Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 17 ERLENT GEYSILEGUR sandstormur reið yfir höfuðborg Kína, Peking, í gær og lagðist þykkt lag af sandi á hús, götur og bíla. Eyðimerkur stækka hratt þessi árin í vestanverðu landinu og Mongólíu. Hafa sandbylj- irnir, sem yfirleitt eru verst- ir á vorin, færst mjög í aukana með þeim afleið- ingum að fjöldi fólks þarf læknishjálp vegna sjúkdóma í öndunarfærum. Almenn- ingur er því hvattur til að nota grímur. AP Sandbylur í Peking BENEDIKT XVI páfi söng fyrstu páskamessu sína í embætti á Péturs- torginu í Róm á sunnudag. Bað hann þess að friður yrði í Írak, að takast mætti að semja um friðsamlega lausn í kjarnorkudeilunni við Írana og að samningaviðræður fari fram milli Ísraelsmanna og Palestínu- manna til að binda enda á langvinnar deilur þeirra. Nær 100 þúsund manns voru við messuna á torginu og hlýddu á páfa flytja hefðbundið Urbi et Orbi- ávarp páfa af svölum Péturskirkj- unnar. Benedikt páfi flutti einnig páskakveðjur á 62 tungumálum og blessaði mannfjöldann. Reuters Bað fyrir friði Kabúl, Kandahar. AFP. | Hamid Karzai, forseti Afganistans, gaf í gær út skipun um að gerð yrði rannsókn á því að sjö óbreyttir borgarar skyldu hafa fallið í hér- aðinu Kunar í aðgerðum gegn upp- reisnarmönnum síðustu daga. Að auki er alþjóða- herliðið nú að kanna hvort sex afganskir lög- reglumenn sem féllu í átökum annars staðar í landinu á föstu- dag hafi fyrir slysni orðið fyrir skothríð her- mannanna. Harðir bardagar voru í sunnan- verðu landinu í liðinni viku og um helgina milli liðsmanna afgönsku öryggissveitanna og talibana í suð- urhluta Afganistans, en næstum fimmtíu eru sagðir hafa fallið í átökum á föstudag. Langt er síðan til jafn harðra bardaga kom milli talibana, sem áð- ur stýrðu landinu, og stjórnarher- manna. Um 2.500 hermenn úr al- þjóðaliðinu í Afganistan og fjöldi stjórnarhermanna tók þátt í að- gerðunum. Beitt var þyrlum og flugvélum gegn talibönum. Átökin brutust út á föstudag eftir að lögreglan umkringdi hóp talib- ana í Kandahar. Sögðu afganskir embættismenn að 41 talibani hefði fallið og sex lögreglumenn en bar- dagar stóðu allan föstudaginn og hófust svo aftur daginn eftir. Kandahar er sterkasta vígi talibana í Afganistan. Var Kandahar-borg einmitt á sínum tíma höfuðstaður Múlla Omars, helsta leiðtoga talib- anastjórnarinnar. Karzai vill rannsókn á mannfalli Alþjóðaherliðið sagt hafa fellt óbreytta borgara og lögreglumenn Hamid Karzai ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.