Morgunblaðið - 09.04.2006, Page 22

Morgunblaðið - 09.04.2006, Page 22
22 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Allt um íþróttir helgarinnar íþróttir á morgun Yfirmaður CIA er ráðgjafi NSC en aðrir liðsmenn eru einfaldlega starfs- menn ráðsins, þessara fjögurra sem ég nefndi, einnig þjóðaröryggis- ráðgjafinn sem hefur eiginlega tit- ilinn skrifstofustjóri. Þegar ég var ut- anríkisráðherra var það Colin Powell sem skilgreindi stöðuna best þegar hann varð þjóðaröryggisráðgjafi. „Ég er í starfsliðinu þínu, George,“ sagði hann „ en þú verður líka að muna að mikilvægasti maðurinn sem ég vinn fyrir er forsetinn. Skörp skil séu milli CIA og stefnumótunar Annað sem skiptir miklu er hvern- ig þeir sem stjórna leyniþjónustu- málum starfa með þeim sem móta stjórnarstefnuna. Ég álít að það ættu að vera skörp skil á milli þess hvort menn móta stefnuna eða afla upplýs- inga handa þeim sem móta hana. Ef leyniþjónustumennirnir flækjast inn í pólitíska stefnumótun er erfitt að treysta upplýsingum þeirra. Hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað reyna þessir menn að nota upplýs- ingarnar til að koma sinni stefnu á framfæri.“ – Getur verið að þetta hafi gerst í aðdraganda innrásarinnar í Írak 2003? „Ég veit það ekki, ég var ekki í stjórninni þá. En ég veit að liðsmenn leyniþjónustustofnana okkar héldu þá að það væru gereyðingarvopn í Írak og það gerðu einnig þeir sem unnu fyrir leyniþjónustur annarra ríkja, þetta var ekki bara skoðun manna í Bandaríkjunum. En þetta voru mikil njósnamistök. Ég held að þessi pólitísku afskipti sem ég var að lýsa hafi ekki átt þátt í mistökunum varðandi gereyðing- arvopn Íraka. Ég man eftir því að Richard Helms, sem var yfirmaður CIA í tíð Nixons, sat fundi þjóðaröryggisráðs- ins til þess að svara spurningum en þegar því var lokið stóð hann upp og yfirgaf salinn. Hann vildi ekki vera inni þegar stefnumótun var rædd. En Bill Casey (yfirmaður CIA í tíð Reag- ans), sem ég þekkti vel, var maður sem hafði svo sannarlega skoðanir og fylgdi þeim eftir. Hann sagði reyndar alltaf að hvort sem maður væri sam- mála stefnunni eða ósammála henni væri maður alltaf með áhyggjur af upplýsingunum sem kæmu frá leyni- þjónustumönnum. Þetta er mikilvægt og ég held að nauðsynlegt sé að við veltum vand- lega fyrir okkur hvernig við öflum upplýsinga og notum þær og ég tel að menn séu að fara yfir þau mál núna.“ – Í ráðherratíð þinni féllu á þriðja hundrað landgönguliðar sem höfðu bækistöð í Líbanon í sjálfsvígsárás 1983. Telurðu að hryðjuverkamenn hafi talið brottflutning þeirra 1984 sýna að þið væruð veiklundaðir? „Það er ljóst að þeir túlkuðu þetta þannig en í reynd drógum við ekki liðið burt strax eftir árásina. Hlut- verk landgönguliðanna var eingöngu að reyna að koma á friði. Vandinn var að okkur gekk illa að fá stjórn Líb- anons til að hafa stjórn á hlutunum. Við vildum reyna að tryggja að ekki kæmi til fjöldamorða í flótta- mannabúðum Palestínumanna í Líb- anon eins og gerðist í Shattila- og Sabra-búðunum 1982.“ – Þú sagðir á níunda áratugnum að hryðjuverk væru „plága sem dreift er af hryllilegum andstæðingum sið- menningarinnar sem vilja þannig hverfa aftur til villimennsku í nútím- anum“. Er stjórn Bush, sem leggur áherslu á stríð gegn hryðjuverkum, að halda á lofti stefnunni sem þið boðuðuð og er skynsamlegt að kalla þetta stríð? „Já, þetta er stríð, á því leikur eng- inn vafi en þetta er annars konar stríð en áður. Menn úr róttækasta hluta hreyfingar íslamista hafa ákveðin markmið og nota hermd- arverk til að ná þeim fram. Og þegar þeir sprengja upp hús, jarð- lestastöðvar, moskur og skip er þetta stríð. Þegar svo er komið verða menn að setja sig inn í þann hugsunarhátt sem liggur að baki og ég tel að núverandi ríkisstjórn í Washington geri sér vel grein fyrir því. En þetta er ekki auð- velt.“ Hætta á vígbúnaðarkapphlaupi? – Ef við víkjum að öðru. Bandarík- in vilja nú fá að þróa nýjar gerðir kjarnorkuvopna en gæti það ekki hleypt af stað nýju vígbúnaðarkapp- hlaupi? „Það er nú varla mikið kapphlaup mögulegt núna, yfirburðir Banda- ríkjanna eru svo miklir. En fólk mun alltaf halda áfram að þróa nýjar gerð- ir vopna. Við erum komin langan veg frá boga og örvum, þannig er nú saga mannkynsins. Það væri gott ef við gætum komið traustari böndum á kjarnorkuvopnin og þar skiptir arfleifð Reykjavík- urfundarins miklu. Kannski er hægt að byggja á drauminum sem Ronald Reagan lýsti í Reykjavík og ná ár- angri í að hemja þessi vopn. Ég held að það sé hægt en það kostar miklu vinnu,“ sagði George P. Shultz, fyrr- verandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Morgunblaðið/RAX Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, á tröppum Höfða árið 1986. Lengi hefur verið deilt um það hve árangursríkur fundurinn hafi verið en George Shultz er ekki í vafa, segir hann hafa valdið þáttaskilum. kjon@mbl.is ’Ef leyniþjónustu-mennirnir flækjast inn í pólitíska stefnumótun er erfitt að treysta upp- lýsingum þeirra.‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.