Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 18
Neikvæð umræða um ofvirkni í fjölmiðlum og víðar ýtir undir ákaf- lega neikvætt viðhorf til ofvirkra barna og fjölskyldna þeirra, sér- staklega þegar viðurkenndar með- ferðarleiðir eru í umræðunni svo sem notkun lyfja við athyglisbresti og of- virkni. Umræðan einkennist fyrst og fremst af vanþekkingu á eðli vand- ans. Þessi fordómafulla umræða kemur illa við fjölskyldurnar og þyngir róðurinn enn frekar.“ Batahorfur og meðferð Hér áður fyrr var talið að athygl- isbrestur og ofvirkni hyrfi með aldr- inum, en rannsóknir sýna að svo er ekki. Erlendar kannanir sýna að 50– 70% þeirra, sem greinast með ADHD í bernsku, eru enn með ein- kenni á fullorðinsárum. Hvernig ein- staklingum með ADHD vegnar á fullorðinsárum er mjög háð viðeig- andi meðferð á yngri árum, en viss hætta er á að hluti hópsins leiðist út í andfélagslega hegðun og vímu- efnaneyslu á unglingsárum fáist ekki rétt meðferð. ADHD eða athyglisbrestur og of- virkni er ekki sjúkdómur og því er útilokað að grípa til lækninga, að sögn Ingibjargar. Á hinn bóginn eru til leiðir, sem draga úr einkennum svo að þau valdi ekki alvarlegri fé- lagslegri og hugrænni röskun. Með- ferð þarf að byggjast á læknis- fræðilegri, sálfræðilegri, uppeldis- og kennslufræðilegri íhlutun ásamt hegðunarmótandi aðferðum. Mestur árangur næst með sam- þættri meðferð, sem þarf að hefjast sem fyrst og felst m.a. í þjálfun í heppilegum uppeldisaðferðum, lyfja- meðferð, viðeigandi kennsluaðferð- um og fræðslu um ADHD. Uppeldi ofvirkra barna og ung- linga er oft krefjandi og reynir á bæði foreldra og kennara. Góð sjálfs- mynd er forsenda velgengni og því er lykilatriði að stuðla að því að ofvirkir bíði ekki stöðugt ósigra í daglega líf- inu. Börn og unglingar læra ekki af skömmum og neikvæðu viðmóti sem aðeins brýtur niður sjálfsmyndina og eykur hættu á kvíða og depurð. Mik- ilvægt er að leita eftir sterku hlið- unum í stað þess að einblína á veik- leikana. Börn og unglingar með ADHD þurfa skýra ramma í uppeld- inu, fáar en einfaldar reglur og ótví- ræð og einföld fyrirmæli. Og aldrei má gleyma jákvæðu viðmóti, hrósi og viðurkenningu fyrir það sem vel er gert. Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Daglegtlíf apríl ADHD eða athyglisbresturmeð eða án ofvirkni erhegðunartruflun, sem yf-irleitt kemur snemma fram eða fyrir sjö ára aldur og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Heilkennið er algerlega óháð greind. Helstu ein- kenni eru athyglisbrestur, hreyfióró- leiki og hvatvísi. Algengt er að börn með ADHD glími einnig við ýmsar fylgiraskanir svo sem námserf- iðleika, áráttuhegðun, samskiptaerf- iðleika, mótþróa, kvíða og depurð. Tekið skal fram að ekki eru öll börn með athyglisbrest ofvirk, sum eru vanvirk. Nýjustu rannsóknir í Bandaríkj- unum og í Bretlandi sýna að tíðni ADHD, sem er alþjóðleg skamm- stöfun fyrir athyglisbrest og ofvirkni, sé ekki lengur 3–5%, eins og talið hefur verið fram til þessa, heldur 7,5%. Miðað við að á Íslandi eru um fjögur þúsund börn í hverjum ár- gangi, má áætla að um þrjú hundruð börn í árgangi séu þar með að glíma við athyglisbrest með eða án ofvirkni hér á landi eða um 5.400 börn á aldr- inum 0–18 ára, að sögn Ingibjargar Karlsdóttur, félagsráðgjafa og for- manns ADHD-samtakanna. Tíðnin er meiri meðal drengja, en tölur sýna að þrír drengir á móti hverri einni stúlku eru haldnir ofvirkni. Vanþekking á eðli vandans Orsakir ofvirkni eru líffræðilegar og benda rannsóknir til að þeirra sé að leita í truflun í boðefnakerfi heila auk þess sem erfðir eru taldar ríkur þáttur. Að sögn Ingibjargar er mikil þörf á heildarendurskoðun í mála- flokknum. „Athyglisbrestur með eða án ofvirkni og fylgiraskanir, sem fylgja þessari taugaröskun, er frekar flókið fyrirbæri og ekki er auðvelt fyrir þá, sem ekki hafa beina reynslu af því að ala upp barn, sem uppfyllir greiningarviðmið ADHD, að skilja hvað felst í því að vera með ADHD eða vera uppalandi barns með ADHD. Þjónusta við þessi börn og fjölskyldur þeirra er tilviljanakennd og einkennist mjög víða af því að ekki er fyrir hendi þekking á því hvað beri að gera í kjölfar greiningar. Það á í senn við um skólakerfið, félags- þjónustu sveitarfélaga og heilsugæsl- una. Þekkingu skortir á því hvernig á að vinna stuðningsáætlun í máli barna, sem greinst hafa með ADHD eða skyldar raskanir og lítil sem eng- in sérhæfing er hjá fagaðilum þjón- ustustofnana í málefnum fjölskyldna barna með ADHD. Þörf er á sér- fræðiteymum innan þjónustustofn- ana sem aðrir fagaðilar geta leitað til með úrvinnslu. Ekki er lengur stætt á að þessi stóri hópur barna og fjöl- skyldur þeirra fái illa skilgreinda og tilviljanakennda þjónustu.  