Morgunblaðið - 09.04.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.04.2006, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ flýta rannsóknum og stytta meðferð- artímann verulega. Hann leggur þó áherslu á að alvarlegustu ofbeldis- brotin njóti forgangs og séu unnin eins fljótt og mögulegt er. Mildari leið fyrir þolendur? Það getur verið viðkvæmt mál fyrir þolendur að kæra árásarmenn sína, enda getur vaknað ótti um hefndar- aðgerðir. Karl Steinar veltir því þess vegna upp hvort lögregla eigi að taka í ríkari mæli frumkvæði að því að kæra. „Það er mildari leið fyrir þol- endur líkamsárása, því þá er málið ekki hjá þeim. Þeir eru vitni en ekki kærendur.“ Og fleiri vangaveltur eru uppi. Þau gagnrýnissjónarmið hafa komið fram að misræmi sé í því hversu hart dóm- stólar taki á fíkniefna- og auðgunar- brotum, en vægt á ofbeldisbrotum. Hörður tekur undir þá gagnrýni. „Réttarkerfið hefur það hlutverk að draga menn til ábyrgðar fyrir afbrot sem framin eru,“ segir hann. „Líkamsárás er alvarlegt afbrot og gerendur bera bæði refsi- og bóta- ábyrgð. Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort hugsanlega eigi að vera þyngri refsing fyrir algjörlega tilefnislausa líkamsárás. Það hljóta að teljast alvarlegustu brotin að ráðist sé á saklaust fólk og það beitt ofbeldi. Það horfir strax öðruvísi við ef tveir menn slást, því þá endar það alltaf með því að annar lendir undir og þá er jafnvel kært til lögreglu. En það er grundvallarmunur á því og þegar fólk er lamið án tilefnis og situr kannski uppi með varanlegan skaða á heilsu.“ fast staðsettan bíl með takmarkaða yfirsýn eða bíla sem eru virkir í eft- irliti. Ég hallast að seinni kostinum, en á því eru skiptar skoðanir og ekk- ert fast í hendi í þeim efnum.“ Styttri meðferðartími mála Á síðustu árum hefur ýmislegt unnist sem miðar að bættri réttar- stöðu þolenda líkamsárása, að sögn Boga Nilssonar ríkissaksóknara. Á það einkum við um ákvæði laga um ríkisábyrgð á bótagreiðslum, ákvæði um réttargæslumenn og ákvæði um rétt brotaþola til upplýsinga um stöðu og framgang máls í réttar- vörslukerfinu. „Líklega er mikilvæg- ast fyrir brotaþola að málið sem um ræðir upplýsist. Í því efni skiptir miklu að vel sé haldið á rannsókn í upphafi, að skýrslutökur fari fram án undandráttar og að leiðbeiningar sem gefnar hafa verið út um málshraða séu í heiðri hafðar.“ Bogi segir að tímann sem líður áð- ur en mál er lagt fyrir dóm þurfi að stytta. Á hann þar við tímann sem fer í meðferð sakamála hjá lögreglu og ákæruvaldi. Í leiðbeiningum frá emb- ætti ríkissaksóknara kemur fram að stuttur meðferðartími sé afar mikil- vægur í líkamsárásarmálum sem oft byggjast eingöngu á framburðum að- ila máls og sjónarvotta, ef einhverjir hafa verið. Meðalmeðferðartími ofbeldismála í rannsókn hjá lögreglu er 4 til 5 mán- uðir, en liðið getur hálft ár áður en rannsókn hefst á málum sem ekki eru í forgangi, sem er tvöfalt lengri tími en ríkissaksóknari mælir fyrir um. Er það vegna mikils málafjölda, en Hörður, segir að átak sé í gangi að Morgunblaðið/Eggert Maður gerir sig líklegan til að efna til handalögmála í miðborg Reykjavíkur. pebl@mbl.is Ung og fjörleg stúlka sestgegnt blaðamanni á kaffi-húsi og pantar heitt súkku- laði. Hún er 21 árs, fædd og uppal- in í