Morgunblaðið - 24.03.2006, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LANGÞRÁÐUR draumur minn
hefur ræst – ég er flutt í Hafn-
arfjörðinn.
Bæjarstæði Hafnarfjarðarbæjar í
Hafnarfjarðarhrauni
er eitt af fallegustu
bæjarstæðum Íslands.
Hafnfirðingar hafa
getað glaðst yfir fögru
sambýli við náttúruna
sem er einstakt hér á
landi. Ekki er hægt að
segja það sama um
sambýlið við álverið.
Stór hluti bæjarins
er nú kominn í allnáið
sambýli við þessa for-
ljótu verksmiðju í
Straumsvík og þykir
sumum íbúum nóg um
nábýlið eins og það er nú þegar, en
þegar við bætist fyrirhuguð stækk-
un álversins fer hrollur um marga,
ekki síst þá Hafnfirðinga sem búa á
Holtinu, enda ljóst að mengun mun
ekki síst aukast í þá áttina (aldrei
dytti mér í hug að kaupa húsnæði
þarna á álverssvæðinu). Vita Hafn-
firðingar að ekki er einu sinni gert
ráð fyrir besta hugsanlegum búnaði
vegna flúormengunar? Jafnvel þótt
fyrirhuguð stækkun
lyti ströngustu um-
hverfisstöðlum og full-
komins hreinsibúnaðar
er ljóst að loftmengun
af álverinu yrði veru-
leg og er þá ekki
minnst á sjónmengun
og mengun af flutn-
ingum til og frá ál-
verinu.
Því miður virðast
eigendur álversins
ætla að keyra stækk-
unina í gegn af offorsi.
Hrannar Pétursson,
upplýsingafulltrúi Alcan, hefur
ítrekað lýst því yfir að Alcan efist
um lögmæti almennrar atkvæða-
greiðslu Hafnfirðinga um afstöðu til
stækkunarinnar. Í umræðum um
atkvæðagreiðsluna svaraði hann því
til að það væri „brot á leikreglum“
að efna til atkvæðagreiðslunnar, og
voru þau orð látin falla í því sam-
hengi að Alcan hefði þegar eytt um
500 milljónum í verkið. Ekki kom
fram hvaða leikreglum, hverjir hafa
sett þær og í þágu hverra þær eru.
Það er auðvitað einkennilegt að
Alcan sé á móti því að haldin verði
kosning um stækkunina. Alcan ætti
þvert á móti að sjá sóma sinn í því
að ýta undir atkvæðagreiðslu íbú-
anna um þessa stækkun, og væri
það í anda þeirrar stefnu sem tals-
menn fyrirtækisins segjast hafa
markað sér gagnvart sínu nær-
umhverfi. Ekki vilja þeir stækka ál-
verið í ósátt við meirihluta Hafn-
firðinga – eða hvað? Er þeim
kannski nokk sama um hvað okkur
finnst? Alcan lætur þó ekki nægja
að nota upplýsingafulltrúann lengur
til að koma hótunum sínum á fram-
færi. Laugardaginn 5. mars var
sjálfur forsætisráðherra sendur í
fréttirnar með skilaboð frá Alcan,
þess efnis að ef álverið fengist ekki
endurbætt og stækkað yrði því lok-
að á næsta áratug. Er ekki illa
komið fyrir lýðræðinu í landinu
þegar ráðamenn eru farnir að send-
ast fyrir álkónga með svona skila-
boð? Hvað eru þetta annað en hót-
anir í garð Hafnfirðinga um að leyfa
nú álrisanum að fara sínu fram,
annars …
Ég segi eins og litlu börnin:
Farðu, vondi kall! Við skulum nýta
þetta fallega svæði undir eitthvað
mannbætandi og uppbyggilegt (t.d.
heilsuhæli fyrir þá sem eru orðnir
helsjúkir af völdum mengunar!)
Vinstri grænir í Hafnarfirði hafa
talið nauðsynlegt að rödd íbúa fái
að heyrast í þessu máli. Þeir hafa
sent áskorun á bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar um að efna til atkvæða-
greiðslu meðal Hafnfirðinga um
stækkun álversins. Þetta er ólýs-
anlega mikilvægt hagsmunamál
allra Hafnfirðinga og varðar lífs-
gæði þeirra og ekki síst barnanna
þeirra og ekki bara það – öllum
heiminum kemur það við að Íslend-
ingar skuli ætla að vera fremstir í
flokki að eitra andrúmsloftið í heim-
inum!
