Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 29 MINNINGAR Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGÞRÚÐUR JÓRUNN TÓMASDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkikju miðviku- daginn 19. apríl kl. 15.00. Halldór Ibsen. Brynjar Halldórsson, Debbie Halldórsson, Eygló H. Ibsen, Tómas Ibsen, Laufey Danivalsdóttir, Snorri Halldórsson, Ólöf I. Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir mín, LÍNEY ARNDÍS PÁLSDÓTTIR lést laugardaginn 15. apríl. Kristjana Pálsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR (BÍBÍ), Hjarðartúni 7, Ólafsvík, andaðist að kvöldi laugardagsins 15. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Hjartarson, Albína Helga Gunnarsdóttir, Baldur Guðni Jónsson, Hildur Gunnarsdóttir, Ólafur Rögnvaldsson, Guðmundur Rúnar Gunnarsson, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Rakel Ósk Gunnarsdóttir, Ólafur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, UNNUR PÁLSDÓTTIR sem lést miðvikudaginn 5. apríl á Sjúkrahúsi Akraness, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugardaginn 22. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður í Síðumúlakirkjugarði. Bifreið verður frá BSÍ kl. 12.00. Þeim sem vilja minnast hennar eru beðnir um að láta Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi eða önnur góð málefni njóta þess. Birna, Sigríður, Gerður og Ingibjörg Daníelsdætur og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ HALLDÓRSSON, Akurbraut 11, Innri Njarðvík, lést á páskadag, 16. apríl, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður G. Sigurðsson, Guðríður Helgadóttir, Elsa H. Rasmussen, Kristian Rasmussen, Bergdís M. Sigurðardóttir, Smári Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Gunnar Einars-son fæddist í Reykjavík 24. októ- ber 1929. Hann and- aðist á hjartadeild Landspítalans 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Jónsson, f. 1892, d. 1994, og Jóna Ingvarsdóttir, f. 1895, d. 1974. Gunnar átti fjögur systkini, Katrínu, f. 21. júlí 1925, d. 4 apríl 1993, Ingvar, f. 28. júlí 1926, d. 17. mars 1997, og Egil, tvíburabróður Gunnars, f. 24. október 1929, lést í frumbernsku. Gunnar kvæntist 28. febrúar 1953 Ólöfu Hólmfríði Sigurðar- dóttur, f. í Reykjavík 1. janúar 1931. Börn þeirra eru: 1) Þór Gunnarsson lífeðlisfræðingur, f. 1.2. 1952, kvæntur Sigrúnu Ásu Sturludóttur líffræðingi, f. 6.8. 1954. Þau eiga þrjú börn, sem eru: Embla, f. 14.7. 1978, gift Klaus W. Andreasson, f. 1971, Sturla, f. 7.6. 1983, sambýliskona Ólöf Tara Smáradóttir, f. 1985, og Guðlaug Ýr, f. 16.7. 1992. 2) Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðar- maður, f. 17.5. 1964, kærasta Anita Bowen ljósmyndari, f. 12.9. 1966. Gunnar hóf nám í símvirkjun 1949 og útskrifaðist 1951. Fyrir þann tíma hafði hann ferðast með föður sínum Einari Jónssyni sím- verkstjóra og lagt landssímann. Hann varð símvirkjameist- ari 1953 og starfaði sem símvirki hjá radíódeild Lands- síma Íslands. Á næstu árum og áratugum setti hann upp dreifingarkerfi Ríkis- sjónvarpsins og annaðist viðhald þess. Hann varð stöðvarstjóri Pósts og síma í Hafnarfirði 1977 og síðar stöðvarstjóri Pósts og síma í Kringlunni þar til hann hætti störfum 1999. Gunnar var laghentur og iðinn, féll aldrei verk úr hendi. Hugðar- efni Gunnars voru einkum bridge sem hann keppti í á yngri árum og ferðalög. Þau hjónin ferðuðust oft í góðra vina hópi innanlands sem utan. Útför Gunnars verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við föðurbróður minn Gunnar Einarsson. Minning- arnar hrannast upp. Við förum aft- ur til áranna upp úr 1950. Ætt- aróðalið okkar var Laugarvegur 145, húsið sem hann afi byggði. Þar