Vestmannaeyjum. Hún á eftir rúma önn í stúdentspróf, en tók sér hlé frá námi og er að vinna í verslun. Hún kýs að láta ekki nafns síns getið. Það er stutt í hláturinn hjá þess- ari geðþekku stúlku. En það kunna ekki allir að meta. Laugardags- kvöldið 14. janúar síðastliðinn var hún á skemmtistaðnum Zoo Bar í miðbæ Reykjavíkur og varð fyrir tilefnislausri líkamsárás. „Ég tók eftir því að maður sem stóð upp úr sófa rak sig í bjór- glasið og sullaði yfir sig. Ég bara hló. Það var nóg til þess að ég fékk bjórglasið í andlitið.“ – Þekktirðu til mannsins? „Nei, ég hafði aldrei séð hann áður.“ – Áttaðirðu þig strax á því hvað hafði gerst? „Nei, ég fór ekki á slysadeildina fyrr en á mánudeginum. Þá var það til að fá áverkavottorð. Ég var lengi að átta mig á því hvað hefði gerst. Mér fannst þetta ekki vera eins mikið mál og það reyndist vera. Ég fann ekkert til, enda hafði ég sem betur fer fengið mér bjór sjálf. Fimm tennur brotnuðu og það fóru glerbrot í vörina og háls- inn. Einhver dró þau úr mér á staðnum. Auðvitað var það kjána- skapur að fara ekki strax á slysa- deildina og hringja á lögregluna. En maður er ekki vanur að lenda í svona aðstæðum.“ – Hvernig líður þér á sálinni eft- ir þetta? „Ég er algjört hörkutól,“ segir hún og hlær. „Maður á eftir að lenda í ýmsum hrakförum á lífsleið- inni og það þýðir ekkert að taka það of nærri sér. En ég var eins og glæpamaður í framan lengi á eftir. Og auðvitað verður maður reiður. Af hverju þurfti þetta að gerast!? Það sem ég velti þó aðallega fyrir mér eru tennurnar mínar. Þær koma ekkert aftur, gróa ekkert. Þegar ég var krakki fór ég í tann- réttingar og nú er öll þessi mikla fyrirhöfn unnin fyrir gýg.“ – Hefurðu farið út á lífið eftir þetta? „Nei, ég hef ekki gert það. Að hluta til vegna þessa atburðar. Ís- land er svo lítið að maður heldur að það komi ekkert fyrir sig. Svo þegar það gerist er manni auðvit- að brugðið.“ Bjórglas brotið á andliti ungrar stúlku Einhver dró glerbrotin úr mér K omum á bráða- og slysadeild hefur fjölgað um 10% á milli ára undanfarið og komum vegna áverka af völdum of- beldis hefur fjölgað í samræmi við það, að sögn Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, yfirlæknis á bráða- og slysadeild Land- spítala Háskólasjúkrahúss. „Aukning á ofbeldisáverkum var mest áberandi ár- ið 2000, en síðan þá hefur hún staðið í stað. Þetta er athyglisvert í ljósi um- ræðunnar um opnunartíma vínveit- ingastaða sem breyttist árið 2003.“ Andlitið viðkvæmt Þegar Ófeigur er beðinn um að leggja mat á hvort ofbeldið sé orðið grófara en áður, þá segir hann að starfsfólk deildarinnar sé orðið meðvit- aðra um ofbeldi í samfélaginu. „Okkur finnst ofbeldið alvarlegra en áður. Hegðun sjúklinga á deildinni er taum- lausari sem endurspeglar kannski aukna notkun annarra vímuefna en áfengis. Ég held að reynsla bráða- móttöku geðdeildar færi stoðir undir þetta en mér skilst að hnífaburður skjólstæðinga sé vaxandi vandamál þar.“ – Er til minniháttar líkamsárás? „Ég fæ hingað 10 ára gamlan dreng sem varð fyrir aðkasti á skólalóð. Ef til vill var hann kýldur og sparkað í hann af dreng sem er einum, tveim eða þrem bekkjum fyrir ofan hann. Hann er jafn illa kominn andlega og 33 ára sjómaður sem er laminn í þriðja skipti.