Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 1

Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 98. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Katherine Jenkins Viðtal við söngkonuna sem hefur heillað tónlistarunnendur 32 Tímarit og Atvinna í dag Tímaritið | Kristján Ingimarsson segir mikilvægt að detta með stæl  Þjóð í rusli  Vísbendingar lárétt og lóðrétt  Heimur vínsins Atvinna | Fjölbreytt störf á öllum sviðum þjóðlífsins  Aukið framboð í verslunarstarfsmenntun 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 LÍTIL hætta er á öðru vígbúnaðar- kapphlaupi, slíkir eru yfirburðir Banda- ríkjamanna um þess- ar mundir, segir George Shultz, fyrr- verandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í viðtali við Morgun- blaðið í dag. „En fólk mun alltaf halda áfram að þróa nýjar gerðir vopna,“ segir Shultz þegar hann er spurður fyrirætlanir Bandaríkjamanna um að þróa nýjar gerðir kjarnorkuvopna. „Það væri gott ef við gætum komið traustari böndum á kjarnorkuvopnin og þar skiptir arfleifð Reykjavíkurfundarins miklu,“ bætir Shultz við. Shultz segir að Reykjavíkurfundur Ron- alds Reagans og Mikhaíls Gorbatsjovs 1986 sé „sennilega mikilvægasti fundur sem haldinn hefur verið vegna þeirra stefnu- mála sem þar voru kynnt, þótt ekki næðist endanlegt samkomulag þá … En þegar einu sinni er búið að kynna tillögur endar það oft með því að þær komast í gegn“. Lítil hætta á vígbúnaðar- kapphlaupi  Hægt að byggja | 20 George P. Shultz svar- ar spurningum blaða- manna á Hótel Loft- leiðum eftir leið- togafundinn 1986. „ÉG SÁ sveðjuna þegar ég var í partíinu, en ég man ekkert eftir því að hafa fengið hana í höfuðið. Ég fann bara þungt högg og vissi ekki af mér fyrr en ég lá í jörðinni,“ segir Einar Ágúst Magnússon í samtali við Morgunblaðið, en hann varð fyrir til- efnislausri líkamsárás í október sl. þar sem höggvið var ítrekað í höfuð hans með sveðju. Tölum ber ekki saman um hvort almennt sé að draga úr ofbeldi eða ekki. Komum á bráða- og slysadeild LSH hefur fjölgað um 10% á milli ára og hefur komum vegna áverka af völdum ofbeldis voru undir áhrifum slíkra efna.“ Tölfræði lög- reglu sýnir rúmlega 64% fleiri fíkniefnabrot árið 2004 en meðalfjölda á árunum 2000 til 2003. Mun- ar þar mikið um fjölgun brota vegna vörslu eða neyslu fíkniefna, en árið 2004 voru þau tæplega 79% fleiri en árin á undan. „Við erum farin að sjá miklu meira af fíkniefn- um, hvort sem það á við um slys, sjúkdóma eða ofbeldi,“ segir Ófeigur Tryggvi. „Þau ná yfir allt litróf mannlegra þjáninga og því miður allan ald- ur – ótrúlega langt niður en ótrúlega lítið upp. Fólk lifir ekki lengi á þessum sterku lyfjum.“ fjölgað í samræmi við það. Samkvæmt tölfræði lögreglunnar fækkaði ofbeldisbrotum hins vegar um 11% árið 2004 samanborið við meðalfjölda frá 2000 til 2003. Þó virðist ekki um það deilt að líkamsárásir séu að verða grófari. „Miklu meira er um vopnaburð en áður var og þá er ég fyrst og fremst að tala um hnífa, en einnig barefli,“ segir Hörður Jóhann- esson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. Hann segir að skýringuna á grófara ofbeldi megi meðal annars rekja til aukinnar neyslu örv- andi efna, einkum amfetamíns. „Við erum með nýleg dæmi um það, frá þessu ári, að árásarmenn Morgunblaðið/Eggert Líkamsárásir grófari en áður og meira um vopn  Árásir | 10 Lögreglan handtekur mann eftir