Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 35 DAGBÓK Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið fyrir börn. Taltímar. Einkatímar. Kennum í fyrirtækjum. Frönskunámskeið hefjast 2. maí Innritun 18. til 29. apríl Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: www.af.is Netfang: alliance@af.is Upplýsingar í síma 552 3870 Byggingalóðir: Atvinnuhúsnæði: Fyrirtæki til sölu: Vantar fyrirtæki fyrir ákveðna kaupendur: Kringlan 7 • 103 Reykjavík • Hús verslunarinnar • Sími 534 4400 HB FASTEIGNIR Fyrir öfluga aðila til sölu frábær byggingalóð í Reykjavík, mikið byggingarmagn. 2 stk. einbýlishúsalóðir í nágrenni Reykjavíkur til sölu. Glæsilegur og þekktur veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur. Þekkt hótel í Reykjavík með fína viðskiptavild. Hlutur í húsgagnaverslun. Gott hótel á Suðurlandi. Byggingaverktakafyrirtæki með góða verkefnastöðu. Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu. Góð gistiheimili. Sérverslanir af öllum gerðum. Hótel í Reykjavík. Fyrirtæki af öllum gerðum og stærðum. Vantar fyrir fjársterka aðila atvinnuhúsnæði í útleigu með trausta leigusamninga, staðgreiðslur í boði. Vantar á skrá atvinnu- og skrifstofuhúsnæði af öllum stærðum og gerðum. Pétur Kristinsson Lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Lögg. verðbréfamiðlari Kristinn R. Kjartansson sölustjóri atvinnuhúsnæðis, s. 820 0762 Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali Guðni Guðnason heldur námskeið byggt áLífssýn, verkefnabókinni sem hann gafút í lok síðasta árs. Tilgangur nám-skeiða Guðna er að hjálpa fólki að lifa lífinu til fulls: „Mín vinna gengur út á að hjálpa fólki að ná hámarksárangri í tilvist sinni. Það ger- ist ekki án ásetnings, það er: tilgangs. Tilgang- urinn er undirstaða hamingjunnar og án tilgangs getur maður ekki lifað innblásnu lífi. Margir eru ekki hamingjusamir í augnablikinu, heldur fram- lengja tilvist sína og ætla að verða hamingjusamir í framtíðinni. Með námskeiðinu vil ég hins vegar fá fólk til að upplifa augnablikið á sem öflugastan máta og nýta sér hæfileika sína, tilvist, og hvert augnablik á sem bestan máta,“ segir Guðni. „Hjálpa þarf fólki á mismunandi vegu að ná þessu markmiði. Oft á tíðum, en ekki alltaf, er byrjað á líkamanum og að gera hann eins orku- myndandi og hægt er. Með auknu þreki gerist fólk víðsýnna og hefur burði til að horfast í augu við eigin tilvist,“ útskýrir Guðni. „Við lifum mörg lífi okkar eftir ferlum sem okk- ur hafa verið innrættir af foreldrum, skólum og stofnunum. Oft eru þessir ferlar tálsýnir en þegar við vöknum til vitundar um það getum við valið viðbragð okkar frekar yfirvegað, frekar en að gera eins og dýrin sem aðeins bregðast við.“ Grundvöll fræða Lífssýnar segist Guðni hafa fengið víða að: „Það er ekkert nýtt undir sólinni. Ég var fyrstur manna á Íslandi til að starfa við einkaþjálfun og gerði mér þá grein fyrir að þjálf- un var að mörgu leyti ábótavant. Ég veitti því at- hygli að menn þurftu að vinna með lífsferla sína, en ekki bara lóðin. Ég menntaði mig í næring- arfræði, jógafræðum og margskonar lífsspeki og komst ekki hvað síst að því í gegnum eigið lífs- hlaup hve orsök og afleiðing verka saman. Ég hef viðað saman úr þessum mörgu fræðum því sem er kallað Rope Yoga-heimspeki eða Lífssýn.