Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 51 MENNING Euro Mover  Nýtt frá Rafmagnsdrif til að aka hjólhýsum. Einnig mögulegt fyrir hestakerrur, fellihýsi, tjaldvagna og fleira. Kefli sem leggst við dekkið og knýr það áfram, stjórnað með fjarstýringu, allt að 6 m frá. ● Tilvalið til að aka á dráttarkúlu ● Aka inn á tjaldsvæði ● Aka í þröng stæði ● Aka inn í bílskúr o.fl. Eins öxla fyrir 1.800 kg, tveggja fyrir 2.250 kg Ekur upp 25% halla miðað við 1.200 kg Ryðfrítt Ekkert streð, láttu Euro Mover færa til vagninn umboðið, Bílaraf, Auðbrekku 20, s. 564 0400 SJÁVARKJALLARINN ÓSKAR SÍNU FÓLKI TIL HAMINGJU MEÐ ÁRANGURINN Á SÝNINGUNNI MATUR 2006. 2006 MATREIÐSLUMAÐUR ÁRSINS STEINN ÓSKAR SIGURÐSSON MATREIÐSLUNEMAR ÁRSINS GUÐLAUGUR P. FRÍMANNSSON GÚSTAF AXEL GUNNLAUGSSON 2005 MATREIÐSLUNEMI ÁRSINS PÉTUR ÖRN SIGFÚSSON GRAND MARNIER TROPHY VALTÝR BERGMANN, SILFURVERÐLAUN 2004 MATREIÐSLUMAÐUR ÁRSINS LÁRUS GUNNAR JÓNSSON CONDÉ NAST HOT TABLE EINN AF 66 BESTU NÝJU VEITINGASTÖÐUM HEIMS sjávarkjallarinn aðalstræti 2 sími 511 1212 www.sjavarkjallarinn.is KOLUPPSELT var á sinfóníutón- leikunum utan raða á fimmtudags- kvöld, og tilkomumikil sjón að sjá 125 hvítklædd ungmenni þræða sig upp á svið fyrir aftan Vínarupp- stilltu hljómsveitina í sálumessum Eyblers og Mozarts. Hefur sjálf- sagt farið fiðringur um fleiri en að- standandi foreldra og ættingja. En jafnvel þótt bundið væri fyrir augu var sérstök upplifun að sam- einuðum kórunum kenndum við Hamrahlíð og menntaskólann þar, því hljómur þeirra var engu líkur; tandurhreinn, gegnsær og öruggur í jafnvel vægðarlausustu flúr- köflum. Og þó að æskubirtan kæmi vitanlega harðast niður á fyllingu karlradda, bættu kórarnir sér það ríkulega upp með fyrrtöldum kost- um. Segja má að samkórinn hafi verið stjarna kvöldsins. Því þó að jafnt einsöngvarar sem hljómsveit legðu sitt bezta fram undir handleiðslu hins feikifæra og löngu hagvana finnska stjórnanda, var óviðjafn- anleg innlifun kórsins það sem bar sálumessurnar tvær mest uppi og sat fastast eftir. Þar fyrir utan er ekki á hverjum degi sem heyra má virðulegustu og aldurtilatengdustu grein kirkjutónlistar sungna af jafn- ferskum en öguðum röddum og hér gerðist, og setti það óneitanlega sérstakan svip á inntak textans, þó að versti óhugnaðurinn hyrfi kannski um leið úr t.a.m. dómsdags- sekvenzunni Dies irae, þar sem ósjaldan er teflt fram þrumandi mammútbössum í jötunmóð með eldri og þroskaðri kórsöngvara í huga. En því meira sannfærandi urðu paradísísku sælukaflarnir í staðinn. Þetta kvöld veitti hlustendum ósvikna upplifun, hrífandi og hjarta- hlýjandi í senn. Að vísu hefði verið forvitnilegt að heyra vel samda Sálumessu Josephs Eyblers (enn einn ónefndan Íslandsfrumflutn- ing?), í fullri lengd, enda virðist Mozart hafa metið þennan nemanda sinn og vin hærra en Süssmayr, jafnvel þótt hinn síðartaldi ætti eftir að ljúka Requiemi stórsnillingsins eftir að Eybler gekk úr skafti. En ugglaust hefði þá orðið að sleppa Todtenfeier Mahlers, því tónleik- arnir stóðu allt fram á 11. tímann, þrátt fyrir nefnda styttingu. Og vissulega átti sú magnaða sálumessa án orða upplagt erindi í þessu samhengi. Hana mætti eig- inlega kalla sjálfstæða einþætta (en margkaflaskipta) sinfóníu, þótt samin væri sem 1. þáttur Annarrar hljómkviðu sinfóníska breiðtjalds- málarans. Er í sjálfu sér litlu við að bæta öðru en að verkið var glæsi- lega leikið af hljómsveitinni. Reynd- ar svo glæsilega, að manni komu ósjálfrátt í hug hin frægu orð um Mannheimsveit Theodors kjörfursta á fullu blómaskeiði, að þar færi úr- valsher „skipaður eintómum herfor- ingjum“. Morgunblaðið/Ásdís „En jafnvel þótt bundið væri fyrir augu var sérstök upplifun að samein- uðum kórunum kenndum við Hamrahlíð og menntaskólannn þar, því hljómur þeirra var engu líkur; tandurhreinn, gegnsær og öruggur í jafnvel vægðarlausustu flúrköflum,“ segir í umsögn um tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands sl. fimmtudag. Sálumessur í æskuljóma TÓNLIST Háskólabíó Eybler: Þættir úr Sálumessu í c. Mahler: Todtenfeier. Mozart: Sálmumessa í d K626. Einsöngvarar: Hanna Dóra Sturlu- dóttir sópran, Alina Dubik alt, Jónas Guð- mundsson tenór og Kouta Räsänen bassi. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn (kórstjóri: Þor- gerður Ingólfsdóttir) ásamt Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtudaginn 6. apríl kl. 19.30. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.