Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAGT er að þegar hinn heims- kunni fornleifafræðingur Gordon Childe kom á Kamba- brún fyrir 50 árum hafi hann hrópað; „I dońt believe it.“ Sagn- fræðingurinn horfði yfir hið mikla und- irlendi og undrast það hversu seint það byggðist. Ísland er eitt síðasta land sem mannkyn lagði undir sig og Suðurlandsund- irlendið eitt stærsta sinnar tegundar. Þótt menn hafi byggt upp Suðurland fyrir þús- und árum tók langan tíma fyrir þéttbýli að verða til á þessu svæði. Nú í byrjun 21. aldarinnar er Árborg að byggjast upp, enda eru höfuðborgarbúar að uppgötva Suður- landsundirlendið og taka sjálfsagt sumir undir fleyg orð Gord- ons Childe þegar þeir horfa yfir Kambabrún – nú sökum fjölgunar. Bregðumst rétt við fjölguninni Mikil fjölgun íbúa í Árborg kall- ar á aukna þjónustu við íbúa, en umfram allt að vel sé búið um hnútana í skipulagsmálum og lang- tímaáætlunum. Hvoru tveggja hef- ur verið brotakennt og er nýtt að- alskipulag varla fullbúið þegar það er úr gildi fallið. Íbúar Árborgar gera skýlausa kröfu til þess að njóta óskertrar þjónustu til jafns við þau sveitarfélög sem best þykja standa sig. Grunnþjónusta eins og vatnsveita, leikskólarými og fram- boð lóða þarf að vera í fullnægjandi ástandi, en svo hefur ekki verið. Árborg hefur gott tækifæri til að vera í fremstu röð sveitarfélaga með því að koma til móts við vöxt- inn og forðast bráðabirgðaúrræði. Fjölgun íbúa á ekki að vera vanda- mál, heldur tækifæri. Þannig lítum við sjálfstæðismenn í Árborg á málið. Í málaskrá okkar leggjum við áherslu á að horfa til þess að Árborg sé eftirsóknarverður bú- setukostur í námunda við höfuðborgina. Bættar samgöngur, lækkun fasteigna- gjalda og uppbygging allra byggðakjarna í Árborg er lykillinn að framtíðinni. Íbúarnir vilja horfa til fram- tíðar og nýta þau tækifæri sem fjölgunin felur í sér. Árborg á að vera eftirsókn- arverður kostur fyr- irtækja og fyrsti val- kostur fjölskyldna. Samfélag framtíðarinnar Í dag er fólk að flytja frá Reykjavík og á Selfoss. Ef vel er á málum haldið mun þetta færast í vöxt, ekki síst ef opnað er fyrir lifandi búsetu í öllu sveitarfélaginu. Aukinn stuðningur við skóla á öllum stigum náms frá leikskóla til háskólanáms hlýtur að vera forgangsatriði. Þá teljum við að líta beri á stórfjölskylduna sem heild og horfa á öldrunarmál sem fjölskyldumál. Við sættum okkur ekki við aðskilnað kynslóðanna, en viljum í staðinn stuðla að bættum samgangi þeirra eldri og yngri. Ár- borg er kjörinn vettvangur þeirra sem vilja lifa í nábýli við náttúruna, skammt frá höfuðborginni. Með nú- tímavæðingu Árborgar getur þetta samfélag boðið upp á bestu kosti dreifbýlis og þéttbýlis sem vart á sinn líka í Evrópu. Sjálfstæðismenn í Árborg hafa mikla trú á þeim mikla krafti sem býr í fólkinu sjálfu og við viljum virkja það eins og frekast er unnt. Þannig er okkur best borgið. Árborg 2006–2010 – Séð af Kambabrún Eyþór Arnalds skrifar um sveitarfélagið Árborg ’Með nútíma-væðingu Árborg- ar getur þetta samfélag boðið upp á bestu kosti dreifbýlis og þéttbýlis sem vart á sinn líka í Evrópu.‘ Eyþór Arnalds Höfundur skipar 1. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Á RÚMLEGA einu ári hafa sex ungmenni látið lífið af völdum af- leiðinga sem hlutust af ofsaakstri og a.m.k. tveir slasast mjög alvar- lega af sömu ástæðu. Þetta hugtak, „ofsaakstur“ er sífellt að verða meira áberandi þegar fréttir berast af alvarlegum umferð- arslysum. Þá er ekki lengur rætt um of hraðan akstur – held- ur ofsafenginn akstur og þar átt við hraða sem nálgast kappakst- urshraða í aksturs- íþróttum; þ.e. 150 km hraða á klukkustund eða meira. Slíkur hraði er beinlínis ávís- un á mjög alvarlegt líkamstjón eða dauða. Þegar árekstur eða útafakstur verður á slíkum ofsahraða, er höggið svo mikið að fátt kemur til hjálpar; hvorki bílbelti né loftpúð- ar. Og þar með er ekki öll sagan sögð; nánast vikulega er ökumaður mældur af lögreglunni og stöðv- aður eftir slíkan ofsahraða áður en líkamstjón hlýst af. Miðað við þann skort á umferðarlöggæslu, sem virðist því miður vera raunin víða um land, má velta því fyrir sér hversu margir stunda slíkan hás- kaleik, óáreittir og eru þannig eins og tifandi tímasprengja á götum og vegum landsins. Um árabil hefur VÍS staðið fyrir umferðarfundum