OFVIRKNI | Ólæknandi líffræðileg hegðunartruflun óháð greind Allt að 300 börn í árgangi með athygl- isbrest og ofvirkni Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi og formaður ADHD-samtakanna, Ágústa Gunnarsdóttir, sálfræðingur sam- takanna, og Anna Rós Jensdóttir sem er upplýsinga- og fræðslufulltrúi ADHD-samtakanna. Nýjustu rannsóknir á athyglisbresti og ofvirkni í Bandaríkjunum og í Bretlandi benda til að tíðni hennar sé mun meiri en áður var talið. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði Ingibjörgu Karlsdóttur, út í tíðni, orsakir, horfur og úrræði. join@mbl.is ADHD-samtökin, sem áður hétu Foreldrafélag misþroska barna, hafa nú gefið út barnabók um of- virkan dreng sem ber yfirskriftina „Fyrsta bókin um Sævar“. Útgáfan á sér langa meðgöngu, en það er von samtakanna að bókin verði lesin í fyrstu bekkjum grunnskólans og í leikskólum landsins. Hlutverk samtakanna er m.a. að stuðla að fræðslu um einkenni ADHD til sem flestra sem vinna með börnum og unglingum. Ein leið til að hafa áhrif á viðhorf barna og full- orðinna til einstaklinga með athygl- isbrest og ofvirkni er að auka skiln- ing á þessari duldu fötlun. Fái bókin um Sævar góðar viðtökur er ekki útilokað að samtökin ráðist í frekari útgáfu á framhaldsbókum eftir sama höfund. Í norskri útgáfu heitir bókin „Den förste boken om Sirius“ og í kjölfar- ið hafa fylgt fleiri bækur um sama dreng. Umfjöllunarefni bókarinnar er tvær stuttar frásagnir úr daglegu lífi drengs með athyglisbrest og of- virkni. Reynt er að skýra út á ein- faldan hátt hvað greiningin athygl- isbrestur og ofvirkni felur í sér og hvernig sú taugaröskun hefur áhrif á daglegt líf drengsins, ekki síst í samspili við umhverfi sitt. Barnabókahöfundurinn Iðunn Steinsdóttir þýddi texta bókarinnar og kom Matthías Kristiansen þýð- andi einnig að gerð hennar. Barnavinafélagið Sumargjöf og Kvenfélagið Borghildur stóðu fyrir áheitasiglingum sumarið 2004 og styrktu útgáfuna. Fyrsta bókin um Sævar fæst á skrifstofu ADHD- samtakanna og á útsölustöðum Pennans. Fyrsta bókin um Sævar komin út Ætlað að auka skilning á dulinni fötlun TENGLAR ..................................................... www.adhd.is Þegar við verðum hrædd eykst framleiðsla hormónsins kortisol og hjálpar okkur að takast á við vandamálið eða hræðsl- una. Á vefnum forskning.no er greint frá svissneskri rannsókn þar sem kortisol var notað sem lyf gegn fælni (fóbíu). Vísindamenn við Háskólann í Zürich fengu þessa hug- mynd og niðurstöður rannsóknarinnar lofa góðu. Fólk með aukaskammt af kortisol í líkamanum var síður hrætt þegar það stóð frammi fyrir því sem það hafði fóbíu fyrir en þeir sem höfðu fengið lyfleysu. Þeir sem þjást af fælni geta þó ekki fengið bót meina sinna með daglegri pillu, að sögn vísindamannanna. Hins vegar væri hægt að nota lyfið með annarri meðferð. Rann- sóknin var gerð á sextíu manns, 40 sem þjáðust af fé- lagsfælni og 20 sem voru sjúklega hræddir við köngu- lær. Helmingur fékk lyfleysu en helmingur kortisol. Klukkutíma eftir lyfjagjöf stóð hópurinn frammi fyrir verstu ógn sem hann gat hugsað sér. Þeir félagsfælnu áttu að halda fyrirlestur og þeir sem voru hræddir við köngulær þurftu að horfa á myndir af risastórum köngulóm. Í ljós kom að þeir sem fengu kortisol fundu fyrir mark- tækt minni hræðslu en hinir sem fengu lyfleysu. Hins vegar hefur regluleg neysla á kortisol aukaverkanir eins og breytingar á blóðþrýstingi og brennslu og hættu á sykursýki. Meðferð fælnisjúklinga hefur hingað til falist í því að venja þá hægt og rólega við það sem þeir eru svo hræddir við. Fáir þeirra hafa hins vegar frumkvæði að slíkri meðferð og þar gæti lyfið komið inn í myndina að mati vísindamannanna. Þ.e. sjúklingarnir gætu fengið lyf í upphafi meðferðarinnar til að auðvelda þeim byrj- unina. Næsta skref verður a.m.k. að gera rannsókn á stærri hópi og í tengslum við aðra meðferð.  RANNSÓKN Kortisol sefaði hræðsluna AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.