Morgunblaðið - 18.04.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 18.04.2006, Qupperneq 38
VORSÝNING nemenda á öðru ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fór nýverið fram í Loftkast- alanum. „Þarna sýndu níu nemendur, allir af öðru ári og tveir af fyrsta ári, en það er val fyrir fyrsta árið að vera með,“ segir Linda Björg Árnadóttir, yfirmaður fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. „Þau sýndu afrakstur fimm vikna námskeiðs en á því þurftu þau að hanna línu og gera þrjá alklæðnaði hvert, sem er mikið á svo stuttum tíma. Nemendurnir eru að fást við ýmislegt en þetta er tískudeild þannig að þau verða að hanna föt sem falla undir slíkt.“ Linda segir sýninguna hafa heppnast einstaklega vel í ár, þetta er í þriðja sinn sem slík sýning fer fram en fatahönnunardeild LHÍ er aðeins fimm ára. „Aðsóknin á þessar sýningar er alltaf góð og eykst ár frá ári enda eru góðir hlutir að gerast hér í skólanum.“ Linda segir mikla aðsókn vera að deildinni og útlendingar sæki orðið í það að koma hingað til lands til að læra fatahönnun. Útskriftarsýning nemenda í fatahönnun LHÍ verður svo haldin 5. maí í Listasafni Reykjavíkur og þangað er von á erlendum blaðamönnum, m.a. frá þekktum glanstímaritum. „Það eru ekki störf fyrir alla þessa fatahönnuði á Íslandi þannig að það skiptir öllu máli að þeir fái umfjöllun erlendis og fólk í iðnaðinum viti af fatahönnunardeildinni við Listaháskóla Íslands.“ Tíska | Vorsýning fatahönnunarnema við Listaháskóla Íslands Fjölbreytt föt hjá framtíðarhönnuðum Nemendur í fatahönnun við LHÍ vita hvað er töff. Áhorfendur mændu aðdáunaraugum á klæðnaðinn sem og fyrirsæturnar. Morgunblaðið/Sverrir Níu framtíðarfatahönnuðir sýndu afrakstur fimm vikna vinnu. Fötin voru einstaklega klæðileg. Sumt var heldur efnislítið en borið af glæsileika. 38 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR eee LIB, Topp5.is „FRÁBÆR, FLOTT OG FYNDIN... OFURSVALUR SPENNUTRYLLIR“ FHM Óhugnanlegasta mynd ársins !!! Fór beint á toppinn í USA Hvað sem þú gerir ekki svara í símann N ý t t í b í ó VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Páskamyndin í ár eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið 18.000 manns á aðeins 8 dögum! Stærsta opnun á teiknimynd frá upphafi á Íslandi! When a Stranger Calls kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára When a Stranger .. Lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Ice Age 2 m/ensku tali kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 2, 4 og 6 Date Movie kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Big Momma´s House 2 kl. 1.30, 3.50, 8 og 10.15 Pink Panther kl. 1.30 og 3.50 Ice Age 2 m/ensku tali kl. 8 og 10 Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 6 When a Stranger Calls kl. 8 og 10 Date Movie kl. 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.