Ég hef að vel athuguðu máli
ákveðið að styðja vinstri græna
héðan í frá – eina stjórnmálaaflið
með skýra línu: burt með álmeng-
un! Ég hvet að lokum almenning til
að kynna sér tengsl álmengunar og
tíðni Alzheimers. Ég hvet líka til
þess að allir hugsandi menn lesi sér
til um hversu mikið magn raun-
verulega af eiturefnum fer frá ál-
verum út í andrúmsloftið daglega
og hvaða skemmdarverk þessi eit-
urefni vinna á mannslíkamanum.
Stöndum saman og stoppum eyði-
legginguna sem verið er að vinna á
bænum okkar, landinu okkar og
ekki síst fólkinu í landinu!
Stækkun álversins er glapræði
Edda Björgvinsdóttir fjallar um
stækkun álversins í Straumsvík ’Stöndum saman ogstoppum eyðilegginguna
sem verið er að vinna á
bænum okkar, landinu
okkar og ekki síst fólkinu
í landinu!‘
Edda Björgvinsdóttir
Höfundur er leikkona.
Í MORGUNBLAÐINU 17.
mars sl. ritar Magnús Kristinsson,
útgerðarmaður, athyglisverða
grein um fisk-
veiðistjórnunarkerfið.
Þar nefnir hann að
sala veiðiheimilda
teljist nauðsynleg hér
á landi „til að stuðla
að hagræðingu og
bættri nýtingu afla-
heimilda“.
Skiljanlegt er að
útgerðarmönnum
finnist sala veiðiheim-
ilda, á því verði sem
þær eru seldar, bæta
nýtingu aflaheimilda.
Útgerðarmenn fengu
aflaheimildir ókeypis en selja þær
síðan til kvótalausra útgerða á
þvílíku okurverði að slíkt er í raun
hegningarlagabrot. Lítum á dæmi.
Fyrir 1 kg. af þorski vill leyfishafi
krókaheimildar fá greitt kr. 98, en
leyfishafi í svokölluðu „stóra
kerfi“ vill fá kr. 136. Samkvæmt
sölutölum Íslandsmarkaðar 18.
mars sl. var meðalverð á óslægð-
um þorski kr. 136,67.
Af þessu má sjá að besta nýting
leyfishafa er að selja aflaheimild-
ina. Hann getur ekki gert út skip
til veiða fyrir 0,67 kr. á hvert afla-
kíló. Það veit hann mæta vel því
útgerð á Íslandi hefur aldrei verið
rekin með þvílíkum hagnaði að
99,51% löndunarverðs afla hafi
skilað sér til útgerðar sem hreinn
hagnaður. Enginn krókabátur hef-
ur heldur verið gerður út sem
skilað hefur 71,71% hreinum
hagnaði af löndunarverði fisks. Í
ljósi þessa er augljóst að núver-
andi fyrirkomulag á sölu aflaheim-
ilda er besta nýting sem núver-
andi leyfishafar geta hugsað sér.
En, Magnús getur kannski bætt
úr því sem stjórnvöld eða Alþingi
hafa ekki getað; þ.e. bent á þau
lög sem heimila nú-
verandi leyfishöfum
að selja þær aflaheim-
ildir sem þeir fá út-
hlutað til nýtingar. Í
núgildandi lögum um
stjórn fiskveiða stend-
ur að leyfishöfum sé
heimilt að framselja
réttinn til annars að-
ila, með samþykki
Fiskistofu. Sam-
kvæmt íslenskri orða-
bók þýðir „að fram-
selja“, að afhenda. Í
umræddu tilviki,
segja lögin um stjórn fiskveiða, að
leyfishafa sé heimilt að afhenda
öðrum aðila hin úthlutuðu réttindi.
Hvergi er minnst á að þar skuli
koma gjald fyrir; enda fylgir út-
hlutuninni hvorki eignarréttur né
varanlegt forræði.
