Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 12
– Hversu langt niður? „Við höfum fengið hingað 13 ára börn, en ekki er óalgengt að þetta séu 15, 16, 17 ára unglingar.“ Aukið aðgengi að fíkniefnum Að sögn Karls Steinars Valssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögregl- unni í Reykjavík, á sama þróun sér stað hér á landi og í nágrannalönd- unum. „Auðvitað hefur maður vænt- ingar til þess að við séum að ná til fleiri í fíkniefnaheiminum, en ég óttast að á sama tíma sé aðgengi að aukast verulega. Þá á ég sérstaklega við örv- andi efni. Það virðist vera fyrst og fremst amfetamín og kókaín sem er í umferð, en e-töflur koma og fara. Raunar er það umhugsunarvert að er- lendis er það uppaliðið sem neytir kókaíns, því það þykir dýrt, en hér eru það tvítugir krakkar. Við erum svo rík! Enda er áfengi svo dýrt að það liggur við að fíkniefni séu ódýrari.“ Og lögreglumaður lýsir áhyggjum sínum. Íslendingar þurfi að spyrja sig í hvernig þjóðfélagi þeir vilji búa, því að ástandið fari versnandi. „Ef heróín kemur til landsins gjörbreytist fíkni- efnaheimurinn. Það sýnir reynslan okkur erlendis frá. Víman er svo mik- il að menn gera hvað sem er til að fá efnið og þá snareykst harkan. En skilningurinn er enginn. Hvar er um- ræðan? Það er ekki nógu mikið að gerast í þessum málum!“ Aðgerðir gegn handrukkurum Í einu af skúmaskotum undirheima fíknarinnar þrífast svonefndir hand- rukkarar, gjarnan þekktir brota- menn sem innheimta fíkniefnaskuld- ir. Talsverð umræða hefur spunnist um ofbeldisbrot þeirra og ótta fórn- arlamba við að leggja fram kæru. Til þess að slá á þennan ótta ýtti ríkislögreglustjóri úr vör sameigin- legu átaki sérsveitarinnar og nokk- urra lögregluliða gegn handrukkur- um í maí 2005. Tilgangurinn var meðal annars sá að vekja öryggis- kennd hjá almenningi og auka líkur á að fólk hefði samband við lögreglu ef hótanir hefðu verið hafðar í frammi eða ofbeldi átt sér stað. „Þessar aðgerðir tókust mjög vel,“ segir Karl Steinar. „Við höfðum af- skipti af um 100 einstaklingum sem margir voru handteknir, það komu upp 28 fíkniefnamál og sjö haldlagn- ingar vegna brota á vopnalögum. Það hafa fallið nokkrir héraðsdómar og fleiri mál eru til rannsóknar eða í ákærumeðferð. Þannig að þetta voru mjög umfangsmiklar aðgerðir og við erum ekkert hættir.“ Eitt af því sem gerir lögreglu erf- iðara fyrir en ella eru óskráð síma- kort, en þau gera það að verkum að ekki er hægt að rekja símtöl. Hafa lögreglumenn jafnvel fundið stafla af notuðum slíkum kortum í eiturlyfja- grenum. „Það er mín persónulega skoðun að óskráð símakort auki á vandann,“ segir Hörður. „Þau stuðla að því að menn geta í skjóli nafn- leyndar komið skilaboðum áleiðis og hótunum og erfitt er að bregðast við því.“ Steinhella í höfuðið Á mánudögum er mismikið um að vera í fordyrinu á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Þá fer fram skýrslutaka vegna líkamsárása helgarinnar. Yfir- leitt koma þá upp tíu til fimmtán mál í allri Reykjavík, en það getur farið al- veg niður í tvö, eins og gerðist fyrir hálfum mánuði, að sögn Harðar. Mánudaginn sem blaðamann ber að garði bíða tveir ungir menn rétt yf- ir tvítugu í fordyrinu og eru á leið í skýrslutöku. Annar er með skurð rétt fyrir neðan augað, sem hann segir að muni skilja eftir sig varanlegt ör. Hann fékk steinhellu í höfuðið og vankaðist við það. Veit ekki hvort henni var kastað eða hann var barinn með henni. Piltarnir höfðu ætlað að gera sér glaðan dag. En lánið var ekki með þeim. Ráðist var á þá á bar og síðan aftur úti á götu og voru árásarmenn- irnir nokkrir. Hinn var laminn í göt- una, en náði að standa á fætur og slapp á hlaupum eftir að hafa smeygt sér úr peysu og bol sem árásarmenn- irnir héldu í. Eftir skýrslutökuna segja þeir blaðamanni að þeir hafi tekið þá ákvörðun að kæra ekki, því að vitni hafi skort að