Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STÓRT FÍKNIEFNAMÁL
Lögreglan í Reykjavík rannsakar
nú eitt stærsta fíkniefnamál sem til
hennar kasta hefur komið. Fjórir
menn voru úrskurðaðir í gæslu-
varðhald á föstudaginn langa vegna
málsins. Fíkniefni, um 20 kg, fund-
ust falin í bensíntanki bifreiðar sem
flutt var til landsins í vor.
Lág kortagjöld hér á landi
Greiðslukortanotkun hér á landi
er á við það sem vænta má hjá millj-
ón manna þjóð, að sögn Ragnars Ön-
undarsonar hjá Kreditkortum ehf.
Kortagjöld í smásöluverslun hér á
landi eru að meðaltali 0,9% en í sum-
um löndum ESB 2,5%.
Ekki rétt að lækka álögur
FÍB hefur skorað á stjórnvöld að
lækka álögur á bifreiðaeldsneyti til
að draga úr neikvæðum áhrifum
eldsneytishækkana á fjárhag heim-
ilanna. Bensínhækkanir í liðinni viku
valdi því að rekstrarkostnaður bens-
ínbíla í landinu hækki um 3,35 millj-
arða á ársgrundvelli. Hagfræðingur
hjá Seðlabankanum telur að fremur
eigi að draga úr eldsneytisnotkun en
að lækka álögur tímabundið.
Olíuverð hækkar
Deilan um kjarnorkutilraunir Ír-
ana og ótti við að til átaka komi hafði
þau áhrif í gær að heimsmarkaðs-
verð á olíu hækkaði verulega jafnt í
Evrópu sem í Bandaríkjunum. Fór
það yfir 70 dollara fatið. Megnið af
olíu heims er við Persaflóa og gæti
nýtt stríð á þeim slóðum haft ófyr-
irsjáanlegar afleiðingar.
Blóðugt tilræði í Tel Aviv
Sjálfsvígssprengjumaður varð
sjálfum sér og níu öðrum að bana í
Tel Aviv í gær. Forseti Palestínu
fordæmdi þegar verknaðinn. En
Hamas-menn, sem fara fyrir rík-
isstjórninni, sögðu að stefna Ísraela
væri orsökin og Palestínumenn ættu
rétt á að verjast kúgun þeirra.
Yfir 60 fórust
Talið er að yfir 60 manns hafi látið
lífið í Mexíkó í gær þegar rúta
steyptist niður bratta fjallshlíð. Tal-
ið er líklegt að hemlar hafi bilað, að
sögn lögreglumanna.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 23
Fréttaskýring 8 Bréf 24
Skák 11 Minningar 27/31
Brids 26 Dagbók 34/36
Viðskipti 14/15 Víkverji 34
Erlent 16/17 Velvakandi 35
Austurland 11 Staður og stund 36
Daglegt líf 18/19 Ljósvakamiðlar 42
Menning 20,37/41 Veður 43
Umræðan 24/26 Staksteinar 43
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
JÓN Kristjánsson félagsmálaráð-
herra telur að nýlegar breytingar á
lánakjörum Íbúðalánasjóðs hafi ekki
mikil áhrif á efnahagslífið og séu því
ekki á skjön við efnahagsstefnu rík-
isstjórnarinnar. „Það hefur lengi
staðið til að hækka hámarkslán
sjóðsins, því þau hafa dregist aftur
úr,“ sagði Jón. Hann segir að breyt-
ingar á lánakjörum Íbúðalánasjóðs,
sem kynntar voru fyrir páskana,
snúi að innbyrðis samkeppni bank-
anna og sjóðsins. Hann telur það
skipta meira máli fyrir efnahags-
stjórnina að Íbúðalánasjóður hefur
nýlega hækkað vexti á lánum sínum.
Sem kunnugt er var ákveðið að
hækka hámarkslán hjá Íbúðalána-
sjóði úr 15,9 millj-
ónum í 18 milljón-
ir frá og með
deginum í dag.
Sömuleiðis tekur
gildi í dag nýtt
ákvæði þar sem
fasteignamati
lóðar er bætt við
brunabótamat
eignar sem við-
miðun fyrir lánsfjárhæð Íls-veðbréfa
og íbúðabréfa.
Jón sagði að með því að taka einn-
ig tillit til mats á verðmæti lóðar
væri verið að taka tillit til ástandsins
á höfuðborgarsvæðinu. „Ásókn í
sjóðinn hefur látið undan á höfuð-
borgarsvæðinu og staða hans versn-
að nokkuð í samkeppninni þar á síð-
ustu mánuðum. Þetta er frekar til
leiðréttingar á samkeppnisaðstöðu
sjóðsins. En ég á ekki von á að þetta
skipti sköpum í efnahagsstjórninni.
Mér finnst of mikið úr því gert.“
Ekki mál sem skiptir sköpum
Jón sagði að þessi leiðrétting hefði
verið til umræðu um nokkurn tíma.
Forystumenn sjóðsins hefðu talið að
ástæða þess að aðsókn að sjóðnum
minnkaði um tíma á höfuðborgar-
svæðinu hefði verið sú að lánsupp-
hæð hans væri of lág miðað við nú-
verandi fasteignaverð.
Haft var eftir Tryggva Þór Her-
bertssyni, forstöðumanni Hagfræði-
stofnunar Háskóla Íslands, í Morg-
unblaðinu á skírdag, að það væri
fyrir neðan allar hellur að ríkið
hækkaði íbúðalán þegar bankarnir
hefðu dregið að sér hendurnar á því
sviði.
