Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 46

Morgunblaðið - 09.04.2006, Side 46
46 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Landsala, menningarhelgi,Keflavíkurgöngur! Þessiorð hafa ekki heyrst ára-tugum saman og ríma þvíengan veginn við reynslu- heim Íslendinga undir fertugu. Þeim var ég eiginlega sjálf búin að gleyma en skyndilega laust þeim niður þegar Bandaríkjamenn ákváðu að draga til baka leifarnar af herliði sínu á Mið- nesheiði og þótti litlum tíðindum sæta. Þá rifjuðust upp alvöruþung spor undir íslenskum fána til að mót- mæla gerspilltum stjórnvöldum sem selt höfðu landið mitt valdasjúku stórveldi og óprúttnu innrásarliði í menningarhelgi forfeðra minna. Í spegli tímans virðist þessi hug- myndaheimur heldur fáránlegur en mér var hann rammasta alvara og einnig virtum listamönnum sem túlk- uðu hann í bundnu máli og mergj- uðum ræðum. Málefnin virtust ekki síst brenna á stjórnmálamönnum sem smám saman komust hér til æðstu valda en án þess blaka við bandaríska hernum, án þess að kaupa aftur landið sem hafði verið selt og víggirða síðan menning- arhelgina. Hvers vegna sneru þeir við blaðinu? Ef til vill var ástæðan sú að þeir vildu ekki binda enda á lang- þráða stjórnarsetu með því að grípa til aðgerða sem nutu takmarkaðs fylgis. En kannski var það bara mergurinn málsins að landið hafði aldrei verið selt og hugtakið menn- ingarhelgi marklaust orðskrípi sem helst átti sér hliðstæðu í illræmdri skoðanakúgun austan járntjalds. Á þessum dögum æsku og sakleys- is studdi ég líka heilshugar þá sem börðust gegn virkjun í Þjórsá og stóriðju í Straumsvík. Var það ekki glapræði að virkja séríslensk fallvötn til að veita þeim á myllu alþjóðlegra auðhringa? Að sjálfsögðu áttu þau að renna óhindrað til sjávar því að ekki mátti spilla náttúrunni fremur en hreinlífri þjóð með óæskilegum menningaráhrifum. Hún verðskuld- aði betra hlutskipti en að þræla fyrir erlendra auðjöfra í andlausum, mengandi verksmiðjum. En þegar vinstri stjórnirnar mínar komust til valda upp úr 1970 virtust slík heit einnig gleymd og grafin og við höfum nú fyrir satt að þessir auvirðilegu vinnustaðir hafi skapað festu í at- vinnulífinu, verið eftirsóttir meðal starfsfólks og reynst þjóðarbúinu hagstæðir. Nú spyrja kannski einhverjir hver sé tilgangurinn með því að rifja upp atburðarás sem flestum er gleymd eins og hugtökin sem vísað var til hér í upphafi. Tekið skal fram að tilgang- urinn er ekki sá að hvetja til stórauk- inna virkjana, náttúruspjalla og mengunar og því síður að leggja lóð á vogarskálar hins alþjóðlega kapítal- isma og lýsa yfir stuðningi við stríðið í Írak. Hins vegar er ástæða til að benda á hversu mjög opinber um- ræða á Íslandi einkennist enn af marklausu orðagjálfri og fullyrð- ingum sem standast illa þegar á hólminn er komið. Skemmst er að minnast allra þeirra gífuryrða sem fallið hafa út af þjónkun við Banda- ríkjamenn, einkavæðingu ríkisfyr- irtækja, svimandi starfslokasamn- ingum og nú síðast af vatnalaga- frumvarpi sem almenningi tókst illa að fá botn í. Hefur þá ekkert breyst frá tímum landsölu og menningarhelgi? Raunar er það nú svo. Þegar heitt var í kol- unum gátu stóryrðin hvatt til at- hafna. Menn sprengdu upp stíflur í krafti náttúruverndar og gengu sig upp að hnjám til að mótmæla þegar þeir töldu sér misboðið. Nú hvína ví- gorðin fyrir daufum eyrum eða fólk snýr sér á hina hliðina til að borga af jeppanum og tryggja sér góða páska- ferð. Vitræn þjóðfélagsumræða ligg- ur í láginni sem fyrr. Fyrir skömmu skrifaði samt ungur rithöfundur at- hyglisverða bók, þar sem hann dreg- ur í efa gagnsemi virkjana og stór- iðju. Ég missti áhugann á henni þegar ég las í ritdómi að þar hefði nú- verandi iðnaðarráðherra verið reist níðstöng! Landsala, menningarhelgi og níðstöng HUGSAÐ UPPHÁTT Guðrún Egilson Þetta er orðið skrítið þjóð-félag hvar öfgarnar út ogsuður og upp og niðurríða ekki við einteyming,sumt á vettvangi má telja á heimsmælikvarða um markaðs- setningu, annað afskipt. Til um- hugsunar að á dögunum var dreift tískuriti sem í flokki slíkra stendur í engu að baki hinna glæsilegustu er- lendis. Og hvað útlitshönnun og lit- prentun