Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 18

Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 18
18 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ’Við hjúkrunarfræðingar erum undirmiklu andlegu álagi að náum aldrei að sinna sjúklingum vel, höfum áhyggjur af því að ástand sjúklinganna versni og að okkur yfirsjáist vegna álags og tíma- skorts. Einnig höfum við áhyggjur af hver beri ábyrgðina ef alvarlegt atvik kemur fyrir, eða ef sjúklingur deyr vegna mistaka eða vanrækslu.‘Þóra Gerður Geirsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, um álag vegna manneklu á sjúkra- húsinu. ’Íslendingar hafa alltaf verið tregir til aðvernda. Þeir óttast friðanir og það að vernda og lagabókstafurinn er á þann veg. Þetta á bæði við um náttúru og menningarminjar, einkum heildir.‘Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur á mál- þinginu Stefnumót við Hjörleif Guttormsson sjötug- an. ’Það má mikið vera ef Ógnareðli 2 kemstekki á blöð sögunnar sem ein versta mynd allra tíma, það eitt er afsakanlegt tilefni til að berja hana augum.‘Sæbjörn Valdimarsson í kvikmyndadómi í Morg- unblaðinu. ’Við erum löngu búin að átta okkur á þvíað flugvélarnar okkar fylla sig ekki sjálfar. Það þarf alltaf eitthvað til að setja fólk í gang. Listahátíð er tækifæri til þess að búa til eitthvað á Íslandi sem dregur til sín gesti og um það snýst ferðaþjónustan.‘Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, sem undirrit- aði nýjan samstarfssamning við Listahátíð í Reykjavík sl. þriðjudag. ’Þegar opinber starfsmaður vinnur fyrireigin þjóð þjónar hann aðeins einum hús- bónda, starfsmaður SÞ þjónar hins vegar 191 húsbónda; hverri einustu aðildarþjóð. Og það má aldrei beygja sig fyrir nein- um.‘Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlits Sam- einuðu þjóðanna, í fyrirlestri á Akureyri sl. miðviku- dag. ’Trúin flytur fjöll og við trúum að viðhöfum styrk til þess að fara alla leið.‘Valur Ingimundarson, þjálfari körfuboltaliðs Skalla- gríms, sem komið er í úrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn. ’Vitnin sem báru vitni voru sótt hingaðeftir að þeim hafði verið mútað og eftir að þeim hafði verið sagt hvað þau áttu að segja.‘Saddam Hussein við réttarhöldin yfir honum í Bagdad sl. miðvikudag. ’Hver er þessi Henke Larsson, við höf-um Gunnarsson.‘Þetta sungu stuðningsmenn sænska knattspyrnuliðs- ins Hammarby Gunnari Þór Gunnarssyni til heiðurs í fyrsta leik hans með liðinu gegn Helsingborg í vik- unni. Henke Larsson, einn fremsti knattspyrnumaður Svía, gengur til liðs við síðarnefnda félagið í sumar. ’Ætli ég hafi ekki ómeðvitað ákveðið aðverða söngvari í maganum á móður minni. Ég vildi aftur á móti ekki við- urkenna það fyrr en um tvítugt þegar ég kom út úr skápnum sem óperusöngvari.‘Bragi Bergþórsson í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag en hann er sonur Bergþórs Pálssonar og Sólrúnar Bragadóttur, tveggja af ástsælustu söngv- urum þjóðarinnar. ’Það var farið að morgna og mér fannstmál að linni.‘Ögmundur Jónasson , þingmaður VG, aðspurður af hverju hann hefði lokið ræðu sinni um frumvarp um hlutafélagavæðingu RÚV, sem hann hafði flutt í sex tíma. Ræðuhöldunum lauk kl. 5.12 um morguninn. Ummæli vikunnar Ljósmynd/Svanur Steinarsson Það er létt yfir leikkonunni á Granda-vegi. Í húsi sem er hlýtt. Þó að dyrn-ar standi alltaf opnar. Það er búið aðhella upp á og raða brauði, áleggi ogkökum á borð. Þrátt fyrir að blaða- maður sé einn í kaffi hefur verið lagt á borð fyr- ir fjóra. Því það er aldrei að vita hverjum vind- urinn feykir inn um dyrnar. Þannig er heimili Guðrúnar Ásmundsdóttur. Í þetta skipti glymja stjórnmálaumræður úr útvarpinu í bakgrunni. – Þú ert að hlusta á pólitík? – Já, ég er að hlusta aftur á viðtalið við Einar Odd. Hann sagði að það yrðu alltaf einhverjir með