“ – Þannig að það er ekki saklaust að heilsa að sjómannasið? „Nei, það er alltaf jafn alvarlegur glæpur, hvar sem hann gerist. Og van- mat er gífurlegt á andlegum eft- irköstum eða áverkum. Það getur orðið varanleg breyting á tilfinningum fólks, líðan og frammistöðu í vinnu eftir svona atburð. Við sjáum líka oft varanlegan líkams- skaða eftir slíkar árásir. Það sem verður fyrir þessum hnúum, sem þá brotna gjarnan, er andlitið, sem getur þýtt augn- og kinnskaði og að tennur fljúgi. Andlitið er afar viðkvæmur líkamshluti, þar er mikið af skynfærum, taugum og þjáningin mikil sem fylgir. Þannig að það er ekki til neitt sem heitir minniháttar ofbeldi.“ Mörg birtingarform ofbeldis – Síðan erum við að sjá dauðsföll eft- ir eitt högg í andlit? „Það má ekki gleyma að höfuðið hangir á hálsinum. Höfuðið er þungt og hvílir á litlum líkamshluta, sem er háls- inn, og þar er mænan í miðjunni, þannig að margt getur farið úrskeiðis. Þess vegna er þetta lífshættulegt.“ – Allt er þetta ofbeldi? „Ofbeldi ber að líta mjög alvarlegum augum, hvort sem það byrjar sem stríðni í skóla eða kjaftshögg á bar í Mosfellsbæ. Þetta er inni í sama ramm- anum. Það sem byrjar í skóla mjög snemma á lífsleiðinni er nákvæmlega það sama og er uppi á teningnum í mið- borginni um helgar. Ég er hættur að nota orðið einelti og nota bara orðið of- beldi. Birtingarform þess er einelti í skólum. Í mörgum tilfellum höfum við séð mjög grófar árásir úr barnadeildum grunnskóla, þar sem einelti hefur verið undanfari.“ – Á hvaða tímum er mest um of- beldi? „Það er langmest áberandi þegar skemmtanahald stendur yfir og fólk er að neyta áfengis eða annarra lyfja. Það er klárlega bundið við helgar, mán- aðamót og helgidaga. Síðan er ákveðið grunnofbeldi, sem á sér staða óháð tíma dags, t.d. heimilisofbeldi eða skólaofbeldi. En ofbeldið er mest á nóttunni og á sunnudagsmorgnum er ástandið lang- samlega verst, þá kemur fólk með mjög slæma áverka eftir ofbeldi næturinnar.“ Meira um örvandi lyf – Hafið þið verið að fá til ykkar fórn- arlömb þar sem um hálfgerðar pynt- ingar hefur verið að ræða? „Já, við höfum verið að sjá þannig til- felli. En þau hverfa svolítið inn í það of- beldi sem fylgir áfengi og neyslu eitur- lyfja. Við fáum þau tilfelli sem eru í alvarlegri kantinum. Þetta er ekki al- gengt, en ég hugsa að við sjáum ekki nema toppinn af ísjakanum. En ég man ekki eftir slíkum tilfellum í nokkuð lang- an tíma, þó að maður heyri af slíkum atburðum í fréttum.“ – Verðið þið vör við mikla hræðslu? „Ég held að fólk verði alltaf jafn mikið eftir sig, hvort sem það verður fyrir heimilisofbeldi, skólaofbeldi eða öðru ofbeldi. Hræðsla er gríðarlega stór þáttur í viðbrögðum fólks sem orðið hefur fyrir árás. Þá er alveg sama hvort það er allsgáð, drukkið eða undir áhrif- um lyfja.“ – Hefur tíðarandinn breyst? „Ég var aðstoðarlæknir á slysadeild fyrir 16 árum. Þá vorum við að fá til okk- ar nefbrotið fólk sem hafði fengið ösku- bakka í andlitið. En fólk er orðið meðvit- aðra í umræðunni um eiturlyf og fylgikvilla þeirra. Þetta er angi af nú- tímavæðingu samfélagsins. Umræðan um klámhyggju hangir á sömu spýtu. Fyrir sextán árum var kannski minna um örvandi efni, en þá var umræðan líka minni. Þá var fólk að koma úr sólar- landaferðum og ekkert athugavert við að mamma og pabbi væru full í flugvél- inni. Nú er viðhorfið annað og slíkt myndi teljast skammarlegt. Við erum orðin meðvitaðri og samfélagið nútíma- væddara. Það endurspeglast í um- ræðunni; við erum hætt að sætta okkur við ofbeldi, hvort sem það eru líkams- árásir eða einelti. Við látum ekki bjóða okkur það. Þjóðfélagið á ekki að líða svona hegðun.“ Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, yfirlæknir á bráða- og slysadeild LSH Ofbeldið alvarlegra en áður Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson !" !# ! ! ! " #                         ! !  " #     "   " !    Það er notaleg fjölskyldustundá heimili Árna Hannessonarí Garðabæ. Eiginkona hans, Anna María Emilsdóttir, er inni í stofu að taka til gögn fyrir skatt- framtalið, börnin farin að sofa og við fáum okkur te í eldhúsinu. Árni er 41 árs pípulagn- ingamaður sem segist hafa orðið fyrir líkamsárás fyrir utan Næsta bar 7. ágúst árið 1999. Engin vitni voru að árásinni og hann fær ekki greiddar bætur vegna ákvörðunar bótanefndar, sem telur hann ekki geta fært sönnur á að hún hafi átt sér stað, að öðru leyti en því að benda á líkamlega áverka. Hann höfðaði mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar bóta- nefndar um að hafna bótagreiðslu til hans, en tapaði því fyrir Hér- aðsdómi. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og verður tekið fyrir í Hæstarétti 24. apríl næstkom- andi. „Ég var að koma úr Þjóðleik- húskjallaranum og var á leið heim rétt eftir miðnætti vegna þess að ég þurfti að vinna við sum- arbústað í Borgarfirði daginn eft- ir. Ég hafði þess vegna drukkið hóflega þetta kvöld. Þegar ég gekk upp Ingólfsstræti var stokk- ið aftan á mig. Ég fór í götuna og náði að snúa gaurinn af mér, en fékk þá spark í höfuðið og rot- aðist. Síðan man ég bara eftir mér á spítala.“ – Og hverjir voru áverkarnir? „Ég nefbrotnaði. Það stútaðist nefið og ég hruflaðist á enninu. Ég var líka aumur á eftir og þurfti að fara í nudd vikulega í nokkurn tíma á eftir. Nefið var lagað og gekk það vel að því er virtist, en svo kom í ljós að það flautaði. Þannig að ég þurfti að fara í aðra nefaðgerð. Eins og þetta er nú gott!“ – Og þú hefur enn ekki jafnað þig. „Nei, þetta var mikill slinkur á höfuðið, þannig að ég fékk áverka á háls og herðar. Enda var ég eins og aumingi fyrst á eftir. Ég fór samt að vinna fljótlega en vinnu- dagurinn varð styttri. Og ég missti að miklu leyti lyktarskynið – sem er kannski kostur fyrir pípara,“ segir hann og kímir. – Og hvernig líður þér á sálinni? „Þetta kom stundum upp í huga manns og manni stóð ekki alveg á sama. En það er svo langt síðan. Maður fer ekkert niður í bæ hvort sem er.“ – Hvað finnst þér um að það sé vefengt að þú hafir orðið fyrir lík- amsárás? „Þeir sögðu að ég hefði gert þetta sjálfur, dottið eða eitthvað. Það voru engin vitni, en menn sáu mig út um gluggann á barnum liggjandi rotaðan á götunni. Fyrst ætlaði ég ekki að gera neitt, en svo ákvað ég að láta ekki bjóða mér þetta. Ég veit betur. Enda hefði ég ekki getað dottið svona illa á hnakkann og nefbrotnað um leið.“ Bótanefnd vefengir að Árni Hannesson hafi orðið fyrir líkamsárás Síðan man ég bara eftir mér á spítala Morgunblaðið/Brynjar Gauti Árni Hannesson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.