ólæti í röð við skemmtistað í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Nashville, Tennessee. AP. | Ellefu manns létust og a.m.k. 60 slösuðust þegar þrumuveður og skýstrókar gengu yfir Tennessee-ríki í Banda- ríkjunum seint á föstudag. Þá varð mikið eignatjón í óveðrinu, sem eyðilagði vegi, hús og bifreiðar víða um ríkið. Ástandið var verst í Nashville, þar sem 16.000 heimili voru raf- magnslaus af völdum óveðursins. Skýstrókum fjölgaði verulega á fyrsta ársfjórðungi ársins 2006 miðað við síðustu ár, en áætlað er að 286 skýstrókar hafi gengið yfir Bandaríkin á tímabilinu. 11 létust í stormum vestanhafs Washington. AFP. | Í nýjasta hefti bandaríska tímaritsins The New Yorker er því haldið fram að stjórn George W. Bush, forseta Banda- ríkjanna, sé að undirbúa stórfelld- ar loftárásir gegn Írönum. Að sögn tímaritsins mun hún m.a. fela í sér notkun lítillar kjarnorkusprengju til að eyðileggja neðanjarðarbyrgi sem talið er gegna lykilhlutverki í kjarnorkuáætlun Írana. Þetta er fullyrt í grein eftir rannsóknarblaðamanninn Sey- mour Hersh, sem byggð er á við- tölum við ónafngreinda embættis- Bush forseti á síðustu vikum hafið leynilegar umræður um áætlunina gegn Íran með nokkrum lykilþing- mönnum á bandaríska þinginu, þ.m.t. a.m.k. einum þingmanni demókrata. Hersh vitnar ennfremur í fyrr- verandi yfirmann hjá ótilgreindri stofnun varnarmála sem segir að hernaðaráætlunin sé grundvölluð á þeirri trú að „stöðugar loftárásir gegn Íran muni niðurlægja hið trúarlega yfirvald [landsins] og leiða til þess að almenningur muni rísa upp og steypa stjórninni“. menn í Washington. Þar er því m.a. haldið fram að stjórn Bush líti á Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, sem eins konar nútíma Adolf Hitler. Vilja niðurlægja klerkaveldið Þá vitnar Hersh í ónafngreindan ráðgjafa hjá bandaríska varnar- málaráðuneytinu, en að hans sögn telur Hvíta húsið „að eina lausnin á vandamálinu sé að gera breytingar á valdakerfinu í Íran og það þýði stríð“. Samkvæmt greininni hefur Segir Bandaríkin undirbúa árás á Íran ÍTALIR ganga í dag til þingkosninga eftir nokkurra vikna harða og óvæga kosninga- baráttu hægrimannsins Silvios Berlusconis forsætisráðherra og Romanos Prodis, leið- toga vinstriflokkanna. Kjörstöðum verður lokað á morgun, mánudag, en búist er við að kosningarnar verði afar spennandi í ljósi þess að stjórn- arandstöðuflokkar Prodis hafa mælst með allt að fimm prósentustiga forskot á stjórn Berlusconis. Samkvæmt nýjustu könnunum á allt að fjórðungur Ítala eftir að gera upp hug sinn. Vonast stuðningsmenn Berlusconis til að fátækir kjósendur í suðurhluta landsins snúist að lokum á sveif með honum. Napólí gegnir lykilhlutverki í þessari áætlun og þess vegna valdi Berlusconi Napólí sem fundarstað fyrir síðasta kvöld kosningabar- áttunnar í fyrrakvöld, en í ræðu til 10.000 stuðningsmanna sinna sagðist hann leggja áherslu á „kristin einkenni“ Ítalíu og „fjöl- skyldugildi“. Þá sakaði hann vinstriflokk- ana um „svartsýni“ og að upphefja leiðtoga á borð við Lenín, Stalín og Pol Pot. Prodi var hógværari í orðavali á lokafundi í Róm á föstudagskvöld. Hann lagði áherslu á einingu þjóðarinnar og „réttlátara sam- félag þar sem enginn yrði út undan“. Um 47 milljónir Ítala eru á kjörskrá og er búist við að kjörsókn verði um 80%. Ítalir ganga til kosninga Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.