Útvegsmenn hafa skýlt sér á
bak við þá fullyrðingu að þeir séu
að selja rétt til veiða. Þetta er
fullyrðing sem hvorki heldur vatni
né vindi. Þó ég kaupi 1.000 kg. af
þorski af leyfishafa, öðlast ég eng-
an rétt til að veiða þau kíló. Ég
hef hins vegar keypt þennan hluta
af heildarafla viðkomandi leyf-
ishafa. Réttinn til að veiða þetta
hlutfall mitt verð ég að fá frá
Fiskistofu; með því að fá veiðileyfi
á einhvern bát sem ég annast
rekstur á. Þegar ég hef fengið
leyfið frá Fiskistofu, get ég farið
og sótt þessi kíló sem ég keypti;
óveidd og syndandi einhverstaðar
í fiskveiðilögsögu okkar. Ég þarf
að greiða allan kostnað við að ná
þessum kílóum á land og fyrir það
fæ ég 28,29% af löndunarverði ef
báturinn er krókabátur, en ein-
ungis 0,49% af löndunarverði ef
báturinn er stærri en 15 tonn, eða
í svokölluðu „stóra kerfi“. Leyf-
ishafinn hins vegar, sem ekki þarf
að leysa skip sitt frá bryggju; ekki
hafa mannskap á launum; ekki
leggja í kostnað vegna veiðanna,
en fékk veiðiheimildir úthlutað
ókeypis frá stjórnvöldum, fær
71,71% af löndunarverði ef hann
seldi krókaleyfi, en 99,51% af
löndunarverði ef hann seldi leyfi í
svokölluðu „stóra kerfi“. Það er
ekki að undra þótt leyfishafandi
útgerðarmenn brosi breitt og tali
um „góða nýtingu aflaheimilda“.
Athyglisvert er að frá upphafi
ólögmætrar sölu veiðiheimilda,
hefur greinilegt samráð verið haft
um verðlagningu veiðiheimilda.
Athyglisvert er að hvorki stjórn-
völd né verðlagseftirlit hafa gert
athugasemd við þetta samráð.
Varla er hægt að ímynda sér að
stjórnvöld séu það sofandi, eða úti
á þaki í þjóðfélagsmálum, að þeim
sé þetta samráð ókunnugt.
En með hvaða hætti er sala
veiðiheimilda hugsanlegt brot á
hegningarlögum? Lítum á 253 gr.
hegningarlaga, en þar segir:
253. gr. „Hafi maður notað sér
bágindi annars manns, einfeldni
hans, fákunnáttu eða það, að hann
var honum háður, til þess að afla
sér með löggerningi hagsmuna
eða áskilja sér þá, þannig að ber-
sýnilegur munur sé á hagsmunum
þessum og endurgjaldi því, sem
fyrir þá koma eða skyldi koma,
eða hagsmunir þessir skyldu veitt-
ir án endurgjalds, þá varðar
það..1) fangelsi allt að 2 árum. 1)
L. 82/1998, 132. gr.“
Útgerðarmaður kvótalauss báts
sem á hvíla skuldir, býr við bág-
indi ef hann getur ekki aflað tekna
með fiskveiðum. Veiðileyfishafar
notfæra sér þetta.
Útgerðarmaður kvótalauss báts
er í raun háður ákvörðun veiði-
leyfishafa um verðlagningu á hin-
um takmörkuðu veiðiheimildum og
verður að kaupa þó verðlagningin
geri hann sjálfan launalausan.
Rétthafi veiðiheimilda hefur
fengið þær til afnota frá stjórn-
völdum, án þess að greiða gjald
fyrir. Rétthafinn hefur fengið
heimild til að afhenda þessar
veiðiheimildir til annars aðila, en
ekki fengið heimild til að selja. Því
er endurgjald það sem rétthafinn
krefst fyrir afhendinguna greini-
legt brot á 253 gr. því hann áskil-
ur sér hagsmuni sem eru langt
umfram allar hugsanlegar heim-
ildir þar að lútandi.
Margt fleira er hægt að segja
um þá merkilegu lögleysu sem hér
á landi er kölluð fiskveiðistjórnun
en látum hér staðar numið í bili.
Er sala veiðiheimilda
nauðsyn?
Guðbjörn Jónsson fjallar
um rétt kvótaeigenda ’Margt fleira er hægt aðsegja um þá merkilegu
lögleysu sem hér á landi
er kölluð fiskveiðistjórn-
un en látum hér staðar
numið í bili.‘
Guðbjörn Jónsson
Höfundur er eigandi
kvótalauss krókabáts.