Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. STIGAHLÍÐ 10 - 1. hæð Opið hús í dag frá kl. 13-14 Nýtt á skrá sérlega glæsileg og mikið endurnýjuð 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð með vestursvölum. Tvö svefnherbergi, samliggjandi stofa og borðstofa. Nýleg innrétting í eldhúsi, baðherbergi endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf, baðkar. Parket á öllum gólfum nema baði. Sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús í kjallara. Verð 19,9 millj. Verið velkomin í dag frá kl. 13-14, bjalla merkt Ólöf. BÆJARGIL - GLÆSILEGT HÚS Fallegt endaraðhús (suðurendi) um 200 fm sem er á þremur hæðum með innbyggðum bíl- skúr. Á jarðhæð er forstofa, innra hol, eldhús, stofa, borðstofa og arinstofa auk snyrtingar og þvottahúss. Bílskúr. Á 2. hæð er hol, baðherbergi, 3 stór herbergi og fataherbergi (getur verið svefnherbergi). Í risi er hol, og stórt herbergi. Skv. Ný timburverönd og falleg lóð. V. 42,9 m. 5748 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 VALLARBRAUT - SELTJARNARNESI OPIÐ Á LUNDI MILL I KL. 12 OG 14 Í DAG Snyrtilegt 195 fm einbýlishús á einni hæð með 55 fm tvöföldum bílskúr. Fremri forstofa, eldhús með borðkrók, gestasnyrting, stofa, borðstofa, sjónvarpshol, 4 herbergi, baðherbergi og þvottahús. Húsið sem hefur fengið gott viðhald stendur á stórri hornlóð og býður upp á mikla möguleika. Vallarbrautin var valin fallegasta gatan á Nesinu 2005. V. 59.9 m. HÁSKÓLINN í Reykjavík (HR) stendur um þessar mundir fyrir kynn- ingu á meistaranámi í fjármálafræðum og reikningshaldi sem þar er í boði. Tvenns konar meistaragráður (M.Sc.) í fjár- málafræðum koma þar til greina. Annars vegar er nám fyrir þá sem hyggjast starfa fyrir fjármálafyr- irtæki á sviði fjárfest- ingarstjórnunar og hins vegar nám sem miðast við þarfir fyrirtækja í al- mennum rekstri. Námið í reikningshaldi höfðar einnig til fólks sem hefur tvenns konar starfsvettvang í huga. Ann- ars vegar þeirra sem vilja starfa sem endurskoðendur, en námið miðar einnig að því að þjálfa fólk til starfa á sviði reikningshalds, hvort sem markmiðið er gerð reikningsskila fyrir fjármagnseig- endur eða árangurs- mælingar í rekstri sem stjórnendur þurfa upplýsingar um. Námið sem skólinn býður hefur einkum verið sniðið að erlend- um fyrirmyndum og raunar er það svo að meistaranámið í fjár- festingarstjórnun miðast við sambærilegt nám við Boston-háskólann í Bandaríkj- unum. Í þessu námi eru gerðar talsverðar kröfur til tæknilegrar færni og reynir því talsvert á kunnáttu í hagnýtri stærðfræði. En það er ekki bara svo að námið sé sniðið að erlendum kröf- um, heldur hefur skólinn einnig fengið að njóta starfskrafta kenn- ara sem kenna fjármálafræði við háskóla í Bandaríkjunum og Dan- mörku (CBS – Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn). Flestir þess- ara kennara hafa auk þess veru- lega starfsreynslu á fjármagns- markaði og við fjármálastjórn fyrirtækja. Vegna þessara erlendu tengsla þykir enn fremur rétt að benda á að HR hefur boðið nem- endum að sækja námskeið við há- skóla á Boston-svæðinu og hugað er að frekari aukningu á því sviði. Auk hinna erlendu kennara kenna í náminu reynslumiklir sérfræð- ingar sem starfa á íslenskum fjár- magnsmarkaði. Þá hefur HR nýlega stofnað til tengsla við háskóla í Evrópu og eiga nemendur nú kost á að sækja námskeið til eins af virtustu við- skiptaháskólum í Frakklandi (ESCP-EAP), en að auki stendur til að bjóða kennurum við þann skóla að starfa við HR. Við vænt- um mikils af því samstarfi. Fyrir ári hóf