Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 80

Morgunblaðið - 09.04.2006, Síða 80
80 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fáir listamenn hafa vakið aðraeins athygli vestan hafs áundanförnum árum og Jo-anna Newsom, í það minnsta meðal tónlistaráhugamanna. Plata hennar The Milk Eyed Mender, sem kom út fyrir tveimur árum, var víða valin ein besta plata ársins og vegur hennar hefur vaxið síðan. Joanna Newsom heldur tvenna tónleika hér á landi í næsta mánuði, í Fríkirkj- unni fimmtudaginn 18. og föstudag- inn 19. maí. Alin upp við tónlist Joanna Newsom er alin upp við tónlist, en móðir hennar er lærður smíðum um þessar mundir og Jo- anna segir að hún hafi ekki ætlað sér að leika á neinum tónleikum fyrr en einhvern tíman í haust, „en svo þeg- ar mér bauðst að spila á Íslandi gat ég ekki staðist það – mig hefur lang- að til Íslands árum saman“. Hún segir það af væntanlegri plötu að hún sé búin að taka upp allan hörpu- leik og söng, en nú standi sem hæst sú vinna að bæta við á plötuna ýms- um hljóðfærum öðrum. Mikið af öðrum hljóðfærum „Að þessu sinni ætla ég að hafa mikið af öðrum hljóðfæraleik á plöt- unni og fékk Van Dyke Parks til liðs við mig,“ segir hún, en Van Dyke Parks er einn fremsti upptökustjóri bandarískrar tónlistarsögu og hefur meðal annars unnið með mörgum helstu tónlistarmönnum vestan hafs og austan, til að mynda Beach Boys, The Byrds, Tim Buckley, Ry Cooder, Ringo Starr, Gabby Pahinui og Fiona Apple svo dæmi séu tekin. Parks er einmitt þekktur fyrir að vera vandlátur á verkefni, en Joanna segir að hún hafi leitað til hans með hugsanlegt samstarf í huga og eftir að hafa séð hana á tónleikum hafi hann slegið til. „Ég var mjög kvíðin þegar við byrjuðum að vinna, en hann er svo indæll maður og þægilegur í sam- starfi að það er frábært að vinna með honum. Hann er í þeirri stöðu að velja bara þau verkefni sem hon- um finnst skemmtileg og mér er það heiður að fá að vinna með honum. Það má ekki gleyma því að ég er samningsbundin smáfyrirtæki og er því ekki með mikla peninga umleikis til að taka upp, þannig að ekki er hann að gera þetta fyrir peninginn,“ segir Joanna og skellir uppúr. Á væntanlegri plötu eru ýmsar breytingar í aðsigi, því ekki er bara að fleiri hljóðfæri koma við sögu heldur syngur Joanna líka meira, raddar með sjálfri sér. Hún tekur fram að platan sé enn í smíðum og endanleg útgáfa liggi ekki fyrir, það sé allmikið á tilraunastigi enn sem komið er, meðal annars sé hún að bræða með sér hvort hún muni sjálf spila á fleiri hljóðfæri á plötunni en hörpuna. „Það er gríðarlega gaman að sjá lögin vaxa og þróast í hljóð- verinu, bæta við þau hljóðfærum og stækka útsetninguna,“ segir hún og minnir á að obbinn af lögunum á Milk Eyed Mender sé orðinn fjög- urra til fimm ára gamall og mikið breyst á þeim tíma. „Mér finnst enn gaman að spila gömlu lögin, en það er sérkennilegt á sinn hátt að vera að spá í ný lög, pæla í útsetningum og upptökum á þeim, en vera enn að tala um gömlu lögin og spila þau,“ segir hún og bætir svo við eftir smá umhugsun: „Ekki óþægilegt eða leiðinlegt, bara skrýtið.