“ Guðni heldur annars vegar námskeið fyrir kennara dagana 27.–30. apríl. Áður hefur Guðni haldir þrjú slík námskeið og verður þetta líklega síðasta námskeiðið af því taginu sem hann heldur að sinni. Námskeiðið fer fram í tveimur fjögurra daga lotum með þriggja mánaða millibili. Hins vegar helgina 5. til 7. maí heldur Guðni námskeið fyrir almenning um Lífssýn. „Unnið er með Lífssýnarbókina sem nálgast má ókeypis á netinu. Bókin er í reynd verkefnabók sem hjálpa á fólki að gera sér grein fyrir hvaða tilgang það vill velja sér í lífinu.“ Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.ropeyoga.is. Þar má meðal annars finna upplýsingar um námskeiðsgjöld. Námsgögn eru afhent við fullnaðargreiðslu námskeiðsgjalda og er ætlast til að þátttakendur kynni sér gögnin vel áður en námskeiðið hefst. Námskeið | Þjálfun byggð á verkefnabókinni Lífssýn sem byggist á heimspeki Rope Yoga Tilvist mannsins og tilgangur  Guðni Gunnarsson fæddist 1954 og ólst upp í Keflavík. Hann á að baki fjölbreytta menntun á sviði íþrótta, heilsu og lífs- ráðgjafar. Hann var fyrstur manna á Íslandi til að starfa við einka- þjálfun, var formaður Vaxtarræktarfélags Ís- lands um skeið og gaf út tímaritið Líkamsrækt og næring. Guðni var stofnandi jógamiðstöðvarinnar Frískandi og er upphafsmaður Rope Yoga á Íslandi. Guðni hef- ur undanfarin fimmtán ár lifað og starfað í Bandaríkjunum við kennslu, lífsráðgjöf og einkaþjálfun. Guðni á synina Þór og Gunnar Pétur og er kvæntur Guðlaugu Pétursdóttur framkvæmdastjóra. Billy Eisenberg. Norður ♠K94 ♥D842 V/Allir ♦ÁG64 ♣76 Vestur Austur ♠G10863 ♠D752 ♥G1075 ♥93 ♦D ♦95 ♣ÁG3 ♣D10854 Suður ♠Á ♥ÁK6 ♦K108732 ♣K92 Vestur Norður Austur Suður Svarc Goldman Boulanger Eisenberg Pass Pass Pass 1 tígull Dobl Redobl Pass Pass 1 spaði 2 tíglar 2 spaðar 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Útspil: Spaðagosi. Bandaríski glaumgosinn „Broad- way“ Billy Eisenberg er hér við stýrið í tígulslemmu á HM 1969. Ítalir unnu Taívan í úrslitaleik, en Bandaríkja- menn lögðu Frakka í viðureign um bronsverðlaunin og er spilið frá þeim leik. Hið síðbúna opnunardobl vesturs sannfærði Billy um tvennt – að vestur ætti laufás og fjórlit í hjarta. Billy spil- aði út frá þeim forsendum, henti laufi í spaðakóng og rúllaði niður öllum trompunum: Norður ♠-- ♥D8 ♦-- ♣76 Vestur Austur ♠-- ♠D ♥G10 ♥-- ♦-- ♦-- ♣ÁG ♣D108 Suður ♠-- ♥6 ♦10 ♣K9 Í þessari stöðu hefur sagnhafi tekið ÁK í hjarta áður en síðasta trompinu er spilað. Svarc henti laufgosa og Billy fylgdi sannfæringunni með því að kasta hjartaáttu úr borði. Hann spilaði svo litlu laufi frá kóngum og fékk úr- slitaslaginn á laufkóng. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. Rf3 d5 2. e3 c5 3. b3 Rf6 4. Bb2 Bg4 5. h3 Bh5 6. Bb5+ Rfd7 7. 0–0 e6 8. Be2 Rc6 9. c4 Rb6 10. Ra3 Hc8 11. d3 a6 12. Rc2 f6 13. De1 Bd6 14. e4 0–0 15. Rd2 Bf7 16. f4 Dc7 17. Dh4 dxc4 18. dxc4 e5 19. Bd3 Hfd8 20. Re3 Rd4 21. Rd5 Rxd5 22. exd5 Bg6 23. f5 Bf7 24. Re4 h6 25. Hae1 Kf8 26. He3 Ke8 27. Bc1 Da5 28. Hg3 Bf8 Staðan kom upp á bandaríska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu San Diego. FIDE-meistarinn Emory Tate (2.384) hafði hvítt gegn stórmeist- aranum Varuzhan Akobian (2.575). 