Morgunblaðið - 09.04.2006, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 09.04.2006, Qupperneq 78
78 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ J ames Newell Osterberg, betur þekkt- ur sem Iggy Pop, hefur verið einn al- ræmdasti tónlistarmaður síðustu áratuga. Lífsstíll hans hefur verið fáum til eftirbreytni en tónlistar- áhugamenn hafa flestir sammælst um áhrif hans og hljómsveitar hans Stooges á pönk- og rokktónlist. Iggy Pop og eftirlifandi meðlimir Stooges komu fyrir nokkrum misserum saman aftur og hófu að vinna að nýju efni. Sveitin fór í stutt tónleikaferðalag árið 2003 og núna eru þeir staddir á öðru tónleikaferðalagi sem að þessu sinni fer um eyjuna nyrst í Atlantshaf- inu, mörgum til mikillar gleði. Tennesse Williams Það fyrsta sem undirritaður rakst á þegar hann hóf að rannsaka feril Iggys var að hvergi datt nokkrum í hug að spyrja eða fjalla um, hvers vegna í ósköpunum James Newell Oster- berg hefði ákveðið að breyta nafni sínu í Iggy Pop. Það hlaut því að verða fyrsta spurningin. Rokna hlátur berst í gegnum tólið eftir að spurningin er borin upp og svo segir hann: „Ókei, þú færð lengri útskýringuna. Þegar ég var fimmtán ára gamall var ég trommari í hljómsveit sem kallaði sig The Iguanas eftir leikriti Tennessee Williams The Night of the Iguana. Okkur gekk ágætlega og við græddum fínan pening um helgar. Nokkrum árum síðar þegar ég gerðist atvinnutónlistarmaður mundi fólk enn eftir mér úr The Iguanas og hóf þá að kalla mig Iggy. Líklega til að stríða mér því að þetta er frekar ljótt nafn, bæði hljómar það út- lenskt og svo ber það með sér eitthvað slím- kennt og jafnvel kynferðislegt. Það var svo um það leyti sem Stooges voru að ná einhverjum árangri að blaðamenn tóku einnig upp á því að kalla mig Iggy. Ég ákvað að lokum að segja ekki neitt því að það var nógu erfitt að komast í blöðin til að byrja með. Pop-ið bættist seinna við. Í fyrsta lagi virkar Iggy Osterberg ekki mjög vel og svo kannaðist ég við annan mann sem kallaði sig þessu eft- irnafni án þess að það passaði við hann. Ég reiknaði með því að ég gæti borið það með betri árangri. Sem ég gerði.“ Brjálaðar hárgreiðslur Hvaðan kemur eftirnafnið Osterberg? „Það er sænskt og er komið frá ömmu minni sem hét Ida Osterberg. Hún vann sem hjúkr- unarkona í upphafi síðustu aldar og fluttist til Bandaríkjanna frá Svíþjóð.“ Hverju manstu helst eftir frá þeim tíma sem Stooges voru að byrja? „Bestu minningarnar sem ég á frá þessum tíma? Guð minn góður. Ég man eftir andrúms- loftinu, sem var rafmagnað en um leið mjög af- slappað út af því að maður var unglingur og áhyggjulaus. Ég man eftir stóru hvítu bónda- býli og löngum sumrum þar sem maður eyddi tímanum í að prófa brjálaðar hárgreiðslur fyr- ir framan spegilinn. Þessi ár fóru í að uppgötva nýja og spennandi hluti, bæði í tónlist og í líf- inu sjálfu – en mesti tíminn fór náttúrlega í að reykja dóp og elta stelpur,“ og svo heyrist sama hláturrokan og í upphafi. Núna er hún bara helmingi lengri og hærri. „Foxy chicks“ og önnur eiturlyf Í upphafi áttunda áratugarins voru Iggy og aðrir meðlimir Stooges djúpt sokknir í eiturlyf og svo fór að upp úr 1973 lagði sveitin upp laupana. Tímabilið sem fór í hönd hjá Iggy var ekki gæfulegt og fljótlega endaði hann á göt- unni, slippur og snauður og illa háður eitur- lyfjum. „Ég flakkaði á milli staða um tíma en var að- allega á götum Los Angeles. Ég veit ekki hvað þetta tímabil varði lengi en ég lifði vægast sagt ömurlegu lífi í rúmt ár og í annað ár var ég kannski ekki á götunni en inni á öðru fólki eins og gengur og gerist hjá fólki sem er fast í þess- um lífsstíl.