Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 27 MINNINGAR Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEY SIGURLAUGSDÓTTIR, Helgubraut 27, Kópavogi, lést sunnudaginn 16. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurlaug E. Rögnvaldsdóttir, Reynir I. Helgason, Sigþrúður M. Rögnvaldsdóttir, Reynir Njálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Aðalgeir Ol-geirsson fæddist á Húsavík 2. apríl 1952. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 6. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ragnheiður Frið- rika Jónasdóttir, f. 28. apríl 1924 og Ol- geir Sigurgeirsson, f. 22. maí 1924, d. 20. febrúar 2006. Bræður Aðalgeirs eru: Sigurður Valdimar, f. 23.5. 1942, d. 15.10. 2005, Hreiðar, f. 26.5. 1943, Pétur, f. 12.10. 1945, Jón, f. 6.5. 1947, Skarphéðinn, f. 6.6. 1948, Egill, f. 24.8. 1949, Kristján Bergmann, f. 1.7. 1960, Ágúst Mar, f. 5.3. 1999. 3) Hjalti Már, f. 13.2. 1983, unnusta Kristín Bára Jónsdóttir, f. 28.1. 1988 4) Elvar Hrafn, f. 23.1. 1986, sam- býliskona Sonja Dögg Sigfúsdótt- ir, f. 23.3. 1984. Aðalgeir ólst upp á Húsavík. Hann hlaut hefðbundna skóla- göngu í Barna- og gagnfræða- skóla Húsavíkur. Hann fór ungur til sjós og gerði sjómennsku að sínu aðalstarfi. Hann aflaði sér réttinda til skipstjórnar á skipum allt að 200 tonnum. Árið 1978 stofnaði Aðalgeir útgerð ásamt Agli bróður sínum og var Aðalgeir skipstjóri á bátum þeirra, sem báru nafnið Skálaberg. Um tíma var Aðalgeir einnig með fiskverk- un. Árið 1991, eftir að þeir bræður hættu útgerð, flutti Aðalgeir með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar, þar sem þau hafa búið síðan. Þar starfaði Aðalgeir lengst af við verslunar- og þjónustustörf. Útför Aðalgeirs verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Björn, f. 23.2. 1962, og Heiðar Geir, f. 18.7. 1967. Aðalgeir kvæntist 27.12. 1970 Sigríði Sveinbjörnsdóttur, f. 31.8. 1952. Foreldrar hennar eru Magnús- ína Sigurðardóttir, f. 19.12. 1929 og Svein- björn Hjaltason, f. 27.11. 1930, d. 21.2. 1997. Börn Aðalgeirs og Sigríðar eru: 1) Þóra Ragnheiður, f. 21.8. 1969, gift Sigurði Bjarnasyni, f. 25.3. 1968, börn þeirra eru Þór- halla, f. 4.10. 1988 og Aðalgeir, f. 5.10. 1990. 2) Ollý Sveinbjörg, f. 20.6. 1977, sonur hennar og Sig- urðar Hjartarsonar er Alexander Kveðja frá móður. Elsku hjartans Alli minn. Það er svo sárt að geta ekki verið við útförina. Hjartans þakkir fyrir allt. Guð blessi sál þína og gefi þér frið. Lokið er þrautum, ljósið mitt lagt á himnaveginn. Ég veit að blíða brosið þitt bíður mín hinumegin. Minningin lifir mild og klökk, móðurhjartað stynur, og kveður þig með kærri þökk. Hvíldu í friði vinur. (I.G.) Elsku Didda mín, Þóra, Ollý, Hjalti, Elli og fjölskyldan öll. Guð gefi ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Amma Ragna í Skálabrekku. Elsku pabbi og tengdapabbi. Erfitt er að hugsa um að vera ekki í nærveru þinni sem hefur alltaf verið svo hlýleg og góð, þú hefur reynst öll- um þér í kring mjög góður og munum við ávallt sakna þín. Bara við það eitt að hugsa til þín fyllist maður af frá- bærum minningum sem munu aldrei gleymast, sennilega verða þær seinna meir skemmtilegar sögur. Þú hefur alltaf hugsað svo vel um okkur öll og hjálpað okkur