29. Bxh6! lagleg fórn sem opnar flóð- gáttir að svarta kóngnum. 29. … gxh6 30. Rxf6+ Ke7 31. Rg4+ Ke8 32. He3! Hvíta stórskotaliðið beinir spjótum sínum að svarta kóngnum og bregður svartur á það ráð að gefa manninn til baka en það reynist skammgóður vermir. 32. … Kd7 33. Rxe5+ Kc7 34. Rxf7 He8 35. De1 Dxe1 36. Hfxe1 Hxe3 37. Hxe3 h5 38. g4 hxg4 39. hxg4 Bd6 40. Rxd6 Kxd6 41. g5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ógleymanleg kvöldstund í Salnum MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 5. apr- íl sl. fór ég á söngtónleika í Salnum í Kópavogi. Þar komu fram tveir ungir söngvarar, þau Ingibjörg Al- dís Ólafsdóttir sópran, sem er son- ardóttir Sigurveigar Hjaltested óperusöngkonu, og tenórinn Stefán Helgi Stefánsson, en eins og sjá mátti í vandaðri efnisskrá var Stef- án Íslandi langafi hans. Að mínum dómi stóðu hinir ungu söngvarar fyllilega undir væntingum og frammistaða þeirra sýndi og sann- aði að þau eru verðugir arftakar forveranna . Átti söngur þeirra og túlkun sinn þátt í að gera þessa kvöldstund einkar ánægjulega. Ekki spillti heldur fyrir að lagavalið samanstóð af íslenskum og erlend- um sönglagaperlum, er þau Sig- urveig Hjaltested og Stefán Íslandi fluttu á sínum tíma. Ólafur Vignir Albertsson stóð vel fyrir sínu í und- irleiknum. Hann spilaði yfirvegað og fylgdi söngvurunum mjög vel sem ekki er lítið atriði t.d. í íslensku einsöngs- lögunum sem margt tónlistar- áhugafólk gjörþekkir. Þá var upphaf tónleikanna einkar vel til fundið en kynnir kvöldsins, Ólafur B. Ólafsson, sem er sonur Sigurveigar og faðir Ingibjargar Al- dísar, kom dansandi inn með harm- ónikku og renndi sér síðan upp í hið vel þekkta Ökuljóð er Stefán Helgi hóf söng sinn á. Þá fannst mér ótrú- lega skemmtilegt og jafnframt áhrifaríkt að hlýða á söngvarana flytja hið þekkta lag Freymóðs Jó- hannssonar Blikandi haf við undir- leik Ólafanna beggja á harmónikku og píanó. Fleira verður ekki rakið hér en af undirtektum áhorfenda að dæma mætti vel endurtaka þessa stórgóðu tónleika. Það var nærri húsfyllir í Salnum þetta kvöld og þar á meðal voru heiðursgestirnir þær systur og óperusöngkonur Sig- urveig Hjaltested og Ingveldur Hjaltested sem voru hylltar með dynjandi lófaklappi af þessu tilefni. Takk fyrir mig: Rúnar Sigtryggsson, Samtúni 18, Rvík. Myndavél í óskilum STAFRÆN mynda- vél fannst í Þing- holtsstræti í lok febrúar. Meðal mynda í myndavélinni er meðfylgjandi mynd. Þessi vél hefur verið auglýst áður. Ef þið kannist við þessa mynd eða mynda- vélina vinsamlegast hafið samband við Guðbjörgu í síma 567 5967. Gullarmband týndist GULLARMANBAND týndist í kringum sl. mánaðamót fyrir utan Skipholt 33 eða við bílastæði við Arnarbakka. Skilvís finnandi hafi samband í síma 690 0658. Fundarlaun. Gullbrúðkaup | Í dag, 18. apríl, eiga gullbrúðkaup Pálína Aðalsteinsdóttir og Valberg Gíslason, Hraunvangi 7, Hafnarfirði. Pálína starfaði í 40 ár á skrifstofu Morgunblaðsins. Valberg var matsveinn. Þau eru að heiman í dag. Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.