“ Þú hefur ekki rekist á Charles Bukowski á þessum tíma? „Nei, ég hitti Bukowski aldrei. Ég hef aldrei gengist upp í því að vera fyllibytta. Ég hef átt mín túratímabil en mér hefur aldrei liðið vel á meðan á þeim hefur staðið.“ En í hvernig formi ertu í dag? „Með tilliti til áfengis og eiturlyfja?“ Já. „Ég er í frábæru formi. Ég nota þessi við- urkenndu eiturlyf. Sterkt kaffi á morgnana, gott Bordeaux með kvöldmat og „foxy chicks“ þegar ég vil taka það rólega.“ Foxy Chicks? Hvað er það? „Þú veist, „foxy chicks“, sætar stelpur. Ég er að tala um kynlíf hérna. Þú veist, „ég er svo- lítið upptrekktur svo að kannski ætti ég að fá mér „foxy chick“ til að róa mig niður.“ Ég skil, ég hélt fyrst að þetta væri …skiptir ekki máli. Berlínarárin og Bowie Mig langaði til að spyrja þig út í tímann þeg- ar þið Bowie fluttust til Berlínar og tókuð upp Lust for Life og The Idiot? „Ókei, ég var þar í þrjú ár í það heila. Berlín var mjög merkileg borg á þessum tíma fyrir margra hluta sakir. Hallærislegur rókókó- arkitektúrinn er mér í fersku minni en maður fann líka fyrir langri sögu andlegra yfirburða. Það var mikið um kynferðislega tilraunastarf- semi og pólitíska framúrstefnu ef svo mætti komast að orði. Berlín var gríðarstór borg náttúrlega en það voru aðeins í kringum 700 þúsund íbúar sem bjuggu þarna að staðaldri. Maður gat mjög auðveldlega leigt risastóra íbúð fyrir skít og kanil og maður þurfti aldrei að hafa áhyggjur af bílastæðum. Fyrir utan þetta var auðvitað stemningin sem myndaðist við skiptingu borgarinnar í fjögur svæði. Það var allt svo „laizze fair“. Ég man til dæmis eftir því eina nóttina þegar ég læsti sjálfan mig inni í símaklefa. Ég var sauðdrukkinn og með rúm- lega gramm af kókaíni í vasanum. Eftir nokk- urn tíma kom löggan loksins og ekki bara hleyptu þeir mér út án þess að leita á mér, þeir keyrðu mig líka heim.[Önnur mjög löng hlát- urroka í þetta skiptið.] Allir voru mjög afslapp- aðir. Þetta breyttist aðeins eftir að Baader Meinhof fór að láta á sér bera en ég lenti aldrei í neinu. Borgin hafði upp á svo mikið að bjóða fyrir svo lítið. Ég man eftir hornbíóum sem sýndu expressjónískar kvikmyndir, litlum verslunum sem seldu gamla en mjög vandaða vöru á mjög lítinn pening og svo voru nátt- úrlega drag-sýningarnar. Þessar sýningar voru á gríðarháu listrænu plani sem ég held að verði seint toppað.“ Engu ofaukið í veröld Bowies Iggy talar um vegginn sem skildi Vestur- Berlín og Austur-Berlín sem fagran. Hand- verkið hafi verið gott, alveg eins og tækin sem hann notaði við upptökurnar á plötunum tveimur. Idiot og Lust for Live komu báðar út árið 1977 og stuttu seinna fór Pop í hljómleika- ferðalag þar sem Bowie lék á hljómborð. Ferð- in gaf af sér hráa en áhugaverða tónleikaplötu en svo virðist sem samband þeirra hafi náð leiðarenda. Oft hefur það verið túlkað sem svo að þeir hafi orðið óvinir og Iggy er beðinn um sannleikann. „Við höfðum gert nóg saman og ég held að Bowie hafi bara verið búinn að fá nóg. Hann vildi út úr þessu þegar hann vissi að hann hefði fengið allt út úr sambandinu sem hann gat fengið. Þú verður að skilja að þegar maður er að vinna með risum á borð við Bowie, dregst mað- ur ósjálfrátt inn í þeirra veröld. Sá heimur er stærri en okkar hinna en þar má samt engu vera ofaukið. Þegar mér var ofaukið skildi Bowie mig eftir en ég hafði alltaf reiknað með því að það myndi gerast fyrr eða síðar. Við héldum reglulegu sambandi og hann stýrði upptökum á Blah Blah Blah (1986) en eftir það misstum við samband. Hann hringdi í mig fyrir nokkrum árum til að gera eitthvað en svo datt það upp fyrir vegna anna hjá okkur báðum.