oft meira en þú hefur getað, við vonum að við getum gert það sama fyrir okkar börn og þú hef- ur gert fyrir okkur. Ein sterkasta minning okkar beggja um þig er þeg- ar þú varst t.d. að skutla okkur öllum vinunum í bíó eða þegar tekinn var sunnudagsrúnturinn og þú gast alltaf spjallað um eitthvað skemmtilegt, á meðan þú söngst hástöfum eftir uppá- haldslögunum þínum. Lífið er gott því þú gerðir það gott lífið á eftir lífinu því þú trúðir á það lífið það ókomna því þú vakir yfir því lífið sem kveður því getur engin breytt. Við vissum að þín æðsta ósk hefði verið að sjá væntanlegt barnabarn þitt sem von er á á næstu dögum en við vitum að þú munt ávallt vaka yfir honum og vernda. Elsku vinur kveðið hefur ávallt skaltu hugsa til mín nú þinn ljúfa svefn þú sefur ég mun ætíð minnast þín. Elsku pabbi og tengdapabbi, það var mjög sárt að horfa upp á þig svona veikan en nú vitum við að þér líður betur og megir þú hvíla í friði. Elvar Hrafn og Sonja Dögg. Elsku bróðir, nú er komið að kveðjustundinni, en það er svo erfitt við þessar aðstæður því áföllin síðustu vikur í fjölskyldunni hafa tekið svo mikið á, fyrst var það Siggi bróðir, þá pabbi og nú þú. Á sama tíma er mamma að berjast við illvígan sjúk- dóm hér heima á sjúkrahúsinu. Síðustu mánuðir hafa ekki verið þér og fjölskyldu þinni auðveldir, í október sl. veiktist þú og gekkst undir erfiða hjartaaðgerð sem virtist hafa tekist vel þegar þú nú í janúar eftir endurhæfingu á Reykjalundi greind- ist með krabbamein og fékkst úr- skurð um að þú værir helsjúkur og ættir stutt eftir. Þau tíðindi komu eins og þruma úr heiðskíru lofti í við bót við aðra erfiðleika og veikindi sem þú og fjölskylda þín var að þá að ganga í gegnum. Við þær fréttir varð maður harmi sleginn og dofinn og fannst það ekki réttlátt af almættinu að leggja þetta á þig og fjölskyldu þína á eftir öðru, en við þær aðstæður sýndir þú, með stuðningi Diddu þinnar og fjölskyldu, mikinn styrk og æðruleysi og maður fann í nálægð þinni hvað þú lagðir mikið á þig við að miðla öðrum af trú þinni og yfirvegun. Þann tíma sem þú hefur átt í þess- ari baráttu hefði maður viljað eiga fleiri samverustundir með þér og þín- um, en fjarlægðin hefur ekki gert það mögulegt. Það var okkur Pálínu því mikilvægt að geta átt með ykkur Diddu ánægju- lega kvöldstund ásamt Nonna bróður og Huldu í janúar sl. rétt áður en þú fékkst þessar hræðilegu fréttir, og einnig að geta komið í heimsókn til þín á sjúkrahúsið nýverið þegar við Pálína og Deddi bróðir komum suður með móður okkar til að hún gæti kvatt þig, sem var hennar heitasta ósk þrátt fyrir veikindi sín. Þetta eru stundir sem munu geymast í minn- ingunni um ókomin ár. Aðalgeir ólst upp á Húsavík. Hann hlaut hefðbundna skólagöngu í Barna- og gagnfræðaskóla Húsavík- ur. Á uppvaxtarárum Alla var oft fjöl- mennt og mikið fjör heima í Skála- brekku. Á tíu árum eignuðust Ragna og Olli 7 stráka og var Alli sjöundi í röð Skálabrekkubræðra, en nokkru síðar bættust þrír við og alls komust 10 drengir á legg í Skálabrekku. Fyrstu árin hafði Alli nokkra sér- stöðu því hann var yngstur í hópnum alllengi og fékk því meiri athygli en títt var í stórum barnahóp, bæði af eldri bræðrum og ekki síður foreldr- unum. Snemma fór Alli að vera með