meðal ungmenna í framhalds- skólum landsins um land allt þar sem m.a. er fjallað um skelfilegar afleiðingar umferðarslysa. Á þeim fundum skapast oft gagnlegar um- ræður um umferðarmál. Oftar en ekki heyrast þær skoðanir ungra ökumanna að ekkert hræðist þau meira en lögregluna. Þau við- urkenna hreinskilnislega að þau fari flest yfir hámarkshraða, sum hver á ofsahraða, ef lögreglan er hvergi nærri. Fyrir skömmu heim- sótti ég, sem oftar, einn af fram- haldsskólum landsins, fjarri Reykjavík, og spurði nemendur hversu hratt þeir keyrðu að jafnaði á leið sinni til höfuðborgarinnar. Svörin voru ógnvænleg: Mörg þeirra sögðust fara um og yfir 120 km. hraða og þaðan af hraðar þeg- ar þau þóttust viss um að lög- reglan væri ekki við eftirlit. Fæst þeirra sögðust hafa verið stöðvuð fyrir of hraðan akstur. Það var vissulega sorglegt að heyra þessar frásagnir ungmenn- anna en vert er að taka fram að mjög mörg þeirra sögðust aldrei fara yf- ir 100 km hraða. Þess- ar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að það skortir tilfinnanlega öflugri umferðarlöggæslu á þjóðvegum landsins. Það er sannarlega þekkt staðreynd að þegar umferðareftirlit er sýnilegt, þ.e. lög- reglan er á ferðinni, lækkar ökuhraðinn verulega og um leið alvarlegum slysum. Um það vitna framhaldsskólanem- arnir sem sögðust aldrei fara yfir hámarkshraða þegar lögreglan væri í nánd. Þótt VÍS og fleiri að- ilar sem stunda reglubundinn um- ferðaráróður hafi náð góðum ár- angri í að fækka alvarlegum umferðarslysum, náum við aldrei eyrum allra. Sumir meðtaka ein- faldlega ekki þau skilaboð sem sett eru fram um afleiðingar hraðakst- urs – hversu áhrifarík sem þau eru. Á þá einstaklinga, sem eru í miklum minnihluta en samt alltof margir, dugar ekkert annað en öfl- ug umferðarlöggæsla. Viðurlögin eru til staðar; þ.e. sektarákvæði og refsingar, en þau eru til lítils ef lögreglan beitir ekki þeim við- urlögum eða er ekki til staðar til að uppræta umferðarlagabrotin. Þegar þetta er ritað hafa fimm manneskjur látið lífið í umferð- arslysum það sem af er þessu ári. Við höfum úrræði til að koma í veg fyrir fleiri harmleiki og þau úrræði felast í fræðslu, öflugum áróðri og síðast en ekki síst – stóraukinni umferðarlöggæslu. Mikil ferðahelgi er framundan og því er það krafa okkar allra að hið vökula auga löggæslunnar fylg- ist vel með í formi stóraukinnar umferðarlöggæslu. Hið vökula auga vantar Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar um umferðaröryggi og gæslu ’Við höfum úrræði til aðkoma í veg fyrir fleiri harmleiki og þau úrræði felast í fræðslu, öflugum áróðri og síðast en ekki síst – stóraukinni umferð- arlöggæslu.‘ Ragnheiður Davíðsdóttir Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG „Gamla húsið“ við Þórsgötu er til sölu en um er að ræða hæð og ris ásamt hluta af kjallara. Nýtanlegur gólfflötur gæti verið ca 120 fm. Íbúðin er mjög skemmtileg í stíl síns tíma að hluta. Á hæðinni eru tvær stofur og eldhús en uppi eru tvö svefnherbergi og bað. Í kjallara er sérþvottahús. Bakgarður. Verð 29,9 millj. „GAMLA HÚSIГ - ÞÓRSGATA 23 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL 14-16 Greniás 12, Garðabæ - Opið hús Opið hús í dag frá kl. 14:00 til 16:00 Í einkasölu mjög gott, nýtt 213,4 fm parhús á tveimur hæðum, þar af er bílskúr 22,7 fm. Húsið er vel staðsett á góðum útsýnisstað innst í botnlanga. Eignin skiptist í forstofu, hol, forstofuherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, gang, baðherb., hjónaherb., barnaherb., bílskúr og 2ja herb. íbúð með sérinngangi sem skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherb. og herbergi. Hellulagt bílaplan. Fallegar innréttingar. Gólfefni eru parket og flísar. Verð 51 millj. Bragi og Kristín bjóða ykkur velkomin. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is 64.900.000 Virkilega gott, nýstandsett gistihús á Viðarhöfða. Skiptist í 14 stór herbergi og sameiginlega aðstöðu. Húsnæðið er 351 fm auk stórra svala (ca 150 fm) sem snúa í suður og mögulegt er að byggja yfir. Húsnæðið er í dag leigt til eins trausts aðila fyrir 550.000 kr. á mánuði tengt vísitölu. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Einarsson sölumaður í síma 897 8266. Viðarhöfði 2 - 110 Reykjavík Góð fjárfesting fj f ti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.