir fé. Það er á sama tíma mikill húmor í því hvernig sagan er skrifuð og í persónunum. Það eru mjög litríkar persónur og skemmtilegar, svolítið teiknimyndalegar á köflum. Í þess- ari uppsetningu er svolítið meira rokk en áður hefur verið gert, við þorum að fara út í öfgarnar og ganga svolítið langt í hverja áttina fyrir sig.“ Samkomuhúsið nötrar Guðjón Davíð Karlsson, gjarnan þekktur undir nafninu Gói, er ung- ur leikari á uppleið. Hann fer með eitt af aðalhlutverkunum í verkinu sem er hlutverk Baldurs blóma- sölumanns „Þetta er búið að vera alveg æð- islegt æfingatímabil,“ segir Guð- jón. Það er búið að vera mikið púsluspil síðustu daga að koma öllu saman; ljósum, hljóði, dönsum, leik og hljómsveit og öllu þessu.“ Að hans sögn verður rokkið og rólið í algleymingi í þessari upp- færslu. „Samkomuhúsið hérna á Akureyri nötrar alveg á meðan æfingum stendur.“ Þrátt fyrir að vera mikill aðdá- andi kvikmyndarinnar Little Shop of Horror, sem gerð var eftir söngleiknum með Steve Martin og Rick Moranis í aðalhlutverkum, er Guðjón á því að þetta verk henti mun betur leikhúsinu. „Þetta verk er svo rosalega mikið leikhús og það hefur verið voðalega gaman að fylgjast með þessum göldrum við uppfærsluna. Maður er orðin vanur svo miklum tæknibrellum í bíói, það er ekkert nýtt við það. Það er alltaf gaman að sitja í leikhúsi og vita það að brellurnar eru ekki gerðar í tölvu, heldur er verið að gera þær fyrir framan nefið á manni. Mér finnst það alltaf voðalega heillandi. Þetta er voðalega mikil galdra- sýning. Leikhúsið hefur vinning- inn yfir bíóinu, að þessu sinni alla vega.“ Galdrar leikhússins Guðjón hrósar sérstaklega fólk- inu á bak við mannætublómið Auði II sem hann segir að sé ein- staklega vel gert. „Það eru engar fréttir að Andr- ea Gylfadóttir (hún talar fyrir Auði II)er stórkostleg söngkona og það er alveg með ólíkindum hvað hún er flott Auður II. Og svo er það Guð- jón Þorsteinn Pálmason sem er inni í plöntunum. Hann er alveg í svaka- legu hlutverki að hreyfa varirnar og láta þær passa við röddina henn- ar Andreu. Þetta er mjög raunveru- legt. Mér bregður stundum þegar ég er að tala við þessa dúkku og hún verður allt í einu ekki lengur dúkka heldur risastór planta sem er að hóta því að éta mig. Þá fæ ég alltaf smáhroll,“ segir Guðjón og hlær. Leikhús | Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Litla hryllingsbúðin í Samkomuhúsinu í kvöld Rokk og rósir Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Litla hryllingsbúðin segir frá Baldri sem vinnur í blómabúð. Dag einn uppgötvar hann undarlega plöntu sem hann nefnir Auði II í höfuðið á sinni heitt- elskuðu. Í ljós kemur að hún þrífst á mannablóði og því meira sem hún vex þeim mun meira blóð þarf hún sem hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér. eftir Howard Ashman. Tónlist: Alan Menken. Byggt á samnefndri kvikmynd Roger Corman. Handrit: Charles Griffith. Þýðing á bundnu máli: Megas. Þýðing á lausu máli: Einar Kára- son. Leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir. Brúðuhönnun: Bernd Ogrodnik. Danshöfundur: Ástrós Gunn- arsdóttir. Tónlistarstjórn: Kristján Edel- stein. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leikarar: Andrea Gylfadóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Hauk- ur Jóhannesson, Þráinn Karlsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Esther Talía Casey, Ardís Ólöf Víkingsdóttir og Guðjón Þor- steinn Pálmarsson. Leikstjórn: Magnús Geir Þórð- arson. Litla hryllingsbúðin ÞÓRA Kristjánsdóttir listfræð- ingur heldur í dagfyrirlestur um „Myndlistarmenn fyrri alda á Ís- landi“ Fyrirlesturinn hefst kl. 14.50 og er í Ketilhúsinu í Lista- gili á Akureyri. Allir eru velkomn- ir. Þóra leitar fyrst og fremst að listamönnunum bak við verkin, og einskorðar sig því í meginkafl- anum við gripi eftir nafngreinda menn, en fjallar í stuttu máli um listgripi frá miðöldum sem kynnu að vera eftir íslenska listamenn. Elstu gripirnir með nafni höf- undar eru stólarnir frá Grund í Eyjafirði. Benedikt Narfason, sem setti nafn sitt á stól Þórunnar Jónsdóttur á Grund, hlaut uppeldi sitt og menntun í klaustrinu á Munkaþverá og hefur trúlega ver- ið þar munkur. Elstu málverkin eru hinsvegar eftir Björn Gríms- son sem menntaðist í útlöndum í lok 16. aldar. Þóra fjallar um á þriðja tug íslenskra listamanna sem störfuðu hér á landi á 16., 17. og 18. öld. Myndlistarmenn fyrri alda Í FRÉTT blaðsins um undir- ritun samstarfssamnings vegna útgáfu nýrrar bókar um lista- manninn Erró í gær misritaðist að hlutaðeigendur væru Hafþór Yngvason og Sigurður Svav- arsson. Hið rétta er að Páll Valsson undirritaði samstarfs- samninginn ásamt Hafþóri, eins og myndin sýnir. Leiðrétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.