lægstu launin. Það var eins og hann væri véfrétt. Alltaf sama fólkið auðvitað. Svona töl- uðu líka stjórnmálamennirnir í gamla daga. Hann vantaði bara tóbaksklútinn. – Og þú ert komin í framboð! – Já, segir hún íbyggin. Ég held það komi til af því að ég er leikari. Ég hef staðið á sviðinu í fimmtíu ár. Svo er ég leikritahöfundur. Það er draumur listamanna í öllu sínu starfi að hafa eitthvað að segja áhorfendum, eitthvað að gefa þeim, vekja hugsanir. Þess vegna hef ég alltaf fylgst með þjóðmálum. Og pólitíski áhuginn verður Guðrúnu að sögu eins og annað í lífinu. Þannig er Guðrún. – Af sömu ástæðu skrifa ég leikrit um mann eins og Kaj Munk. Af því að hann aðhylltist fyrst nasisma, en hafði kjarkinn til að skipta um skoðun. Og stóð þá einn í baráttu sinni. Svo hef ég skrifað leikrit um Ólafíu Jóhannsdóttur, sem helgar sig líknarstarfi og gengur um götur Ósló- ar í sautján ár og hjálpar vændiskonum, hjúkr- ar þeim sem sýkst höfðu af sárasótt og býður þeim heim til sín, náttstað og mat. Þannig sýndi hún trúna í verki – lét ekki sitja við orðin tóm. Það var margra ára heimildarvinna að skrifa um þetta fólk. Ég var átta ár að skrifa um Ólaf- íu. Þegar maður kynnist hugsunarhætti stór- menna kemur í ljós að þau standa alltaf vörð um lítilmagnann. Ólafía hugsaði með sér: Ég er kristin, geng fram í trú minni og ég er aldrei ein því Guð er með mér. Hún gekk alltaf um í þjóð- búningi, íslenskum peysufötum með skotthúfu. Þess vegna var hún kölluð Ísland. Og þegar rón- arnir eða vændiskonurnar komust í vandræði var viðkvæðið hjá þeim: Talaðu við Ísland. Þegar svo fréttist af láti Ólafíu árið 1924 fóru fangarnir í Landsfængslet út í fangelsisgarð og grófu minningarreit með berum höndum og fengu að fylla hann með blómum. Þessi minn- ingarreitur var til fram yfir seinna stríð, en þá var fátækrahverfið Vaterland jafnað við jörðu og byggt upp nýtt hverfi. En Norðmenn létu reisa af henni styttu, sem stóð í Grønland, ná- lægt Brugaten. Mér fannst gaman að koma þangað því að styttan var bak við krá og þar var fullt af rusli. – Þar hefði hún eflaust viljað beita sér. – Já, en Íslendingar létu flytja styttuna í fal- legan garð, þar sem minning Ólafíu var heiðruð og leikritið frumsýnt. Svo var gengin blysför að Jakobskirken. Þetta var ævintýri líkast. Blaðamaður áttar sig á því að pólitíkin er komin úr samtalinu, þó að hún svífi yfir vötnum. Sagan hefur kveikt af sér aðra sögu. Þannig eru samræðurnar á Grandavegi. – Áhuginn á pólitík hefur því alltaf verið fyrir hendi, flýtir Guðrún sér að segja. Ekki síst á fólki sem staðið hefur eitt og haldið fram hug- sjónum sínum eins og Ólafía og Kaj Munk. Mér finnst Ólafur F. Magnússon oft einn í barátt- unni. Þegar hann sagði sig úr Sjálfstæðis- flokknum kippti ég mér svo sem ekkert upp við það, en man ég hugsaði: Hann hlýtur að vera einmana. Svo fór ég að taka eftir baráttumann- inum þegar ég fylgdist með því hvernig hann beitti sér fyrir verndun gamalla verðmæta eins og Austurbæjarbíós og ásýndar Laugavegarins. Eins þegar ég las um skelegga framgöngu hans í sambandi við að Landsvirkjun ætti að vera í eigu Reykjavíkur og þegar hann lýsti því yfir að samþykkt hefði verið að Þjórsárver yrðu ósnortin. Skyndilega kemur hljómur í röddina og Guð- rún segir með ákefð: – Ég vildi að mér væri sama. Ég vildi að Þjórsárver og Kárahnjúkar skiptu mig ekki máli. En ég fór að gráta eins og margir aðrir þegar ég sá fyrstu sprengingarnar. Þetta er mér hjartans mál. Þess vegna sagði ég já án þess að hugsa mig um þegar Ólafur bað mig um að ganga til liðs við framboðið. Guðrún tekur sér kúnstpásu listamannsins, dreypir á kaffinu og það kemur kunnuglegt blik í augun. Þannig gera sögumenn. Og hún kann líka að þegja. Það hefur hún gert í mörg ár á kyrrðardögum í Skálholti. – Ég byrjaði þegar Sigurbjörn Einarsson var biskup. Það