“ Fyrstu sviðstökkvarinn Hvernig er að vera byrjaður að vinna með þínum gömlu félögum aftur? „Það er gott. Þetta eru mennirnir sem studdu við bakið á mér þegar ég var ekki neitt. Þurfti ég að grátbiðja þá til að koma aftur? Já. En við erum aldavinir. Við sóttum sömu barna- skóla, við þekktum mömmu hver annars og þar fram eftir götunum. Það er sérstakt. Við ætl- uðum bara að taka upp eitt lag en hér erum við svo að eitthvað er að ganga. Ekki það að það sé einfalt að vera í hljómsveit. Það er djöfulsins vesen en svona er þetta nú.“ Mig langaði til að spyrja þig út í alræmd sviðslæti þín þar sem þú gekkst af sviði að loknum tónleikum alblóðugur og skítugur? „Þetta gerðist ekki í hvert skipti. Við spil- uðum lög sem voru hvert öðru líkara og það var nauðsynlegt að draga athygli tónleikagesta að einhverju. Fólk var hrætt við okkur þegar við spiluðum en á sama tíma starði það á okkur í eins konar leiðslu. Það getur verið að það hafi hrætt mig á móti svo að ég tók upp á því ósjálf- rátt að klípa mig og meiða. Ég man eftir því eitt kvöldið þegar ég reyndi sviðsstökk – ég var að stökkva út í áhorfendaskarann löngu áð- ur en aðrir byrjuðu á því – en eitt kvöldið tókst mér að stökkva á kokteilborð og þær myndir sem oftast birtast af mér alblóðugum í tónlist- arblöðum, eru frá þessum tónleikum. Þetta var ekki svona alltaf en goðsögnin er orðin slík að ég fæ engu breytt.“ Bling „fucking“ 182 Í seinni tíð ertu æ oftar nefndur sem guð- faðir pönksins. Hvernig kanntu við það? „Eins og með nafnið mitt, Iggy Pop, hljóm- aði það heimskulega í fyrstu en svo hefur það vanist. Ég fór líka að hugsa þetta út frá prakt- ísku sjónarmiði. Ég er að selja ákveðna vöru og þeir sem kaupa hana hafa ákveðið að gefa henni nafn, af hverju í andskotanum ætti ég að banna þeim það ef ég græði á því? Nú má ekki minnast á rokkhljómsveit eða nýpönkgrúppu án þess að það sé minnst á mig og ég græði á því í hvert skipti. Auðvitað eigum við í Stooges ekkert sameiginlegt með Blink „fucking“ 182 en þeir sem fíla þá hljómsveit eru líklegri til að kaupa plötu með Iggy Pop eða Stooges. Og auðvitað munu þeir fíla okkur betur.“ Maður allra árstíða Hljómsveitin Stooges með rokkpúkann Iggy Pop fremstan í flokki treður upp í Laugardalshöll í næsta mánuði. Höskuldur Ólafsson sló á þráðinn til Flórída þar sem Iggy Pop sat í mak- indum sínum, ber að ofan eflaust og sötraði morgunkaffið. Tónleikagestir í Höllinni 3. maí mega búast við kraftmikilli sviðsframkomu Stooges. James Newell Osterberg, öðru nafni Iggy Pop er kominn af sænskum ættum. Iggy Pop lék sjálfan sig í frábærri kvikmynd Jims Jarmusch Coffee and Cigarettes. ’Þegar mér var ofaukið skildiBowie mig eftir en ég hafði alltaf reiknað með því að það myndi gerast fyrr eða síðar.‘ Iggy Pop og Stooges spila í Laugardalshöll 3. maí nk. Upplýsingar á www.rr.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.