atburðarásinni. Það er auðheyrt á þeim að málalokin eru þeim ekki að skapi. Eftirlitsmyndavélum fjölgað Ef eftirlitsmyndavélar hefðu verið á staðnum hefðu lyktir ef til vill orðið aðrar. Í vikunni skilaði viðræðuhópur um löggæslumálefni í Reykjavík, sem skipaður var af dómsmálaráðherra í ágúst 2003, af sér skýrslu þar sem m.a. var lagt til að fjölga eftirlits- myndavélum í miðbænum, en nú eru þær eingöngu staðsettar vestan Lækjargötu. Hörður tekur undir að þörf sé á því að koma fyrir mynda- vélum neðst við Laugaveginn, þar sem margir skemmtistaðir eru. Önnur tillaga viðræðuhópsins var að efla samstarf lögreglu og dyra- varða á skemmtistöðum og er hún þegar komin til framkvæmda. „Fyrir hálfum mánuði áttum við fund með sjö veitingamönnum í miðbænum sem tilbúnir voru í samstarf,“ segir Karl Steinar. „Það felur í sér að þeir fá í hendur talstöðvar á helgarvökt- um og geta komist í beint samband við lögreglu, en einnig átt samskipti sín á milli og hjálpað hver öðrum ef á þarf að halda. Þá verða þeir í sér- merktum klæðnaði, þannig að lög- regla geti þekkt úr dyravörðinn og einnig verður glitmerki fyrir eftirlits- myndavélar. Samstarfinu verður hrint í framkvæmd fyrir mánaðamót apríl maí.“ Með aðgerðum á borð við þessa er verið að höfða til ábyrgðarkenndar veitingahúsaeigenda og vísar Karl Steinar til þess að í Bretlandi beri þeir ríkari ábyrgð en hér. „Það er mikilvægt að stækka lögreglufjöl- skylduna og að hver axli ábyrgð á sínu hlutverki,“ segir hann. Lögreglan nógu sýnileg? Tilgangurinn með viðræðuhópnum var sá að auðvelda lögreglunni stefnumörkun, en hann var skipaður Stefáni Eiríkssyni, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, sem gegndi formennsku, Þorsteini Davíðssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarfulltrúa, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarfull- trúa, Böðvari Bragasyni lögreglu- stjóra og Ingimundi Einarssyni vara- lögreglustjóra. Í skýrslunni var einnig lögð áhersla á eflingu miðborgargæslu um helgar, aðgerðir gegn fíkniefnavanda og sýnilega löggæslu. En nokkur um- ræða hefur verið um síðastnefnda at- riðið, m.a. innan lögreglunnar. Það hefur verið gagnrýnt að lögreglan sé lítt sýnileg í miðborginni um helgar. En árið 1990 hafi almenningur getað gengið að lögreglu vísri á miðborg- arstöðinni, sem lögð hefur verið af, og eins á tveim bílum sem voru fast stað- settir á fyrirfram ákveðnum stöðum. „Þetta hefur verið til umræðu,“ segir Karl Steinar. „Við tókum þá ákvörðun að loka miðborgarstöðinni og nota mannaflann í annað – vera á bílum. Það eru skiptar skoðanir um það í fræðimennsku í löggæslu hvort vænlegra sé til árangurs að hafa 12 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ A ðeins brot af þeim sem lenda í líkamsárásum þiggja áfallahjálp. Að sögn Margrétar Blöndal, hjúkrunarfræðings við Miðstöð áfallahjálpar og Neyðarmóttöku vegna nauðgunar við slysa- og bráðasvið LSH Fossvogi, er ástæðan margþætt. Þó að vaxandi áhersla sé á að bjóða áfallahjálp getur það farist fyrir á fámennum vöktum um kvöld eða helgar, því þeir sem eru í lífs- hættu eru í forgangi. Þá eru mörg fórnarlamba líkamsárása undir áhrif- um áfengis og þiggja ekki aðstoðina af þeim sökum eða muna ekki eftir að þeim hafi verið boðin hún. Einnig áttar fólk sig oft ekki á því að þörfin sé til staðar fyrr en löngu síðar og þá finnst því jafnvel veikleikamerki að óska eftir aðstoð. Ótti og hjálparleysi Starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsprestar sinna sálrænum stuðningi eða áfallahjálp um leið og þau veita aðra þjónustu vegna lík- amsárása. Hjúkrunarfræðingar og læknar á slysa- og bráðadeild skrifa svo beiðni til starfsfólks áfallahjálpar í samráði við þolanda ofbeldis ef ósk- að er eftir frekari sálrænum stuðn- ingi við útskrift af sjúkrahúsinu. „Áfallahjálp er ekki sálfræði- meðferð heldur skammvinnur sál- rænn stuðningur og ráðgjöf,“ segir Margrét. „Áfall er skilgreint sem hætta eða upplifun á hættu sem ógnar lífi eða limum og reynslu þeirra er verða vitni að ofbeldi, lík- amsáverkum eða dauða. Slíkri reynslu fylgir oft mikill ótti, hjálp- arleysi, eða skelfing sem valdið getur ýmiss konar óþægindum, m.a. svo- kölluðum áfallastreituviðbrögðum.