snertir, litlu síðri amerísk- um tísku- og listtímaritum, sem að sjálfsögðu má vera rós í hnappagat viðkomandi. Um að ræða tímaritið Smáralind sem hermir af vortísk- unni og gjafavörum ýmiss konar í tilefni fermingafársins kringum páska, en hvað varðar þá sérstöku helgiathöfn endurnýjaðs skírnar- heitis er risinn stóriðnaður sem bólgnar út með ári hverju. Engan veginn til umfjöllunar hér en til hins má líta hve óralangt við eigum í skipulega markaðssetningu mynd- listar svo hún nái út til þjóðarinnar allrar, gagnist fleirum en þröngum hópi innvígðra. Um leið má vísa til þess að ekki þarf neina stórviðburði til að aðrar þjóðir rækti sinn garð um hlutlæga og gagnsæja miðlun myndlistar með útgáfu listaverka- bóka og tímarita ásamt sérútgáfum í dagblaðaformi. Hér átt við al- mennan fróðleik, sem nýtist hinum breiða fjölda, helst ótruflaðan af hlutdrægni í formi rétttrúnaðar vin- áttu, tengsla og stjórnmálaskoðana. Samt víða pottur brotinn og verður sýnu afdrifaríkast í hinum smærri og óþroskaðri þjóðfélögum. Í þeim fáu tilvikum að listtímarit hafi verið gefin út hér á landi, hefur verið um sérstaka hagsmunahópa að ræða sem voru að ota sínum tota sem skal alls ekki lastað, en iðulega voru þau sterklega lituð pólitík. En bækur tímarit og blöð sem fjalla vítt og breitt um vettvanginn og láta lesendur um að mynda sér skoðanir hins vegar fágæti. Þegar við bætist að menntakerfið hefur brugðist hvað varðar hlutlæg og upplýsandi námsgögn um þróun ís- lenskrar myndlistar og sjónmennta almennt er ekki við góðu að búast eins og glögglega hefur komið fram í spurningakeppnum framhaldsskól- anna, fáfræðin æpandi. Þetta er nú einmitt kynslóðin sem í framtíðinni ber að velja og hafna um allt sem sjónheiminn skarar og þeim má gagnast til auðugra lífs, en verða auðveld fórnardýr hvers konar áróðurs og blekkinga óprúttinna eins og við blasir. Viðvarandi er verið að tala um vægi tengsla náms við atvinnulífið en mun minna mjúku gildin og lífsfyllinguna. Þá hafa hvorki ungir né aldnir mögu- leika á að kynna sér yfirlit íslenskr- ar myndlistar augliti til auglitis, öll söfn að stórum hluta til rekin sem sýningarsalir, jafnvel Listasafn Ís- lands stendur ekki undir nafni sök- um smæðar sinnar. Undrast útlend- ir ferðalangar stórlega, en þeir munu 80% safngesta yfir sumar- mánuðina, einkum hina gegnum- gangandi tilhneigingu til að kynna list annarra þjóða og hrista höfuðið skilningsvana. Svo litið sé til bræðraþjóðanna eru menn mun betur upplýstir um gang mála hvað alla upplýsandi miðlun snertir, jafnvel gefnar út vegleg yfirlitsrit í formi ríkulega myndskreyttra árbóka og þar kom- ið mjög víða við. Danir standa hér mjög framarlega um alla miðlun, eiga meint heimsmet í hópsamtök- um sem halda úti árvissum samsýn- ingum, einstök eins og Den Frie hafa lifað í meira en öld. Þá má minna á vor- og haustsýningar, sem og röð stórsýninga á verkum ein- stakra listamanna lífs og liðinna en þar eru þeir í sérflokki um að halda sínum fram. Svo komið virðist vera aðfenna yfir hve mikið Íslend-ingar misstu í menningar-legu tilliti við sambandsslit- in. Feimnismál hve klippt var á marga þræði án þess að leitast væri við að bæta listamönnum og raunar þjóðinni allri það upp. Í engu áþreif- anlegra en hand- og sjónmenntum, menn einfaldlega slegnir blindu í menntakerfinu um þennan undir- stöðuþátt menningarríkis. Á þetta má helst ekki minnast né meinleg örlög Myndlista- og handíðaskóla Íslands, slíkt er meira að segja lagt að jöfnu við niðurrifsstarfsemi! Vert að minnast á hér, að í febr- úar átti Kunstavisen, gefið út í Køge í nágrenni Kaupmannahafnar, 25 ára afmæli. Hefur ekkert rit í þessu formi lifað jafn lengi í Dan- mörku né líkast til á Norðurlöndum. Blaðið sem er í dagblaðaformi hefur til skamms tíma komið út annan hvern mánuð, er aðeins minna í lengdina en íslensk dagblöð. Er yf- irleitt 30 síður, ríkulega mynd- skreytt, stílað á áhugafólk og les- endafjöldi talinn um og yfir 25.000. Svo komið er það orðið aðmánaðarriti og í tilefnipáskanna og ríkulegs fram-boðs mikils háttar listvið- burða á landsvísu er síðufjöldi mars/apríl eintaksins 40, virðist því um uppgang að ræða í öllu falli