eldri bræðrum sínum í leik og starfi, fara með föður sínum í olíubílnum um sveitir Þingeyjarsýslu, og í þeim ferð- um var mikið kapp lagt á að læra ör- nefni og nöfn á öllum sveitabæjum sem keyrt var fram hjá. Aðalgeir ólst upp við mikið ástríki í foreldrahúsum sem var honum gott veganesti út í lífið, og var alla tíð náið og sérstaklega gott samband hans við foreldrana. Alli var kraftmikill í æsku og vildi snemma taka þátt í lífsbjörginni og er minnisstætt þegar hann enn í barna- skóla hóf útgerð ásamt einum vini sín- um er þeir fengu lánaðan árabát og komu sér upp netum og reru til fiskj- ar út á víkina framan við Húsavík. Eins og eldri bræður hans átti hann að vera í sveit á sumrin, en það átti ekki við hann og kom hann sér oftast heim eftir nokkra daga. Hann fór ungur til sjós og gerði sjó- mennsku að sínu aðalstarfi. Hann afl- aði sér réttinda til skipstjórnar á skip- um allt að 200 tonnum. Árið 1979 stofnaði Aðalgeir útgerð ásamt Agli bróður sínum og var Að- algeir skipstjóri á bátum þeirra, sem báru nafnið Skálaberg. Um tíma var Aðalgeir einnig með fiskverkun. Það var á þeim árum sem samskipti okkar voru hvað mest, við bjuggum báðir í Baldursbrekkunni og þá var daglegur samgangur milli heimilanna. Það var gaman að taka þátt í út- gerð með Alla, hann var áhugasamur um allt er sneri að útgerð og vinnslu sjávarafla, opinn fyrir nýjungum og tilbúinn að takast á við frekari verk- efni. Honum tókst vel til við skip- stjórn og var farsæll, átti gott með að umgangast áhöfn sína og ósjaldan tók hann unga menn um borð sem leituðu eftir plássi hjá honum þegar þeir vildu hefja sjómennsku. Fyrir þessi ár og ánægjulegt samstarf er ég Alla bróður þakklátur. Árið 1991, eftir að við bræður hætt- um útgerð og hann fiskvinnslu, flutt- ist Aðalgeir með fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar, þar sem þau hafa búið síðan. Þar starfaði Aðalgeir lengst af við verslunar- og þjónustustörf. Fyrst við eigin verslun, síðan nokkur ár hjá Flutningaþjónustu Jóna hf. í Hafnar- firði, og nú síðast stundaði hann sendibílaakstur á eigin sendibifreið. Frá þeim tíma hafa samskipti og samverustundirnar verið færri, en Alli var duglegur að hafa samband og hringdi reglulega til að ræða málin og segja það helsta af því sem hann var að sýsla við eftir að hann flutti suður. Alli var alla tíð reglumaður, dag- farsprúður og mikill félagsmálamað- ur, tranaði sér þó ekki fram, en hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og ef hann ætlaði sér eitthvað fylgdi hann því fast eftir. Meðan hann bjó á Húsa- vík tók hann virkan þátt í starfi Fram- sóknarfélags Húsavíkur og var for- maður þess um tíma. Hann var einstaklega hjartahlýr, trúaður og mátti hvergi aumt vita þá var hann tilbúinn til aðstoðar þegar hann hafði tök á. Það var Alla mikið lán að eignast Diddu sína, en þau voru mjög ung þegar þau tóku saman og stofnuðu heimili. Didda hefur alla tíð staðið eins og klettur við hlið hans í blíðu og stríðu og voru þau hjónin ávallt sam- hent í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Alli var mikill fjölskyldufaðir og hefur fjölskyldan öll staðið þétt sam- an í leik og starfi og ekki síst þegar á móti hefur blásið. Nú er komið að leiðarlokum, síð- ustu vikurnar hafa verið erfiðar og þú þurft að þola mikið, en aldrei heyrði maður þig kvarta. Þrátt fyrir sárs- aukann og veikindin síðustu dagana á sjúkrahúsinu sýndir þú ótrúlegt þrek og þrautseigju. Á þessum erfiðu tímum hefur fjöl- skylda þín staðið þétt saman og stutt þig eftir mætti og var aðdáunarvert að sjá dugnað og ótrúlegt þrek Diddu þinnar sem aldrei vék af vaktinni. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann þegar komið er að kveðjustund, allar góðu minningarn- ar, en fyrst og fremst þakklæti fyrir samfylgdina. Ég veit að þú varðst tilbúinn eftir allar raunirnar síðustu vikur. Nú ertu kominn á annað til- verustig þar sem ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér af pabba, Sigga bróður, tengdaforeldrunum og fleir- um og þú ert laus við verkina. Við Pálína kveðjum þig með virð- ingu og þökk og munum ávallt geyma minninguna um góðan bróður í hjört- um okkar. Elsku Didda, við biðjum góðan Guð að blessa þig og afkomendur ykkar og aðstandendur alla í sorginni, og send- um ykkur öllum innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi Aðalgeir Olgeirsson og minningarnar um hann. Egill Olgeirsson. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Alli frændi, ég þakka þér innilega fyrir alla hjálpina sem þú veittir mér í mínum veikindum. Þú sagðir alltaf að ég væri hetja. Inni- legar samúðarkveðjur til Diddu og fjölskyldunnar. Guð veri með þér. Þín bróðurdóttir, Jóna Rún. Mágur okkar og svili, Alli eins og hann var oftast kallaður, er fallinn frá langt um aldur fram. Okkur hjónin langar að minnast Alla með örfáum línum. Við eigum erfitt með að skilja af hverju fólk í blóma lífsins er tekið svona frá okkur, en kannski hefur því verið úthlutað eitthvert annað hlut- verk á öðrum stað. Það er margs að minnast þegar horft er yfir farinn veg, sumt er létt- vægt en annað finnst okkur þeim mun meira virði. Við minnumst Alla oft frá þeim tíma þegar hann kom á vertíð hér til Þorlákshafnar. Alli kom þá á kvöldin og sat hjá okkur og horfði á sjónvarp og spjallaði mikið eins og honum var tamt. Hann hafði alltaf skoðun á öllum hlutum, mönnum og málefnum og lá ekki á skoðun sinni. Við minnumst allra kvöldanna þegar fiskiríð var rætt, og verið að kort- leggja hvar best yrði að vera með net- in á næstunni. Alli lifði sig inn í þessa hluti og reyndi alltaf eftir fremsta megni að afla sér sem mestra upplýs- inga til að fara eftir. Þessar stundir sem við áttum þarna saman eru okkur ógleymanlegar ásamt svo mörgum öðrum. Við hjónin heimsóttum Alla á spít- alann skömmu áður en hann lést. Það var allverulega af honum dregið þá, en það kom ekki í veg fyrir að hann hefði áhyggjur af því hvernig okkur liði, hvort heilsa okkar væri sæmileg. Hann vissi að hverju stefndi, að hans tími væri kominn. Í þessari heimsókn sem var mjög stutt vegna hans veik- inda, sagði hann okkur að sér fyndist þetta bera mjög brátt að. Honum fannst tíminn allt of stuttur sem hann fengi, hann hafði vonast eftir að fá svona hálft ár eftir að ljóst var í hvað stefndi, til að kveðja, vera með og hjálpa fjölskyldunni við að komast í gegnum þetta. En í þessu sem svo mörgu öðru erum við ekki spurð álits á því hvað við viljum eða hvað okkur finnst. Með þessum fáu orðum viljum við og börnin