“ Áfallastreituviðbrögð eru að sögn Margrétar eðlileg líkamleg, hugræn og tilfinningaleg viðbrögð við áföll- um. „Áfallahjálp beinist að því að draga úr alvarlegum og langvinnum eftirköstum slíkra áfalla og leitast við að reyna að fyrirbyggja að þessi eðli- legu viðbrögð þróist yfir í sjúklegt ástand eða svokallaða áfallaröskun (Post Traumatic Stress Disorder).“ Flestir jafna sig án aðstoðar – Hverskonar afleiðingar getur lík- amsárás haft á andlega heilsu fórn- arlamba? „Fyrst er að geta þess að flestir jafna sig smátt og smátt með stuðn- ingi ættingja og vina og þurfa enga sérstaka aðstoð,“ segir Margrét. „Áhrifin geta stundum verið langvinn og haft hamlandi áhrif á líf fólks. Það er háð alvarleika atburðar, hvernig fólk vinnur úr atburðinum og hvort einstaklingur fær hjálp við úrvinnsl- una hjá sérfræðingum ef áfalla- streituviðbrögð eru mikil og haml- andi.“ Hún segir afleiðingar líkamsárásar á andlega heilsu einstaklingsbundnar. „Það sem vegur þyngst er hversu al- varleg árásin var, hvernig einstakling- urinn upplifði hana, atburðir sem ger- ast í kjölfarið og persónubundnir þættir eða áhættuþættir. Áhættu- þættir eins og kyn, slæm félagsleg staða, fyrri áföll, fyrri geðsaga og að- lögunarleiðir tengjast auknum líkum á langvinnum eftirköstum áfalla og hafa mikið verið rannsakaðir. Það breytir því ekki að sumir atburðir eru þess eðlis að þeir geta valdið mikilli vanlíðan þó að engir áhættuþættir séu til staðar.“ Loka sig af og breyta venjum Að sögn Margrétar felur áfalla- hjálpin m.a. í sér mat á þörf fyrir frek- ari aðstoð, t.d. sálfræðings. „Ef af- leiðingar eru orðnar langvinnar þ.e. sterk áfallastreituviðbrögð mán- uðum saman, er farið að tala um sjúkdóma og sjúkdómseinkenni. Í slíkum tilvikum þarf einstaklingur samtalsmeðferð, sem telst ekki áfallahjálp, og oft lyfjagjöf undir eft- irliti læknis. Samtalsmeðferð veita fyrst og fremst sálfræðingar, læknar, geðhjúkrunarfæðingar og fé- lagsráðgjafar. Sjúkdómar sem tengj- ast áföllum eru áfallaröskun, þung- lyndi, kvíði, áráttu- og þrá- hyggjuröskun, áfengis- og lyfjamisnotkun. Oft fær fólk fleiri en einn þessara sjúkdóma. Þá eru ótalin áhrifin sem breytt hegðun getur haft á félagslega færni og tækifæri í lífinu. Dæmi eru um að fólk loki sig af og breyti mjög sínum venjum eða að vanlíðan brjótist út í hegðun sem umhverfið þolir illa. Stundum endar slíkt með skilnaði eða vandamálum í starfi.“ – Hvað um sálarástand þeirra sem horft hafa upp á líkamsárás? „Það getur einnig orðið mjög slæmt. Áhættuþættir hafa þar áhrif eins og áður er sagt en einnig tengsl við þann sem fyrir árásinni verður. Það hefur mun meiri áhrif að horfa á náinn ættingja eða vin verða fyrir of- beldi en einhvern sem viðkomandi þekkir ekki. Þar hefur áhrif hjálp- arleysið og ábyrgð eða sektarkennd vitnis að hafa ekki getað stöðvað of- beldið jafnvel þótt hann viti að hann hefði ekki getað stöðvað það.“ Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðasviði LSH Líkamsárásir geta valdið andlegum sjúkdómum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Margrét Blöndal M eira er um tilefnislausar líkamsárásir en áður, að mati lögmanna Full- tingis, Gríms Sigurð- arsonar og Óðins Elíssonar. Í þessum tilfellum er fórnarlambið á röngum stað á röngum tíma og skiptir ekki máli hvort það er karl eða kona, gam- alt eða ungt fólk. „Maður er ekki alinn upp við þetta,“ segir Óðinn. „Það ríkir fullkomið virðingarleysi,“ bætir Grímur við. „Þó að það sé fátítt, þá hef ég jafnvel orðið vitni að því að árásarmenn hafi gert lítið úr því sem fram fer í réttarsal og látið sér það í léttu rúmi liggja.