Jón sagði að sér þætti Tryggvi
gera heldur mikið úr þessu. „Auðvit-
að tek ég undir með honum að því
leyti að það er gott að fara að öllu
með gát. En ég held að þetta sé ekki
mál sem skiptir sköpum. Þetta snýst
miklu frekar um jafnvægi milli
Íbúðalánasjóðs og bankanna og
hvernig þessi lánapakki skiptist en
að menn taki ný lán í stórum stíl. Ég
á ekki von á því.“
Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra segir nýjar breytingar á kjörum
Íbúðalánasjóðs snúa að innbyrðis samkeppni viðskiptabankanna og sjóðsins
Ekki á skjön við efnahags-
stefnu ríkisstjórnarinnar
Jón Kristjánsson
FARFUGLARNIR eru sem óðast
að koma til landsins og fleiri
væntanlegir til sumardvalar á
næstu dögum og vikum. Þessi
heiðlóa spígsporaði um á Sel-
tjarnarnesi í gær og tíndi í gogg-
inn það sem hún fann ætilegt í
nepjunni. Söngur lóunnar yljar
flestum um hjartarætur, þótt
napurt sé í lofti, því lóan hefur
löngum þótt öruggur vorboði hér
á landi.
Morgunblaðið/Júlíus
Lóan er komin á Seltjarnarnes
SEX erlend skip hafa verið við ólög-
legar karfaveiðar rétt utan við 200
sjómílna efnahagslögsögu Íslands
samkvæmt upplýsingum frá Land-
helgisgæslunni.
Við 200 mílna mörkin
Meðfylgjandi mynd tók bátsmað-
ur á varðskipi Landhelgisgæslunnar
í fyrradag af skipinu Dolphin þar
sem það var að ólöglegum karfaveið-
um við 200 sjómílna mörkin á
Reykjaneshrygg. Samkvæmt upp-
lýsingum frá skipherra varðskipsins,
Halldóri Nellett, var skipstjóranum
tilkynnt að hann væri að ólöglegum
veiðum á fiskveiðistjórnunarsvæði
Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði-
nefndarinnar og að gerðar yrðu við-
eigandi ráðstafanir vegna þess.
Sex erlend skip við
ólöglegar veiðar
TVEIR menn voru handteknir í
húsi í Fossvoginum í Reykjavík síð-
degis í gær en þeir höfðu komið sér
fyrir í húsinu í óþökk eiganda þess.
Í íbúðinni sem mennirnir höfðu
komið sér fyrir í fannst m.a. hass og
hvítt duft auk talsverðs magns af
ætluðu þýfi, þ.á m. raftækjum. Þá
fundust í íbúðinni tveir andarungar
sem fluttir voru í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn.
Hústökumenn
fjarlægðir
AÐALFUNDUR Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur (VR), sem hald-
inn verður næstkomandi mánudag,
mun kjósa um tillögu um sameiningu
við Verslunarmannafélag Hafnar-
fjarðar.
Félagssvæði VR nær nú yfir
Reykjavík, Kópavog, Seltjarnarnes,
Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hval-
fjarðarstrandarhrepp, Skilmanna-
hrepp, Innri-Akraneshrepp og
Akraneskaupstað. Sameining VR og
Verslunarmannafélags Akraness var
samþykkt árið 2003. Í lok síðasta árs
skrifaði VR undir samstarfssamn-
inga við tvö verslunarmannafélög, í
Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði.
Að sögn Gunnars Páls Pálssonar,
formanns VR, mun aðalfundur fé-
lagsins nú afgreiða hvort vilji sé til
sameiningar við félagið í Hafnarfirði.
Hann taldi að Hafnfirðingar myndu
kjósa um sameiningu við VR á hausti
komanda. Þegar Hafnfirðingar kusu
á liðnu hausti um að reyna samstarf
við VR var það samþykkt með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Félagsmenn Verslunarmanna-
félags Hafnarfjarðar eru tæplega
eitt þúsund talsins. Verði af form-
legri sameiningu félaganna munu
tæplega 25 þúsund manns greiða fé-
lagsgjöld til VR og verður það
stærsta verkalýðsfélag landsins.
Gunnar Páll kvaðst ekki hafa
fréttir af öðru en að sameiningar
verslunarmannafélaganna hefðu
mælst vel fyrir. „Ég held að við verð-
um að ná hagkvæmni stærðarinnar í
þessu,“ sagði Gunnar Páll. „Við sett-
um upp þjónustuver á Akranesi,
þannig að þegar hringt er í VR er
svarað á Akranesi. Við höfum einnig
eflt aðstöðuna í Vestmannaeyjum og
erum þar með tvo starfsmenn í
hlutastarfi og sá þriðji að koma inn
tímabundið.“
Gunnar Páll sagði að mikið væri
rætt um sameiningar verkalýðs-
félaga, en tekist á um hvort samein-
ast ætti í heimabyggð eða eftir
starfsgreinum á landsvísu.
Kosið um sameiningu
verslunarmannafélaga
HESTAMAÐUR slasaðist alvar-
lega þegar hann féll af hestbaki í
Fljótshlíð á laugardag. Var hann
fluttur af slysstað með TF-SIF,
þyrlu Landhelgisgæslunnar. Missti
maðurinn strax meðvitund þegar
hann féll af baki og hætti að anda
um tíma. Báru lífgunartilraunir á
vettvangi árangur og segir lög-
reglan á Hvolsvelli ljóst að kunn-
átta í skyndihjálp og hárrétt við-
brögð á vettvangi hafi skipt
sköpum. Ekki er vitað um tildrög
slyssins, en maðurinn var á ferð
með hópi fólks.
Hestamaður
slasaðist alvarlega
í Fljótshlíð