hefjast minningarnar. Þetta er dæmigert hús fyrir miðja síðustu öld sama er að segja um samsetn- ingu íbúanna. Amma og afi á mið- hæðinni, Katý frænka og Bubbi á neðstu hæðinni og svo Gunni frændi og Fríða á efstu hæðinni. Það var alltaf svo gaman að koma á Laugarveginn. Ég bjó þarna líka um tíma ásamt foreldrum mínum þegar pabbi var að byggja. Fyrst þegar ég var pínulítil á efstu hæð- inni hjá Gunna og Fríðu og svo aft- ur seinna þegar verið var að byggja í Kópavoginum. Þetta var lýsandi fyrir þá tvíburabræðurna, pabba og Gunna. Samband þeirra var alla tíð svo náið. Þeir voru alla tíð sam- heldnir og samstiga í því sem þeir tóku sér fyrir hendur. Alltaf til- búnir að aðstoða hvor annan. Þeir fengu báðir lömunarveiki þegar þeir voru litlir. Annar fóturinn á Gunna var styttri eftir það. Þrátt fyrir það heyrðist hann aldrei kvarta og aldrei hlífði hann sér. Ég minnist sunnudagsbíltúranna í gamla daga þegar báðar fjölskyld- urnar tróðust inn í bílinn hans pabba og svo var keyrt og oftar en ekki haft meðferðis nesti og það borðað úti í guðsgrænni náttúrunni. Þær voru líka margar skemmtileg- ar ferðirnar sem fjölskyldurnar fóru saman á sumrin. Einnig eru þær orðnar ófáar ferðirnar sem þeir bræðurnir, ásamt eiginkonum sínum, fóru saman til Spánar. Þeir voru búnir að panta saman ferð út til Spánar nú í apríl. Það fór þó öðruvísi en til stóð. Gunni frændi var kallaður nánast fyrirvaralaust á brott. Hann var einhvern veginn alltaf svo nálægur manni og svo var hann svo mikil barnagæla. Ég man að Gunni gaf sér alltaf tíma til að tala við og glettast við okkur krakk- ana, hér áður fyrr. Og á seinni ár- um voru það barnabörnin sem áttu hug hans allan. Elsku Fríða, Þór, Hrafnhildur og fjölskyldur, ykkar missir er mikill og hugur minn er hjá ykkur. Ég sendi ykkur mínar bestu samúðar- kveðjur. Dýrleif. Þessa dagana heilsa okkur fyrstu vorboðarnir. Á sama tíma hefur kvatt vinur okkar Gunnar Einars- son, fv. stöðvarstjóri Pósts og síma. Farinn til móts við hið eilífa vor, þess sem okkar allra bíður. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga og verður því ekki umsnúið. Fyrir ónefndum fjölda ára tengd- ust fimm Verslunarskólastúlkur vináttuböndum, sem haldið hafa fram á þennan dag. Eins og gefur að skilja breyttist og stækkaði hóp- urinn, þegar þær hver og ein festu ráð sitt og varð Gunnar sá fyrsti sem í lukkupottinn datt og eftir það okkar á milli kallaður Gunni og í framhaldi af ráðahagnum Gunni og Fríða, því Ólöf Hólmfríður varð hans lífsförunautur og saman gengu þau hamingjusöm æviveginn. Gunni var einstakt ljúfmenni, vel kynntur og vel liðinn. Þegar honum á seinni árum voru falin manna- forráð var hann áfram sami Gunni, sami öðlingurinn. Spilamennska var hans áhugamál í frístundum, einna helst „bridge“. Hann var handlaginn vel, enda upp- alinn við ýmsar símaviðgerðir og lagnir og þá oft á árum áður, víða um land, einna helst þegar Lands- síminn og Flugmálastjórn höfðu samvinnu um uppbyggingu fjar- skipta og leiðsögutækja. Við minnumst margra samveru- og ánægjustunda liðinna ára. Síð- asti vinafundur okkar utan borg- armarka var um sumarmál á sl. ári. Var þá dvalið í sumarhúsi einnar úr hópnum og var einum bjartasta og hlýjasta vordegi varið til ferðar um Njáluslóðir, undir leiðsögn eins úr hópnum, sem hlotið hafði alþýðu- menntun í sögu Njálu. Sá dagur verður okkur minnisstæður vegna fegurðar og birtu. Slíkar aðstæður falla vel að minningu Gunnars Ein- arssonar. Við kveðjum nú góðan dreng og vin og þökkum samfylgdina. Megi glaðir geislar fylgja Fríðu og fjölskyldunni. Sigríður, Jónína og Sigurður, Auður og Jón Ragnar. GUNNAR EINARSSON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR aði hún að manni kexköku ef maður leit inn í eldhúsinu. Þar lærði maður líka að meta heimsins bestu flatkökur! Rúna átti trú sem var henni afar dýrmæt. KFUM og Fríkirkjan í Hafnarfirði nutu krafta hennar í ára- tugi. Hún elskaði að syngja og hafði mikla og fallega söngrödd sem naut sín í kór eða góðra vina hópi. Ein minning er ofarlega í huga en það er 70 ára afmæli Rúnu. Þá kom í ljós sú mikla hlýja sem gestirnir báru til hennar. Þarna var komin kona sem státaði ekki af veraldlegum vegtyllum eða samfélagsstöðu, heldur kona sem hafði unnið störf sín af trúmennsku og heilindum. Í störfum sínum sem heimilishjálp á veturna var Rúna svo miklu meira en húshjálp. Hún gaf svo mikið af sér og tengdist fjölskyldun- um sérstökum böndum, átti í þeim hvert bein. Allt þetta fólk hafði greini- lega tengst Rúnu varanlegum tryggðaböndum. Þá varð okkur ljóst, að það væri ekki hvað maður gerði í lífinu sem skiptir máli, heldur hvernig það væri gert. Ef maður næði því að skilja jafn mikið eftir sig og hún væri kannski ekki til einskis lifað. Rúna eignaðist eina dóttur, Krist- ínu, og áttu þær heimili saman alla tíð. Mikill kærleikur einkenndi samband þeirra mæðgna, ást og hlýja sem barnabörnin og barnabarnabörnin nutu svo góðs af. Elsku Kristín og fjölskylda við hugsum til ykkar í hljóðri bæn eins og Rúnu var eiginlegt. Guð blessi ykkur í sorginni við fráfall elsku ömmu og mömmu. Samúðarkveðjur „frændsystkinin“ í Norðurgróf. Mig langar að minnast Rúnu í nokkrum orðum. Ég kynntist Rúnu í sumarbúðum KFUM og K í Kaldárseli þar sem við unnum saman í eldhúsinu. Í Selinu áttum við marga góða daga saman og kenndi hún Rúna mér svo margt þeg- ar kemur að heimilisverkum, t.d. hvernig á að skúra gólf upp á gamla mátann með skrúbb og tusku. Hún hafði engan áhuga á nýtísku skúr- ingagræjum og vildi ekki sjá slíkt í sínu eldhúsi. Hvað matinn hennar varðar held ég aðrir komi seint með að toppa hennar matseld þar sem Rúna var listakokkur. Ég þori sem dæmi að fullyrða að hún bjó til besta fiskgratín í heimi og það sama má segja um lambakjötið og kökurnar hennar. Rúna var alltaf mjög gestris- in og því gátu gestir og gangandi ávallt gengið að því vísu að hún ætti nýbakað bakkelsi og heitt á könnunni. Í Selinu þótti Rúnu gott að sitja úti í sólinni á milli vinnutíma og var því ávallt orðin vel sólbrún þegar leið á sumarið. Í raun varð hún dekkri en allt samstarfsfólkið til samans. Við lit- um því vel út saman í eldhúsinu, ég næpuhvít, og Rúna eins og hún hefði verið í þriggja vikna leyfi á Spáni. Mér þótti alltaf skemmtilegt þegar Rúna kynnti sig fyrir börnunum en þá dansaði hún um fyrir framan matsal- inn og söng hástöfum: „Ég heiti Sig- rún Sumarrós. Í daglegu tali kölluð Rúna. Nú ætla ég að taka til máls og bjóða ykkur velkomna(r)“. Ég gæti sagt ykkur margar góðar sögur af kynnum okkar Rúnu ráðs- konu eins og ég kallaði hana alltaf. Hún var yndisleg kona og á ég marg- ar góðar minningar af henni. Ég ætla enda þessi orð með kvöldbæn Kald- árssels sem var Rúnu alltaf svo kær. Meðan, Jesús minn, ég lifi, mig lát aldrei gleyma þér, hönd þín mér á hjarta skrifi hugsun þá, sem dýrust er. Ég bið, þar þá játning set: „Jesús minn frá Nasaret er sú hjálp, sem æ mig styður, er mín vegsemd, líf og friður“. (Helgi Hálfdánarson.) Elsku Rúna, far þú í friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kær kveðja, Margrét Reynisdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sig- rúnu Sumarrós Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ásgeir M. Jónsson, Stína Gísladóttir, Frið- rik Zimsen Hilmarsson, Sveinn Al- freðsson og Valdís Ólöf Jónsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.