HR kennslu á meistarastigi í reikningshaldi og endurskoðun. Það nám var und- irbúið af sérfræðingum skólans í samvinnu við fulltrúa Félags lög- giltra endurskoðenda og tók mið af evrópskum kröfum um meist- aranám. Vegna síaukinna krafna til endurskoðenda og þeirra sem starfa innan fyrirtækja á sviði af- komu- og efnahagsmælinga hefur þurft að gera meiri kröfur um formlegt nám en áður. Það á ekki aðeins við á Íslandi heldur hefur það einnig gerst víða erlendis. Námið tekur tvö ár og kennarar hafa allir mikla reynslu af kennslu og störfum í atvinnulífinu. Þá munu bandarískir prófessorar með mikla reynslu af kennslu á meist- arastigi annast kennslu á næsta skólaári. HR hefur lagt sig fram um að bjóða eins gott nám í fjármálum og reikningshaldi og völ er á. Námið tekur mið af síauknum kröfum viðskiptalífsins til kunn- áttu á þessum sviðum, enda hefur viðskiptaumhverfið breyst og orð- ið flóknara og alþjóðlegra en nokkru sinni fyrr. Vegna þessa er námið í boði og í þessu felst enn fremur að verulegar kröfur eru gerðar til nemenda í náminu. HR hvetur þá sem vilja styrkja stöðu sína á atvinnumarkaði og auka við þekkingu sína til að kynna sér rækilega námið sem skólinn býð- ur. Frekari upplýsingar um námið er að fá hjá Þórhildi Hansdóttur Jetzek, verkefnisstjóra námsins hjá HR og undirrituðum. Meistaranám í fjármálafræð- um og reikningshaldi Stefán Svavarsson fjallar um Háskólann í Reykjavík ’HR hefur lagt sig framum að bjóða eins gott nám í fjármálum og reikningshaldi og völ er á.‘ Stefán Svavarsson Höfundur er forstöðumaður meist- aranáms í fjármálum og reiknings- haldi við HR. UNDARLEGT er að eiga orða- stað við þann sem svarar ekki því sem maður sagði heldur aðeins því sem maður sagði ekki. Þannig gengur það til í annað sinn í mínu tilviki þegar Kristján G. Arngrímsson svarar mér í Viðhorfsgrein sinni 31. mars, „Mik- ilvægt verkfæri“. Þar heldur hann því blá- kalt fram að ég sé „fullfljótur að hafna algerlega verkfæra- settsskilgreiningunni“ og vísar hann þar til líkingamáls Witt- gensteins sem hann notaði í fyrri grein 9. mars. Ég hef engu slíku hafnað, benti aðeins á 23. mars að hann virtist ekki fyllilega sann- færður sjálfur. Ég get aðeins ráð- lagt Kristjáni að nota verkfæri lestrarins betur og á ég þar ekki aðeins við augun. Túlkunarfræð- ingurinn Friedrich Schleiermacher setti einu sinni fram tvær aðferðir list- arinnar að skilja sem ég hvet Kristján til að lesa vandlega fyrir næsta svar. Þær eru á þessa leið: 1) Sérhlífnari aðferð listarinnar að skilja gengur út frá því sem vísu að skilningurinn komi af sjálfu sér og lætur markmiðið í ljós með neikvæðum for- merkjum: Að forðast beri misskilning. 2) Agaðri aðferðin gengur út frá því að misskilningurinn komi af sjálfu sér og að skilninginn verði menn að vilja og finna í hverju at- riði. Þetta er einfalt og ættu allir, sem vinna með texta og túlka þá með einhverjum hætti, að tileinka sér reglu númer 2, því sú fyrri leiðir oft til þess að menn hafa eitthvað annað eftir öðrum en þeir raunverulega sögðu. Tvær aðferðir til skilnings Gauti Kristmannsson svarar Kristjáni G. Arngrímssyni í Viðhorfsgrein hans ’Þetta er einfalt og ættuallir, sem vinna með texta og túlka þá með ein- hverjum hætti, að til- einka sér reglu númer 2, því sú fyrri leiðir oft til þess að menn hafa eitt- hvað annað eftir öðrum en þeir raunverulega sögðu.‘ Gauti Kristmannsson Höfundur er bókmennta- og þýðingafræðingur. Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekk- ert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.