“ Nasasjón af væntanlegri plötu Íslenskir áheyrendur fá nasasjón af plötunni nýju því Joanna segist ætla að hafa einhver af nýju lög- unum á tónleikadagskránni, „en að- allega verð ég með lög af Milk Eyed Mender á dagskránni, tek tvö til þrjú ný lög“, segir Joanna og segist hlakka mikið til fararinnar, „það verður frábært að fá að spila í Frí- kirkjunni, ég hef heyrt að hún sé einkar falleg, og svo tek ég mér nokkra daga til að skoða Ísland með kærastanum mínum“. Eins og getið er í upphafi heldur Joanna Newsom tvenna tónleika í Fríkirkjunni, 18. og 19. maí, en á undan leikur hljómsveitin Slowblow sem kynnir nýtt efni, en talsvert er síðan Slowblow hefur leikið á tón- leikum hér á landi. undir því nafni gaf hún út tvær smá- skífur 2002. Fyrsta smáskífan Jafnhliða því sem Joanna lék í The Pleased samdi hún og tók upp eigin lög þar sem hún lék undir á hörpu og fyrsta smáskífan, Walnut Whales, kom út haustið 2002. Næsta skífa var svo Yarn and Glue sem kom út ári síðar og í framhaldi af því gerði hún útgáfusamning við Drag City útgáfuna, en smáskífurnar hafði hún gefið út sjálf. Fyrsta Drag City plat- an var svo The Milk Eyed Mender, sem kom út í mars 2004. Ný plata Joanna Newsom er í píanóleikari, faðir hennar leikur á gítar, systir hennar á selló og bróðir hennar á trommur. Hún byrjaði og ung að læra á hljóðfæri og kaus hörpuna eftir að hafa lært á píanó í nokkurn tíma. Harpan er dyntótt hljóðfæri að margra mati, en í stuttu spjalli tekur Joanna ekki undir það, „kannski vegna þess að ég þekki ekki önnur hljóðfæri. Ég hef heyrt að mönnum þyki hún erfið, aðallega að stilla hana og bera á milli staða, en mér finnst alls ekki erfitt að spila á hörpu, hún hefur nýst mér vel“. Tónlistaruppeldið einskorðaðist ekki bara við klassískt tónlistarnám því Joanna fékk líka góða nasasjón af þjóðlegri tónlist og féll einna helst fyrir afrískri hörputónlist sem leikin er á kora-hörpur. Eins og getið er lærði Joanna lengi á píanó og í fyrstu hljómsveit- inni, sem hún tók þátt í að stofna í miðskóla, spilaði hún á hljómborð. Til að byrja með hét hljómsveitin The Please og síðan The Pleased, en Hörpusláttur í Fríkirkjunni Bandaríska söngkonan Jo- anna Newsom er væntanleg hingað til lands í næstu viku og heldur tvenna tónleika í Fríkirkjunni 18. og 19. maí. Ljósmynd/Noah Georgeson Á væntanlegri plötu eru ýmsar breytingar í aðsigi, því ekki er bara að fleiri hljóðfæri komi við sögu heldur syngur Joanna líka meira, raddar með sjálfri sér. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson American Idol-dómarinn Paula Abdul hef- ur lagt fram kæru á hendur manni sem hún segir að hafi beitt sig ofbeldi í sam- kvæmi einu í Los Angeles á dögunum. Að sögn mun Paula hafa orðið fyrir heilahristingi og orðið fyrir hryggmeiðslum þegar maður sem staddur var í samkvæm- inu, greip í handlegg hennar og kast- aði henni svo utan í vegg. Lögreglan í Los Angeles segir að málið sé í rannsókn en neitaði að gefa upp nafn mannsins sem Abdul kærði. Tímarit- ið US Weekly hélt því hins vegar fram að Abdul og fyrrverandi kær- asti hennar Dante Spencer hefðu lent í rifrildi við umboðsmanninn Jim Lefkowitz í samkvæmi um síð- ustu helgi. Segir sagan að Lefkowitz hafi látist sem hann hrasaði á Abdul með þeim afleiðingum að hún þeytt- ist utan í vegg. Spencer og Lefko- witz tókust svo á sem endaði með því að Spencer þurfti sjálfur að láta sauma nokkur spor fyrir ofan augað. Fólk folk@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.