Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 35

Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 35 FRÉTTIR Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Ársskeiðin 2006 frá Ernu kr. 7.900 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ FLORIDA ELDRI BORGARAR ST. PETERSBURG * Verð á mann í tvíbýli. Innifalið í verði: Flug, gisting í 10 nætur á Alden Beach Resort á St. Petersburg og ein nótt á Florida Mall hótelinu á leiðinni heim, íslensk fararstjórn, flugvallarskattur og þjónustugjöld. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E3 21 68 01 /2 00 6 + Nánari upplýsingar á icelandair.is/serferdir Hafið samband við hópadeild í 50 50 406 eða hopar@icelandair.is Í ferðunum verður margvíslegt í boði til skemmtunar og hressingar, morgunhreyfing, gönguferðir, skoðunarferðir, félagsvist, bingó og kvöldskemmtanir og ferðafélögum gefst kostur á að fara saman út að borða. Flug og gisting í 11 nætur. Verð: 104.360 kr. á mann í tvíbýli.* 16.–27. maí, fararstjóri Gunnar Þorláksson 3.–14. október, fararstjóri Þráinn Þorleifsson 7.–18. nóvember, fararstjóri Þráinn Þorleifsson Vildarpunktar Ferðaávísun gildir BENS TIL SÖLU Glæsilegur Mercedes Bens E-240, blásanseraður, til sölu, ekinn aðeins 63 þ. km. Bíllinn er eins og nýr, nýsprautaður og með nýjum hurðum, frambrettum og skotti. Leðurinnrétting, sjálfskiptur, sóllúga, krús- kontról, naví, rafmagn í rúðum, álfelgur, auka dekkjasett á felgum o.fl. Verð 2.490 þús. Uppl. í síma 896 0747. MIÐNEFND Samtaka herstöðva- andstæðinga fagnar fregnum af fyrirhugaðri brottför bandaríska hersins frá Íslandi. „Sagan hefur þegar sannað í hvers þágu hann hefur dvalið hér í meira en hálfa öld og það hvernig þessa ákvörðun bar að sannar hve mikla virðingu herveldið í vestri ber fyrir und- irlægjuhætti og lítilþægð íslenskra stjórnvalda.“ Samtök herstöðvarandstæðinga vilja að staðið verði fast á kröfum um uppsögn herverndarsamnings- ins frá 1951 og að herinn hreinsi upp eftir sig á Miðnesheiði, Hval- firði, Straumnesfjalli, Heiðarfjalli og Stokksnesi. Samtökin taka undir kröfu Suðurnesjamanna að grund- vallaratriði sé að mannvirki í her- stöðinni verði nýtileg fyrir íslensk- an atvinnurekstur, að herinn fari burt með allt sitt hafurtask og eng- in málamyndaherstöð verði grátin út af ríkisstjórninni. Þá yrði þar að- eins draugabær með mannvirkjum sem grotna niður engum til gagns. Þá er í ályktuninni hvatt til úr- sagnar Íslands úr NATO. „Hald- leysi og gagnsleysi aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur margsannast á liðnum áratugum. Síðustu misserin hefur NATO af- hjúpað endanlega sitt rétta eðli sem árásarbandalag er stendur fyrir árásum á önnur lönd og hernámi þeirra, t.d. Júgóslavíu, Afganistans og Íraks. Og krefur aðildarríki sín um fjármagn og herafla til þeirrar iðju.“ Fagna brottför hersins frá Íslandi FÉLAGIÐ Ísland-Palestína hóf söfnunarátak til handa öryrkjum í Palestínu með tónleikum á Grand rokk 29. nóvember sl., á alþjóð- legum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna með réttindum palest- ínsku þjóðarinnar. Söfnunin hefur gengið vel og með tónleikunum, sölu á bolum og peysum hönnuðum og framleiddum af Nakta apanum og Jón Sæmundi hjá Dead, og frjálsum framlögum hafa nú safn- ast 585.896 kr. til handa öryrkjum í Palestínu. Með söfnuninni vill Félagið Ís- land-Palestína styðja baráttu pal- estínsku þjóðarinnar fyrir sjálf- stæði, lýðræði og mannréttindum með því að styrkja þá sem verst eru settir í Palestínu, segir í frétta- tilkynningu. Söfnuðu fyrir ör- yrkja í Palestínu PÁSKAEGGJAMÓT Hellis verður haldið mánudaginn 10. apríl nk., og hefst taflið kl. 17. Páskaeggjamótið kemur í stað mánudagsæfingar. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið er opið öllum krökkum á grunn- skólaaldri. Ókeypis er fyrir fé- lagsmenn í Helli en fyrir aðra er þátttökugjald 500 kr. Páskaegg verða í verðlaun. Að auki verða páskaegg dregin út og efsta stúlk- an fær páskaegg að launum. Mótið verður haldið í félagsheimili Hellis á Álfabakka 14a í Mjóddinni. Páskaeggjamót Hellis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.