eng- inn bilbugur á útgefendum. Í blaðinu jafnaðarlega upplýsingar um það helsta á döfinni hverju sinni og við það starfa tveir aðalritstjórar með 10 manna ritstjórn, en 35 aðrir fagaðilar víðs vegar að af landinu safna efni til birtingar. Er þétt- pakkað fróðleik, umsögnum um sýningar, auglýsingum um listvið- burði og listakaupstefnur, listrýni og aðskiljanlegustu upplýsingum sem myndlistarmönnum má gagnast í vinnu sinni, leik og starfi. Í nýjasta heftinu er til að mynda auglýsing frá Det danske Student- erhus í Paris, sem hefur til umráða 48 herbergi og er opið fyrir alla yfir sumarmánuðina júlí, ágúst og sept- ember, leigan 580 evrur fyrir eins manns herbergi en 890 tveggja manna. Í framhjáhlaupi má bæta við að Danir eiga líka menningar- stofnun á nokkrum hæðum ofarlega á Champs Elysées Clemenceau breiðgötu, neðan Stjörnutorgs, Étoile, hvar Sigurboginn trónir, og svo eru þeir með eina veglega í Róm og huga vel að sínum í öðrum heimsborgunum. Hins vegar lauk nýlega og við lítinn orðstír útrás- arævintýri þeirra í New York með lokun listhúss sem hafði með núlist- ir að gera og mikið fjármagn runnið til. Bar einmitt upp á 10 ára afmæli þess, en af hátíðahöldum í því tilefni fóru hljóðlátari sögur en trumbu- slættinum kringum væntanlega sig- urför í upphafi. Hér ráku Danir sig illilega á þau sannindi, að engin þjóð heldur nú um stundir eins vel utan um ímynd sína og menning- arlegu landhelgi en Bandaríkin, eða eru með jafn mörg járn í eldinum um útrás hennar, verjast jafnframt öllum innrásum með kjafti og klóm. Loks ber að geta, að Listasjóður ríkisins, Statens Kunstfond, átti 40 ára afmæli nýlega, eitt helsta mark- mið hans innkaup listaverka og dreifingu þeirra í skóla, félagsheim- ili og opinberar stofnanir vítt og breitt. Annað sem Kunstavisen upplýsir, er að þrjár listakaupstefnur opna í apríl þ.e. í Árósum, Sönderborg og Hilleröd, en slíkar virðast eiga miklu fylgi að fagna á landsvísu nú um stundir. Einna mest lagt í þá í Árósum, sem mun hin fyrsta að marki á staðnum, haldin í hinu glæsilega tónlistarhúsi borgarinnar með þátttöku 150 listamanna inn- lendra og nokkurra erlendra. Upp- lag katalóganna 7.000 og fá allir listamennirnir heilsíðu til kynning- ar. Þá er auglýst fjölþætt listahátíð í Faaborg, sem er ekki mjög langt frá Óðinsvéum, haldin í maí, og meðal þátttakenda sem sérstaklega eru skráðir til leiks finnur maður nafnið Jón Gíslason. Af þessu má marka að Danir eru svo „sveitó“ að halda einarðlega fram sínum eigin listamönnum og hafa síður en svo slakað á þótt aðsókn á söfn hafi minnkað um 1,4% á liðnu ári. En það hefur ýmsar nærtækar orsakir og aðsóknin gæti allt eins aukist um 10% á yfirstandandi ári og miðað við þær mörgu og mikilsháttar sýn- ingar sem opnaðar hafa verið í upp- hafi þess kæmi skrifara það engan veginn á óvart, innlendir þar engan veginn úti í kuldanum. Þá virðast þarlendir listsögufræðingar, mennt- aðir á heimavettvangi, yfirmáta vel að sér í danskri listasögu og dugleg- ir við að kryfja hana á opinberum vettvangi, skrifa í blöð og tímarit ásamt því að gefa út bækur um meintu afreksmenn lífs sem liðna. Af þessari upptalningu máráða að upplýsingaflæði,listkynning og dreifinglistaverka er hið náttúru- legasta mál hjá fyrrverandi herra- þjóð okkar, blóðflæðið á fullu. Minna um flugelda, fínirí og hand- stýrðan uppslátt til hags innvígðum, innmúruðum og útvöldum eins og hér á útskerinu, og fer að meg- inhluta fram daginn sem (stór)við- burðunum er hleypt af stokknum. Væri mál að senda íslenska list- sögufræðinga í læri til Danmerkur til að nema fræði staðbundinnar listmiðlunar, einkum þá hlið sem skarar skilvirkni og gagnsæi, þó umfram allt að koma til dyra eins og þeir eru klæddir. Mega einkum minnast þess að þeir eru ekki ráðn- ir í ábyrgðarstörf til að iðka ann- arlega listpólitík og skara eld að sinni köku. Störfin innibera stórum frekar að þeir standi keikir með báða fæturna á jörðinni, vel að merkja íslenskri jörð, ilmandi og safaríkri gróðurmold … Af miðlun myndlistar SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Forsíða Kunstavisen , 3/2006, 26. árgangur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.