þakka Alla fyrir hans vin- áttu og sendum Diddu, börnunum og nánustu fjölskyldu einlægar samúð- arkveðjur. Megi minningin um góðan mann veita ykkur styrk í sorginni. Guðmundur og Kim. Mikið er á sumar fjölskyldur lagt, var það sem ég hugsaði þegar mér bárust fregnir af andláti Alla frænda míns. Alli háði stutt og sársaukafullt stríð við illvígan sjúkdóm. Ég man það vel þegar ég sem polli hitti þig á bryggjunni á Húsavík, þá stóðstu stoltur skipstjórinn á Skála- berginu ÞH 244 og losaðir aflann í kör. Alltaf gafstu þér tíma til þess að líta upp og skjóta á mig nokkrum skotum, „er Kibban ekkert að fiska?“ eða „komdu nú niður í vél og sjáðu al- vöru Caterpillar“ þarna á bryggjunni eða í brúarglugganum varstu á heimavelli og hvergi annars staðar. Þú hafðir mikið dálæti á amerískum köggum, því stærri því betri, engar japanskar dósir fyrir mig, sagðirðu oft. Stundum fékk maður að sitja í hjá þér í „alvöru“ bíl eins og þú sagðir, en man ég sérstaklega eftir tveimur Chevrolettum, plussklæddum í hólf og gólf, bara eins og fínustu stofu- stáss. Þú stofnaðir seinna meir fisk- vinnsluna Fiskaberg og var ég svo heppinn að fá þar vinnu með „gagg- anum“. Hún Didda þín ræsti oftast út til vinnu einhvern tímann eftir kvöld- mat og svo komst þú með aflann af Skálaberginu ÞH og hélst áfram með okkur í vinnslunni þangað til allt var komið í gegn sem var svona oftast öðrum hvorum megin við miðnætti og svo fórstu aftur á sjóinn um nóttina. Svona gekk þetta meðan á vertíð stóð, seinna velti ég því fyrir mér hvernig var þetta hægt, hvenær hvíldir þú þig? Að vinna fyrir Alla var gott, hann var með hörkufólk í vinnu þar sem virðing, traust og dugnaður voru ofar öllu. Alli fluttist ásamt fjölskyldu í Hafnarfjörðinn fyrir allnokkrum ár- um þar sem hann hóf verslunarrekst- ur af ýmsu tagi. Þegar ég hóf nám í Reykjavík hitti ég oft á kallinn og við rifumst um veðrið fyrir norðan, sunn- an og í Hafnarfirði sem var alltaf betra en annars staðar á landinu, en alltaf enduðu þessar umræður á því hvað væri nú að frétta af Húsavíkinni, var eitthvað að fiskast eða var einhver að kaupa nýjan bát? Einu sinni þegar við Völsungarnir komum suður til að keppa í fótbolta í Hafnarfirðinum var hringt í Alla til að koma okkur úr fluginu og í Fjörðinn. Ekki stóð nú á frænda að redda þessu. Þarna mætti hann ásamt nokkrum brottfluttum Húsvíkingum þ.m.t. einum þáverandi ráðherra og skutlaði okkur í leikinn. Fullyrði ég að þetta er í eina skipti á Íslandi sem sitj- andi ráðherra hefur keyrt fótboltalið í leik en Alli var ekkert að spá í það hvort Jón eða séra Jón kæmi Völl- urunum í leikinn, það þurfti bara að redda þessu. Alli mætti svo á leikinn, einn af fáum sem hann sá um ævina, og hvatti okkur á við 100 manns, einn- ig fengu andstæðingarnir og dómar- inn nokkrar vel valdar athugasemdir enda maðurinn eitt sinn „kapteinn“. Þegar Alli kom norður í heimsókn og hitti á okkur Ágústu, við þá komin með tvö lítil börn, mátti hann til með að fá þau aðeins í fangið til að kyssa þau og kjassa líkt og þau væru hans eigin. Elsku Didda, fjölskylda og amma Ragna, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu um góð- an dreng. Róbert Ragnar S. AÐALGEIR OLGEIRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.