“ Venjulegt fólk sem kærir – En eru líkamsárásir grófari? „Þær eru harðsvíraðri,“ segir Grímur. „Menn eru lamdir í höfuðið og þegar þeir detta í götuna, þá er sparkað í þá. Einnig er meira um vopnaburð eins og lögreglan hefur bent á og afleiðingarnar eru alvar- legri.“ – Hverjir eru það sem kæra líkams- árásir? „Flestir sem kæra hafa lent í tilefn- islausri líkamsárás,“ segir Grímur. „Þeir sem stunda slagsmál kæra yf- irleitt ekki. Það fylgir því einfaldlega að vera ofbeldismaður. Þeir sem eru í fíkniefnum eru líka tregir til að kæra; þeir eru of óttaslegnir. Og ég verð nánast ekkert var við að konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geri skaða- bótakröfur vegna líkamstjóns. Þeir sem kæra eru bara ósköp venjulegt fólk sem ráðist er á. Mjög margir láta hjá líða að kæra, enda stundum erf- iðar aðstæður fyrir hendi þegar árás- in á sér stað.“ Getur verið ókeypis að berja fólk – Það þjónar ekki alltaf miklum til- gangi fyrir fórnarlambið að kæra? „Nei, ef einhver lemur þig og er svo heppinn að valda ekki varanlegum skaða, þá eru bætur litlar sem engar,“ segir Óðinn alvarlegur í bragði. – En áhrifin af slíku inngripi í líf fólks geta engu að síður verið alvarleg. „Já, fólk hættir að skemmta sér, vill ekki labba eitt um götur og er óttaslegið,“ segir Óðinn. „Marið fer og bólgan hjaðnar en það er ekki víst að lífið verði samt og áður. Fólk upp- lifir mikla reiði; það hefur verið lamið og finnst að árásarmaðurinn eigi ekki að komast upp með það. Ég hef oft heyrt fólk segja: Hann mátti berja mig; það var allt í lagi! En þetta er ekki í lagi! Fólk vill að árásarmenn hljóti makleg málagjöld. Annars eru varnaðaráhrifin lítil fyrir ofbeld- ismenn. Það ber að dæma fyrir þessa athöfn og má velta því fyrir sér hvort lögbinda eigi lágmarksbætur fyrir þolendur ofbeldisbrota, jafnvel þó engar varanlegar afleiðingar liggi fyr- ir.“ – Eru dómar að hækka? „Já, maður tekur eftir því í kyn- ferðis- og ofbeldisbrotamálum,“ segir Óðinn. „Það gerist ekkert hratt í dómskerfinu, en í alvarlegri málum er breyting að eiga sér stað. Ég held það sé vegna ósamræmis milli fíkniefna- dóma og ofbeldisbrotadóma, en dómar í fíkniefnamálum eru enn alltof háir í samanburði við ofbeldisbrot.“ – Hvernig bregðist þið við ef skjól- stæðingum ykkar er hótað? „Það hefur komið fyrir og það er svo sem auðvelt fyrir okkur að segja fólki að standa á því að kæra,“ segir Óðinn. „En við reynum að benda því á að annars er það í verri málum en áð- ur. Þá er hægt að ganga á það aftur. Lögreglan getur lítið gert nema hægt sé að sanna að hótunin hafi átt sér stað. Þá er hægt að krefjast nálg- unarbanns. Vandinn er að það er erf- itt að eiga við fólk sem hefur sagt sig úr lögum við okkur hin.“ – Hvað á fólk að gera sem lendir í líkamsárás? „Það á að leita til læknis eins fljótt og það kemur því við,“ segir Grímur. „Annars er hætta á því að verjendur haldi því fram að viðkomandi hafi get- að fengið áverkana hvar sem var. Einnig er nauðsynlegt að leita ráð- gjafar hjá lögmanni sem fyrst og í al- varlegri tilfellum og þegar um börn er að ræða eiga brotaþolar rétt á lög- manni á kostnað ríkissjóðs. Fólk á rétt á ókeypis lögmanni frá ríkinu og rétt- argæslumanni í alvarlegri líkams- árásum. Það skiptir máli að það fáist viðurkennt að ráðist hafi verið á þig. Það átta sig til dæmis fáir á því að þeir eiga rétt á bótum úr frí- tímaslysatryggingum, að því gefnu að ekki hafi verið um slagsmál að ræða.“ Grímur Sigurðarson og Óðinn Elísson á lögfræðistofunni Fulltingi Það ríkir fullkomið virðingarleysi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Grímur Sigurðarson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Óðinn Elísson 
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.