er svo langt síðan. Þetta eru dýr- mætar stundir. Tungumál þagnarinnar er svo skemmtilegt. Þegar við heilsumst með augna- ráðinu, snertumst obbólítið til að sýna hvað okk- ur þykir vænt hverju um annað, finnum hversu gott það er að borða í þögn, áttum okkur á öllu þessu óþarfa smásnakki og kurteisishjali og för- um smám saman að taka upp hníf og gaffal – varlega. Enginn fékkst til að fara með Guðrúnu fyrstu skiptin fyrr en sonur hennar Ragnar Kjart- ansson og vinir hans Úlfur Eldjárn og Magnús Geir Þórðarson ákváðu að fara með. – Allt í einu sé ég að Ragnar hefur skráð sig í sálgæsluviðtal hjá Sigurbirni, en það eru hálf- tíma samtöl þar sem menn geta rætt um það sem þeim liggur á hjarta. Ég spurði son minn: Hvað ætlarðu að tala um? Hvað kemur þér það við? svaraði hann. Svo sé ég þá koma út úr viðtalsherberginu, Sigurbjörn og Ragnar, gleiðbrosandi og ham- ingjusama. Ég spurði: Um hvað töluðuð þið? Stelpur, svaraði Sigurbjörn. Sá yngsti og sá elsti, segir Guðrún og hlær innilega. Þannig hlær fólk eins og hún. – Það er svo skrítið að þegar maður gengur út úr þögninni eftir fjóra daga, þá er löngunin eng- in að tala. Hugsa sér kjaftaska eins og mig og Ragnar son minn, að ekki sé talað um vini hans Magnús Geir og Úlf. Okkur langaði ekki til þess að segja eitt aukatekið orð! Það er engin della að Guð talar við okkur í þögninni. Loksins fær hann pláss. Á heimili Guðrúnar er margt sem gleður aug- að, blóm, fjölskyldumyndir, englar, leikkonan sjálf. Og húsið gæti eiginlega ekki verið öðruvísi en það er. – Ég keypti húsið þegar ég var milli manna, segir hún og hlær. Ég var einstæð móðir með tvö börn, Sigrúnu Eddu leikkonu og Leif tölv- unarfræðing. Ég hjólaði fram hjá húsinu, sá að gluggarnir voru auðir og að það leit út eins og æskuheimili mitt. Ég missti móður mína þegar ég var þriggja ára og það leit út eins og Breiða- blik á Seltjarnarnesi í æsku minni; það hús hef- ur reyndar breyst síðan þá. Mig langaði til að flytja inn, svo ég bankaði upp á í næsta húsi og spurði hvort húsið væri til sölu. Mér var sagt að systkini væru að selja æskuheimili sitt og að bræðurnir væru að gera það upp. Ég fékk síma- númer hjá þeim, setti það í vasann og gleymdi því um leið. En þremur vikum síðar var ég í samkvæmi og þá heyrði ég af því að ég hefði verið að kaupa hús í Bráðræðisholti. Þá hafði verið bankað upp á hjá nágrönnunum, sem sögðu að húsið væri ekki lengur til sölu því að leikkona væri búin að kaupa það. Þá tók ég við mér. – Forvitnilegt nafn, Bráðræðisholt. – Já, áður en Bæjarútgerðin kom til sögunnar með skemmur sínar, þá var hér lítið kot, sem hét Bráðræði. Og innst við Elliðaárnar var kotið Ráðleysi. Þetta nýttu revíuhöfundarnir sér auð- vitað, að það væri ekki björgulegt með bæ, sem byrjaði í bráðræði og endaði í ráðleysi. Svo keypti Thor Jensen Bráðræðið og byggði Bæj- arútgerðina. Og einhvern tíma var það notað á Ólaf Thors í þinginu, eftir að hann hafði farið mikinn í ræðustól: Svona, svona Ólafur minn, það græða nú ekki allir á bráðræðinu. Á veggnum eru myndir frá brúðkaupsdegi Ragnars, sonar Guðrúnar, og Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, eiginkonu hans. Hann er herra- mannslegur í kjólfötum og brúðurin í hvítu. Glæsivagninn skammt undan, rauð Lada. – Það var Sigurbjörn sem gifti þau; sá sem talaði við hann um stelpur, segir Guðrún. Þau voru að kaupa sér íbúð efst uppi á Laugavegi 3. Ég er fædd og uppalin á Laugavegi 2, þannig að ég gat skálað í kampavíni og horft niður á heim- ili mitt af þakinu. Og sagan fer í hringi. Þannig er lífið. Ég vildi að mér væri sama VIÐMANNINNMÆLT Pétur Blöndal ræðir við Guðrúnu Ásmundsdóttur Morgunblaðið/Sverrir GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR LEIKKONA „ Tungumál þagnarinnar er svo skemmtilegt.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.